Morgunblaðið - 03.12.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.12.2004, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Kelp Fyrir húð, hár og neglur PÓSTSENDUM www.islandia.is/~heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889 fæst m.a. í Lífsinslind í Hagkaupum, Árnesaptóteki Selfossi, Yggdrasil Kárastíg 1. Fjarðarkaupum Borgartúni 24 HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Skildinganes | Foreldrar og kennarar í leik- skólanum Mýri í Litla-Skerjafirði vinna mun nánar saman en í öðrum leikskólum, enda rek- ur foreldrafélagið leikskólann, og segja bæði foreldrar og starfsfólk að það myndist sér- stakur andi í skólanum sem þeir þakka þessu rekstrarfyrirkomulagi. Leikskólinn er lítill, einungis rúmlega 40 börn á þremur deildum, og það eru foreldr- arnir sem sjá um allan rekstur leikskólans, þó Reykjavíkurborg greiði sömu upphæð með hverju barni eins og fyrir börn í leikskólum sem borgin rekur. Þetta þýðir að í stað þess að vera starfsmenn borgarinnar eru leikskóla- kennarar, starfsfólk og leikskólastjóri á Mýri í vinnu hjá foreldrum barnanna sem myndar sterk tengsl foreldranna við leikskólann. Reksturinn gengur vel og geta foreldrarnir sparað í rekstrinum með því að gera ýmsa hluti sjálfir, loka leikskólanum í sumarfríinu og annað, og reyna þá að láta starfsmennina njóta þess í aðeins betri launum. Ef vel gengur og afgangur er af rekstrinum er líka reynt að láta starfsmennina njóta þess í formi bón- usgreiðslna, þó það sé ekki alltaf hægt, enda reksturinn misjafn milli ára, segir Elín Smára- dóttir, formaður stjórnar foreldrafélagsins. Elín hittir blaðamann yfir kaffibolla á lítilli en huggulegri kaffistofu starfsmannanna, ásamt Kjartani Valgarðssyni, sem er í stjórn foreldrafélagsins, og Unni Jónsdóttur, sem verið hefur leikskólastjóri frá stofnun skólans fyrir 15 árum síðan. Starfið á leikskólanum mótast óhjákvæmi- lega mikið af því húsnæði sem hann starfar í. Leikskólinn Mýri hefur frá upphafi verið starf- ræktur í fornfrægu húsi sem var byggt árið 1906, og stóð áður við Reykjavíkurtjörn, en vék fyrir nýju Ráðhúsi Reykjavíkur og var flutt í Litla-Skerjafjörð. Leikskólinn Mýri var stofnaður fyrir 15 ár- um sem foreldrarekinn einkaleikskóli, og var það hópur af konum sem voru unglæknar sem ákváðu að stofna leikskólann. Ástæðurnar voru mótaðar af tíðarandanum, en þá var ekki hægt að fá leikskólapláss nema hálfan daginn nema fyrir einstæða foreldra. Fyrst um sinn þurftu foreldrarnir sem áttu börn á leikskól- anum að greiða mun hærra verð fyrir leik- skólaplássið en foreldrar á öðrum leikskólum, en eftir að gerður var þjónustusamningur við Reykjavíkurborg árið 1996 hafa leik- skólagjöldin verið þau sömu á þessum leik- skóla og leikskólum sem Reykjavíkurborgar. Munurinn á foreldrareknum leikskóla og hefðbundnum er sá að foreldrarnir fá í raun peningana sem Reykjavíkurborg leggur leik- skólanum til og þeir sjá um allan rekstur á leikskólanum, ráða starfsfólk, sjá um húsnæði og annað þess háttar. „Þessi leikskóli er rek- inn með þessu framlagi, auk þess sem foreldr- arnir leggja fram vinnu, sem sparar kostn- aðinn aðeins, og við getum því borgað starfsfólkinu örlítið hærri laun,“ segir Elín. Starfsfólkið ánægt með fyrirkomulagið Þetta rekstrarfyrirkomulag skilar greini- lega ánægðara starfsfólki að mati Elínar, enda helst Mýri vel á starfsfólki. „Fólk vill vinna á þessum litla leikskóla í þessum nánu tengslum við foreldrana. Þetta er öðruvísi heldur en gengur og gerist á öðrum leikskólum.