Morgunblaðið - 03.12.2004, Síða 40

Morgunblaðið - 03.12.2004, Síða 40
40 FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðrún LouisaVilmundardóttir fæddist í Merkisteini á Vesturgötu í Reykjavík hinn 4. september 1924. Hún lést á Landa- kotsspítala að morgni 24. nóvem- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Vilmundur Ásmundsson, f. 9. des. 1879 að Vogsós- um í Selvogi, d. 15. des. 1959 í Reykja- vík, og Valgerður Þorbjörg Jónsdóttir, f. 31. júlí 1895 á Króki á Rauðasandi, d. 28 des. 1944 í Reykjavík. Þeirra börn voru: Þórunn Vilmundardóttir eldri, f. 19. júní 1917 í Reykjavík, d. 17. mars 1920 í Reykjavík; Þór- stundaði matreiðslu og sauma- skap, byrjaði einnig að læra hjúkr- un en hætti því. Þegar Guðrún var tvítug lést móðir hennar og tók hún þá við heimilinu og sá um það með mynd- arbrag. Þá voru þar faðir hennar og systkini. Eftir að systur hennar fóru að heiman hélt hún heimili með föður sínum og bróður til árs- ins 1959, þegar faðir hennar lést. Alla tíð síðan hafa Guðrún og bróðir hennar Árni haldið heimili saman á Dunhaga 11. Með heimilisrekstrinum vann hún ýmis störf, þar á meðal við saumaskap og í blómabúðum, einnig var hún matráðskona á hvalbátunum í tíu ár, matráðskona í Kerlingafjöllum í nokkur sumur og einnig hjá Landsbankanum. Hún bar mikla umhyggju fyrir fjölskyldunni og þegar systkina- börnin fæddust og síðar þeirra börn, sinnti hún öllum af mikilli al- úð fram á síðasta dag. Útför Guðrúnar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13. unn Vilmundardóttir, f. 22. okt. 1920 í Reykjavík; Guðrún Louisa Vilmundar- dóttir, sem hér er kvödd; Jón Árni Vil- mundarson, f. 16. des. 1925 í Reykjavík; Val- gerður Guðrún Vil- mundardóttir, f. 30. nóv. 1927 í Reykjavík; Ragnheiður Laufey Vilmundardóttir, f. 31. júlí 1929 í Reykja- vík, d. 6. jan. 1982 á Akranesi;Vilborg Ása Vilmundardóttir, f. 31. ág. 1930 í Reykjavík, d. 15. mars 2000 í Reykjavík; og drengur Vilmundarson, f. 11. nóv. 1934, d. 11. nóv 1934. Guðrún byrjaði ung að vinna, vann í Tjarnarbíói, hjá tannlækni, Gunna frænka átti stóran þátt í mínum uppvexti, yfirleitt héldu vinir mínir að hún væri amma mín, og ég sagði þeim að hún væri nú eiginlega eins og amma mín, en væri í raun ömmusystir. Ég á margar góðar minningar um Gunnu, ég man þegar ég var lítil þá kom hún oft hlaupandi úr strætó nið- ur Tunguveginn, ég man sérstaklega eftir því að hún hljóp hálfpartinn frekar en labbaði, því hún virtist alltaf vera að flýta sér, oftar en ekki kom hún með skyr og rjóma til að hafa í hádegismat, hún gat nú sjaldnast set- ið kyrr og var yfirleitt farin að strauja og brjóta saman þvottinn á heimilinu. Þegar ég svo eignaðist heimili sjálf spurði hún alltaf hvort hún gæti ekki brotið saman þvott eða straujað fyrir mig, eða kannski þurrkað af. Oft var gaman að koma til Gunnu á Dunhagann og þá sérstaklega þegar við fengum að leika okkur í fata- skápnum, fara í alla fínu kjólana og máta húfur og hatta. Hún vildi alltaf vera fín hún Gunna og saumaði oft mikið sjálf, bæði á sig sjálfa, fjöl- skylduna og dúkkurnar líka. Einnig man ég hvernig var að koma á Dun- hagann rétt fyrir jólin, eldhúsið eins og blómaverkstæði og Gunna á kafi í að búa til blómaskreytingar fyrir vini sína og fjölskyldu, síðan var þetta keyrt út um allan bæ ásamt jólapökk- unum sem voru nú ekki fáir. Gunna og Árni náðu svo rétt fyrir sex í mat- inn á aðfangadag heima hjá mömmu og pabba, en þar var ég með þeim á jólunum í 25 ár. Gunna átti ekki börn sjálf en var eins og besta mamma og amma allrar stórfjölskyldunnar, hún hugsaði vel um alla og vildi öllum vel. Hún ferðað- ist með strætó út um allan bæ í heim- sóknir og var stöðugt að hugsa um og sinna öðrum. Svona man ég best eftir Gunnu alltaf á fullu út