Morgunblaðið - 03.12.2004, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 03.12.2004, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 2004 41 MINNINGAR Nú ertu horfin til annarra og betri heima nafna mín. Á þessum tímamótum vil ég fá að þakka þér allt sem þú hefur gefið af þér í gegnum tíðina. Okkar fyrstu kynni urðu, þegar ég var nýfætt barn, fæðingin gekk víst brösótt hjá okkur mömmu. En auðvitað varst þú við- stödd eins og ævinlega þegar eitthvað var um að vera í fjölskyldunni. Það var mitt lán að þú varst þarna hjá okkur, því þú áttir svo sannarlega stóran þátt í því að koma lífi í þennan litla kropp sem þú síðar tókst að þér að svo miklu leyti. Ég hef alltaf litið á þig sem mína aðra móður, því alltaf varst þú til staðar til að létta undir með mömmu sem hafði fyrir að sjá stórum systkinahópi. Marga daga og nætur átti ég hjá nöfnu og Árna í Dunhaganum, og var það ævintýri líkast að fá að gista hjá þeim. Að stel- ast í allt tæknidótið hjá Árna og að fá að njóta þeirrar hlýju sem þú hefur alltaf gefið af þér. Ég fékk að njóta þeirra forréttinda að fá að vera með þér hvar sem þú varst í vinnu. Ég minnist þeirra daga með hlýhug þeg- ar ég fékk að gramsa í dótinu á saumastofunni þar sem þú vannst, búa til kakó og aðstoða við sölu- mennsku í skíðaskálanum í Jósefsdal, sofa til fóta í rúminu þínu í Kerling- arfjöllum þar sem þú vannst í nokkur sumur, svo eitthvað sé nefnt. Einnig er í minningu minni sú spenna þegar fjölskylda mín fór að hitta þig og bræður mína í Hvalfirðinum þar sem þú varst kokkur á einum hvalbátnum. Þegar ekið var í mynni Hvalfjarðar og hvalbáturinn var á sömu slóðum var alltaf spennan að vita hvor kæm- ist á undan að bryggju. En nafna mín, það er margt sem leitar á hugann á þessum tímamótum, sem ég megna ekki að koma á blað, en efst í huga mínum er þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta allrar þeirrar hlýju og umhyggju sem þú hefur gef- ið af þér í öll þessi ár. Hafðu bestu þökk fyrir allt og allt. Guð blessi þig og varðveiti. Þinn nafni Gunnar V. Jónsson og fjölskylda. Mig langar með örfáum orðum að minnast hennar Gunnu frænku minn- ar. Gunna var mér alltaf eins og önn- ur amma, það má eiginlega segja að við barnabörn systra hennar höfum átt eina auka ömmu. Gunna sinnti fjölskyldu sinni vel og hefur hún átt mestan þátt í að halda stórfjölskyld- unni saman. Ég er ansi hrædd um að ég þekkti ekki svipinn á mörgum í fjölskyldunni ef hún Gunna hefði til dæmis ekki haldið sín árlegu jólaböll og það ekki nein smá jólaböll! Hún Gunna var sérlega hjartahlý manneskja og var gjarnan sú fyrsta sem hringdi ef eitthvað bjátaði á. Þá bauð hún aðstoð sína. „Valgerður mín, á ég ekki að koma og strauja fyr- ir þig,“ átti hún til að segja þegar hún hringdi. Hún lagði líka mikið upp úr því að gleðja börnin og mundi alltaf eftir afmælunum þeirra og sendi þeim eitthvað á jólum. Þegar ég var barn var gjarnan mest spennan kringum pakkana frá Gunnu og Árna, þeir voru mestir um sig og innihéldu skemmtilegt og vandað dót. Þegar við komum í heimsóknir að norðan var alltaf farið a.m.k. einu sinni í mat í Dunhaga til Gunnu og Árna. Þar var stórsteik á borðum og ís í eftirrétt. Mér er einnig mjög minnisstætt þeg- ar ég fékk að gista í Dunhaga og fara með Gunnu í vinnu, en þá vann hún í Blómaglugganum á Laugavegi. Þetta fannst mér, litlu