Morgunblaðið - 03.12.2004, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 03.12.2004, Qupperneq 64
64 FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ HVERS er að vænta af tónlistarmönnum sem hafa skipað sér í fremstu röð um áratugabil? Einhvers? Jafnvel mikils? Jú, vissulega er mikils að vænta af jafn öfl- ugum tónlistarmönnum og Hljómum. Ný plata þeirra veldur hins vegar talsverðum von- brigðum, þar sem tæpast örlar nokkurs staðar á þeim músíkalska neista og krafti sem þessir tónlistarmenn eru elskaðir og dáðir fyrir. Fyrir það fyrsta ber platan þess fá merki að Hljómum hafi legið eitthvað sérstakt á hjarta, en hafi samt langað til að gera eitthvað flott og grand. Lögin, öll eftir Gunnar Þórðarson, verða að líkindum seint talin meðal hans bestu, að undanskildu sjötta laginu, „Leiktu þér að mér“, við texta Egils Eðvarðssonar og lokalaginu, „Óðnum til birtunnar“ við frábæran texta Ein- ars Más Guðmundssonar. Lög Gunnars á plötunni, að þessum tveimur und- anskildum, eru þvinguð og vantar allt eðlilegt streymi, og tilhneigingin er að gera miklu meira úr stefjum og hugmyndum en efni standa til. Fyrsta lagið til dæmis, „Eitt lítið stef“, er keyrt niður tónstig- ann með módúlasjónum eða hljómagangi, sem verður seint sagður hvorki grípandi né áhuga- verður, og það undir texta sem fjallar einmitt um lög sem elta mann – svo eðlileg. Þetta stríðir óþægilega gegn eyranu. Í öðrum lögum eru til- gerðarlegar hljómasyrpur ríkjandi á sama hátt, og fyrir vikið verða lögin eins og belgingslegur stórsöngvari sem þenur sig meira en efni standa til, svo sker í eyru, í stað þess að leyfa röddinni að njóta sín þar sem hún hljómar best. Lagasmíðarödd Gunnars Þórðarsonar hljóm- ar nefnilega best þar sem hún er áreynslulaus og eðlileg, og er ekki að reyna að vera annað en hún er. Þann blátt áfram og músíkalska lip- urleika, sem einkennir mörg bestu laga Gunn- ars, má hins vegar vel heyra í tveim ofan- greindum undantekningum. Einföld lög en ákaflega vel smíðuð, með góðu risi og grípandi viðlagi; því sem gerir það að verkum að mann langar til að heyra þau strax aftur. Annar megingalli plötunnar er skyldur hin- um fyrri, og það eru ofhlaðnar útsetningar. Hér er öllu til tjaldað, ekki síst þétthljómandi sam- söng Hljóma, sem verður yfirdrifinn og þreyt- andi notaður í slíkum mæli sem hér er. Það eru lítil tilbrigði í þessum söng, hann er massívur og sterkur, og þótt hann sé vissulega hreinn og tær, hefði þurft að nota hann sparar og mark- vissar til að gera hann áhrifameiri þar sem það á við. Sama er að segja um hljóðfæraleikinn, sem allt of mikið er lagt í – lögin eru bókstaflega að drukkna, og allt of mörg og mikil áreiti. Hér hefði þurft að vinna miklu betur og gefa plöt- unni mun lengri meðgöngutíma. Það að „yf- irpródúsera“ nánast hvert einasta lag, kemur engan veginn í staðinn fyrir metnaðarfulla vinnu við að finna karakter hvers og eins lags og leggja meiri alúð í útsetningarnar. Gunnar Þórðarson er langtum betri lagasmiður en svo að þetta sýni hans besta. Lokalagið, „Óðurinn til birtunnar“ er sérstakt fyrir það hvað karakter lags og texta er leyft að njóta sín. Textinn er sá besti á plötunni, og flutningurinn líka hreinasta afbragð. Þetta geta Hljómar vel. Að undantekningunum tveimur slepptum er mikil fljótaskrift á Hljómaplötunni, lítið sem Hljómar hafa í frásögur að færa, og metnaður talsvert