Sunnudagsblaðið - 01.03.1964, Blaðsíða 4

Sunnudagsblaðið - 01.03.1964, Blaðsíða 4
Helgargaman Vinnustúlkan taldi sig vera að gera sitt bezta, þegar hún svaraði gestinum: -— Húsmóðir mín seffir, að sér þyki mjög leitt, að hún skuli ekki vera heima os að hún sé nýfarin út. Gesturinn sagði án þess að láta sér bregða: Eg get vel skilið það. Skilið til hennar, að mér þyki mjög leitt að liafa ekki komið. ★ . Hánn var varla meira en 5 ára. gamall og sást hlaupa út úr húsinu með tösku í hend- inni og hlaupa umhverfis hús- ið hvað eftir annað. Lögregzlu þjónn stöðvaði hann og spurði: Hvað meinarðu með þessu, góði minn? — Eg er að strjúka að heirn- an, svaraði snáðinn dapurlega. — Kallarðu þetta að strjúka að lieiman? vspurði lögreglu- þjónninn kíminn. — Hvað get ég annað gert! svaraöi drengurinn með tárin í augunum. — Mér er bannað að fara einn yfir götuna. 'Ar Brezkur ferðamaður í Mar- okkó kaus að gista í litlu hót- eli, en þar var uppi auglýsing, sem tilkynnti, að þar væri töl- uð enska, ítalska, spanska og þýzka. Eftir að hafa jnistekizt að „Þú flautaðir, ég stanzaði. Hva3 svo?”. gera sig skiljanlegan á ensku, spurði hann á slæmri frönsku: Hver er það, sem talar öll þessi tungumál hér? Hótelhaldarinn svaraði: Gest- irnir, auðvitað, herra. í Skutulsfirði, um kæru vegna Vatnsfjarðarkirkju tíl Kolbeins Ingimundarsonar, er þá bjó í Un- aðgdal á Snæfjallaströnd, að hann hefði eigi haft til reiðu torf það, cr þaöan' skai gefast hvert sumar til Vestfjarðarkirkju. Séra Jón Arason, sonur Ara bónda Magnús- sonar í Ögri, sem löngu síðar var prestur í Vatnsfirði segir, að fyrir þær sakir hafi hálfur Unaðsdalur fallið unáir kirkjuna- Dómur prest anna lilj'óðar svo: 1) 1) Dipl. Isl. IX. bls. 345-348. „Öllum mönnum, sem þetta bréf sjó eða heyra sendum vér, Þorgils Niku’ósson, Jón Ólafsson, Halldór Gunnlaugsson, Ólafur Magnússon, Þorleifur Björnsson og Tómas Ól- afsson, klerkár, kveðju guðs og sína, kunnugt gerandi, að sub anno gracie M. D. vieessimo sexto á fimmtudaginn næsta fyrir fesfum sancti Johannis Holensis episcopi um voríð á Eyri í Skutulsfirði vorum vér í dóm nefndlr af ær- legri persónu séra Jóni Eiríkssyni officiali heilagrar Skálholtskirkju að skoða og rannsaka og fullnaðar dóm á að leggja um þá kæru, er nefndur Jón hafði og klagaði vegna heilagrar Vatnsfjarðarkirkju, til J72 SUNNUDAGSBLAÐ — ALÞÝÐUBL. Kolbeins Ingimundarsonar, er þá bjó í Unaðsdal á Snæfjallaströnd, að hann liefði ekki haft til reiðu torf það, er þaðan skal gefast hvert sumar til greindrar Vatns- fjarðarkirkju. Leizt oss stefnan lögleg og hann réttilega fyrir kall- aður. Breiddum vér og kröfðum lög legs umboðsmanns þess, sem lög- legt svar ætti að groiða fyrir greinda ákæru og kom liann ekki og eigi lieldur komu þar fram nokkur próf og skilríki af hans hendi. Item bar greindur séra Jón ifram fyrir oss, að torfið hefði al- drei go’dið verið í LXXX ár eða lengur- Sömuleiðis sagðist hann hafa beiðzt og heimtað af Grími Páls- syni og Þorleifi syni hans og svo af þeirra umboðsmönnum og feng- ið engin skil á greindu torfi, held- ur að þeir hefðu bannað þeim, sem þeir byggðu að gerða nokkra greiðslu eða nokkurt svar um þessa ískyldu lieilagrar kirkju. Item kom þar fram fyrir oss mál- dagabréf kirkjunnar, hvert að gert hefir herra Þórarinn góðrar minningar biskup í Skálholti, með hans ósköddu og hangandi inn- sigli. Og af öðrum parti séra Snorra Þorleifssonar, sem var commissarius Skálholtskirkju gen eralis og specialis in spiritualibus. Svo hljóðandi millum annara orða, að til Vatnsfjarðarkirkju skuli gefa áttfeðming torfs gildan hvert sumar úr Unaösdal og fá eyki að færa til sjávar þá sóttur er. Nú af því að vér vitum fyrir full sannindi, að dómar hafa dæmdir verið eftir máldögum og skilríkjum heilagrar kirkju og máldagarnir hafa haldnir verið fyrir stöðugt lögmál í alla staði. Því að heilags anda náð til kall- aðri að svo prófuðu og fyrir oss komnu dæmdum vér áður skrif- aðir klerkar með fullu dómsat- kvæði eignarmenn fyrr greindrar jarðar og svo þeirra umboðsmenn skylduga að greiða áttfeðming torfs og hafa verið hvert sumar til kirkjunnar í Vatnsfirði. En sakir þess, að séra Jón hefur beiðzt oftlega þau XX ár, sem hann hefur haldið oft nefnda kirkju, torfsins og engin skil feng- ið, dæmum vér eignarmenn eða umboðsmenn skylduga að gjalda X aura fyrir torfið, fyrir hvert ár síðan heimt var, í fríðum pening- um eður fríðvirðum, oft nefndum Frh. á bls. 186.

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.