stúlkunni utan af landi, ekki lítið spennandi. Við opn- uðum búðina, tókum svo morgunleik- fimi með útvarpinu og svo hristi Gunna hverja blómaskreytinguna af annarri fram úr erminni því við það var hún sérlega lagin. Í dag kveðjum við góða frænku sem bar ávallt hag annarra fyrir brjósti og sýndi okkur ótakmarkaða hlýju. Í henni kynntumst við mann- kostum sem við, yngri kynslóðin, ætt- um að taka okkur til fyrirmyndar. Elsku Árni, Vala, amma, Kolla og fjölskylda, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Valgerður Unnarsdóttir. Það er sárt að kveðja þig, elsku Gunna mín. En það huggar mig þó að vita að þér líði vel núna. Þú fullviss- aðir mig um það þegar ég kom til þín á spítalann, að það væri ekkert nema gott sem biði þín. Minningarnar fylla hugann á svona stundu og það er svo margt sem mig langar til að þakka þér fyrir. Allar næturnar sem ég fékk að gista hjá þér, sögurnar, ferðalögin, leikhús- ferðirnar og það mikilvægasta, alla góðu nærveruna og hlýjuna sem ég fékk að njóta frá því ég kom í heim- inn. Að lokum vil ég þakka þér fyrir all- ar bænirnar sem þú kenndir mér og kveð ég þig, elsku Gunna mín, með tveimur þeirra: Vertu Guð faðir, faðir minn í frelsarans Jesú nafni. Hönd þín leiðir mig út og inn svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pét.) Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinn. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig Jónsson.) Öll eigum við okkur nokkra gim- steina í lífinu. Þú varst einn af mínum gimsteinum. Þín nafna, Guðrún Árný. Í dag er kvödd hinstu kveðju, Guð- rún Lovísa Vilmundardóttir eða Gunna Lúlla eins og flestir ættingjar hennar og vinir kölluðu hana. Stytt- ing nafns hennar í mínum huga lýsti henni svo vel því „Gunna Lúlla“ hljómar svo blíðlega. Hún var ein- staklega mannelsk, ljúf og fögur kona sem eilíft var að hlúa að öðrum, gefa og gleðja. Allt hennar líf ein- kenndist af tryggð og umhyggju fyrir vinum sínum og vandamönnum og má með sanni segja að orðin „Sælla er að gefa en þiggja“ hafi einkennt hennar líf. Gunna Lúlla var mér afar kær og nákomin þrátt fyrir að við værum ekki skyldar. Upphaf tengsla okkar er vinátta móðurömmu minnar og móður henn- ar sem lést langt fyrir aldur fram árið 1944. En það voru draumar sem urðu til þess að mér var gefið nafn móður hennar, þá orðin tveggja ára. Ef til vill hefur nafn mitt á einhvern hátt viðhaldið góðum tengslum á milli fjöl- skyldna okkar og fyrir það er ég og fjölskylda mín afar þakklát. Gunna Lúlla sinnti ólíkum störfum á lífsleið sinni. Í mörg ár vann hún við blómaafgreiðslu og áttu þau störf mjög vel við hana. Þar fékk natni hennar og sköpun notið sín. Hún hafði unun af blómum og naut þess að hafa þau í kringum sig, sem og aðra fagra muni. Í raun var hún mikill fag- urkeri, sjálf alltaf fallega klædd og greidd en hún hafði einstaklega fal- legt hár svo eftir var tekið. Gunna Lúlla kom aldrei í heimsókn til mín án blóma og alltaf vildi hún aðstoða mig við að koma þeim vel fyrir í vasa. Er þetta aðeins örlítið dæmi um hvernig hún var alltaf að fegra í kringum sig og sína. Mínar ævintýralegustu minningar um hana tengjast sumri í Hvalfirði árið 1958. Þá var ég sjö ára gömul og fékk að vera þar stóran hluta sumars með henni og móðurömmu minni. Hún var þá kokkur á hvalveiðiskipi og starfaði við það í nokkur sumur. Mér er