Sunnudagsblaðið - 01.03.1964, Blaðsíða 9

Sunnudagsblaðið - 01.03.1964, Blaðsíða 9
Listaverk og skólar SKÓLAHÚS vor eru mörg næsta óaðlaðandi. Þau eldri voru mörg af vanefnum gerð, og megináherzla lögð á að afla þess allra nauðsynlegasta, en hið fagra hefir þá tíðum orðið að sitja á hakanum. Þótt vór höfum, á síðari árum, eignazt mörg dýr, vcgleg og nýtízku- leg skólahús, þá hefir sú dýrð varla náð inn úr veggjunum á þeim sumum: cru þá gjarnan kuldaleg og nöturleg. Híbýla- prýðina vantar og þann „heita blæ, sem til hjartans nær-“ Úr þessu þarf að bæta. Slík hús cigá að vera lieimilislcg og aðlaðandi. Því má aldrei gleyma, að innan þessara veggja eyðir æskulýðurinn miklum hluta bernsku- og ungl ingsáranna. Hann má ómögu- lega fá þá hugmynd frá ytri eða innri gerð skólanna, að liann sé þar hnepptur í cins konar fangelsi. Allt of marg- ir unglingar líta á skólavistina sem þvingun og ónauðsynlcgt ófreJsi. Þá ó'heillaikennd má með cngu móti magna mcð kuld alcgum skólastofum- Fyrir allmörgum árum licyrði óg Hauk Kristjánsson, yfirlækni halda því fram í ræðu að það væri mikils virði fyrir líðan sjúklinga og bata, að sjúkrastofurnar og húsin væru scm vistlegust og heimilisleg- ust. Ég licld, að sama gildi um skóla. MYNDLIST vor íslendinga cr ckki aldin að árum í nútíma gcrð. Málvci'k og önnur lista- verk liafa vcrið nær því eins sjaldgæf og hvítir hrafnar út um dreifðar byggðir landsins. Auk þess cru sæmileg lista- vcrk yfirlcitt svo dýr, að ckki er á annarra færi en cfna- manna að eignast þau. Margir þeir íslendingar hafa verið, allt fram á þennan dag, sem varla hafa séð annað málverk, en cf til vill lélega altaristöflu í sóknarkii-kju sinni, og hefðu þá kannski verið betur komnir með hinn óguðfræðilega glugga yfir altarinu í kirkjunni hans Fals í Eystridal. Það er eitt af hlutverkum skólanna að glæða smekkvísi og fegrunarskyn. En hvernig er liægt að gera börnum og ungl- ingum ljósa list snillinganna, ef ckkert er til listaverkið að sýna þeim, nema e. t. v.ófull- komnar prentmyndir á bókum og bréfspöldum. Skólai'nir eru einmitt tilvald ir geymslustaðir fyrir málverk Þar blasa þau daglega við f jölda manns.meitlast inn í ung ar og hi'ifnæmar sálii’. Þar cru þau jafnvel betur komin en í þröngum safnhúsum, sem að- eins eru opin nokkrar stund- ir á dag eða varla það. Með veru sinni í skólum yrðu lista- verkin þjóðnýtt -— i beztu merkingu þess orðs. JÓNAS JÓNSSON frá Hriflu gékk ötullega fram í því, að prýða skólana á þennan hátt, og mun hafa orðið fyrstur menntamálaráðherranna til þess. Hann lét ríkið kaupa lista- verk og fól síðan skólunum þau til geymslu. Mörg eru þau sjálfsagt enn í skólunum auk þeirra sem ýmsir skólar hafa aflað sér af eigin rammleik. Einn þeirra skólamanna, sem búmannlega og rösklega gekk að því að afla skóla sínum lista verka, var Sigurður Guðmunds son skólameistari. Enda varð honum gott til fanga, og þess vcgna á Menntaskólinn á Ak- ureyri nú orðið merkilcgt mynd listasafn eftir ýmsa ágæta snillinga. — Eitt það fyrsta, ef ekki það alfyrsta þessara málverka, var liin fræga Baulu mynd Ásgríms. Sá, sem þctta rilar, minnist þeirrar myndar mcð sérstökum kærleika, og býst ég við að svo sé uní fieiri skólasystkini mín frá þeirn tíma. Þctta mikla listavcrk höfðum við fyrir augum fimm og sex vetur, svo að kalla dag- lega. Bjartar og skýrar línur þessa sérstæða fjalls cru cnn óafmáanlega ristar í lxuga mér, 185. cina aí' mosaik-myndum Valtýs Pcturssonar, sem prýða veggi hins nýja húss Kennaraskóla íslands. Valtýr viunur nú að stærra verki — vegg- skreytingu í sama skóla. 4ií>'2l)UBL4£if> - •SUKí'JJDÍ.GSBÍÁÖ \JJ

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.