“ Til þess að leikskólinn nái endum saman hafa foreldrarnir alltaf unnið talsvert fyrir leikskólann, fyrstu árin leystu foreldrar af í forföllum leikskólakennara, elduðu mat ef matráðskonan var veik og annað þessháttar. Segja má að dregið hafi úr þessari vinnu for- eldra, en þeir gera engu að síður talsvert mikið fyrir leikskólann umfram það sem foreldrar gera á öðrum leikskólum. Í dag taka foreldrarnir að sér að leysa starfsfólkið af í eina og hálfa klukkustund á meðan starfsmannafundum stendur annan hvern mánudag, og skiptast allir foreldrarnir á að taka það að sér. Framkvæmdanefnd for- eldranna sér um minni háttar viðhald og ým- islegt smálegt sem þarf að gera. Foreldrarnir gera árlega vorhreingerningu á leikskólanum og á haustin hittast þeir og taka slátur sem endist leikskólanum allan veturinn. Þessi störf foreldranna fyrir leikskólann spara það fé sem fer til reksturs hans, og einn- ig er reynt að fara sparlega með fé almennt. T.d. er leikskólanum lokað í fimm vikur á hverju sumri til að ekki þurfi að ráða afleys- ingafólk. Elín segir að á hverju vori séu greidd atkvæði meðal foreldra um hvort loka eigi leik- skólanum næsta sumar eða ráða afleysingafólk til starfa, og hingað til hafi það ekki brugðist að foreldrar samþykki sumarlokunina, og miði sitt sumarfrí við frí barnanna á leikskólanum. Unnur segir það ekki bara vera sparnaðar- ráðstöfun, heldur sé það einnig ákaflega gott fyrir börnin að fara öll í frí á sama tíma, og koma á sama tíma aftur úr fríinu. „Þetta foreldrasamstarf gerir allt starfið að öllu leyti einhvern veginn öðruvísi heldur en hjá borgarskólunum. Andinn er öðruvísi, sam- starfið er öðruvísi. Það vita allir foreldrar til hvers er ætlast af þeim og þess vegna held ég að foreldrarnir líti meira á skólann sem sinn leikskóla,“ segir Kjartan. Hann segir kröfur foreldra vissulega verða öðruvísi við þessar að- stæður, og ýmislegt sem þeir myndu ef til vill pirra sig á hjá öðrum leikskólum sé í lagi á þessum. Dugleg að borða slátrið Krakkarnir upplifa leikskólann sinn aðeins öðruvísi þegar foreldrarnir taka svo virkan þátt í starfinu. „Það koma foreldrar og gæta þeirra tvisvar í mánuði og krakkarnir eru mjög spenntir að vita hvenær þeirra foreldrar komi eiginlega. Svo eru þau ofsalega dugleg að borða slátrið, og vita nákvæmlega hvernig þetta slátur verður til,“ segir Elín. Kjartan segir að vegna þess hversu tengdir foreldrarnir eru rekstrinum og starfseminni allri séu þeir minna að krefjast þess að hús- næði, leikföng og annað þvílíkt þurfi að vera nýtt og flott, en í staðinn sé meiri áhersla á að starfið sjálft sé gott. Unnur tekur undir þetta, og segist geta fullyrt að þetta samstarf við for- eldrana virki mjög jákvætt á leikskólann. „Það kemur öllum til góðs, bæði börnunum og okkur starfsfólkinu. Það verður svolítið nánara á milli starfsfólksins og foreldra, verð- ur einhvern veginn huggulegra, þó það gæti líka haft með það að gera að þetta er lítill leik- skóli, fólk mætist í stigunum og annað þess- háttar,“ segir Unnur. Foreldrar barnanna á leikskólanum Mýri reka sjálfir leikskólann við mikla ánægju starfsmanna Foreldrarnir vinna til að lækka kostnað Morgunblaðið/Jim Smart Afmæli Krakkarnir á Mýri héldu veislu á dögunum til að fagna 15 ára afmæli skólans. STEFNT er að því að fjölga íbúum á Eyjafjarðarsvæðinu um 1500 manns á þremur árum. Þetta er eitt af markmiðum Vaxtarsamnings Eyjafjarðar en formleg vinna við hann er nú hafin. Samningurinn var undirritaður á liðnu sumri og fjallar um markvissa atvinnuuppbyggingu og nýsköpun á Eyjafjarðarsvæðinu en verkefnið mun standa til ársins 2007. Þorsteinn Gunnarsson formaður stjórnar Vaxtarsamnings Eyjafjarð- ar sagði að lykilþátturinn í verkefn- inu væru svonefndir klasar, þ.e. matvælaklasi, ferðaþjónustuklasi, heilsuklasi og mennta- og rann- sóknarklasi. Verkefnastjórar verða ráðnir nú á næstunni og í kjölfarið hefst formleg vinna við verkefnið, m.a. í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir á svæðinu. Halldór