Morgunblaðið - 03.12.2004, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 03.12.2004, Blaðsíða 60
60 FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ SEINT verða þeir félagar Pétur Ey- vindsson og Rúnar Magnússon sak- aðir um leti, hvað þá hugmynda- skort. Á þessu ári hafa þeir sent frá sér tvær breiðskífur, sem gefnar hafa verið út tvisvar, Pétur sólóskífu sem DJ Musician og Rúnar þrjár sólóplötur. Væntanlegar eru svo tvær plötur til, ein með nýrri tónlist og önnur eins konar safnskífa að mér skilst. Þær plötur sem hér eru metnar eru um margt ólíkar þó þær séu teknar fyrir í einu lagi, enda komu þær út samtímis, fyrst í takmarkaðri út- gáfu í upphafi árs og svo endur- útgefnar, enn í takmarkaðri útgáfu, nú fyrir skemmstu. Fungi to the Moon er rólyndisleg framan af, góð undiralda og skemmtilega unnin óhljóð. And- stæðum er teflt saman á skemmti- legan hátt í upphafslaginu, „Yer Dub ist Moi Sub“, naumhyggjulegt undirspil þar sem laglína rís og hníg- ur á skemmtilegan hátt og ofan á henni þungur en þó hófstilltur takt- ur. Á sjöttu mínútu hljómar skæld rödd spiluð afturábak Fyrstu þrjú lögin eru mjög áþekk, hægfara stígandi uns hámarki er náð í gullinsniði og síðan úrlausn þar sem stemningin er færð mjúklega niðurávið. Þetta kallar á talsverða hlustun og góða einbeitingu því mönnum gæti virst sem ekkert sér- stakt sé á seyði en því er öðru nær; það er fullt í gangi í lögunum Germans are People Too - Alive and Kicking, sem tekin er upp á tón- leikum, eins og nafnið ber með sér, er unnin upp út hljóðritun á raf- tónlistarhátíð í Kaupmannahöfn. Verkið, sem er tæpur klukkutími að lengd, hefst eins og ferðalag, takturinn undir framan af er lest- arhljóð. Smám saman færist fjör í leikinn, hljóðum fjölgar og þau verða fjölbreytilegri. Eins konar klif- unarkennd laglína birtist þegar um fimmtungur er liðinn og síðan nán- ast sungin lína eða vein sem end- urtekin er með tilbrigðum í nokkurn tíma; mjög skemmtilegur sprettur. Önnur kaflaskipti verða um það leyti sem verkið er hálfnað, skyndi- lega hljómar orgel og fljótlega eftir það tekur lagið að þróast í átt að hefðbundnari músík, áheyrandi fær takt til að halda sér í og úrvinnsla verður venjulegri. Enn verða kaflaskipti undir lokin, á 46. mínútu fer að krauma og vella undir og brýst svo fram krafmikill taktur; hér er komið að Stilluup- steypu-remixinu – einmitt sama vír- aða stefið og bregður fyrir í laginu á ATAK sem tileinkað er Vindva Mei. Þessar skífur Vindva Mei eru ekki allra, frekar en fyrri verk sveit- arinnar, en nenni menn að hlusta er ýmislegt eyrnakonfekt í boði. Skemmtilegar andstæður TÓNLIST Íslenskur diskur Fungi to the Moon og Germans are People Too - Alive and Kicking, tvær plöt- ur með hljómsveitinni Vindva Mei. Vindva Mei skipa þeir Pétur Eyvindsson og Rún- ar Magnússon. Plöturnar eru báðar end- urútgáfur, komu fyrst út í 15 eintökum hvor í janúarbyrjun. Stilluppsteypa á re- mix-innskot í verkinu. White Label gefur út. Germans are People Too - Alive and Kicking er 58:27 mín, Fungi to the Moon er 40:42 mín. Vindva mei - Fungi to the Moon og Ger- mans are People Too - Alive and Kicking /  Árni Matthíasson Í HAFSAUGA byggist á sönnum at- burðum um par sem fór að kafa í sumarfríinu sínu, en gleymdist á hafi úti í meira en sólarhring. Úr þeim efnivið hefur leikstjórinn Chris Kentis gert einstaklega hrollvekj- andi mynd og um leið raunsæja. Hér er á ferðinni öðruvísi spennu- mynd en við erum vön að sjá. Það fyrsta sem maður tekur eftir er að kvikmyndin hefur grófa áferð og að greinilega hafa ekki miklir peningar verið lagðir í myndina. Það er alls ekkert verra, heldur hefur myndin yfir sér heimildarblæ sem gerir að verkum að hún er enn trúanlegri og ógnvekjandi. Ólíkt öðrum spennumyndum er eiginlega ekki margt sem gerist. Eftir að parið er orðið eitt eftir í sjónum og fram til enda mynd- arinnar er lítið farið út fyrir þann tökustað og myndin byggist upp á samskiptum parsins. En ógnin er auðvitað allt í kring og vitneskjan um það getur gert mann brjálaðan. Ég man ekki eftir að hafa nokkurn tímann liðið svona illa undir neinni mynd síðan ég sá Excorcist fyrir meira en 25 árum. Maður er mjög spenntur og hræddur, líður hrein- lega illa líkamlega og hefur á tilfinn- ingunni að maður sé í sjónum með þeim. Persónulega hefði ég viljað sjá meira drama. Samtölin þeirra á milli upplýsa mikið um persónuleika þeirra og hvernig sambandi þeirra er háttað. Oft á tíðum eru samtölin bæði fyndin og beinskeytt og lýs- ingin á unga parinu er mjög raun- sönn. Það hefði ég samt vilja kafa aðeins dýpra ofan í, og sjá meiri átök og eitthvað meira koma upp á yf- irborðið í sambandinu. Leikararnir eru allir byrjendur og standa sig bara vel, einnig aukaleik- arar þar sem þeirra samtöl eru ekki síður vel skrifuð. Í öllum sínum einfaldleika er myndin snilldarlega tekin og er ein- staklega raunveruleg. Hvernig fóru þau eiginlega að þessu með hákarl- ana sem sífellt eru á sveimi um aðal- leikarana? Ég skil það ekki en dáist að þeim um leið og ég ímynda mér hversu frumstæðar aðstæðurnar á tökustað hafa verið þar sem leik- stjórinn og framleiðandinn Lau hreinlega gerðu allt. Þessi litla mynd er í rauninni stór og nær út fyrir sjálfa sig. Þegar maður situr og nagar á sér negl- urnar með hnút í maganum, getur maður ekki annað en velt fyrir sér hvernig formúlan hefur farið með okkur. Hvernig við hreinlega ósjálf- rátt reiknum út og reiknum með hvað gerist næst þegar visst hljóð heyrist eða atburður á sér stað. Að- standendum Í hafsauga er skítsama um allar reglur og þau gera það sem þeim sýnist. Og það er að gera mjög trúanlega útgáfu af raunveruleik- anum – og hryllilega hrollvekjandi. KVIKMYNDIR Háskólabíó og Sambíó Álfabakka Leikstjórn og handrit: Chris Kentis. Kvik- myndataka: Chris Kentis og Laura Lau. Aðalhlutverk: Blanchard Ryan og Daniel Travis. 79 mín. BNA 2003. Í hafsauga (Open Water)  Virkileg líkamleg vanlíðan Í hafsauga er að sögn gagnrýnanda „hryllilega hrollvekjandi.“ Hildur Loftsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.