undir því marki sem aðdáendur Hljóma hljóta að gera kröfu um. Hljómar, of eða van TÓNLIST Íslenskar plötur Hljómar, Engilbert Jensen, Erlingur Björnsson, Gunnar Þórðarson og Rúnar Júlíusson, hafa sent frá sér nýja plötu. Auk þeirra leika Gunnlaugur Briem á trommur, Ásgeir Steingrímsson á flygilhorn, Kristinn Svavars- son á saxófóna og Jón Kjell Seljeseth á munnhörpu. Gunnar Þórðarson er höfundur allra laganna og útsetti þau jafnframt, en textahöfundar eru Bragi Valdimar Skúlason, Guðmundur Andri Thorsson, Halldór Gunn- arsson, Einar Már Guðmundsson, Stefán Hilmarsson og Egill Eðvarðsson. Upptökur fóru fram sumarið 2004 í hljóðverum Geimsteins og Gunnars Þórðar- sonar, en upptökur önnuðust Guðmundur Kristinn Jónsson, Aron Þór Arnarson og Gunnar Þórðarson. Útgefandi er Zonet. HLJÓMAR  Morgunblaðið/Sverrir Hljómar hafa, að mati gagnrýnanda, oft átt betri spretti en á þessari nýjustu plötu þeirra. Bergþóra Jónsdóttir OLIVER Stone segist ætla að gera kvikmynd um barónessuna Margaret Thatcher, fyrrum for- sætisráðherra Bretlands. Hann seg- ist vera mikill aðdáandi Thatcher, sem varð fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Bretlands og er nú 79 ára. Oliver Stone hefur áður gert kvikmyndir um þekkta stjórn- málamenn; Nixon um Richard Nix- on og JFK um John F. Kennedy. Stone hefur að sögn leikkonuna Meryl Streep í huga fyrir aðal- hlutverkið. „Margaret Thatcher er undraverð kona og gott umfjöll- unarefni fyrir kvikmynd. Ég er að hugsa um að fá Meryl Streep til að leika hana,“ er haft eftir honum. Nýjasta mynd Stone Alexander hefur fengið misjafna dóma og eru ekki allir sáttir við sögutúlkun leik- stjórans. Aðsóknin hefur og verið misjöfn, dræm í Bandaríkjunum en mun betri í Evrópu. Kvikmyndir | Mynd um Margaret Thatcher í bígerð Stone hrifinn af Járnfrúnni Richard Gere Jennifer Lopez Susan Sarandon Sýnd kl. 5.50 og 8. SETH GREEN MATTHEW LILLARD DAX SHEPARD KRINGLAN kl. 6, 8 og 10.10. Frá leikstjóra Mr Deeds kemur gamanmynd sem fær þig til að missa það algjörlega. Fór beint á toppinn í USA Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 12 ára. Engar tæknibrellur og raunverulegir hákarlar gera OPEN WATER að mögnuðustu spennumynd síðari ára! HILARY DUFF CHAD MICHAEL MURRRAY Sagan af Öskubusku í nýjum búningi ÁLFABAKKI kl. 4 og 6. KEFLAVÍK Sýnd kl. 6. Kvikmyndir.is H.J.Mbl.  "Snilldarþriller! Skuggalega hrollvekjandi!" - Variety BLANCHARD RYAN DANIEL TRAVIS KRINGLAN Sýnd kl. 4. Ísl. tal. Sýnd kl. 10.10. Garde á Vue ( Í varðhaldi) sýnd kl. 10. Miðaverð 700 krónur. Allar myndir m. enskum texta. "Nístir inn að beini!" - Elle "Upplifun! Meiriháttar!" - Leonard Maltin M.M.J. Kvikmyndir.com  H.J. Mbl.  Kvikmyndir.is ÁLFABAKKI 4 og 6.10. Ísl. tal./ 3.40, 5.50, 8 og 10.10. Enskt tal. ÁLFABAKKI kl. 4, 6, 8 og 10.10.Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.15. Sýnd kl. 5.15 og 7.15. Ísl tal. Jólamyndin 2004 Pólarhraðlestin Jólamyndin 2004 Pólarhraðlestin Jólamyndin 2004 Pólarhraðlestin Jólamyndin 2004 Pólarhraðlestin S.V. Mbl.  Jólamynd ársins sem kemur allri fjölskyldunni í rétta jólaandann fyrir hátíðarnar! Gerð með splunkunýrri, byltingarkenndri tölvutækni. Jólamynd ársins sem kemur allri fjölskyldunni í rétta jólaandann fyrir hátíðarnar!Gerð með splunkunýrri, byltingarkenndri tölvutækni. Jólamyndin 2004 Pólarhraðlestin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.