Fréttablaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 19
20 25. apríl 2004 SUNNUDAGUR Boðskapurinn er svo fallegur.Verkið á vel við á þessum tím- um þegar allt er að fara til fjand- ans,“ segir Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari um níundu sinfóníu Beethovens, en Sinfóníuhljómsveit Íslands mun taka verkið til flutn- ings næstkomandi fimmtudag og föstudag. Þegar er að verða uppselt á fyrri tónleikana. Mikið er lagt í flutning verksins. Það verða þau Elín Ósk Óskarsdótt- ir, Alina Dubik, Kolbeinn Ketilsson og Kristinn Sigmundsson sem syn- gja ásamt Óperukórnum í Reykja- vík. Hljómsveitarstjóri verður Rumon Gamba, aðalhljómsveitar- stjóri Sinfóníunnar, en kórinn verð- ur undir stjórn Garðars Cortes. Ást á mannkyninu Þetta er langt í frá í fyrsta skip- ti sem Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur níundu sinfóníuna. Síðast gerði hún það í janúar árið 2000 og allt í allt hefur hún haft verkið tutt- ugu sinnum á efnisskránni, fyrst árið 1966. En af hverju er verkið flutt aftur og aftur? „Það þekkja allir lagið,“ segir Sigrún. „Óðinn til gleðinnar. Og það er alltaf rosaleg stemming í kring- um níundu sinfóníuna. Verkið og boðskapur þess á alltaf erindi við fólk.“ Sigrún bendir á að Beethoven hafi lagt gríðarlega vinnu við gerð sinfóníunnar, og því sé það engin tilviljun að verkið sé eins mikið snilldarverk og raun ber vitni. „Hann henti 200 hugmyndum að lokastefinu í ruslatunnuna áður en hann var sáttur,“ segir Sigrún. Hún segir það líka vera verkinu mjög til framdráttar að Beethoven lagði hugsjónir sínar í það, sem ein- kenndust einkum af djúpri ást á mannkyninu, þó svo að þær sögur fari reyndar af tónskáldinu að hann hafi ekki beinlínis verið elskulegur viðureignar dags daglega. „Einu sinni las ég um Beethoven að hon- um var ekki vel við menn,“ segir Sigrún. „En hann elskaði mannkyn- ið.“ Sérstök þýðing fyrir Sigrúnu Þetta verður í annað skipti sem Sigrún Eðvaldsdóttir tekur þátt í flutningi verksins með Sinfóníu- hljómsveitinni og raunar hefur verkið sérstaka þýðingu fyrir hana og manninn hennar, Halldór Pétur Þorsteinsson. Í janúar árið 2000 sat Sigrún nefnilega á sviðinu og spil- aði sinfóníuna og Halldór sat fram- arlega úti í sal. Þá sáust þau í fyrs- ta skipti. „Ég gat ekki haft augun af þessum manni,“ segir Sigrún. „Hann var svo glæsilegur í jakka- fötum. Ég átti erfitt með að ein- beita mér að spilamennskunni.“ Það virðist því sem ástarboð- skapur sinfóníunnar hafi haft til- ætluð áhrif. Sigrún segist ekki hafa neinar áhyggjur af því, að á fimmtudaginn muni hún hugsan- lega sjá einhvern mann út í sal, þegar hún spilar 9.sinfóníuna aftur. „Nei,“ segir hún. „Ég hef engar áhyggjur af því.“ gs@frettabladid.is Síðasta sinfónía Beethovens,níunda sinfónían, er eitt fræg- asta tónverk sögunnar. Sagt hef- ur verið að um helmingur jarðar- búa geti raulað búta úr síðasta hluta þess, sem samin er við ljóð Schillers, Óðurinn til gleðinnar. Sá lokakafli er fyrir löngu orðinn eins konar samnefnari friðar, umburðarlyndis og frelsis í heiminum. Kínversku stúdent- arnir á Torgi hins himneskja frið- ar léku kaflann úr hátalarakerfi árið 1989 þegar þeir kröfðust lýð- ræðisumbóta. Þegar alþjóðleg hátíð var haldin í Þýskalandi til að fagna falli Berlínarmúrsins kaus Leonard Bernstein að flytja níundu sinfóníuna. Stef úr lokakaflanum er þjóðsöngur Evr- ópusambandsins og þjóðsöngur Ródesíu með nýjum texta. Margir hafa helgað sér hana Alls ólíkir pólitískir og trúar- legir hópar hafa helgað sér sin- fóníuna. Þýskir 19. aldar þjóðern- issinnar töldu hana túlka málstað sinn meðan Frakkar litu svo á að í henni væri fjallað um frelsi, jafnrétti og bræðralag. Kommún- istar töldu hana hvatningu til sín en kaþólskir menn töldu sig skynja guðdóminn í henni. Hitler hlustaði á hana á afmælisdögum sínum og hún var leikin í fanga- búðum hans. BBC lék hana á stríðsárunum sem andófstónlist við nasisma. Tíu ár að semja Beethoven var