Morgunblaðið - 03.12.2004, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 03.12.2004, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 2004 39 MINNINGAR ✝ Helga Þórðar-dóttir fæddist að Bjarnanesi í A.- Skaftafellssýslu 18. nóvember 1917. Á fjórða ári fluttist hún að Sauðanesi í N.- Þingeyjarsýslu. Hún lést í Landspítalan- um við Hringbraut 25. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru sr. Þórður Oddgeirsson, prestur og prófastur í Sauðanesi, f. í Miklaholti í Mikla- holtshreppi 1. september 1883, d. 3. ágúst 1966 og Þóra Ragnheiður Þórðardóttir húsfreyja, f. í Reykjavík 29. janúar 1882, d. 19. júní 1950. Systkini Helgu eru: Odd- geir Theodór, f. 30.11. 1911, d. 18.10. 1978; Hanna Andrea, f. 24.12. 1912; Haukur, f. 4.5. 1914, d. 29.6. 1966; Anton Emil, f. 5.11. 1915, d. 16.1. 1997; Anna, f. 3.12. 1919, d. 23.04. 2000; Þórður Guð- Guðný Björg, f. 29.5. 1979. 3) Þóra Ragnheiður, f. 14.2. 1951, börn hennar eru: a) Sunna Jóhannsdótt- ir, f. 15.2. 1974, dætur hennar eru Embla Mjöll og Sól fæddar 10.11. 1995, b) Úlfar Örn Mogel, f. 28.5. 1977. 4) Ágúst Kristinn, f. 22.12. 1956, í sambúð með Hildigunni Guðmundsdóttur, f. 23.4 1967, son- ur þeirra a) Aron Kristinn, f. 7.10. 2001, dóttir Ágústar, b) Eva Mjöll, f. 16.11. 1983, dætur Hildigunnar, eru c) Hulda Mýrdal Gunnarsdótt- ir, f. 8.2. 1989 og d) Dagmar Mýr- dal Gunnarsdóttir, f. 28.6. 1990. 5) Þórunn Gyða, f. 29.8. 1959, gift Stefáni S. Stefánssyni, f. 14.07. 1956. Börn þeirra eru: a) Signý, f. 27.6. 1983, b) Stefán Björn, f. 25.10. 1987 og c) Bjarki, f. 12.9. 1990. Helga ólst upp í Sauðanesi en fluttist til Reykjavíkur rúmlega tvítug. Starfaði hún í vefnaðar- vöruverslun Marteins Einarssonar auk þess sem hún stundaði píanó- nám við Tónlistarskóla Reykjavík- ur en tónlist átti alla tíð ríkan þátt í huga hennar. Eftir að börnin uxu úr grasi starfaði Helga við fram- reiðslustörf, lengst af í eldhúsi Hrafnistu í Reykjavík. Útför Helgu verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. mundur, f. 6.4. 1921, d. 12.12. 2003 og Gyða, f. 10.7. 1924. Helga giftist 20. september 1947, Birni Pálssyni aðalbókara, f. í Kaupmannahöfn 20. maí 1923, d. 21. maí 2003. Foreldrar Björns voru hjónin Páll Jónsson vélstjóri, f. í Hafnarfirði 18. september 1895, d. 16. janúar 1945 og Gróa Ágústa Guðmunds- dóttir, f. á Kirkjubóli í Dýrafirði 24. ágúst 1891, d. 23. maí 1984. Börn þeirra Helgu og Björns eru: 1) Bolli, f. 9. 2. 1948, kvæntur Constanze Björnsson, f. 30.11. 1949, búsettur í Þýskalandi. 2) Björn Vignir, f. 24.09. 1949 kvæntur Guðrúnu Nikulásdóttur, f, 28.11. 1954. Börn þeirra eru: a) Birgir Örn, f. 9.8. 1976, í sambúð með Helgu Ásgeirs- dóttur, f. 18.8. 1979, sonur þeirra er Gunnar Björn, f. 30.9. 1998, b) Elsku mamma. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. (Hallgrímur Pétursson.) Þín Ragnheiður. Nú þegar aðventan byrjar og jólin nálgast þá kveð ég elskulega móður mína. Það er sárt að hún sé farin frá okkur, það gerðist svo snöggt og fyr- irvaralaust. Einungis nokkrum klukkutímum áður sátum við systk- inin á löngum fundi með læknunum hennar. Engan grunaði og engin vís- bending gaf okkur þá til kynna að nokkrum klukkutímum seinna yrði hún dáin. Það er erfitt og þungt að kveðja svo ljúfa og góða móður sem hún var. Minningarnar eru svo margar og hlýjar. Hún var alla tíð einstök móð- ir, vinnusöm og ástrík. Ég dáist að dugnaði hennar þegar hún hafði fullt hús barna og sólarhringurinn dugði vart til þess að sinna þeim. Ég man svo vel þegar hún stóð í eldhúsinu í Hlunnavoginum, steikti kleinurnar sínar góðu og lagaði kæfu í risastór- um potti. Hún var alltaf að og þegar mest mæddi á í lífi hennar þá var hún sterkust. Hlýjar eru minningar mín- ar þegar ég