Sunnudagsblaðið - 01.03.1964, Blaðsíða 8

Sunnudagsblaðið - 01.03.1964, Blaðsíða 8
Ástin hefur hýrar brár en hendur sundurleitar; ein er mjúk, en önnur sár, en þó báðar heilar. Þannig; skilgreinir Sigurður Breiöfjörð ástina í lítiili stöku áf meistaraiegri snilld. Þó að hugtakló sé eitt, er ástin samt sem áSur einn margslungnasti eðlisþáttur mannjífsins. í innsta kjarna sínum er sönn ást allt í senn eitt og liið sama og um leið óendanlega breytileg, eins og dansandi blæbrigði í gullnum skýjum Eins og fljótið, scm liðast um síbreytilcgt lands- lag á leið sinni til sjávar, þannig liggur farveg- ur ástarinnar eins og rauður þráður gegnum sögu mannverunnar allt frá hennar fyrstu dögum. Hún hcfur framar öllu öðru örlagabræði mann eskionnar í hendi sér og slöngvar henni ^ýmist upp á sólroðna tinda æðstu hamingju effa steypir henni niður í neðs.tu undirdjúp dýpstu harma. Oft er ástarsaga mannsins í raun og veru ævi- saga hans um leiff, af því að ástin hefúr orðið ráð andi þáttur í örlögum hans. Hvarvetna sjáum viff ástina birtast, — við sjáum hana blómstra og deyja. Og cf til vill liöf um víð ekki verið þar einungis áhorfendur, held- ur lifað atburðina sjálf á miffju leiksviðinu. — Já, þannig er mannlífið á vorri jörð, — eíns og risavaxin ástarsaga með milljónir og aftur milljónir kapítula, án þess þó að vera steyptir í sama mót. Einn segir frá hinni fórnfúsu ást, en annar frá villtustu afbrýffi. Þeir lýsa bitrustu sálarkvölum og yndislegustu munarblíöu. Enn affrir fjalla um óslökkvandi ást allt til dauffans, um hamingju og vansælu, um hina endurgoldnu ást og einnig hina, „sem enga kann' á móti“. Hliff viff hliff á blöðum þessarar voldugu sögu standa gleöin og sorgin, hamingian og þjáningin. Sunnudagsblaðlff birtir hér nokkra kafla í mjög stuttu máli úr þessari fjölskrúðugu sögu. Segir þar frá nokkrum nafntoguðum elskendum, er sum- ir haía hcillað mannkynið um aldaraðir og geym- ast munu í ljóði og sögnum, I leik og list meffan mannabvggff stendur. Lesendur hafa væntanlega gaman af þessum stuttu þáttum, þótt þeir séu mörgum ganilir kunn- ingjar, því að þeir flytja allir boffskap hins eilífa, — „gömlu söguna“, sem stöffugt endurtekur sig. 176 StÍNNUDAGSBLAÐ - ALÞÝÐUBLAÐIÐ AMOR OG PSYKE Ein frægasta ástar aga allra tíma er hin forna goðssögn um Am or (Eros) og Psyke, því að hún segir á fagran og hrífandi hátt frá því valdi, sem sjálfur ástar- guðinn hefur yfir sálum mann- anna, en orðið psyke þýðir sál. Órakles gefur þá fyrirskipun, aS hin fagra kongsdóttif, Psyke, skuli færð í líkklæðum upp ú hátt fjall til þess að bíða þár daiiða síns. Á þrún gapandi hengiflugsins á fjallinu er hún ski'in eftir ein og yfirgefin. En Amor hefur fellt brennandi á tarhug til Psyke, og Zefyr, hinn miid' vestanvindur, flytur hana á dýrðlegan stað til gtæsi'egra hallarsala Amors. • Ósýn'legir andar uppfylla a'1lar hennar óskir þarna í höllinni, og sjálfur Amor veitir lienni ást sírlt í ríkum mæli, þótt hann sé einn- ig ósýnilegur sjónum hennar. En hann varar hana stranglega við því ag grennslast eftir því liver hann sé. Samkvæmt ósk hennar fær Psvke svstnr sfnar f höllina til sfn. Þær fyllast öfundsýki, þegar þær sjá, hve systir þeirra er hamingju- söm, og telja henni trú um, að elskhugi hennar sé i raun og veru hið ægilegasta skrímsli. Að lokum fá þær lokkað hana til að brjóta bann Amors- Nótt eina fer hún að hvílu hans með logandi lampa í annarri hendi en brugðinn laghníf í hinni. Þeg ar hún lýtur yfir hvíluna, sér hún, að þar hvílir ekki ógurlegt skrímsli, heldur sjálfur ástarguð- inn fagri. í sama bil; fePur livítur olíu- dropi frá lampanum og vekur Am- or. Hann sér, að Pr-yke hefur brot- ið bann lians, og í reiði sinni yf- irgefur liann kóngsdótturina. Psyke ráfar nú í örvæntingu sinni um jörðina í Jeit að Amor og að lokum hrópar hún á gyðj- una Afródíte og biður hana um hjálp og náð. (fyðjan leggur fyr- ir hana að leysa margar og erfið- ar þrautir. P yke tekst að ljúka þeim öllum af því að Amor, sem Frh. á bls. 186.

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.