Fréttablaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 44
SUNNUDAGUR 25. apríl 2004 37 JESSICA SIMPSON Var í góðum gír þegar hún ræddi við fréttamenn á föstudaginn en þá mætti hún í hóf til að kynna Desser Beauty- snyrtivörulínuna. Þetta er hennar eigin lína og er ekki síst merkileg fyrir þær sakir að vörurnar eru ætar. Pondus eftir Frode Øverli Fréttiraf fólki BRÚÐURIN ER MÆTT AFTUR! NÝJASTA MYND QUENTIN TARANTINO BLÓÐBAÐIÐ NÆR HÁMARKI! NÚ Í BÍÓ! Sendu SMS skeytið JA KBIO á númerið 1900 og þú gætir unnið. 9. hver vinnur. Í vinning er: • PS2 tölva* • Miðar fyrir tvo á myndina • Rise To Honour fyrir PS2 • KILL BILL CD´s Vol 1 & 2 • Ofl. Vinningar verða afhendir hjá BT Skeifunni. Reykjavík. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99. kr/skeytið SMS LEIKUR Blóðbaðið er byrjað! Kill Bill Vol. I er komin í næstu verslun og á næstu leigu! VHS og DV D! 300 þúsund erlend lög á tónlist.is NETIÐ Vefurinn tónlist.is, sem var sá fyrsti íslenski til að versla með mp3 skrár á netinu, bætir nú enn um betur. Umsjónar- menn fyrirtækisins tilkynntu í gær að vefurinn hefði tengst gagnagrunni sem veitir notend- um aðgang að 300 þúsund er- lendum lögum með 12 þúsund erlendum listamönnum. Fyrir gátu notendur nálgast rúmlega 20 þúsund íslensk lög og því ljóst að viðbótin er gífur- leg. MúsíkNet ehf. hefur náð samningum við Sony, EMI/Virg- in, Warner og BMG. Búist er við því að samningar náist við Uni- versal bráðlega. Á tónlist.is er þannig hægt að nálgast erlendar perlur og nýj- ustu slagaranna. Þar inni eru jafnvel lög sem hafa verið ófáan- leg á geisladiskum um tíma. ■ TÓNLIST.IS Í gegnum tónlist.is er nú hægt að nálgast lög með tónlistarmönnum á borð við Noruh Jones, Robbie Williams, Christina Aguilera, Rolling Stones, Beyoncé, Elvis Presley, Outkast, Deep Purple, Pink, Led Zeppelin, Darkness, U2, Madonna og nán- ast allt sem hugurinn girnist. Ljósbláa Playboy-sjónvarpsstöðinhefur farið þess á leit við Rebeccu Loos, sem er einungis fræg fyrir að halda því fram að hún hafi sofið hjá knattspyrnugoð- inu David Becham, að hún stripplist fyrir framan sjón- varpsmyndavélar. Sagan segir að Loss hafi farið fram á í það minnsta 125.000 sterlingspunda greiðslu fyrir að tína af sér spjarirnar í sjónvarpinu. Yfirmaður Playboy-rásarinnar í Evrópu segir að stúlkan, sem er 26 ára gömul, sé efst á óskalistanum hjá stöðinni enda gengur hann út frá því sem vísu að allir karlmenn í heimi vilji sjá það sem Beckham á að hafa séð. „Við höfum raunveru- legan og einlægan áhuga á að fá ungfrú Loos til liðs við okkur og vonum að hún muni feta í fótspor Pamelu Anderson, Carmen Electra og Salma Hayek,“ en þær þokkadísir hafa allar sýnd bert hold í glaumgosasjónvarpinu. Jamm, Smooth Bottom Delight! Þetta krem er alveg unaðslegt! Og var á útsölu á aðeins 5.490 krónur! 5.000 kall?? Elza, þú eyðir stjarnfræðilega í snyrtidót! Við höfum bráðum ekki efni á mat! Þvæla! Föt og húsaleiga! Rugl og steypa! Rafmagn! Þegar þú nefnir það...

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.