ennþá minnisstætt hvað mér þótti mikið til þessa starfs hennar koma. Kona kokkur á hvalveiðiskipi. Umhverfi Hvalfjarðar var framandi og spennandi fyrir unga hnátu á þess- um tíma. Lítið braggaþorp í botni fjarðarins fyrir starfsmenn hval- stöðvarinnar, ein matvöruverslun, bensínstöð og sjúkrahús, og sjálf Hvalstöðin sem var í gangi allan sól- arhringinn. Þarna var margt að skoða, og leika sér við, ekki síst í fjör- unni. Mest spennandi var þó alltaf að fylgjast með hvalskipunum sigla inn fjörðinn. Var þetta skipið hennar Gunnu Lúllu að koma og með hvað marga hvali? Og þegar það var skipið „hennar“ hljóp ég niður á bryggju og fékk að fara um borð og fylgjast með þegar hvalirnir voru dregnir að landi. Stundum þurfti að snúa skipinu eða eitthvað að færa til, og hver smá- færsla þess er í minningu minni „sigl- ing“ með henni. Með þessu örlitla minningarbroti kveð ég Gunnu Lúllu mína með þökk í hjarta fyrir að hafa notið kærleika hennar og samfylgdar. Árna, Völu, Tótu, Kollu og fjöl- skyldum þeirra, sem og öðrum ætt- ingjum Gunnu Lúllu, votta ég og fjöl- skylda mín innilega samúð. Valgerður Sigurðardóttir. Elsku Gunna frænka. Það er einmitt á svona köldum vetrardögum sem mér verður hugsað til þín, því þú lést aldrei smáhálku, frekar en annað, aftra þér í því sem þú tókst þér fyrir hendur. Þú barst þig alltaf svo vel, geislandi af reisn og fágun. Þú varst umfram allt dama, alla þína tíð. Ég man að mér þótti allt- af eins og í ævintýri að koma í svefn- herbergið þitt. Skrautlegt og dular- fullt, þar sem alls konar smáhlutir fönguðu augað og hleyptu ímyndun- arafli lítillar stelpu af stað. Alltaf svo hreint og fallegt í kringum þig. Þú kunnir að fara vel með bæði líkama og sál, og eins og dömu sæmir léstu aldrei neinn bilbug á þér finna þótt eitthvað bjátaði á. Þú varst alltaf í góðu formi og þegar þú komst í heim- sókn í Aðallandið og já, stundum í fljúgandi hálku, þá bléstu aldrei úr nös þegar upp var komið. Sennilega hefur stiginn heima hjá þér í Dunhag- anum haft eitthvað með það að gera, og að sjálfsögðu útvarpsleikfimin sem mamma segir mér að þú hafir helst aldrei misst af. Ég man líka eftir mjúku höndunum þínum og vel snyrtu nöglunum og fallegu leður- hönskunum sem þú áttir alltaf, og hvernig þú fórst í og úr þeim, svo dömulega. Það var alltaf ákveðin ró yfir þér, og ég man aldrei eftir að hafa séð þig stressaða eða að á þig hafi komið fát. Þú barst þig alltaf svo vel, geislandi af reisn og fágun, en líka lífsgleði og húmor. Þannig mun ég minnast þín. Takk fyrir allar samverustundirnar, kæra ömmusystir. Sigrún S. Valdimarsdóttir. sama hvað bjátaði á. Við biðjum þess að þú hvílir í friði, við hittumst síðar. Bryndís systir og fjölskylda. Sunnudagur 28. nóv. 2004. Ég sit hér á eftirmiðdegi og hef ekkert að gera. Það eru jólaskreytingar í verslunum, en vegna veikinda minna get ég ekki gengið um bæ- inn. Allt í einu koma Bára systir mín og Camilla dóttir mín. Þær voru með skilaboð til mín frá Georg bróður okkar. Þetta eru ekki góð skilaboð, segja þær. Það sem kom á eftir flaut bara framhjá mér, eins og hraunstraumur. Þetta getur ekki staðist, var það fyrsta sem mér datt í hug. Þú, elsku frændi, hafðir látist í slysi á laugardeginum. Þetta er ekki réttlátt, að þú, elsku Stebbi minn, fullur af lífi og gleði, sért farinn. Mér er sama þó að það sé sagt: Að