um allt. Fyrir nokkrum árum fór líkaminn að gefa sig, hún gat ekki lengur farið allra sinna ferða eins og hún vildi og það fannst henni óþolandi, oft fór hún bara af stað, en það endaði oft með því að hún datt og slasaði sig, en hún kippti sér nú ekkert upp við það, besta sagan finnst mér þegar hún datt og slasaði sig töluvert og ókunn- ur maður bauðst til að hringja á sjúkrabíl eða keyra hana heim, en hún bað manninn bara um að keyra sig á hárgreiðslustofuna því hana vantaði hárlakk. Hún lét ekkert stoppa sig, fór áfram á viljanum og þrjóskunni. Elsku Gunna, ég held að líkaminn hafi orðið gamall á undan sálinni, því mér fannst síðustu árin að þú værir fangi í líkama sem virkaði ekki nógu hratt og vel, alla vega að þínu mati. Þú vildir komast ferða þinna óhindr- að og geta gert það sem þú vildir þeg- ar þér hentaði. Ég trúi því og vona að þú sért nú frjáls, getir fylgst með okkur öllum, passað okkur og vernd- að eins og þú vildir alltaf gera. Takk fyrir allar góðu minningarnar sem þú skilur eftir. Hugrún. GUÐRÚN L. VILMUNDARDÓTTIR ✝ Stefán Reynir Ás-geirsson fæddist hinn 3. júní 1962. Hann lést af slysför- um í Vonarskarði 27. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Ásgeir Einars- son, f. 14.9. 1938, verslunarmaður, og Fjóla Ragnarsdóttir, f. 23.6. 1940, húsmóð- ir. Bernskuheimili Stefáns var á Sel- tjarnarnesi. Systkini hans eru: Haraldur, f. 5.6. 1964, Bryndís Elsa, f. 10.12. 1969, og Ragnheið- ur Dóra, f. 10.9. 1973. Börn Stefáns eru: Ásgeir Heið- ar f. 28.12. 1981, Guðjón Einar, f. 1.6. 1989, Sunna Líf, f. 11.3. 1994, og fóstursonur Davíð Þór Dag- bjartsson, f. 13.5. 1986. Sambýliskona Stefáns er Hildur Símonardóttir, f. 9.3. 1958. Stefán nam prent- iðn og ljósmyndun við Iðnskólann í Reykjavík. Á yngri árum stundaði hann ýmis störf til sjós og lands, en lengst af starfaði hann sjálf- stætt við bílaspraut- un og -réttingar. Hann tileinkaði sér akstursíþróttir og keppti í rallíi, tor- færu og kvartmílu. Hann var félagi í BÍKR og einnig í sportbátafélaginu Snarfara. Stefán var kafari hjá Björgun- arsveitinni Ingólfi, keppti í bad- minton og var trommuleikari í hljómsveitum. Á veturna stundaði hann jeppaferðir í óbyggðum. Stefán Reynir verður jarðsung- inn frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku, elsku Stebbi minn. Það er erfitt að setja allt á prent sem ég vil segja við þig, en þú veist mínar innstu hugsanir. Við áttum okkar yndislegu tíma saman, bæði núna síðustu tvö árin og áður. Fjöllin áttu þig allan, og þú varst alltaf að reyna að fá mig til að taka þátt í því með þér, en aldrei varð neitt úr því. Alltaf varst þú á ferð og flugi og varst aldrei ánægður nema þú hefðir nóg að gera, ýmist á hljómsveitaræfingu eða badmintonæfingu, og ég studdi þig í öllu sem þú gerðir. Síðasta afrekið þitt var að byggja upp galleríið okkar, það var þitt stolt, þú vildir hafa allt 100%. Og þar ætluðum við að vinna sam- an, þú með þitt verkstæði og ég með mína vinnustofu. En við fáum ekki allt sem við óskum okkur. Elsku Stebbi, við Davíð eigum eftir að sakna þín mjög mikið, en minn- ingin lifir. „Lát mig deyja þegar stundin er komin. Ég óska þess eins að þeir sem þekktu mig best segi um mig að ég hafi ætíð slitið upp þyrni og gróðursett blóm þar sem ég hélt að blóm gætu vaxið.