Morgunblaðið - 03.12.2004, Side 57

Morgunblaðið - 03.12.2004, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 2004 57 MENNING ÚTSÖLUMARKAÐUR Faxafeni 12 Opið 10 - 18 virka daga og 10 - 16 laugardaga. www.66north.is af öllum flíspeysum til jóla. 20%afsláttur Lýstu upp jólin með ljósum frá Ljósbæ Faxafeni 14 s. 568 0850 Pílutjöld ehf Faxafeni 12 108 Reykjavík s. 553 0095 www.pilu.is • Gardínustangir • Felligardínur • Bambusgardínur • Sólskyggni Smíðum og saumum eftir máli. Allt fyrir gluggann Stuttur afgreiðslutími HÝSILL er yfirskrift fyrstu einkasýn- ingar Sigurðar Guðjónssonar, er útskrif- aðist frá Listaháskóla Íslands í fyrra, sem stendur yfir í Kling & Bang galleríi. Á yf- irskriftin vel við andrúmið sem listamað- urinn leitast við að skapa. Tilfinningalegur viðbjóður sem grefur sig í undirmeðvitund- ina og felur sig þar líkt og sníkill sem sogar frá manni næringu og orku. Gróteskleikinn er ráðandi, ekki ósvipað og við höfum verið að sjá hjá Gabríelu Friðriksdóttur sem er augljós áhrifavaldur á listsköpun Sigurðar, nema að hann heldur sig fjarri öllum popp- og teiknimyndakúltúr sem annars spilar mikla rullu í verkum Gabríelu. Ekki má heldur gleyma Matthew Barney í því sambandi sem er farinn að verða ansi fyrirferðarmikill í verkum íslenskra myndlistarmanna. Sigurður sýnir ljósmyndir, hljóðskúlptúr, myndbandsgjörning og kvikmynd. Pirrandi lúðrablástur rífur í mann hvar sem maður gengur um rýmið án þess þó að skemma önnur verk. Að því leytinu er sýningin að ganga upp sem heil innsetning. Ég mundi þó segja kvik- myndina sem listamaðurinn sýnir í kjallara gallerísins vera þungamiðju sýningarinnar og tvímælalaust mest spennandi þátt hennar. Mætti ætla að listamaðurinn hafi komið kvik- myndavélinni fyrir í undirmeðvitund hýsilsins og myndað hina ýmsu andstyggilegu óra sem þar leynast. Efniskennd kvikmyndarinnar er óáþreifanleg og undirtónninn dulrænn. Leik- stjórinn David Lynch kemur mér sterklega til hugar og margt minnir líka á japanska kvik- myndagerð, s.s. Rashomon (1950) eftir Akira Kurosawa og Kwaidan (1964) eftir Masaki Kobayashi, enda andatrú Japana ekki svo ýkja ólík okkar Íslendinga. Í fréttatilkynningu sem galleríið sendi á net- inu var Sigurður nefndur „bjartasta vonin“. Kannski meiri brandari en alvara á ferð hjá höfuðpaurum Kling & Bang og þá skemmti- legur leikur við fjölmiðla, en blaðamenn skella ósjaldan slíkum titlum á unga myndlistarmenn, sem þeir taka í viðtal, án þess að rökstyðja það neitt frekar. Svona til þess að hafa viðtalið merkilegra en ella. Ég tel þó óhætt að skipa Sigurði Guðjónssyni allavega í hóp hinna björtu vona og spennandi verður að sjá þegar sterkir áhrifavaldar fara að hverfa aftar í bak- grunninn og sérkennin njóta sín betur í for- grunninum. Björt von MYNDLIST Kling & Bang gallerí Opið fimmtudaga til sunnudags frá 14-18. Sýningu lýkur 19. desember. Blönduð tækni – Sigurður Guðjónsson Jón B.K. Ransu Gróteskleikinn er ráðandi. Frá sýningu Sigurðar Guðjónssonar í Kling & Bang galleríi. LUCIANO Pavarotti hyggur á lokatónleika- ferðalag um 40 borgir á næsta ári áður en hann lýkur söngferli sínum, en tenórinn fyll- ir 70. árið á næsta ári. Það er breski framleiðandinn Harvey Goldsmith sem er hugsuðurinn á bakvið tón- leikana, sem haldnir verða um allan heim, þar á meðal í London, New York, París og Buenos Aires. Pavarotti sagði í samtali við Reuters- fréttastofuna að hann vissi ekki hvenær eða hvar lokatónleikar ferðalagsins yrðu haldnir, en þegar þeir væru búnir væri hann einnig búinn. „Þetta er langt ferðalag, en ég mun aldrei koma fram eins og rokkari, kvöld eftir kvöld. Að hámarki mun ég syngja tvenna til þrenna tónleika á mánuði,“ sagði hann. „Í 43 ár hef ég ferðast út um allt. Stundum veit ég ekki í hvaða rúmi ég vakna.“ Velgengni í plötuútgáfu Pavarotti er einn hinna „Þriggja tenóra“ og hefur selt yfir 100 milljónir platna, og telst því sá klassíski tónlistarmaður sem not- ið hefur mestrar velgengni í sögu hljóm- plötuútgáfu. Óperan á þó hug hans allan og hann segir að hann vilji gjarnan að sín verði minnst sem „mjög alvarlegs óperusöngvara“. Hann hætti hins vegar störfum sem slíkur í fyrra, og kennir nú söng við tónlistarskólann í heimabæ sínum, Modena á Ítalíu. Tónlist | Tenórsöngvarinn Luciano Pavarotti fer í fjörutíu borga lokaferðalag á næsta ári Heldur upp á sjö- tugsafmælið í leiðinni Reuters Tenórinn Luciano Pavarotti er á leið í loka- tónleikaferðalagið, enda bráðum sjötugur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.