Sunnudagsblaðið - 01.03.1964, Blaðsíða 10

Sunnudagsblaðið - 01.03.1964, Blaðsíða 10
ÞEÓDÖSÍUS mikJi, dáinn 395, var siSasti rómvörski keisarinn, sem rikti yfir heimsveldi Rómverjanna. Eítir háiís daga tók ríkið að liðast sundtír og sól þess að siga til viðar. Þeódósíus játaðl kristna trú, en samt voru margar stjórnarathafn- ir háns meira í ætt við forn-róm- verska grimmd en anda kristin- dómsins. Á stjúrnarárum lians gerðu Þessaíóníumenn uppreisn og drápii rómverska landstjórann. Þeódósíus keisari varð ofsaiega reiður og hélt tafarlaust til Þessa- loníu. Þégar þangað kom, gaf hann út þá fyrirskipun, að Þessaloniu- menn skyldu allir samart safnast í cirkus einum óg lét síðan háls- höggvá 700Ö manns. Nokkru síðar kom keisarinn til Milanó og hugðist ganga þar i kirkju, en Ambrosíus biskup var mættur við kirkjudyrnar og bann- aði keisaranum að stíga síhum fæti inn í kirkjuna, — hann mætti ekki auka sína stóru synd með þvi að hefja til himins blóði drifnar hend ur sínar eftir slík hryllileg fjölda- morð. Hinn mikli keisari hlýddi, og auðmjúkur varð hann að þola bann kirkjunnar í átta mánuði. Slíkt var þá þégar orðið veldi hennar. HRÆÐILEG NIÐURLÆGING Þegar franski stjórnmálaskörung- urinn Clemenccau hitti Paderewski í fyrsta sinni, á gamli skröggurinn að hafa ságt: „Já, svo þér vonið hinn mikli Paderewski píanómeist- ari. Hm....og nú eruð þér for- seti Póllands. — Þvílík hræðileg niðurlæging” LÁTIÐ MIG í FRH>I Sagan segir, að dag einn hafi kona troðist inn til Colberts með eitt eða annað erindi og lét móðan mása, en Calbert virtist ekki heyra eitt einasta orð og hélt áfram að skrifa. Að lokum féll konan á kné frammi fyrir ráðherranum: „Ég bið yður, — hlustið á mig”. í sömu andrá féll Cólbert einn- ig á kné andspænis könunni og ahdvarpáði: „Ég bið yður, — látið mig i friði”. Konan gafst upp. KEISARINN OG SKÓGARVÖRÐURINN Franz Jósef Austurríkiskeisari er sagður.hafa verið „alþýðlegur” náungi, þótt hann kynni hins veg- ar betur við, áð þegnarnir gerðu sér ekki of dælt við hann. Eftirfarandi saga á að sýna þess- ar hliðar á keisaranum: í einu af mörgum veiðilöndum keisarans var skógarvorður, Bar- mann að nafni, sem hans hátign liafði miklar mætur á og tók alltaf méð sér. þegar honum þóknaðist að aka um veiðilandið. í hvert einasta skipti endurtólc sig sami leikþátturinn: Þcgar keis- arinn hafði kómið sér fyrir í aftur- sæti vagnsins, gekk skógarvörður- inn tvö skref fram með vagninum og bjó sig til að stíga upp i hjá vagnstjóranum, þá sagði keisarinn alltaf þessi sömu orð: „Kæri Bar- mann minn, það er sæti hérna fyr- ir aftan”, um leið og skógarvörður- inn hneigði sig djúpt og settist við hliðina á hátigninni. Þannig gekk þetta í 20 ár, og allt gekk að jóskuin. En þá mun gamla skógarverðinum hafa fund- ist, að tími væri kominn til að sleppa seremóníunni, því að dag einn gekk hann ekki skrefin sín fram með vagninum, heldur bjó sig til að stíga beint upp í afturvagn- inn til keisarans. En þá skjátlað- ist hoiium. „Kferi Barmann minn”, sagði hans hátign, „það er sæti við hliðina á ökumanninum”, og upp frá þeim degi mátti skógarvörður- inn sitja þar í ökuferðunum með þeim gamla. ILLURÁSÉR ILLS VON í heilan mannsaldur stjórnaða soldáninn Abdul Hamid 11. Tyrkja veldi með hárðri hehdi, og hafði hann fleiri mannslif á samvizk- unni en nokkur annar harðstjóri ó Balkan, og er þá mikið sagt. Abdul Hamid átti því marga fjándmenn, enda óttaðist hahn stöðugt um líf sitt, svo að stund- um gerði hann sig beinlínis Iilægi- legan. Þannig barðist liann t. d. í mörg ár gegn því að Konstantin- opel yrði raflýst, af því að hann hafði heyrt, að til þess þyrfti með- al annars eitthvað, sem héti dy- namo, en það fannst honum svo ó- þægilega líkt orðinu dyhamit, og þar með var þessum böðll öllum loklð. ■---.---I---l __i SÖGUR ÚR FYRNDINNI j[78 5UNNUDAGSBLAÐ - ALÞÝÐUBLAÐKi J jL

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.