Fréttablaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 16
útilokað í þeim efnum. Aukin at- vinna og kraftur í efnahagslífinu eru því vatn á myllu Bush. Ingólf- ur Bender, forstöðumaður Grein- ingar Íslandsbanka, segist hafa efasemdir um að Greenspan beiti vaxtavopninu fyrir kosningar í haust. „Ég tel að hann muni fara hægt í sakirnar.“ Hann segir ákveðna þversögn liggja í þeirri stöðu að ákvarðanir Seðlabankans geti haft áhrif á úrslit kosninga en um leið séu úrslit kosninga ein forsenda sem meta þarf þegar ákvarðanir í peningastjórn eru teknar. Hjól efnahagslífsins eru byrj- uð að snúast. Allra augu beinast því að Greenspan. Hann kom fyrir bandaríska þingið í vikunni og gerði grein fyrir sýn sinni á þróun efnahagsmála. Að vanda keppast menn við að lesa á milli línanna í orðum hans. Markaður- inn lækkaði við orð Greenspan þar sem menn túlkuðu orð hans svo að líkur á vaxtahækkun í bráð færu vaxandi. Greenspan var þó varkárari en svo að hægt væri að lesa slíkt út úr orðum hans með beinum hætti. Ingólfur Bender segir að gagnrýna megi banda- ríska Seðlabankann fyrir það að vera ekki nægjanlega gagnsær. Bankinn hafi ekki útgefin verð- bólgumarkmið eins og Seðlabanki Íslands og erfitt sé að meta hvernig þrír meginþættir ákvarð- ana hans, hagvöxtur, atvinnuleysi og verðbólga spili saman við ákvarðanir bankans. „Ég er þeirr- ar skoðunar að Seðlabankar eigi að vera gagnsæir. Þannig skapa þeir réttmætar væntingar úti á markaðnum.“ Áhrif Greenspan á okkur Bandaríkin eru stærsti mark- aður heims. Þróun efnahagsmála þar hefur víðtæk áhrif á alla heimsbyggðina. Hækkun stýri- vaxta í Bandaríkjunum hefði áhrif á íslenskt efnahagslíf. „Áhrifin eru marslungin. Hækki vextir erlendis, þá dregur það úr vaxtamun og hefur áhrif til veik- ingar krónunnar. Það hefur svo góð áhrif á samkeppnisstöðu inn- lendra fyrirtækja gagnvart er- lendum. Hinn þátturinn er að skuldir okkar eru miklar erlendis og erlend vaxtahækkun eykur þær.“ Hækkandi vextir birtast því sem hækkandi kostnaður hjá þeim fyrirtækjum og einstakling- um sem eru með erlend lán. Slík lán hafa einmitt vaxið hratt á und- anförnum misserum. Ingólfur segir að það vaxtastig sem nú er í Bandaríkjunum sam- ræmist ekki langtímajafnvægi í hagkerfinu. Þumalputtareglan sé að jafnvægisvextur séu samsvar- andi langtímahagvexti. Jafn- vægisvextir í Bandaríkjunum liggi því á bilinu um þrjú prósent. Ingólfur segir að vaxtahækkanir séu til þess að draga úr eftirspurn í Bandaríkjunum og hafi því áhrif á eftirspurn þeirrar vöru og þjón- ustu sem við seljum Bandaríkja- mönnum. Peningaútsölunni að ljúka Glíma Greenspans var á und- anförnum misserum sú að missa ekki efnahagslífið í samdrátt og verðhjöðnun. Hann hefur verið nokkuð upptekinn af því mark- miði. Stýrivextir voru orðnir það lágir að ekki var mikið svigrúm eftir til þess að lækka þá meir dragi enn frekar saman í efna- hagslífinu. Það fylgir því viss léttir þeim orðum Greenspans að Seðlabanki Bandaríkjanna hafi ekki lengur verulegar áhyggjur af verðhjöðnun. Sjón- um sé nú frekar beint að hættu á að eignaverð fari úr böndunum og verðbólga láti á sér kræla. Verðbólga er ennþá lág í Banda- ríkjunum og merki eru um fram- leiðniaukningu sem minnkar verðbólguþrýsting. Það síðasta sem Greenspan vill er að missa efnahagslífið niður í stöðnun. Sérfræðingar eru því margir þeirrar skoðunar að fyrstu skref vaxtahækkana verði stigin af mikilli varúð. Hins vegar megi lesa úr orðum hans að hann hafi ekki lengur áhyggjur af verð- hjöðnun með þeim skilaboðum að tími sé til kominn fyrir Wall Street að gera ráð fyrir að hækk- unin muni koma. Peningar verði ekki jafn ódýrir og þeir hafa verið. Hættan á langvarandi lágum stýrivöxtum er að þeir örva ekki aðeins eyðslu sem ýtir undir hagvöxtinn. Þeir örva fjárfesta einnig til þess að taka of mikla áhættu á markaði fyrir lánsfé. Almenningur er skuld- settur og hefur aukið skuldir í kjölfar hækkandi eignaverðs. Margir telja því klókt af Green- span að búa markaðinn undir vaxtahækkanir tímanlega áður en hann grípur til þeirra. Þannig minnka líkur á að vaxta- hækkun veki öfgakennd við- brögð á fjármálamörkuðum. Greenspan mun því senda skilaboðin um komandi vaxta- hækkanir skýrar og skýrar eft- ir því sem nær þeim dregur. haflidi@frettabladid.is 17SUNNUDAGUR 25. apríl 2004 Sér›u atvinnutæki› sem flig langar í? – h l u t i a f Í s l a n d s b a n k a K i r k j u s a n d i • 1 5 5 R e y k j a v í k • w w w . g l i t n i r . i s • S í m i 4 4 0 4 4 0 0 Glitnir er sérfræ›ingur í fjármögnun atvinnutækja. Rétt val á fjármögnun getur skipt miklu um heildarkostna› vi› fjárfestingu. Glitnir b‡›ur fjórar ólíkar lei›ir vi› fjármögnun atvinnutækja. Umsóknir eru afgreiddar á skjótan hátt flegar nau›synleg gögn liggja fyrir.  Haf›u samband vi› rá›gjafa Glitnis e›a kíktu á www.glitnir.is og fá›u a›sto› vi› a› velja flá fjármögnunarlei› sem hentar best. Glitnir – traustur samstarfsa›ili í fjármögnun atvinnutækja. Tala›u vi› sérfræ›ing! LESIÐ Í HVERJA HRUKKU Þeir eru ekki margir í heimin- um sem menn hlusta á með meiri athygli en Alan Green- span, seðlabankastjóra Bandaríkjanna. Orð hans fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings eru túlkuð á þann veg að hann sé að búa markaðinn undir að stýrivextir verði hækkaðir innan tíðar. Ég er þeirrar skoðunar að Seðlabankar eigi að vera gagnsæir. Þannig skapa þeir réttmætar væntingar úti á markaðnum.“ ,,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.