Morgunblaðið - 03.12.2004, Page 68

Morgunblaðið - 03.12.2004, Page 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Íslenskir ostar – ljúffeng gjöf sem gleður NOKKUÐ úrkomusamt var í borginni í gær og um miðjan dag gerði mikla hundslappadrífu. Víst er að margir hafa blotnað hressilega enda snjóflygs- urnar afar stórar og óvenju blautar. Þessir veg- farendur á Laugavegi létu veðrið þó ekki aftra sér frá því að heilsa upp á lítið kríli sem undi hag sín- um væntanlega vel í skjólinu sem barnavagninn veitir gegn veðrum og vindum. Morgunblaðið/Golli Í hundslappadrífu ALLT stefnir í að verðmæti innflutnings frá Bandaríkjunum verði mun meira í ár en í fyrra og munar þar mest um snaraukinn inn- flutning á fólksbílum vegna sterkari stöðu krónunnar gagnvart Bandaríkjadal. Allt árið í fyrra voru fluttir inn bílar frá Bandaríkjunum fyrir um 630 milljónir en var í lok október orðið einum milljarði króna meira og gæti slagað hátt í tvo milljarða við lok árs- ins. Fyrstu tíu mánuði ársins voru fluttar inn vörur frá Bandaríkjunum fyrir 22,3 milljarða króna samkvæmt tölum Hagstofu Íslands en allt árið í fyrra voru fluttar inn vörur þaðan fyrir liðlega 16 milljarða. Stærstur hluti aukn- ingarinnar liggur í innflutningi á flugvélum sem nam tæpum fimm milljörðum í ár en var hverfandi í fyrra. En sé litið burt frá flugvélum hefur annar innflutningur aukist um 7,5% og á þá enn eftir að bætast við innflutningurinn tvo síðustu mánuði þessa árs og kann aukningin milli ára því að mælast í tveggja stafa tölu þegar upp verður staðið. Og munar þar mest um bílana sem fyrr segir. Þá er greinilegt að fyrirtækin hafa aukið innflutning á hrávörum og rekstr- arvörum í ár en verðmæti þess innflutnings hefur aukist um hátt í milljarð króna, úr tæp- um 2,2 milljörðum í tæpa 3,2 milljarða fyrstu tíu mánuði ársins. Innflutningur á matvöru og öðrum neysluvörum virðist aftur á móti lítið hafa breyst. Vörur frá Bandaríkjunum vega ekki þungt í heildarinnflutningi landsmanna, hlutfallið var ekki nema 7,4% í fyrra en um 11% árið 2002 en það ár var innflutningur flugvéla verulegur. Margfalt fleiri bílar fluttir til landsins frá Bandaríkjunum 4 listamenn bætast á heið- urslaunalista MEIRIHLUTI menntamálanefndar Alþingis leggur í dag fram tillögu um hverjir hljóta heiðurslaun lista- manna á næsta ári. Listamennirnir eru 27 en þeir voru 25 á síðasta ári. Fjórir einstaklingar bætast á listann, Þorbjörg Höskuldsdóttir listmálari, Jónas Ingimundarson pí- anóleikari og leikararnir Jón Sig- urbjörnsson og Kristbjörg Kjeld. Tveir af heiðurslaunalistanum létust á árinu, Svava Jakobsdóttir og Rögnvaldur Sigurjónsson. ALLT útlit er fyrir að sækja þurfi þorra þess vinnuafls sem starfa mun við byggingu Fjarðaáls á Reyðarfirði til útlanda, þar sem lítill áhugi er meðal Íslendinga á störfunum. Að sögn Glúms Baldvinssonar, nýráðins upplýsingafulltrúa Bechtel á Íslandi, sem er aðalverktaki við byggingu Fjarðaáls, var upphaflega gert ráð fyrir að stór hluti vinnuafls við byggingu álversins yrði íslensk- ur. Reiknað er með að 1.500–1.800 manns muni starfa við álversfram- kvæmdirnar þegar mest lætur 2006. 