Sunnudagsblaðið - 01.03.1964, Blaðsíða 6

Sunnudagsblaðið - 01.03.1964, Blaðsíða 6
En það sem mig langar til að segja frá, kom aðeins einu sinni fyrir mig, og mig fýsir ekki að sjá það aftur. Stundum rifjast það upp fyrir mér í draumum mínum- Við vorum að starfi við Cor- aniu gömlu, skipið sem Japanir skutu í kaf fyrir utan strendur Ástralíu í stríðinu. Farmtir skips- ins var meðal annars gull og silfur frá nokkrufn Kyrrahafseyjum, og einnig var um borð kassi með dýr- mætum perlum. Japanirnir höfðu lengi veitt skipinu eftirför og loks sökkt því við sker eitt á hundrað og fimmtíu feta dýpi. Þetta var slæmur staður frá sjónarmiði kaf- ara, því í hallanum frá. skerinu, var hætt við að flakið færðist úr <5t.að vegna strauma og hreyfingar siávarms og þ?rna nálægt voru djúpar geilar í bergið. Dýpið var á takmörkum þess, sem kafarar geta starfað að með sæmilegu móti. Yfirleitt höfum við ekki langa viðdvöl mikið fyrir neð- an hundrað og fimmtíu fet, enda þótt til sé, að kafari hafi unnið silt verk á tvö hundruð feta dýpi og neðar. En ef skipið í þessu tilvikj losnaði og skrikaði niður á við mundi það ekki stöðvast fyrr en eftir mörg hundruð fet, og þá væri girt fyrir alla björgun farms- ins- Ég ætla ekki að þreyta lesand- ann á að lýsa köfunarútbúnaði í smáatriðum. En ég var í bezta köfunarbúningi, sem fáanlegur var á þessum tímum. Ég fikaði mig niður að flakinu; já, þarna hékk það á n'bbu, sem skagaði út úr kóralrifinu, en fyrir neðan var ómælisdýpi. Um skipsskrokk- inn hafði vafið sig ýmiskonar sæ- vargróður, sumt af því mjög stór- vaxið. En einna mest bar á rauð- um gróðri eöa blómum, ljótum út- lits, sem þakti að miklu leyd ryðg- aðar járnplöturnar; líklega neðan- sjávarplöntur, sem veiða fiska og éta þá. Reykháfarnir voru mjög á ská eins og þeir hefðu rekizt í eitt- hvað, og jók þetta á viðurstyggð eyðileggingarinnar. Innanborðs var margt mjög úr lagi fært- Tund urskeytið hafði farið inn um stefnið, og iiefði bíll komizt inn um gatið. Ég eyddi nokkrum rólegum dög- um í að laga aðstöðuna, reyna að tryggja sem bezt, að allt félli ekki saman, þegar ég tæki að athafna mig fyrir alvöru. Reyndar ræður tilviljunin hér miklu, því allt mundi hrynja, ef flakið tæki smá- veltu. Það fyrs’a sem ég sá skjótast upp úr djúpr'nu, var hvalur með risastóran kolkrabba í gininu. En eins og kunnugt er gæða sumar hvalategundir sér á kolkröbbum. Þessháttar bardaga hafði ég aldrei fyrr augum litið, og ég hlaut að veita þessu athygli. Hvalurinn og krabbinn komu hægt upp á við, og gizka ég á, að hvalurinn hafi verið fjörutíu til fimmtíu feta langur. Armar kolkrabbans voru sjálf-. sagt um fjörutíu feta langir, og sex til átta þeirra ámóta gi’dir og fílsrani. Tveir armanna gripu um tennur hvalsins. Hinir þrýstust um haus óvinar síns og leituðu augn- anna. Armarnir enda í þykkum klóm, sem minna á járnfingur. Þar sem armarnir mættust var haus- inn, óhugnanleg hvelja þriggja feta löng að sjá, og stóðu augun sem á lit'um stilkum. Þessi tvenning sveif framhjá mér og hvarf f'jótlega úr augsýn svo ég fékk ekki að vita, hvernig bardaganum lauk. Sjón þessi hafði djúp áhrif á mig, en ekki gerði ég ráð fyrir neinum eftirköstum. En fimm mínútum síðar, þegar ég var að klifra utan á skips- skrokknum , sá ég í skini axlar- ljóssins míns, að heil torfa af ein- hverjum fygsum sveif hægt upp á við í sjónum. Þetta voru dauðir fiskar, og þá teguhd hafði ég ekki séð fyrir, litlir og ófrýnilegir með augun á stilkum. Þið haldið máske, að ég sé að raupa, en það er eins satt og ég skrifa þetta, að þarna flutu þeir upp í miíljóna- vís. Og allir voru þeir dauðir eða að dauða komnir- Það fór um mig við að sjá þetta, ekki skal ég draga fjöður yfir það. Ég var eina mannveran þarna niðri á hundrað og firlmtíu feta dýpi í grafarþögn og kulda. Ei|- stæðingskenndin getur gripið mann sterkt undir svona kringum- stæðum. Mér er ógerlegt. að lýsa því. Slíkrar lilfinningar v.erður maður aldrei var uppi í dagsljós- inu og hreina loftinu. Já, fiskarnir streymdu upp milljónum saman og fylltu sjóinn í kringum mig og fyrir ofan jafnt sem að neðan, flestir dauðir, sum- ir í fjörbrotunum. Ég vissi, hvér var orsökin til þess arna: Ein- hverjar hræringar á sjávarbotnin- um- Ef til vill eldsumbrot. Það á sér stundum stað. Ég vissi vcl, hvað mér bar að gera. — kalla upp til aðstoðar- manna minna, biðja þá að draga mig upp. Það getur verið háska- legt að hafa langa viðdvöl í sjón- um eftir að jörðin er byrjuð að bresta fyrir neðan. En bíðum við, ég er forvitinn eins og svo margir aðrir. Já, hlut- urinn er sá, að ég er fjári forvit- inn, og það, hefur oft komið mér í slæma klípu. Og í þetta sinn lék mér hugur á að vita, hverju fleiru kynni að skjóta upp úr undirdjúpunum. Ég hraðaði mér frá flakinu eins og skrattinn væri á liælunum á mér og fann mér örugga fótfestu- Ekkert gerðist fyrstu mínúturnar, og ég tók að bölva sjálfum mér fyrir fljótfærnina. Fisktorfan hafði þynnzt, og sjórinn var nærri kominn í eðlilegt horf aftur, var ef til vill lítið gruggugur, en það þarf ekki að vera neitt óvenju- legt. En svo gerðist snögglega það, sem kom mér til að standa á önd- inni. Eitthvað flaut upp að skipsflak- inu. Það var á að gizka sextíu feta löng skepna með mikla, græna skeggþræði og græn, kringlótt augu, sem voru líkust plötum. Furðufiskur þessi leit út fyrir að vera hálfgagnsær, því ég þóttist greina innyflin hreyfast undir roð inu, eins og þau væru að melta 174 SUNNUDAGSBLAÐ - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.