“ (Abraham Lin- coln.) Hvíldu í friði. Þín Hildur. Elsku stóri bróðir, helst af öllu vildi ég vera uppi á verkstæði hjá þér í dag, í stað þess er ég að kveðja þig. En núna er gott að rifja upp þær minningar sem ég hef eignast með þér í gegnum tíðina. Það fyrsta sem kom upp í hugann voru prakkarastrikin okkar saman. Síðan minntist ég ferðarinnar vest- ur í land þegar við vorum pollar og klifum heljarinnar bjarg (að mér fannst þá). Einnig minnist ég þess þegar þú tókst mig með þér í fyrstu jeppaferðina mína. Þá fórum við inn í Þórsmörk, það var mikið ævintýri. Ég man eftir því þegar ég lagði fyrsta bílnum sem ég eign- aðist við hliðina á jeppanum þínum. Ég á Austin Mini – þú á 4x4 trölli. Þú varst ánægður með handtökin sem ég hafði á þeim bíl að keyra, sérstaklega þegar ég fór í beygj- una hjá JL húsinu á tveimur, þá nýkomin með próf og kunni ekkert með stóra bíla að fara. Þá vorum við að fara í Mosfellsdal í jeppatúr sem varð ansi skrautlegur og end- aði með fyrstu veltunni minni. En á meðan við runnum á toppnum þá varst þú svo yfirvegaður og róleg- ur og talaðir til mín allan tímann. Ekki varð okkar meint af þessu og höfðum gaman af eftir á þó svo að foreldrar okkar hafi ekki verið á sama máli. Þegar Gremlins komu til sög- unnar fannst þér oft gott að heyra mig syngja eins og hann og fékk ég því gælunafnið Gismó. Á endanum gaf ég þér Gremlinsbangsa sem þú hafðir í bílunum þínum á komandi árum. Það var alltaf jafn gaman að horfa á þig keppa í torfærunni. Sjá þig keyra í rallýinu og heyra fjalla- sögurnar þínar. Ég veit að þér leið best á fjöllum og þar kenndir þú mér að hlusta á frostið í snjónum. Hún Fjóla Dögg sendir þér kveðju og þakkar þér fyrir sam- fylgdina að hestunum. Hann Jón dáðist að lagni þinni við bílasmíðar og Tinnu Rós þótti gott að kúra hjá þér. Hann Konni þakkar þér vinskapinn og samræður. Elsku Stebbi stóri bróðir, ég þakka fyrir allar samverustundirn- ar sem við áttum og stuðninginn sem ég gat alltaf fengið hjá þér, STEFÁN REYNIR ÁSGEIRSSON Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR MAGNÚSSON frá Þórarinsstöðum, Seyðisfirði, áður til heimilis á Kirkjuvegi 57, Vestmannaeyjum, verður jarðsunginn frá Seyðisfjarðarkirkju laug- ardaginn 4. desember kl. 14.00. Þórunn Sigurðardóttir, Finnur Jónsson, Magnús Helgi Sigurðsson, Inger Helgadóttir, Ásdís Sigurðardóttir, Sveinn Valgeirsson, Ólafur Már Sigurðsson, Sigrún K. Ægisdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSA BERGMUNDSDÓTTIR, Vesturvegi 32, Vestmannaeyjum, lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja sunnudaginn 28. nóvember. Útför hennar fer fram frá Landakirkju laugar- daginn 4. desember kl. 14.00. Jón Guðmundsson, Jóhannes Þórarinsson, Álfheiður Úlfarsdóttir, Íris Angela Jóhannesdóttir, Þórarinn Jóhannesson, Ása Margrét Jóhannesdóttir, Bergmundur Elli Sigurðsson, Ólöf H. Júlíusdóttir, Valur Bergmundsson, Elín Bergmundsdóttir og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, SVEINN ÓLAFUR TRYGGVASON, Álfhólsvegi 53, lést á Landspítala Hringbraut miðvikudaginn 1. desember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Guðrún Jónsdóttir, Jón Kristinn Sveinsson, Elínborg Árnadóttir, Tryggvi Gunnar Sveinsson, Anna Ragna Siggeirsdóttir, Rannveig Sveinsdóttir, Lúðvík Berg Bárðarson, Helga Björg Sveinsdóttir, Bjarni Sigurðsson og afabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÁGÚST G. BREIÐDAL frá Krossi á Skarðsströnd, Sogavegi 118, Reykjavík, lést að morgni miðvikudagsins 1. desember. Útförin verður auglýst síðar. Ólöf Guðmundsdóttir, Jóhanna Ósk Breiðdal, Jóhann Sævar Kjartansson, Dagný Stefánsdóttir, Magnús Jónsson, Unnþór Stefánsson, Margrét Guðlaugsdóttir, Stefán Stefánsson, Gunnar Stefánsson, Anna Þorgilsdóttir, Ása Björg Stefánsdóttir, Þórður Jónsson og fjölskyldur þeirra. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, GUÐSTEINN ÞENGILSSON læknir, Grenimel 32, Reykjavík, lést miðvikudaginn 1. desember. Jónína Stefánsdóttir, Stefán Guðsteinsson, Auður F. Gunnarsdóttir, Rósa Guðsteinsdóttir, Ólafur Guðmundsson, Sigríður Guðsteinsdóttir, Geir Harðarson, Hallgrímur Guðsteinsson, Karl Jóhann Guðsteinsson, Brynja Scheving og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.