Sunnudagsblaðið


Sunnudagsblaðið - 01.03.1964, Qupperneq 12

Sunnudagsblaðið - 01.03.1964, Qupperneq 12
SMÁSAGA EFTIR.KNUD HOLST — Þú ert ckki héðan, segir liann, náunginn með kaskeitið, scm situr hinum megin. Hún lætur sem hún heyri ekki. — Ég var að segja, að þú værir ekki héðan. Hún lítur snöggvast á hann. Grá augu hans mæta hennar. — Nei, svarar hún. — Ég var sko ekki lengi að sjá það, segir andlitið. Eitthvað, scm líkist brosi, leikur um varirnar. Eldspýta hreyfist á milli tann- anna. Hann er á liöttunum eftir einhverju, en hún lætur sem ekk- ert sé og situr kyrr. — Er ræfillinn farinn? spyr eld- spýtan. Og hreyfist. — Hver? endurtók hún. — Núhú, hvern heldurðu að ég sé að tala um? segir hann mein- lega. — Ilver ætli viti það, svarar hún. Hún dregur vindlingapakka upp úr tösku sinni. — Eld? spyr hann án þess að aðiiafast nokkuð, — Ég hef hann, svarar hún- En þakka þér samt fyrir. — Nei, segir hann aftur. Ég var svo alveg klár á, að þú værir ekki héöan.Strax og ég kom auga á þig, hugsaði ég með sjálfum mér: hún er sko ekki héðan, þessi! — Jæja, segir hún. Hún kveikir í vindlingnum. Hann horfir stöðúgt á ljana. Á milli vara hans hreyfist eldspýtan án afláts. Það cr engin hætta pð hann missi hana nið'ur. Ifann hef- ur greinilcga æfingu. — Reykirðu mikið? spyr hann. — Ilvað kcmur þér það við? svarar hún. Undir borðinu heyrir hún fætur hans dragast eftir góli- inu. Eins og stóra pappakassa. — Þú reykir kannski cins og skorsteinn, ha? Hún svarar ekki. Hún gæti auð- vitaö flutt sig að öðru borði. En til hvers væri það? Ænei! Hann er á höttunum eftir einhverju. Hann um það. — Viltu ekki kaffi? spyr hann. — Það getur vel verið, svarar hún. — Þú ert kannski nýbúin að drekka? Nei, segir hún. Eldpýtan á milli vara lians stendur beint út í loftið. Hún veg- ur salt á neðrivörinni og vísar í áttina til hennar, til hliðar við hana, upp og niður. Hún fer í taug- arnar á henni. — Mig grunaði, að þú hefðir ekki fengið þér kaffi ennþá, segir hann bak við eldspýtuna, sem titr- ar við andblæinn af rödd hans. — Jæja, segir hún. — Ég er ekki heldur búinn að drekka, heldur hann áfram. Æ, þessi fjandans eldspýta, liugsar hún. — Ég drekk alltaf svo seint, seg- ir hann. — Jæja, segir hún. —■ Þú gerir það kannski líka? —- Nei, svarar hún. Hún lítur í kringum sig eftir öskubakka. Hann stendur á borði talsvert langt frá þeirra. Hann er ekki hreinn en samt má nota hann. Hún stendur upp óg sækir hann. Hann virðir hana væröarlega fyr- ir sér. Henni finnst scm cldspýtan lciki um bakhluta sér á mcðan hann mænir á hana. Eiukennileg tilfinning. — Kóicghcitastaður? segir hann. — Finnst þér það? segir hún og slær öskuna úr vindlingnum. — En kannski það sé bezt fyrir okkur að drekka kaffið snöggvast. — Já, segir liún aðcins. Hún hefði getað setzt þar sem 180 SUNNUDAGSBLAÐ - ALí>ÝÐUBLAÐlÐ öskubakkinn var í slað þess að koma með hann að borðinu til hans. En hún gerði það ekki. Kannski til að koma i veg fyrir eitthvað. Nei. Einfaldlega vegna þess að hér fer vcl um hana. Stóllinn er betri. Hann stendur við gluggann. Og þó eru glugga- tjöldin dregin niður. En það er

x

Sunnudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.