Fréttablaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 2
2 25. apríl 2004 SUNNUDAGUR „Það er Jesús Kristur.“ Haukur Ingi Jónasson guðfræðingur er einn af kennurum Endurmenntunarstofnunar Háskóla Ís- lands þar sem fólki er kennt að vera leiðtogar. Spurningdagsins Haukur Ingi, hver er leiðtogi lífs þíns? FRAMHALDSSKÓLAR Plássleysi og fjármagnsskortur valda því að margir framhaldsskólar landsins geta ekki útvegað öllum nemend- um skólavist og þurfa margir krakkar frá að hverfa. Ástandið er mismunandi eftir skólum og landssvæðum, til að mynda þurftu Iðnskólinn í Reykjavík og Iðnskólinn í Hafnarfirði að vísa hundruðum nemenda frá síð- astliðið haust vegna skorts á skólaplássi. Iðn- skólinn í Reykjavík tók inn 560 nemendur síðastliðið haust og voru allar stofur skólans fullar alla daga, en skólinn á nú í viðræðum við yfirvöld um að stækka skólann. Í Flensborgarskóla í Hafnar- firði hefur vandinn verið tals- verður, en stefnt er að því innan tíðar að stækka skólabygginguna. Einar Birgir Steinþórsson skóla- stjóri bendir á að æ fleiri nemend- ur séu að koma inn í framhalds- skólana, bæði nýnemar og aðrir sem hafa tekið sér hlé eða hætt og vilja byrja aftur í námi. „Hafnarfjörður er í örum vexti og í árganginum, sem er að ljúka grunnskóla í vor, verða um 90 fleiri en í fyrra. Við áttum í vand- ræðum með að taka við öllum í fyrra og þurftum að vísa frá um 100 nemendum. Í þeim hópi var mikið um eldri nemendur sem voru annað hvort að flytja sig á milli skóla eða flytja í Hafnar- fjörð og það hefur skapað ákveðið vandamál sem verður að leysa,“ segir Einar Birgir. Skólastjóri Flensborgarskóla segist ekki eiga von á öðru en að þessi mál verði endurskoðuð af yfirvöldum að loknu yfirstand- andi skólaári. Erfitt sé að segja til um hvernig best sé að leysa vand- ann, en til þess gæti komið að stjórnvöld þyrftu að taka afstöðu til þess í sumar hversu miklu fjár- magni yrði að verja til viðbótar til framhaldsskólanna. „Það er mjög slæmt að þurfa að vísa hundruðum nemenda frá og neita þeim um skólavist. Allir þeir sem eru að koma úr grunn- skólunum eiga rétt á því að fara í framhaldsskóla og það er skylda samfélagsins að tryggja þann rétt. Það má segja að þeir krakkar sem eru í skólanum núna tolla í raun betur í skólanum því þeir vita að ef þeir hætta þá gætu þeir átt í erfiðleikum með að komast aftur inn,“ segir Einar Birgir. bryndis@frettabladid.is FARFUGLAR Enn einn vorboðinn hef- ur nú látið sjá sig og er það nú krían sem lokið hefur löngu flugi sínu yfir höf og lönd. Að sögn Kristins Hauks Skarphéðinssonar fuglafræðings er um fyrstu einstaklingana að ræða en megnið af kríuhópnum komi fyrstu dagana í maí. Hann segir að fyrstu kríurnar sjáist yfirleitt um 25. apríl og sé áhugi fólks ávallt mestur fyrir þess- um undanförum sumarsins. „Það var nú ansi lífseig sú þjóð- saga að krían kæmi ávallt í tjarnar- hólmann 14. maí, en það er bara ekki satt. Hún kemur yfirleitt miklu fyrr,“ segir Kristinn. Hann segist gera ráð fyrir að krían muni streyma til landsins næstu daga í þeim suðlægu áttum sem spáð hafi verið. Krían er að koma frá suðurhveli jarðar en íslenskir farfuglar fara lengst alla leið suður til Suðurskautslands. Margir hverjir fljúga allt að fjörutíu þúsund kílómetra og tekur ferðin einn til tvo mánuði. „Þetta er löng ferð og