tíu ár að semja verkið og var kominn nokkuð vel á veg þegar hann ákvað að bæta við lokakaflanum. Hann hafði lengi látið sig dreyma um gera tónlist við ljóð Schillers, Óð til gleðinnar. Þessi síðasta sinfónía Beethovens, var frumflutt í Vín þann 7. maí árið 1824. Beethoven var þá viðurkenndur sem mesta tónskáld Vínar. Viðtökur voru afar góðar en sumum gagn- rýnendum fannst sinfónían of ný- stárleg og djörf, það þótti til dæm- is mjög byltingarkennt á þessum tíma að enda sinfóníu með kór- söng. Beethoven stjórnaði sjálfur flutningi sinfóníunnar en heyrði ekki fagnaðarlátin í lokkin því á þessum tíma var hann orðinn al- gjörlega heyrnarlaus. Fyrir um ári var lokahandritið að níundu sinfóníunni selt fyrir rúmlega 300 milljónir á uppboði. Kaupandinn vildi ekki láta nafns síns getið. Handritið er afrit af öðru handriti en var samt útbíað í athugasemdum hins skapbráða Beethovens, sem meðal annars kallar þar afritarann bjána. ■ Glímumenn eru ekki lengurskyldaðir til að klæðast sam- festingi eins og þeir hafa gert í rúm hundrað ár samkvæmt nýrri reglugerð Glímusambands Ís- lands. Samkvæmt reglugerðinni, sem tekur gildi þann 1. septem- ber, verður meira frjálsræði með búninga í þessari elstu og virtustu íþrótt Íslendinga. „Samkvæmt nýju reglugerðinni mega búningarnir vera tvískiptir í stað samfestingsins sem var áður. Þá má vera í buxum og bol og það má líka sleppa skýlunni,“ segir Helgi Kjartansson, starfsmaður Glímusambands Íslands. Samfestingurinn, ásamt belt- inu og leðurskónum, hefur verið eitt aðaleinkenni glímunnar frá byrjun 20. aldar. Samkvæmt gömlu reglugerðinni átti samfest- ingurinn að vera úr þunnu, sterku og teygjanlegu efni sem fellur vel að líkamanum. Yfir samfestingn- um áttu glímumenn að klæðast mittisskýlu. Hægt var að dæma keppendur úr leik ef þeir upp- fylltu ekki þessi skilyrði. Samkvæmt nýju reglugerðinni verða keppendur þó áfram skyld- aðir til að klæðast glímubelti og skóm. Dýrir samfestingar Helgi segir að samfesting- arnir séu dýrir þar sem annað- hvort þurfi að panta þá að utan eða láta sérsauma þá hér á landi. „Það er dýrt og samfestingarnir eru barn síns tíma. Það verður miklu auðveldara að nálgast búninga með þessu móti og svo getur farið að félögin skipti örar um búninga,“ segir Helgi. Hann óttast þó ekki að glíman eigi eft- ir að missa þann virðingarsess sem hún skipar með því að fella samfestingakvöðina úr gildi. „Ég treysti mönnum og félögun- um fyrir því að vera með smekklega búninga. Þegar fé- lögin endurnýja búningana verður stjórn Glímusambandsins líka að samþykkja þá. Menn geta því ekki komið í hvaða galla sem er,“ segir Helgi. Síðasta mót Glímusam- bandsins þar sem keppendur voru skyldaðir til að klæðast samfestingum og skýlu var í gær þegar Íslandsmótið og Freyjumótið fór fram. Næsta keppnistímabil hefst í byrjun september og þá geta félög kynnt nýja búninga. „Svo er ekkert víst að félögin vilji fara í nýja búninga heldur haldi í þá gömlu,“ segir Helgi. kristjan@frettabladid.is Glíman breytir um búning Í SAMFESTINGUM Glímumenn eru ekki leng- ur skyldaðir til að klæðast samfestingum, samkvæmt nýrri reglugerð Glímusam- bands Íslands. Samfestingarnir eru barn síns tíma.“ ,, Samkvæmt nýrri reglugerð Glímusambandsins eru glímumenn ekki lengur skyldaðir til að klæðast hinum gamla, þrönga og þjóðlega glímubúningi. Nú má glíma í bol. Hinn fallegi boð- skapur Beethovens Frægasta sinfónía sögunnar Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur níundu sinfóníu Ludwigs van Beethoven í Háskólabíó á fimmtudag og föstudag. Það er í tuttuga skipti sem hljómsveitin tekur verkið til flutnings. Sigrún Eðvaldsdóttir segir verkið alltaf eiga erindi. SIGRÚN EÐVALDSDÓTTIR Níunda sinfónían hefur sérstaka þýðingu fyrir Sigrúnu. Þegar hún spilaði verkið með Sinfóníuhljómsveitinni fyrir tveimur árum sá hún nefnilega manninn sinn í fyrsta skipti. Hann sat framarlega úti í sal.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.