þeir sem guð elskar fara fyrst. Guð elskaði þig, eins og hann gerir við öll börnin sín. En þú áttir ekki skilið að fara fyrr. Hversu mikið sem Guð elskaði þig. Þú varst svo mikill stuðningur fyrir alla, þó fyrst og fremst fyrir móður þína Fjólu. Ég get ekki sett mig í hennar spor núna. Því þið börnin eruð henni allt, og að missa þig, sinn frumburð. Það er mjög erfitt að trúa því að þetta sé satt. Eini ljósi punkturinn í þessu er að þú elskaðir íslenska náttúru á allan máta, svo að þú varst ánægð- ur þennan dag. Elsku Stebbi minn. Það er eng- inn sem getur farið í þín spor. Þú varst sérstakur, sem og þið systk- inin, einstaklega yndisleg og góð og alltaf reiðubúin að hjálpa öðr- um. Hvar er réttlætið? Elsku Fjóla systir, Ásgeir, Halli, Biddý og Dóra mín. Ég votta ykk- ur mína innilegustu samúð, einnig systkinum okkar, Stebba fjöl- skyldu, sem ég því miður hef ekki náð að kynnast. En ég veit að þið hafið misst hér á jörðu tryggan og yndislegan son, bróður, fjölskyldu- föður og vin. Ég horfi núna upp til stjarnanna og þar lýsir ein falleg stjarna. Ég veit að það ert þú, elsku frændi, og munið að hann kemur alltaf til með að vera með okkur. Ég sendi sérstaklega samúðar- kveðjur til foreldra Stefáns, systk- ina, ættingja hans og vina. Hvíldu í friði, elsku Stefán minn. Ég veit að þú ert í góðum höndum hjá ömmu þinni Unni og öðrum ættingjum. Þín móðursystir Vilhelmína Ragnarsdóttir, Trelleborg, Svíþjóð. Eitt sinn verða allir menn að deyja eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það, en samt ég verð að segja að sumarið líður allt of fljótt. Þessar ljóðlínur Vilhjálms Vil- hjálmssonar hafa streymt um huga mér dagana sem liðnir eru síðan mér bárust þau hörmulegu tíðindi, að kær vinur minn og ferðafélagi, Stefán Reynir Ásgeirsson, hefði mætt örlögum sínum, „þar sem Kaldakvísl kemur úr Vonarskarði“, eins og Jón Helgason kvað. Stebbi átti sér margvísleg áhugamál og fjölmennan vinahóp sem þeim tengdist. Hann lék m.a. í hljómsveit, æfði badminton, hafði yndi af hestamennsku, stundaði rallakstur með frábærum árangri eins og fjölmargir verðlaunagripir bera vitni um og á vetrum naut hann þess að takast á við óblíð náttúruöflin á hálendi Íslands, und- ir stýri á öflugum bifreiðum. Ef eitthvað kom upp á í slíkum ferðum, hvort heldur voru bilanir á farartækjunum eða örðugir farar- tálmar, þá hétu það ekki vandamál hjá Stebba, heldur aðeins verkefni sem þurfti að leysa. Reyndar minn- ist ég þess ekki að hafa heyrt hann nota orðið vandamál, nema þá í setningunni: „Það er ekki vanda- mál.“ Og verkefnin voru leyst, á einn eða annan hátt, svo áfram varð haldið á vit ævintýra öræf- anna. Atvik sem hann lenti í fyrir nokkrum árum lýsir vel óbilandi kjarki hans og áræði. Á síðustu sérleið í rallkeppni, þar sem hann var í fyrsta sæti, sprakk á bílnum í beygju við Vigdísarvelli. Bíllinn fór u.