var í sveit á sumrin á Langanesi á hennar æskuslóðum þegar hún sendi mér pakka í póst- inum, pakka fullan af ávöxtum, súkkulaði og öðru góðgæti, pakka sem var fullur af ást hennar og hlýju. Ég er ríkur að hafa notið hennar, hún kenndi mér flest það sem ég kann, sérstaklega fannst mér gaman að elda með henni í eldhúsinu sem við gerðum svo oft saman. Mamma sýndi mikinn styrk og dugnað þegar faðir minn Björn átti við sín veikindi að stríða í tvö og hálft ár kringum 1960. Þá stóð hún ein með barnahópinn sinn í Hlunnavog- inum og gerði allt sem hún gat til þess að okkur liði vel. Mig langar að þakka ættingjum hennar, vinum hennar og pabba og öllum þeim sem hjálpuðu til og studdu hana og pabba. Hjálp þeirra og hugur var mömmu og okkur öllum ómetanleg- ur. Aron Kristinn hafði alltaf svo gaman af að heimsækja hana og hann hugsar svo hlýtt til hennar, hún er hjá englunum og er glöð þar með afa. Ég er svo sáttur í hjartanu mínu að ég hafði tækifæri til að vera hjá henni síðustu stundirnar og að ég fékk að halda í höndina hennar. Ég bið Guð að blessa minningu hennar, ást hennar og hlýja lifir með mér. Ágúst Kr. Elskuleg tengdamóðir mín, Helga Þórðardóttir, hefur nú kvatt okkur. Ekki verður oftar sest við eldhús- borðið í Aðallandinu og rætt um lífs- ins gagn og nauðsynjar. Það var mér strax ljóst er ég kom fyrst inn á heimili þeirra hjóna, Helgu og Björns, að þar var ég velkomin og ætíð var Helga tilbúin að leiðbeina mér eftir föngum við matargerð, bakstur og hin ýmsu störf er tengd- ust heimilinu. Helga var afar mynd- arleg við eldhússtörfin og lék mat- argerð og bakstur í höndum hennar alla tíð. Mér er það mjög minnis- stætt þegar von var á tengdaforeldr- unum í kvöldkaffi er við hjónin vor- um nýfarin að búa. Baka átti pönnukökur en eitthvað lék það ekki í höndunum á mér. Þegar gestina bar að garði voru engar pönnukökur tilbúnar, unga tengdadóttirin frekar leið yfir ósköpunum og tengda- mömmu tilkynnt að ef borða ætti pönnukökur það kvöldið yrði hún að taka til sinna ráða. Fylgdist ég með af athygli er pönnukökurnar stöfluð- ust upp á diskinum ein af annarri og viti menn, frá þeim tíma var það leik- ur einn að baka pönnukökur. Tónlist var henni afar hugleikin og lék hún á píanó og gítar og söng afar vel. Ósjaldan kom það fyrir að hún spilaði fyrir okkur á píanóið og ekki er langt síðan hún spilaði fyrir okkur hér á heimili okkar. Fyrsta árið sem dóttir okkar lærði á píanó æfði hún sig hjá ömmu sinni þar sem ekki var til hljóðfæri á okkar heimili. Það var henni afar ljúft að fá hana til sín og naut Helga þess að fylgast með hennar tónlistarnámi. Kirkjan var henni hugleikin, hún var alin upp á prestsheimili en faðir hennar var prestur. Helga starfaði í fjölda ára í Kvenfélagi Langholts- kirkju eða allt þar til hún fluttist úr sókninni fyrir um tíu árum. Helga hafði gaman af því að ferðast bæði innanlands og utan, síðast fór hún og dvaldi hjá Bolla syni sínum, sem bú- settur er í Þýskalandi, fyrir rúmu ári. Helga naut þess að vera með börnum sínum og fjölskyldum þeirra og ekki síður eftir að hún missti mann sinn í maí 2003. Afskaplega var hún alltaf þakklát þegar við sótt- um hana í mat, kaffi eða einhverjar útréttingar. Ég kveð tengdamóður mína með þakklæti í huga. Minning- in lifir að eilífu. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Guðrún Nikulásdóttir. Það eru að koma jól. Jólin eru allt- af notaleg og okkur líður vel í faðmi fjölskyldunnar. Við finnum gleði í hjörtum okkur og við gefum hvert öðru gjafir. Nú koma jól og það vant- ar Helgu í hópinn og mér finnst það sárt. Ég á eftir að sakna Helgu mikið. Þótt ég hafi ekki þekkt Helgu í mörg ár þá sá ég strax er ég kynntist henni að hún var góð kona, kona sem var hlý og tilfinningarík, yndisleg og ávallt vildi vel. Ég vildi að við hefðum fengið að hafa hana lengur þannig að litli prinsinn minn, Aron Kristinn, hefði fengið að njóta hennar samvista lengur en ég veit að hún vakir yfir honum og passar hann. Aroni fannst mjög gaman að kíkja í Aðallandið til Helgu ömmu sinnar og hann var alltaf mjög ánægður þegar Helga amma dró upp kökur og kræsingar. Ég hugsa til síðasta að- fangadagskvölds með mikilli hlýju en þá var Helga hér hjá okkur og virkilega geislaði og brosti breitt og naut sín í alla staði. Þetta kvöld er dýrmæt minning en minningarnar um Helgu eiga eftir að ylja mér um hjartaræturnar um ókomna framtíð. Ég bið guð af að gefa krökkunum þínum styrk Helga mín og ég veit að þú hefur nú hitt manninn þinn, hann Björn, sem dó á síðasta ári. Aron Kristinn orðaði þetta svo fallega: Nú er Helga amma komin til afa Björns og englarnir uppi í himninum eru að passa þau bæði. Ég kveð þig Helga með orðunum úr spámanninum: skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinn, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aft- ur huga þinn og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. Guð geymi þig. Þín Hildigunnur. Amma Helga hefur kvatt okkur, nýlega orðin 87 ára gömul. Þegar við hugsum til baka kemur fyrst upp í huga okkar umhyggjusemi og vænt- umþykja í garð okkar systkinanna. Amma var fyrst og fremst húsmóðir, fram í fingurgóma, sem dekraði við sitt heimafólk. Þegar gest bar að garði fann hún til smekklega skreytt smurbrauð og bakkelsi, því enginn skyldi fara svangur út úr hennar húsi. Okkur eru sérstaklega minnisstæð ýmis gömul húsráð sem hún notaði úr sín- um uppvexti. Þegar við urðum veik gaf hún okkur flóaða mjólk og setti klút um hálsinn. Það hafði mamma hennar gert og því skyldi það ekki duga nú á dögum? Árangurinn lét ekki á sér standa, kvefaða barnið sofnaði vært. Ráð- semi og trú fyrri kynslóða birtist í svo mörgu sem hún sagði og gerði. Samt var amma ætíð ung í anda og í hennar huga var aldur annað en það sem tímatalið sagði til um. Þessi rós hug- ans fylgdi henni fram undir það síð- asta, en frá því í vor átti hún við van- heilsu að stríða. Elsku amma hafðu hjartans þökk fyrir allt. Signý, Stefán Björn og Bjarki. Elsku amma. Komið er að kveðjustund. Minn- ingarnar eru ótal margar, bæði úr Hlunnavoginum og Aðallandinu. Við systkinin lékum okkur mikið í stóra garðinum í Hlunnavoginum og það var alltaf mikið líf og fjör. Alltaf voru full borð af kræsingum þegar komið var í heimsókn, heimabakaðar kökur og smurt brauð. Þegar ég sótti þig á Landakot fyrir um mánuði síðan og var að læra fyrir próf hjá þér í Aðal- landinu sást þú til þess að ég fengi nú örugglega nóg að borða og drekka. Við ræddum um væntanlega ferð mína til Englands um jólin og út- skriftarferðina til Taílands sem þér þótti afar spennandi og hvattirðu mig til að nota tækifærið og ferðast á meðan ég hefði heilsu til. Þú sagðir mér frá ferðalögum sem þið afi fóruð í en þau voru ófá. Þegar afi dó kom vel í ljós hve sterk þú varst, það vant- ar mikið þegar sá sem maður hefur deilt lífinu með er horfinn á braut. Nú eruð þið saman á ný. Við kistu þína kveðjumst við í dag, í kirkju hljómar ómþýtt sorgarlag. Þú leggur upp í langa gönguför, þín leið er greið að drottins fótaskör. Við höfum ótal margt að þakka þér, þakklátt auga minninganna sér myndir koma minn á hugarskjá, já, margt er gott sem hugarfylgsnið á. Við lofgjörð syngjum lausnaranum þeim, sem leiðir okkur rétta götu heim. Drottinn minn um blessun þína bið, og börn þín öðlast ró og frið. (Hörður Zóphaníasson.) Ég kveð ömmu með söknuði og þakklæti fyrir allt. Guðný Björg Björnsdóttir. HELGA ÞÓRÐARDÓTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.