R. Gíslason, starfsmaður Atvinnuþró- unarfélags Eyjafjarðar, hefur verið ráðinn verkefnastjóri yfir verkefn- inu. „Markmiðið með Vaxtarsamn- ingnum er m.a. að efla Eyjafjarð- arsvæðið og gera það að eftirsótt- um valkosti til búsetu,“ sagði Þorsteinn. Ríkissjóður mun leggja til 90 milljónir króna í verkefnið, KEA 35 milljónir og Atvinnuþróunarfélagið fyrir hönd sveitarfélaga í Eyjafirði 17,5 milljónir króna, alls 142 millj- ónir króna en að auki hefur verið samið við stofnanir um framlög í formi sérfræðivinnu. Vaxtarsamningur byggist á að- ferðafræði sem miðar að því að auka samkeppnishæfi einstakra landsvæða, efla hagvöxt, þróa og styrkja vaxtargreinar þeirra og efla svæðisbundna sérþekkingu. Eyja- fjarðarsamningurinn mun taka mið af sambærilegum aðferðum en fyr- irmynd hans er í grunnatriðum sótt til Oulu-svæðisins í Finnlandi þar sem hliðstætt verkefni stendur nú yfir og þar er m.a. fyrirtækjarisinn Nokia með höfuðstöðvar. Halldór Gíslason verkefnisstjóri sagði að næstu skref varðandi framkvæmd samningsins væru að ráða verkefnisstjóra og verður það gert nú í desember. Þá verða haldnir kynningarfundir, m.a. mun útlendur sérfræðingur í kjarnaklasa flytja erindi í janúar. Halldór gerir svo ráð fyrir að með vorinu, í mars eða apríl ættu fyrstu klasaverkefnin að fara af stað á Eyjafjarðarsvæð- inu. Formleg vinna við Vaxtarsamning Eyjafjarðar hafin Um 150 milljónum varið til verkefnisins Morgunblaðið/Kristján Vaxtarsamningur Eyjafjarðarsvæðisins Þorsteinn Gunnarsson, formað- ur stjórnar verkefnisins, Halldór R. Gíslason verkefnisstjóri, Baldur Pét- ursson, iðnaðarráðuneyti, og Benedikt Sigurðarson, formaður stjórnar KEA, en báðir sitja í stjórn verkefnisins sem kynnt var í gær. AKUREYRI Sól í hól| Sýningin „Sól í hól“ sem opnuð var í Gömlu kartöflugeymsl- unni um seinustu helgi verður lengd vegna fjölda áskorana.Ólöf Sigríður Davíðsdóttir og „Nói“, Jóhann Ingi- marsson, eru með listmuni sína til sýnis í gömlu kartöflugeymslunni í Gilinu sem til stóð til að rífa en á nú að endurbyggja og gera að arki- tektastofu. Hugmyndina að sýning- unni fékk Ólöf þegar hún var í heim- sókn á Akureyri og fékk Nóa í lið með sér. Ólöf er glerlistakona og býr á Brákarey í Borgarnesi, Nói er fjöl- listamaður og býr á Akureyri. Þau vinna bæði í efni sem aðrir eru búnir að farga og er þetta því sýning á munum sem búnir eru til úr efni sem aðrir voru hættir að nota í húsi sem einnig var hætt að nota. Sýningin verður opin um helgina 4.og 5. des- ember frá 13 til 18. Farangur| Jón Laxdal Halldórsson setur upp á morgun, laugardaginn 4. desember, sína elleftu sýningu á Kaffi Karólínu. Sýningin hangir uppi til áramót og heitir Farangur. Kristján áritar| Kristján Jóhanns- son áritar nýju plötuna sína á Ak- ureyri á föstudag, 3. desember. Hún kom út á miðvikudag, 1. desember og heitir „Portami via“ . Kristján verður í Hagkaupum kl. 14, í Penn- anum/Eymundssyni í versl- unarmiðstöðinni Glerártorgi kl. 16 og Nettó kl. 17.30.    ÍÞRÓTTABANDALAG Akur- eyrar, ÍBA efnir til viðamikillar sýningar í íþróttahúsi Síðu- skóla á laugardag, 4. desember, í tilefni af 60 ára afmæli banda- lagsins. Öll 17 aðildarfélög ÍBA auk fleiri kynna starfsemi sína og þá verður fjölbreytt dagskrá meðan á sýningu stendur eða frá kl. 10 til 17. Til marks um öflugt íþróttalíf í bænum má nefna að um 3.300 iðkendur eru innan vébanda ÍBA, 15 ára og yngri, en fé- lagsmenn eru alls um 6.000 talsins. Meðal dagskráratriða er fim- leikasýning, júdó, taekwondo, hástökk, línudans, þolfimisýn- ing, boccia og badminton. Þá verða fluttir fyrirlestrar um hreyfingu og hreyfingarleysi barna og kynjamun í hreyfingu og meiðslum. Íþróttabandalag Akureyrar 60 ára Sýning í Síðuskóla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.