Sunnudagsblaðið - 01.03.1964, Blaðsíða 19

Sunnudagsblaðið - 01.03.1964, Blaðsíða 19
ALDREI AFIUR Frh. af bls. 175. hreyfðist hann lítillega, minnti á hreyfingarnar í lifanda lífi. Ég stóð s.jarfur í sömu sporum, þorð; ekki að bæra á mér, liugsaði sem svo, að sextíu feta langt skrímsli gæti jafnauðveldlega gætt sér ú sex feta veru eins og iitlum fiski. En þessar hngsanir kvöldu mig ekki lengi, því óvætt- urinn hvarf ;úr augsýn og ég sá hana ekki framar- Já, ég viðurkenndi fúslega, að það hafði sett að mér hroil, mér féll alls ekki þessi sjón, hún var ónáttúrleg. Kynlega fiska hafði ég séð oftar en einu sinni á fimmt- án ára köfunarferli mínum. En þe*ta fyrirbrigði var ekki fiskur í þeim skilningi, sem venjulega er lagður í það orð, og honum liafði að iíkindum shptið upp úr djúp- inu vegna jarðhræringanna eða hvað það nú var, sem var að ger- ast á hafsbotninum. Ég var að velta fyrir mér, livort ég ætti að halda áfram vinnunni ellegar kalla upp til aðstoðar- mannanna að hala mig upp til að anda, þegar nýtt aðskotadýr kom í ljós við hlið mér. Ég veit þið trúið mér ekki, — það gerir enginn annar en dýra- fræðiprófessorinn, sem ég hitti seinna í Sydney. Ég hef gleymt hvað hann hciti'r, cn hann trúði mér, og þnð sem meira var, hann tókst allur á loft. Ilann nefndi -þetta, sem ég sá, einlivsrju nafni, sem endar á ,,orus“ og hvað það hafa verið til fyrir nokkrum millj- ónum ára- Og hann kvaðst endi- lega vilja fá styrk frá ríkinu til að gera leit að skepnunni. Hann gerði mér gott boð, — ef liann fengi nægilegt fé, en það væri oft liægt að fá einhvers staðar frá, þegar eitthvað merkilegt væri í húfi. En ég svaraði eindregið neitandi. Mér var nóg að hafa lent í þessu einu sinni. Ég er eng- inn ævintýramaður. Þessi sævarbúi, sem ég er að tala um, flaut þarna upp til mín án þess neitt heyrðist í honum og var eins stór og eyja, hvort sem stóðu upp úr, þar sem augun hefðu átt að vera, en þctta gátu ekkj kallast sjónfæri og skepnan sjálfsagt blind. Á bakinu voru uggar eða gaddar, stórir og krafta legir. Furðuskepna þessi gaf ekkert h'jóð frá sér né hávaða, enda benti ólöglegur skapnaðurinn og máttlevsislegar hreyfingar til, að hún væri ekki gædd ýkja mlkilli tilfinningu. En skepnan var köld, ég fann það, enda þótt fimmtíu fet skildu okkur, ég fann kuldann nistast gegnum búninginn, og hendur og fætur dofnuðu. Ekki gat ég fengið kjálkana til að hreyfast svo mér væri unnt að biðia um. að ég yrði dreginn upp. Ég fann, að skepnunni leið illa, mjög illa, og að kuldinn var nokkurs konar út- geis’an þeirrar vanlíðunar. En það er sjálfsagt gagnslaúst fyrir mig að reyna að lýsa þessári xeynslu minni; mér fannst sem ég myndi de.vja. ef ég þyrfti að horfa upp á þetta öllu lengur. En svo tók feiknaflykki þetta að síga niður, mjög liægt. Jafn- framt stigu upp loftbólur, sem voru á stærð við mannshöfuð, skærrauðar, bláar og grænar ból- ALÞÝÐUBLAÐIÐ - SUNNUDAGSBLÁÐ 187 þið trúið því eður ei. Ég liefði ekki heldur trúað því, vær; mé* sagt það- En þetta var lifandi vera, stærri en stærstu hvalir, nokkur hundruð fet þvert yfir. Skrokkur- inn var mórauður með ljósum deplum. Líkamslagið var svo form laust, að ég gat ekki áttað mig á, hvort þetta var héldur fiskur eða einhver önnur dýrategund. En hvort heldur var, þá smaug um mig sú óhugnaniega tilfinning, að þessi skepna væri enn að mótast, væri ekki enn fullsköpuð. Já. greinilegt var, að þetta var annað og meira en gríðarstór leðjuklumpur, því hann andaði stöðugt. Það er auðvelt, að brosa í kampinn og segja, að þetta hafi einungis verið ímyndun mín og ekki annað. En því fer fjarri, að ég hafi séð ofsjónir eða upphugs- að mér þessa sýn. Kafarar þurfa ekki að grípa til ímyndunarafls- ins, þegar þeir dvelja undir yfir borðinu. Raunveruleikinn er þeim nóg, meira en nóg. Hausinn á skepnu þessari var líkastur haus mjög óþroskaðra dýrategunda eins og frosks, nema hvað stærðin var óskap’eg. Kjálk- arnir voru óþroskaðir og enduðu í litlum, rauðum, útstæðum munni Tvær sjálflýsandi ójöfnur

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.