Fréttablaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 20
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 4 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 67 stk. Keypt & selt 18 stk. Þjónusta 26 stk. Heilsa 5 stk. Skólar & námskeið 4 stk. Heimilið 11 stk. Tómstundir & ferðir 9 stk. Húsnæði 21 stk. Atvinna 11 stk. Tilkynningar 6 stk. Úthlutað úr Nýsköpunarsjóði BLS. 2 Góðan dag! Í dag er sunnudagurinn 25. apríl, 166. dagur ársins 2004. Reykjavík 5.19 13.26 21.34 Reykjavík 4.45 13.10 21.29 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Þú færð líka allt sem þig vantar á „Ég er að kenna við Foldaskóla í Grafarvogi og líkar mjög vel. Íslenska er mitt aðalfag og mikið áhugamál. Svo kenni ég sam- félagsfræði og einnig valáfanga sem heitir Fjölmiðlun sem er tilraunaverkefni og ég er að búa til eftir hendinni.“ Það er Inga Rósa Þórðardóttir sem þannig lýsir starfinu sínu í stuttu máli. Rödd hennar hljómar kunnuglega í eyrum þeirra sem hlustuðu á Svæðisútvarp Austurlands á 9. og 10. ára- tugnum því þar var Inga Rósa aðalsprautan í 13 ár og bjó á Egilsstöðum. Það var eimitt þar sem hún kynntist fyrst kennslu aðeins 19 ára gömul. „Ég var nýflutt austur og það bráðvantaði kennara skyndilega. Þá var leitað til mín. Ég var nýútskrifaður stúdent en kenndi næstu 11 árin og náði mér í rétt- indi frá Kennaraháskólanum á því tímabili. Það var fjarkennsla þess tíma,“ segir Inga Rósa. Hún kveðst einnig hafa kennt við Menntaskólann á Egilsstöðum um skeið, auk þess að vinna hjá Ferðamiðstöð Austur- lands. Það var áður en hún byrjaði hjá RÚV. Síðan var hún um tíma framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands en nú er hún sem sagt að kenna unglingum, meðal annars fjöl- miðlun og gaman væri að vita hvað fram fer í kennslustundunum. „Við erum að skoða sögu fjölmiðla og innihald. Kynnum okkur íslensku fjölmiðlana, förum í heim- sóknir og fáum heimsóknir og einnig hafa krakkarnir gefið út tvö blöð. Ég er með 20 nemendur í þessu fagi sem eru mjög áhuga- samir og jákvæðir og yrði ekki hissa þó ein- hverjir þeirra ættu eftir að setja svip á ís- lenska fjölmiðla síðar,“ segir Inga Rósa. Hún er greinilega ánægð með nemendur sína og starfið, enda eru lokaorð hennar: „Af því sem ég hef gert um ævina er kennslan með því skemmtilegasta.“ ■ Íslenskukennari í Foldaskóla: Kennir fjölmiðlafólki framtíðarinnar atvinna@frettabladid.is Almenn laun verslunarfólks hækka um 11,5% fram til ársins 2007, samkvæmt nýjum kjarasamn- ingi VR og Sam- taka atvinnulífsins sem undirritaður var 21. apríl. S a m n i n g u r i n n kveður á um að lágmarkslaun verði orðin 108-140 þúsund krón- ur, eftir starfsaldri og ábyrgð, í lok samningstímans. Þá hækkar ið- gjald vinnuveitenda í lífeyrissjóði í 8% frá byrjun árs 2007 og gert er ráð fyrir hækkun á slysatrygginga- bótum. Samningur verslunar- manna dregur nú dám af samn- ingum á hinum Norðurlöndunum þar sem höfuðáhersla er á að hækka grunnlaunin og draga úr yfirvinnu. Lenging viðmiðunartímabils vegna útreikninga greiðslna í fæð- ingar- og foreldraorlofi í 24 mán- uði er kjaraskerðing, segir á vef- síðu Bandalags háskólamanna. Í upplýsingum frá