Sunnudagsblaðið - 01.03.1964, Blaðsíða 2

Sunnudagsblaðið - 01.03.1964, Blaðsíða 2
I dag-Í dag Enda þótt ég sé í dag ekki í A. A. - samtökunum, hef ég lcngi átt í fórum mínum ritling sem bcr nafnið „Einmitt í dag“ óg er gefinn út af A A.-samtök- unum í nœsta nágrenni við' mig. Ég hcld, að boðskapur- inn í riti þessu eigi erindi til allra, sérstáklega eftirfarandi kafli: Einmitt í dag ætla ég að vera hamingiusamur og sanna þar með það, sem Abraham Lin- coln sagði einu sinni: „Flest fólk er álíka hamingjusamt og það hefur einsett sér að vera.” Einmitt í dag ætla ég að gera tilraun til að styrkja skap- gcrð mína, — læra eitthvað nytsamlcgt, lesa eitthvað, scm krefst hugsunar og einbeiting ar. Einmitt í dag ælla ég að stilla mig inn á það, sem verð- ur aö vera, og sneiða hja að rcyna sifellt að laga alla hluti eftir mínum eigin óskum og girndum. Einmitt í dag vil ég þjálfa hug minn og sál á þrennan hátt: Ég ætla að gera einliverj um ‘greiða án þess að láta bera á því. Og ég ætla að gera að minnsta kosti eitthvað tvennt, sem mig langar alls ekki til — einmitt í þjálfunarskyni- Og ef mér mislíkar eitthvað í dag eða móðgast, skal ég ekki láta bera á því. Einmitt í dag ætla ég að koma cins vel fram og mér er unnt: klæðast snyrtilega, talá lágt, vera kurteis, ekki gagn- rýna neinn og reyna ekki að stjórna öðrum en sjálfum mér. Einmitt í dag ætla ég að fara eftir vissum reglum, án þess að vera endilega skuldbund- inn til að fara í öllu eftir þeim. Með því ættj ég að losna að mestu við tvær pfágur: óðagot og ónákvæmni. Einmitt í dag ætla ég að fórna sjálfum mér svo sem hálfri klukkustund til að slappa af og lofa huganum að reika, reyna að skilja sjálfan mig- Einmitt í dag skal ég vera óttalaus. Sérstaklega skal ég ekici vex*a smeykur við að njóta þess, sem er fallegt, og trúa því, að heimurinn endurgjaldi það, sem honum er vel gei’t. A. A. jfg juNírtnbiósiEÍii - á»*í$wiý$© .

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.