100 Íslendingar að störfum Að sögn Glúms kom í ljós þegar farið var að kanna það betur að lík- lega yrði verktakinn að sækja meg- inþorra vinnuaflsins til útlanda og stærri hluta en upphaflega var gert ráð fyrir. Viðbrögð við auglýsingum um störf eru lítil samkvæmt heim- ildum blaðsins. Jarðvegsframkvæmdir við álverið eru hafnar og gert ráð fyrir að álver- ið verði gangsett í apríl 2007, gangi áætlanir eftir. Að sögn Glúms eru ríflega 100 Íslendingar nú þegar að störfum við jarðvegsframkvæmdir í tengslum við álverið og við byggingu starfsmannaþorps, á vegum ýmissa undirverktaka. Líkur á að fáir Íslendingar komi að byggingu Fjarðaáls Lítil viðbrögð við auglýsingum 28 árekstrar í borginni MIKIL hrina árekstra reið yfir höf- uðborgina í gær þegar 28 ökumenn lentu í óhöppum í hálku. Allmargir árekstrar höfðu orðið fyrrihluta dagsins en upp úr klukkan 15, þegar byrjaði að snjóa, fjölgaði óhöppum hratt. Að meðaltali verða um ellefu árekstrar í borginni á dag. Mest er um minniháttar nudd. EINTAK af fyrstu prentun Guðbrandsbiblíu frá árinu 1584, áritað af Guðbrandi biskupi, var selt hjá Bruun Rasmussen-uppboðshúsinu í Kaup- mannahöfn á miðvikudaginn fyrir rétt tæpar fjór- ar milljónir íslenskra króna, þegar seldar voru bækur úr stóru safni milljónamæringsins Bjarne Saxhof sem nýlega lést. Mun kaupandinn vera ís- lenskur og því mun biblían væntanlega rata heim til Íslands innan tíðar eftir aldalanga dvöl erlend- is. Danskur safnari keypti hana fyrir fáum árum á uppboði á Englandi og seldi Bjarne Saxhof hana skömmu síðar en væntanlega hefur Guðbrands- biblían verið seld til Englands á 17. öld. Danski safnarinn bað séra Ragnar Fjalar Lár- usson prófast að þýða áritanir á titilsíðu biblíunn- ar og þekkir séra Ragnar því vel til biblíunnar og á auk þess tvö eintök sjálfur. Hann segir fást mun hærra verð fyrir áritaðar Guðbrandsbiblíur en óáritaðar. Þessi biblía hafi verið í góðu ástandi en ekki í upprunalegu bandi, heldur bundin í 17. ald- ar band í Englandi. Þessa bók fæ ég klaustrinu á Skriðu, Guði til lofs „Þessa bók fæ ég klaustrinu á Skriðu, Guði til lofs og æru og hans blessaða orði. Anno 1585. Eiríkur Árnason,“ segir í áletr- uninni. Séra Ragnar segir að Eiríkur þessi, sem verið hafi sýslumaður, hafi dáið árið eftir og hafi þá væntanlega ekki verið búinn að greiða biblíuna. „Þá tekur Guðbrandur hana aftur og strikar yfir þetta og skrifar: Þessa biblíu hef ég fengið séra Birni á Völlum. Anno 1588. Guðbrandur Þor- láksson.“ Séra Ragnar segir áreiðanlegt að breskir að- alsmenn sem hingað hafi komið hafi keypt hér bækur fyrir lítið og farið með þær utan, þar á meðal væntanlega þessa biblíu, en Guðbrands- biblían hafi komið út í 500 eintökum árið 1584, það sé nokkuð víst. Séra Ragnar segir að í skýrslu um biblíueign Íslendinga frá því um 1820 hafi komið fram að þá hafi á annað hundrað Guð- brandsbiblíur verið til. „En núna hef ég verið að leita að Guðbrandsbiblíum, bæði hér á landi og erlendis, og ekki fundið nema kannski 40 eintök, þar af eru um 30 hér heima. Þannig að það hefur mikið glatast frá því skýrslan var gerð,“ segir séra Ragnar. Morgunblaðið/Jim Smart Séra Ragnar Fjalar Lárusson með eintak af Guðbrandsbiblíu sem er í hans eigu. Árituð Guð- brandsbiblía keypt heim til Íslands ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.