Kjararannsóknar- nefnd opinberra starfsmanna til BHM kemur fram að launavöxtur milli ára er að meðaltali liðlega tíu þúsund krónur. Fram kemur að mestur munur í launum er framan af starfsævinni, þegar algengast er að fólk eignist börn. Bandalag háskólamanna hefur lagst eindregið gegn þeim breyt- ingum sem fyrirhugaðar eru á lög- um um fæðingar- og foreldraorlof. Íslensk erfðagreining ræður fólk nú til starfa á nýjan leik. Að- eins er farið að sjást af auglýsing- um um laus störf hjá Íslenskri erfðagreiningu eft- ir langt hlé. Þar starfa um 300 manns en ekkert hefur verið ráðið af nýju fólki frá því u p p s a g n i r n a r dundu yfir fyrir ári síðan. Nú er að- eins að lifna yfir ástandinu, þó í smáum stíl sé. „Það er að minnsta kosti farið að ráða fólk í stað flestra þeirra sem hætta og það er breyting til batnaðar,“ sagði Sigríð- ur Elín Guðlaugsdóttir, fulltrúi hjá starfsmannahaldinu þar. Langur vinnutími einkennir Ís- land samkvæmt vinnumarkaðs- skýrslu Evrópsku hagstofunnar. Þannig vinna Íslendingar að meðal- tali um 48,5 tíma á viku eða um 10% meira en þær þjóðir sem næstar koma, Grikkir og Bretar. Meðalvinnutími á viku er hins veg- ar stystur í Noregi og Frakklandi eða um 39 tímar. Þetta kemur fram í vefriti fjármálaráðuneytisins. Sam- anburður milli Norðurlandanna sýnir ennfremur umtalsverðan mun milli Íslands og annarra Norð- urlanda þar sem meðalvinnutími á viku er almennt sjö til níu tímum styttri en hér á landi. Karlar hér á landi vinna að jafnaði um 51,5 tíma á viku, sex tímum lengur en breskir og grískir karlmenn. Munur- inn hjá konunum er hins vegar minni eða um 1,5 tími þar sem ís- lenskar konur vinna að jafnaði um 43,5 tíma á viku utan heimilis en grískar kynsystur þeirra um 42 tíma. „Af því sem ég hef gert um ævina er kennslan með því skemmtilegasta,“ segir Inga Rósa. Smáauglýsingar á 750 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu Í ATVINNUMÁLUM FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Renault semur við launþegasamtök: Aukið jafnvægi vinnu og fjölskyldulífs Renault bílaframleiðandinn hef- ur samið við nokkur launþega- samtök og segir í fréttatilkynn- ingu að samningurinn muni auka ýmis réttindi starfsmanna fyrirtækisins, svo sem til töku fæðingarorlofs, endurmenntun- ar og ættleiðingarorlofs. Samningurinn tekur til 44 þús- und starfsmanna Renault. Mark- miðið er meðal annars að jafna stöðu karla og kvenna sem star- fa hjá fyrirtækinu en einnig er honum ætlað að leiða til aukins jafnvægis milli vinnu og fjöl- skyldulífs. Sérstök nefnd skipuð fulltrúum starfsmanna, fyrirtækisins og launþegasamtaka mun fylgjast með því að ákvæðum samnings- ins verði hrint í framkvæmd. Íslensk hús úr norskum kjörviðið. Með einstakri fúavörn, ytra byrði og pallaefni viðhaldsfrítt í allt að 10 ár. Þar sem gæðin skipta máli. RC hús Grensásvegi 22, Reykjavík. S. 511 5550 - www.rchus.is Landsins mesta úrval af bátum, utan- borðsmótorum og bátavörum. Véla- salan ehf. Ánanaustum 1. S. 580 5300. www.velasalan.is Til sölu Volvo FL 614, árgerð 1991, ekinn 220 þúsund. Er með gáma- krók, Góður bíll. Upplýsingar í síma 893 6448.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.