er tekin í hæfilegum áföngum,“ segir Kristinn. Aðspurður segir hann að sést hafi til fyrstu einstaklinga af nær öllum farfuglategundum sem koma hingað til lands. Þó séu þar undan- skildir síðbúnu fuglarnir, sem eru óðinshaninn, sem kemur upp úr miðjum maí, og þórshaninn, sem kemur skömmu síðar. ■ Grunur um spillingu: Ráðherra handtekinn ZIMBABWE, AP Lögreglan í Zimbabwe hefur handtekið fjár- málaráðherra landsins, Chris Kuruneri, vegna gruns um spill- ingu í opinberu starfi. Kuruneri hefur verið ákærður fyrir að eiga ólögleg viðskipti með erlendan gjaldmiðil. Rann- sóknin kom í kjölfar blaðagreinar í suður-afrísku dagblaði í síðasta mánuði. Kuruneri segist hins vegar hafa keypt húsið með peningum sem hann eignaðist áður en hann varð ráðherra. ■ FER TIL MAROKKÓ Spænski forsæt- isráðherrann Jose Luis Rodrigues Zapatero fer til Marokkó í fyrstu opinberu heimsóknina síðan hann var kjörinn í embætti í síðasta mánuði. Hefð er fyrir því að spænskir forsætisráðherrar fari í fyrstu ferðina til Marokkó. Ástæða þykir til að létta á spennu milli landanna, en fjórtán menn frá Marokkó eru meðal þeirra átján sem ákærðir eru fyrir sprenging- arnar í Madríd í síðasta mánuði. MEÐ VÆNDISKONU Í BÍLNUM Franska stjórnin þarf nú að takast á við enn eitt hneykslis- málið, eftir að Dominique Ambiel, aðstoðarmaður forsætis- ráðherrans Jean-Pierre Raffarin, var handtekinn í París fyrir að vera með 17 ára vændiskonu frá Rúmeníu í bíl sínum. Ambiel heldur því fram að hann sé sak- laus af nokkru ólöglegu athæfi en hefur sagt starfi sínu lausu. RASMUSSEN FORMAÐUR Poul Nyrup Rasmussen, fyrrum for- sætisráðherra Danmerkur, hefur verið kjörinn formaður evr- ópskra samtaka sósíaldemókrata. Hann fékk 163 atkvæði en mót- frambjóðandinn, hinn ítalski Giuliano Amato, fékk 157. Atkvæðagreiðsla um framtíð Kýpur: Kýpur ekki sameinuð KÝPUR, AP Grískir og tyrkneskir Kýpurbúar gengu í gær að kjör- borðinu og greiddu atkvæði um áætlanir Sameinuðu þjóðanna um að afnema tvískiptingu eyjunnar og sameina íbúa hennar í eina þjóð áður en þeir ganga í Evrópu- sambandið 1. maí næstkomandi. 76% íbúa á gríska hluta eyjunnar höfnuðu sameiningunni. Tyrk- nesku íbúarnir, sem búa á norður- hluta eyjunnar, samþykktu hana hins vegar með 67% atkvæða. Báðir aðilar þurftu að sam- þykkja sameininguna svo hún yrði að veruleika. Nú liggur fyrir að reglugerðir ESB ná einungis til gríska hluta eyjunnar. Þrjátíu ár eru síðan eyjunni var skipt í tvennt og óttast menn að þessi niðurstaða muni spilla fyrir áralangri vinnu við að sætta eyjarskeggja. Talsmenn framkvæmdastjórn- ar Evrópusambandsins og Banda- ríkjastjórnar sögðust harma að grískir Kýpurbúar hafi hafnað áætlunum Sameinuðu þjóðanna og þar með einstæðu tækifæri til að leysa málefni Kýpur. Hins veg- ar óskaði Evrópusambandið tyrk- neskum Kýpurbúum til hamingju með sína niðurstöðu og hét því að vinna að þeirra málum. ■ LYFJAMÁL „Hið opinbera er að draga úr þjónustu og fjölbreytni í meðferðarúrræðum á Íslandi með því að greiða eingöngu af fyrirfram ákveðnum lyfjum í hverjum flokki. Það er verið að taka heilbrigðiskerfi, sem hefur verið hrósað um allan heim fyrir að vera framsækið og gott, og færa það inn í gamalt Sovét- skipulag. Þetta er klaufaleg og pólitískt hættuleg leið,“ segir Kári Stefánson, forstjóri Ís- lenskrar erfðagreiningar, um