Morgunblaðið - 03.12.2004, Síða 37

Morgunblaðið - 03.12.2004, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 2004 37 UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is AÐ BYRJA í sambúð er skemmtileg reynsla. En hverri breytingu á lífsstíl fylgir ákveðin streita og álag. Þrátt fyrir ást og fögur fyrirheit er ekki óeðlilegt að erfiðleikar skapist í byrjun sam- búðar sem bless- unarlega leysast í flest öllum sam- böndum. Í gegnum þetta verður fólk að fara hvort sem það giftist einhverjum úr sömu götu eða útlend- ingi. En flest hjóna- bönd eru byggð á gagnkvæmri virðingu og ást. Þannig er þetta líka með hjóna- bönd íslenskra karla og erlendra kvenna. Hins vegar er nauð- synlegt að viðurkenna þá staðreynd að allt of margar erlendar kon- ur sem koma hingað til lands lenda í klóm ofbeldismanna. Erlendar konur eru yfirleitt háðari mök- um sínum en hér- lendar konur. Það er meiri hætta á að þær einangrist á heimilum, sökum þess að þær þekkja ekki rétt sinn, tala ekki ís- lensku og finna fyrir vanmætti gagnvart samfélaginu. Þetta veldur meira valdamisvægi sem ofbeld- ismenn eiga auðvelt með að beita fyrir sig. Í mörgum af þessum til- vikum sem við höfum heyrt um hafa karlmenn unnið markvisst í því að halda konum óupplýstum til að rugla þær þangað til þær missa raunveru- leikaskyn. Kon- urnar eru háð- ar eigin- mönnum sínum fjárhagslega en einnig lagalega, þar sem dval- arleyfi þeirra er í mörgum tilvikum bundið maka á fyrstu árum sambúðar. Samkvæmt upplýs- ingum Kvennaathvarfs- ins, eru erlendar konur á bilinu 22–38% allra þeirra kvenna sem dveljast þar, og flestar þeirra eru að flýja ís- lenskan eiginmann sinn. Oftast koma þær í athvarfið með hjálp vinnufélaga sinna sem finna fyrir því að ekki sé allt með felldu í einkalífinu þeirra og bjóða aðstoð sína. Það er ekki hægt að segja með vissu hversu margar erlendar konur hér á landi hafa alls ekki samband við um- heiminn og leita sér því ekki aðstoðar. Þessi faldi hópur er í mikilli hættu. Það er nauðsynlegt að rjúfa einangrun er- lendra kvenna sem búa hér á landi og kynna fyrir þeim réttindi þeirra og úrræð- in sem eru í boði. Það þarf að finna leið til að upplýsa þær um hvað andlegt og líkamlegt ofbeldi felur í sér og að þær ættu alls ekki að sæta sig við það. Erlendar konur í ofbeldisfullum samböndum Tatjana Latinovic fjallar um ofbeldi gegn konum af erlendum uppruna Tatjana Latinovic ’Það er nauð-synlegt að rjúfa einangrun er- lendra kvenna sem búa hér á landi og kynna fyrir þeim rétt- indi þeirra og úrræðin sem eru í boði. ‘ Höfundur er formaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. LANDIÐ er fagurt og frítt og fannhvítir jöklanna tindar og hvað svo? Suðvesturhornshugs- unarhátturinn er með eindæm- um. Hann gengur út á það hvað landið sé yndislegt og gott að geta flúið ys og þys þéttbýlisins, endurnært líkama og sál þegar henta þykir. Náttúran, lífið, fugl- arnir, hvalirnir og Guð má vita hvað fólki dettur í hug í nátt- úrulegu samhengi til að réttlæta misskiptingu lífsins gæða til að réttlæta músarholusjónarmið hins sjálfhverfa pólitíska einstak- lings sem hreiðrað hefur um sig í musteri menguninnar á höfuð- borgarsvæðinu. Ég sem einstak- lingur á landsbyggðinni mótmæli því að ég verði skattlagður sér- staklega fyrir að eiga fjórhjóla- drifinn bíl svo ég komist til að þjóna gestum og gangandi dag hvern árið um kring. Ég þarf að horfast í augu við það að orkan sem fæst úr Blönduvirkjun er niðurgreidd (verðjöfnun) fyrir höfuðborgarsvæðið, ekki fæ ég að njóta nálægðar virkjunar í hagstæðu orkuverði. Undirritað- ur þarf að borga hærra bens- ínverð vegna fjarlægðar, hærra matarverð vegna fjarlægðar, gangagjöld til að komast til Reykjavíkur. Til að gæta alls réttlætis þá greiði ég líklega lægri fasteignagjöld því eignir mínar eru lítils virði miðað