Fréttablaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 18
SUNNUDAGUR 25. apríl 2004 vikna námskeið hefjast 3. maí8 Skráning er hafin á eftirtalin námskeið: • Lokaðir aðhaldshópar 3x í viku • Rope yoga 3x í viku Innifalið: Þrír lokaðir hóptímar, frjáls aðgangur í alla opna tíma á stundaskrá og æfingaáætlun í tækjasal hjá þjálfurum World Class í Laugum og Spönginni. Aðgangur að Laugardalslauginni. Vorglaðningur! Þú færð aðgang að okkur rómuðu Baðstofu í Laugum síðustu vikuna á námskeiðunum. Sjá úrval opinna tíma á www.worldclass.is www.worldclass.is Laugar s. 553 0000 www.worldclass.is yfir sjónvarpsútsendingum frá leikunum. Íslenska Ólympíu- nefndin gerir ráð fyrir að ís- lensku þátttakendurnir verði um 30 talsins. Um helmingur þeirra, eða 15 manns, eru í hand- boltalandsliðinu, og er vonandi að þeim gangi betur en í Evrópu- meistaramótinu í janúar. Hugs- anlega myndast stemming í kringum leiki liðsins. Og svo er spurning hvað sundfólkið gerir og Jón Arnar Magnússon og Þórey Edda. Leikarnir standa til 29. ágúst. MENNING OG MARAÞON M e n n i n g - arnótt verður á sínum stað laug- ardaginn 21. ágúst og verður snið hennar svipað og undan- gengin ár. Borgarbúar og gestir hafa tekið menningarnóttinni opnum örmum og fjölmennt í miðborgina til að upplifa menn- ingarviðburði, sýna sig og sjá aðra. Er talið að um eitt hund- rað þúsund manns taki þátt með einum eða öðrum hætti. Há- punktur menningarnætur er jafnan flugeldasýningin mikla við Reykjavíkurhöfn. Reykjavíkurmaraþon fer fram sama dag en það hefur áunnið sér stóran sess meðal hlaupara, jafnt innlendra sem erlendra. Reykjavíkurmaraþon er fyrir alla, frístundaskokkara sem keppnisfólk enda geta allir fundið vegalengdir við sitt hæfi. AÐRIR FASTIR LIÐIR Í þessari upptalningu er auð- vitað ýmislegt látið ótalið. Verslunarmannahelgin, Ís- landsmótið í fótbolta, golf, veiðin, ættarmótin, hjólreiðar, línuskautar, fjallgöngur, sólbað í Nauthólsvík og grillveislur er á meðal þess sem fjölmargir Ís- lendingar eiga í vændum í sum- ar, svo fátt eitt sé nefnt. Og svo auðvitað tjaldútilega í suðvest- an rigningu einhvers staðar á Suðurlandi um mitt sumar, sem er auðvitað í hugum margra órjúfanlegur partur af íslensku sumri, sem ætti að minna á það, að auðvitað er hið íslenska sumar ekki einber dans á rós- um, þótt margir gætu haldið annað. ■ SUMARIÐ Einn órjúfanlegur hluti af sumrinu í hugum margra er ströndin í Nauthólsvík. Svona er stemmingin þar á góðum degi. Hvernig verður veðrið? Líkur á hlýindum Haraldur Ólafsson veðurfræð-ingur segir erfitt að spá fyrir um tíðarfar mánuði fram í tím- ann en þó sé hægt að gefa vís- bendingar um hita en illmögulegt þegar kemur að úrkomu og vindi. Horft er til hafsins þegar reynt er að sjá fyrir hitafar fram í tímann. „Hafið hefur nefnilega töluvert að segja um varmabú- skap loftsins og öfugt, og hafið er miklu tregara til að taka breyt- ingum heldur en veðrið. Ef sjór- inn er mjög hlýr er líklegra en ella að tíðin verði hlý næstu mán- uði. Sjórinn er núna frekar hlýr, sérstaklega fyrir norðaustan land og hafís er með minna móti. Það eru því meiri líkur en minni á að hitinn í sumar verði um eða yfir meðallagi.“ Haraldur segir ýmis- legt styðja þessa skoðun og nefn- ir útreikninga bresku veðurstof- unnar sérstaklega en þeir byggja að verulegu leyti á sjávarhita. Eins og áður sagði er hvorki hægt að segja fyrir um hvort næstu mánuðir verði vætusamir eður ei, né heldur hvort vindar blási af kappi. Haraldur segir ástæður þess þær að um þessa þætti gildi önnur lögmál. „Það er ekki eins skýrt samhengi við ástandið í sjónum og þegar hitinn á í hlut.“ Um vindinn segir hann hins- vegar: „Það má þó rifja upp að sumrin eru að jafnaði mun síður stormasöm en vetur. Hvernig þetta sumar verður miðað við önnur treysti ég mér hinsvegar ekkert til að segja um.“ ■ HARALDUR ÓLAFSSON Sjórinn er hlýr í kringum Ísland, það bend- ir til þess að sumarið verði hlýtt. HVERNIG HEFUR HITINN VERIÐ? Reykjavík 2003 Meðaltal frá 1961 júní 11,3 9,0 júlí 12,3 10,6 ágúst 12,8 11,3 Akureyri 2003 Meðaltal frá 1961 júní 10,6 9,1 júlí 11,6 10,5 ágúst 12,8 10,0 arið 2004

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.