Fréttablaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 11
11SUNNUDAGUR 25. apríl 2004 Það er óvenjulegt að sjá menngengisfella sjálfa sig jafn harkalega og Eiríkur Bergmann Einarsson gerir í blaðagrein í Fréttablaðinu 22. apríl sl. Grein hans er aumkunarvert dæmi um órökstuddan óhróður um fólk sem hefur aðrar stjórnmála- skoðanir en hann sjálfur. Tökum dæmi úr áðurnefndri grein: „Manni finnst stundum Vinstrihreyfingin - grænt fram- boð hálf utanveltu í íslenskum stjórnmálum“. Enginn rökstuðn- ingur. „Flokkurinn er allur ein- hvern veginn úr takti við þjóðfé- lagið“. Enginn rökstuðningur. „Einhvers konar furðulegt sam- safn af últra kommum úr hinu allra villtasta vinstri og svo handfylli af öfgakenndum þjóð- ernissinnum.“ Þetta er sú ein- kunn sem Eiríkur Bergmann tel- ur hæfa því vinstri- og umhverf- issinnaða fólki sem hefur tekið höndum saman í VG. Og áfram heldur hann: Áður- nefndir hópar eiga það eitt sam- eiginlegt að vera „..á móti allri framþróun...“ og „..er sérstak- lega uppsigað við nútímann“. Er þetta nú boðlegt, í alvöru talað? Nei, auðvitað ekki og spyrja má af hverju undirritaður vitnar í ósköpin. Því er fljótsvarað: Ei- ríki Bergmann er enginn meiri óleikur gerður en að í skrif hans sé vitnað. Skítkast í stað raka Auðvitað er Eiríkur Berg- mann ekki einn um að flýja á náðir skítkasts og frasa þegar rökin skortir. Framsóknarmenn völdu t.d. þann kost að segja að Vinstri-grænir væru alltaf á móti öllu í stað þess að tefla fram rökum á móti því að Kára- hnjúkavirkjun með Hálslóni ylli óverjandi náttúruspjöllum. Þarna var víglínan með eða á móti náttúrunni. Formerki um- ræðunnar með eða á móti ráðast einfaldlega af því hvort er valið sem andlag, náttúra eða virkjun. Athyglisverð er sú söguskoð- un háskólamannsins Eiríks að VG sé arftaki Kommúnista- flokks, Sósíalistaflokks og Al- þýðubandalags. Ég hélt að það væri a.m.k. að forminu til alveg öfugt, að Samfylkingin, sem mögulega stendur Eiríki nær en mér, sé formlegur og skipulagð- ur arftaki flokkanna sem hana stofnuðu. VG er hins vegar nýr flokkur, stofnaður frá grunni af fólki sem annaðhvort hafði aldrei verið í stjórnmálaflokki eða hafði sagt skilið við þá sem það hafði tilheyrt. Hinu stendur ekki til að neita að margir liðs- menn okkar eru komnir úr her- búðum annarra flokka og síðast- ur yrði ég til að sverja af mér skyldleika við baráttu hugsjóna- fólks í Kvennalista, Alþýðu- bandalagi og forverum þess fyrir betra þjóðfélagi. VG markaði tímamót Staðreyndin er að tilkoma VG markaði tímamót í íslenskum stjórnmálum. Í fyrsta skipti skil- greindi stjórnmálahreyfing sig sem umhverfisverndarsinnaða, „græna“. Flokkurinn fékk svo eldskírn í þeim málaflokki strax á fyrstu árum sínum í baráttunni fyrir verndun hálendisins og gegn hömlulausri stóriðju- stefnu. VG hefur borið fjölmörg ný baráttumál inn í íslensk stjórn- mál og blásið lífi í önnur. Má af handahófi taka sem dæmi: · baráttu gegn vændi, mansali og klámvæðingu samfélags- ins, m.a. með því að gera vændiskaup refsiverð. · nýsköpun í atvinnumálum gegnum sérstakan stuðning við fjölbreytni í atvinnulífi og við lítil og meðalstór fyrirtæki (tillaga VG þar um samþykkt á Alþingi fyrir nokkru). · gjaldfrjálsan leikskóla. · að undirbúin verði löggjöf um rétt til sveigjanlegra starfsloka (tillaga VG þar um samþykkt fyrir 2 árum). · að Jökulsá á Fjöllum verði friðlýst. · að landið verði breið- bandsvætt – og svo mætti lengi telja. VG hefur af einurð talað máli friðarstefnu og lagst gegn stuðn- ingi Íslands við stríðsbrölt og hernaðarhyggju. Á landsfundi sl. haust ákvað flokkurinn að flétta áherslur kvenfrels- is/femínisma og alþjóðahyggju inn í stefnu sína. Þar með brjót- um við aftur blað og verðum fyrst hefðbundinna stjórnmála- flokka til þess að skilgreina okk- ur formlega á forsendum femín- isma og alþjóðahyggju. Þeir sem telja að sá málstaður sem við stöndum fyrir eigi ekki erindi við nútímann og framtíð- ina eru af einhverjum öðrum heimi stjórnmálanna en ég. Lágt lotið Lægst leggst Eiríkur Berg- mann þar sem hann víkur að Katrínu Jakobsdóttur, varafor- manni Vinstri-grænna. Katrín situr í fílabeinsturni, sbr. fyrir- sögn, og um hana notar Eiríkur orðin: „..hin annars stórefni- lega..“ og vitnar til viðtals þar sem Katrín orðaði löngun sína til að breyta orðræðu íslenskra stjórnmála. Er eitthvað að því? Vildi ekki einhver umræðu- stjórnmál? Og þarf það að þýða að menn séu síður áhugasamir um að bæta kjör almennings en ella? Auðvitað ekki. Hér er enn á ferðinni rökleysulágkúra Eiríks, ef ekki í bland við annað verra, þ.e. karlrembu. Um Katrínu Jak- obsdóttur þarf hvorki að fjalla sem fyrrverandi eða tilvonandi í stjórnmálum. Hún er einfald- lega rökfastur og málefnalegur stjórnmálamaður og glæsilegur fulltrúi fjölmennrar ungrar kyn- slóðar sem lætur sífellt meira til sín taka innan Vinstrihreyfing- arinnar - græns framboðs. En auðvitað fellur það illa að forn- eskjustimplinum, sem Eiríkur svo smekklega reynir að klína á flokkinn. ■ Að gengisfella sjálfan sig HELLUR STEYPA RÖR MÚRVÖRUR EININGAR Reykjavík: Malarhöf›a 10 - S. 540 6800 • Hafnarfir›i: Hringhellu 2 - S. 540 6850 • Selfossi: Hrísm‡ri 8 - S. 540 6881 Hjá Steypustöðinni færðu faglega ráðgjöf hjá landslagsarki- tektunum Birni Jóhannsyni, Einari Birgissyni eða Stanislas Bohic um allt sem lýtur að því að skipuleggja nýjan garð eða betrumbæta þann gamla. Pantaðu tíma í síma 540 6800 og fáðu faglega ráðgjöf um skipulag garðsins. Ráðgjöf landslagsarkitekta Nú er rétti árstíminn til að huga að lóðarframkvæmdum og garðvinnu sem fram- undan eru í sumar. Fáðu sendan nýjan bækling okkar um hellur og steina eða kynntu þér úrvalið á steypustodin.is Söludeildin er opin alla virka daga frá kl. 8-18 Hellur steinar N O N N I O G M A N N I I Y D D A • N M 1 1 9 6 3 / s ia .i s Andsvar STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON ■ formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, svarar gagnrýni Eiríks Bergmanns Einarssonar á VG.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.