við títtnefnt höfuðborgarsvæði. Stjórnmálamenn þessa lands, og þá frábið ég mér álit lýðskrum- ara, takið ákvörðun! Hverjir eiga að lifa og hverjir eiga að deyja? Jón Sigurðsson Hverjir eiga að lifa, hverjir eiga að deyja? Höfundur er umboðsmaður á Blönduósi. Í MARS á þessu ári höfðaði Lyfja- fræðingafélag Íslands (LFÍ) mál gegn Landspítala – háskólasjúkra- húsi (LSH) til að fá viðurkenningu á að LSH hefði brotið lög með því að ráða ekki lyfjafræðing í stöðu yfirmanns sjúkrahúsapóteksins, sem LSH kaus þá að kalla lyfja- svið. Lyfjastofnun hefur margsinnis látið LSH vita, bréflega, að stöðu- veiting þessi bryti gegn lögum. LSH hefur ýmist svarað með lang- sóttum skýringum eða með því að segjast hafa gert breytingar, sem yfirmenn LSH teldu nægja til að uppfylla kröfur laganna. Breyting- arnar hafa í öllum tilfellum verið svo smávægilegar að þær hafa engu breytt um lögbrotið. Bréfaskipti þessi hafa staðið yfir frá því stuttu eftir að sviðsstjóra- staðan var veitt viðskiptafræðingi, þann 1. apríl 2003, án auglýsingar. Þó hefur verið hlé á bréfaskipt- unum síðan í júlí á þessu ári, þegar Lyfjastofnun lét þess getið í bréfi til LSH að þótt hún teldi ótvírætt að um lagabrot væri að ræða, þá myndi hún ekki aðhafast í málinu á meðan það væri fyrir dómstól- unum. Af þessu gat LFÍ dregið þá ályktun að málshöfðunin hefði í för með sér tafir á því að opinberar stofnanir sinntu skyldum sínum við að framfylgja lögunum. Nú nýverið vísaði Héraðsdómur málinu frá á þeirri forsendu að málið, eins og það var fram sett, snérist um lög- spurningu. Félagið furðar sig nokkuð á þessum úrskurði, þar sem ætla má að hagsmunir þeirra fé- lagsmanna sem hefðu sótt um þessa stöðu ef hún hefði verið aug- lýst, séu verulegir. Einnig má ætla að hagsmunir almennings af því að þessari stöðu sé sinnt af fagmanni, svo að alls öryggis sé gætt, séu all- nokkrir. Félagið kærir ekki frávísunar- úrskurðinn til Hæstaréttar, m.a. þar sem ljóst má vera af bréfi Lyfjastofnunar frá því í júlí, að með því að draga málið þannig á langinn fyrir dómstólum gæti félagið verið að hindra framgang réttvísinnar. Velta má fyrir sér í framhaldinu, hvernig opinberar eftirlitsstofnanir hefðu brugðist við ef lögbrjótur, sem til dæmis hefði staðið að ólög- legum innflutningi lyfja, kæmist upp með að kalla lyfin sem um væri að ræða einhverjum öðrum nöfnum en innihaldið gæfi til kynna og hvort málinu yrði síðan fram haldið í einhverjum bréfaskiptafarvegi mánuðum saman án þess að nokk- uð væri frekar aðhafst. Og hvað ef einhverjum dytti í hug að höfða mál gegn lögbrjótnum til að fá fyrr úrskurð dómstóla um að um lögbrot væri að ræða? Væri þá hugsanlegt að þær opinberu stofnanir sem taka ættu á málinu létu lögbrjótinn vita að þótt þær teldu athæfið ennþá ólöglegt hygð- ust þær ekki aðhafast fyrr en úr- skurður dómstóla lægi fyrir? Samkvæmt samningi LSH við Háskóla Íslands (HÍ) skal staða yf- irmanns lyfjasviðs vera í höndum einstaklings með akademískt hæfi. Getur verið að með nafnbreytingu einingarinnar úr „lyfjasvið“ í „lyfjaþjónusta“ sé LSH að nota sömu aðferð gagnvart HÍ og hing- að til hefur verið notuð gagnvart Lyfjastofnun? Orðaleikurinn heldur sem sagt áfram, því að ef eingöngu væru skoðuð orðin og ekki innihaldið í því sem um er að ræða, þá er ekk- ert sem segir að þjónustustjórar á LSH þurfi að uppfylla kröfur um akademískt hæfi. LFÍ gerir ráð fyrir að nú þegar félagið hefur ákveðið að kæra ekki úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur, bregðist Lyfjastofnun skjótt við, framfylgi lögum og krefjist þess að ráðinn verði lyfjafræðingur í stöðu yfirmanns sjúkrahúsapóteks/ lyfjasviðs/lyfjaþjónustu LSH. Með vinsemd og virðingu. Fyrir hönd LFÍ, LÁRUS STEINÞÓR GUÐMUNDSSON, formaður, INGUNN BJÖRNSDÓTTIR, framkvæmdastjóri. Opið bréf til Lyfjastofnunar LFÍ skrifar opið