að- gerðir heilbrigðisyfirvalda til þess að draga úr lyfjakostnaði. Kári var meðal málshefjenda á málþingi um verðbreytingar á lyfjum sem Öryrkjabandalag Ís- lands stóð fyrir á Hótel Sögu í gær. Snörp orðaskipti urðu á milli hans og Matthíasar Hall- dórssonar aðstoðarlandlæknis þegar dæmi var tekið um lyfið statin, sem er fitulækkandi. Matthías sagði ekkert sanna að ein tegund af statin væri betri en önnur fyrir sjúkling, sem væri að taka lyfið í fyrsta skipti, en Kári benti hins vegar á að ein- ungis sum af þessum lyfjum hafi sýnt fram á minnkandi tíðni hjartaáfalla, þótt þau lækki blóð- fitu. „Ef reyna á að lækka blóðfitu hjá sjúklingi, með það fyrir aug- um að draga úr líkunum á hjarta- áfalli, þá er best að velja það lyf sem búið er að sýna fram á að minnki líkur á hjartaáfalli. Það er rangt hjá Matthíasi að halda því fram að það sé sama hvaða statin er notað,“ segir Kári og bætir því við að innkaupsverð lyfja sé allt of hátt á Íslandi og þar liggi vandinn. „Kostnaðurinn við heilbrigðiskerfið er allt of hár. Leið stjórnvalda til að taka á vandanum er heiðarleg tilraun, en klaufaleg.“ ■ KRÍAN ER KOMIN Sést hefur til fyrstu einstaklinga af nær öll- um farfuglategundum sem koma hingað til lands. Þar eru þó undanskildir síðbúnu fuglarnir, sem eru óðinshaninn, sem kem- ur upp úr miðjum maí, og þórshaninn, sem kemur skömmu síðar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Vorboði: Krían stundvís að vanda ■ Asía TUGIR FÓRUST Í RÚTUSLYSI Að minnsta kosti 37 manns fórust þeg- ar aurskriða lenti á rútu á indó- nesísku eyjunni Súmötru á föstu- dag. Björgunarmenn reyndu að grafa upp fólk úr skriðunni með skóflum, en talið var að minnst sex manneskjur væru enn grafnar und- ir aur. Fjórtán slösuðust í slysinu. KULDALEGAR MÓTTÖKUR Þrír jap- anskir borgarar sem teknir voru í gíslingu í Írak fengu kuldalegar móttökur þegar þeir komu aftur heilir á húfi til Japan. Þeir eru harkalega gagnrýndir fyrir að hunsa aðvaranir stjórnvalda um að halda sig frá Írak og sakaðir um að stefna aðgerðum japanskra hjálpar- stofnana í Írak í hættu. Þá segjast stjórnvöld ætla að rukka þá um all- an kostnað við að ná þeim til baka. ■ Evrópa FRAMHALDSSKÓLAR Vegna plássleysis þurfa Flensborgarskólinn í Hafnarfirði og fleiri framhaldsskólar að vísa fjölda nemenda frá og meina þeim um skólavist. Skólastjóri Flensborgarskóla segir þetta slæmt þar sem allir sem eru að koma úr grunnskóla eigi rétt á skólavist í framhaldsskóla. „Það er mjög slæmt að þurfa að vísa hundruð- um nemenda frá og neita þeim um skólavist. Kári Stefánsson um leið stjórnvalda til að lækka lyfjakostnað: Klaufalegt og pólitískt hættulegt KÁRI STEFÁNSSON Það er verið að taka heilbrigðiskerfi, sem hefur verið hrósað um allan heim fyrir að vera framsækið og gott, og færa það inn í gamalt Sovét-skipulag. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Hundruð nemenda fá ekki skólavist Plássleysi og fjárskortur hrjáir marga framhaldsskóla landsins. Vísa þarf mörgum nemendum frá. Það er slæmt, segir skólastjóri Flensborgarskóla og bendir á að allir sem ljúka grunnskóla eigi rétt á að fara í framhaldsskóla. PRESTUR ÚR GRÍSKU RÉTTTRÚNAÐ- ARKIRKJUNNI GREIÐIR ATKVÆÐI Í þorpinu Deftera á Kýpur. Grikkir höfnuðu sameiningu með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.