þ.b. 15 veltur niður aflíðandi brekku, að mati þeirra sem á horfðu og reyndu að telja. Bíll og áhöfn voru þó enn í ökufæru ástandi og þótt flestir hefðu nú lát- ið staðar numið eftir slíka uppá- komu, þá var það ekki í huga Stebba, sem þeysti aftur af stað og tryggði sér annað sætið þrátt fyrir þennan útúrdúr. Hann þurfti ekki einu sinni að vera á staðnum til að leysa verk- efnin. Fyrir fáeinum vikum varð sá er þetta ritar fyrir því að hlutur í drifrás gamla jeppans brotnaði uppi á miðju hálendinu. Þá var hringt í Stebba, sem tókst að hafa uppi á þessum nær ófáanlega hlut norður í landi. Hann sá til þess að hluturinn var sóttur þangað sam- dægurs og kom honum í hendur góðra félaga sem voru komnir með hann norður að Gæsavötnum við Bárðarbungu áður en næsta nótt var liðin. Þetta gaf hann sér tíma til gera þótt hann væri ásamt sam- býliskonu sinni, Hildi Símonardótt- ur glerlistakonu, önnum kafinn við að leggja síðustu hönd á frágang listmunavinnustofu og verslunar, sem var opnuð í hluta af bifreiða- verkstæði hans á Stórhöfða 16, tveimur dögum síðar. Hjálpfýsi, greiðvikni og glað- værð voru aðalsmerki þessa góða vinar míns. Hans verður sárt sakn- að af okkur í ferðahópnum, sem áttum svo margar ógleymanlegar stundir með honum í fjölmörgum fjallaferðum. Ég votta Hildi, börnum hans, systkinum, foreldrum og öðrum að- standendum mína innilegustu sam- úð. Sverrir Kr. Bjarnason. Þegar við vorum litl- ar héldum við að allar ömmur væru eins og amma Stína. Allar ömmur hlytu að geta prjónað dúkkur og dúkkuföt, hannað og saumað jólakjóla og útbúið dúkkuhúsgögn úr tvinnakeflum. Þegar við urðum eldri gerðum við okkur betur grein fyrir hversu ein- stök amma var. Hún var með ein- dæmum glaðlynd og átti til að fá hlátursköst við hin ólíklegustu tæki- færi. Þau voru með öllu óstöðvandi og svo smitandi að ekki leið á löngu áður en við lágum allar útaf með tár í augum og magaverki. Þegar við hugsum til ömmu þá sjáum við hana yfirleitt fyrir okkur brosandi eða hlæjandi, jafnvel síðustu árin er minna var að hlæja að tókst henni að finna spaugilegu hliðina á tilverunni. Við vorum svo heppnar að alast að miklu leyti upp hjá ömmu og afa. Á árum okkar í Svíþjóð kom amma á hverju vori til að passa okkur syst- urnar meðan mamma var í prófum. Er við fluttum heim, bjuggum við í sama húsi og afi og amma á Bjarn- arstígnum, en seinna var ráðist í endurgerð Suðurgötu 8, þar sem við bjuggum öll saman um árabil. Amma hafði mikla ánægju af að fylgjast með unga fólkinu, vita hvað það var að gera og hugsa, áform þess og ástarlíf. Tekið var á móti öll- KRISTÍN JÓNSDÓTTIR ✝ Kristín Jónsdótt-ir fæddist í Ær- lækjarseli í Öxarfirði 19. janúar 1920. Hún andaðist í Reykjavík 1. nóvember síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík 8. nóvem- ber. um vinum okkar með brosi, lummum og „hverra manna ert þú?“ enda ágætt að hafa slíka hluti á hreinu frá upphafi því sumir urðu hálfgerðir heimalningar og einn tók jafnvel upp á því að giftast inn í fjölskyld- una. Hún hvatti okkur til að mennta okkur, sjá heiminn og lifa líf- inu, jafnvel þó það þýddi að við værum fjarri heimahögum í lengri eða skemmri tíma. Eftir því sem árin liðu fækkaði í hreiðrinu, elstu börnin fluttu að heiman og að lokum var komið að ættmóðurinni sjálfri að færa sig um set inn í Sóltún. Þrátt fyrir breyttar aðstæður og mikil veikindi fylgdist amma vel með fólkinu sínu og naut þess að fá það í heimsókn, sérstak- lega litlu krílin, enda var oft gest- kvæmt hjá henni. Amma naut lífsins til hins ýtrasta, en að lokum var kominn tími til að kveðja. Við þökkum henni samfylgd- ina og allar góðu minningarnar. Una og Æsa. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Myndir Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningar- greina vita. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.