bréf til Lyfja- stofnunar vegna sjúkrahúsapóteks/ lyfjasviðs/lyfjaþjónustu Landspít- ala – háskólasjúkrahúss: VIÐMÆLENDUR fréttamanna í útvarpi og sjónvarpi eru alla jafna ósammála um hvaðeina sem ber á góma. Það var því nokkur nýlunda að hlýða á tal tveggja manna, auk spyrils, í útvarpinu hér á dögunum. Því þeir tveir töluðu sem einn maður væri. En um hvað voru þeir svona hjartanlega sammála? Reyndar um það hve mikla nauðsyn bæri til þess að endurrita Biblíuna þ.e. Heilaga ritningu á „nútímaíslensku“ til þess að fólk gæti skil- ið það sem í henni stendur. Og maður spyr: Nútímaíslenska, hvað er það? Er hér ef til vill verið að ýja að því að íslenska samtímans sé svona ámóta langt frá eldra máli og nú- tíðargríska frá forngrísku. En á það mál munu nútímagrikkir full- komlega ólæsir. Eða er hér verið að taka undir söng nokkurra gam- alla norænna fræðimanna sem héldu því fram að Íslendingasög- urnar væru ekki skrifaðar á ís- lensku heldur á einhverju tungu- máli sem þeir kölluðu ýmist oldnordisk eða gammelnorsk? Þeir hinir sömu tróðu meira að segja upp á sögurnar afkáralegri staf- setningu til þes að reyna að sanna mál sitt. En allt kom fyrir ekki og íslensk börn lásu þessar sögur eins og fara gerir, þar á meðal höf- undur þessa pistils. Að þessu sögðu gætu ýmsir farið að hugsa með sér að úr því að krakkar hafi getað lesið bækur sem skrifaðar voru á 13. öld og auk þess gefnar út með vitlausri staf- setningu, þá ætti full- orðið fólk að geta fót- að sig bærilega á biblíuþýðingunni frá 1920. Útvarpstvíbur- arnir skrifa þó ekki upp á þetta. Þeir fara ekki ofan af því að ís- lenskum lesendum sé með öllu fyrirmunað að lesa sér að gagni í hinni helgu bók. Og þessvegna þurfi að þynna í þá dúsuna. Aðalaðferðin við það hlýtur að vera sú að nema burt úr lesmál- inu þau orð sem ekki eru í alfara- leið og setja í þeirra stað önnur al- gengari, „sem allir skilja“. Hætt er við að afleiðing þessa yrði sú að fölva slæi á töfrum slungna texta bibíunnar. Málið yrði flatneskju- legra og síður þess megnugt að hrífa mannssálina úr viðjum hvers- dagsleikans. Reyndar sjást nú þegar merki þess hvert stefnir. Í frásögn Jó- hannesarguðspjalls af brúðkaupinu í Kana í Galíleu kemur t.a.m. fyrir orðið kæmeistari, ögn óvenjulegt orð, en með skemmtilegan svip, og ekki torræðara en svo að hvert meðalgreint barn ætti að geta farið nærri um merkingu þess í text- anum, að öðrum kosti spurt og þar með bætt orði í orðaforða sinn. Samkvæmt orðabók Menning- arsjóðs merkir orðið eldameistari, yfirmaður í eldhúsi. Hinum háu betrumbætendum Biblíunnar þóknaðist hinsvegar að þurrka það út, og hvað skyldu þeir hafa sett í staðinn nema orðið veislustjóri, sem allir vita að þýðir annað. Sú íslenska sem kennd er hér í skólum og brúkuð af öllum al- menningi er það sama mál og forn- sögur vorar og bókmenntir eru rit- aðar á, þ.e. mál Snorra, Jónasar, Hallgríms Péturssonar og Hall- dórs Laxness. Það ætti því að öll- um að vera ljóst að rætur íslenskr- ar tungu liggja djúpt, og slitni þær hlýtur hún að visna og deyja. Biblían á nútímaíslensku Stefán Sigurkarlsson fjallar um íslenskt mál ’Málið yrði flatneskju-legra og síður þess megnugt að hrífa mannssálina úr viðjum hversdagsleikans.‘ Stefán Sigurkarlsson Höfundur er lyfjafræðingur. Dreymir þig um nýja nágranna? Skipholti 29A 105 Reykjavík fax 530 6505 heimili@heimili.is opið mánudaga til föstudaga 9-17 sími 530 6500 Heimili er öflug og fersk fasteignasala í eigu þriggja fasteignasala sem allir starfa hjá fyrirtækinu og hafa áralanga reynslu af fasteignaviðskiptum Við leggjum sérstaka áherslu á vönduð og traust vinnubrögð og úrvals þjónustu. Metnaður okkar er að allir viðskiptavinir finni heimili við sitt hæfi og verði sáttir og ánægðir með samskiptin við okkur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.