Fréttablaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 45
Hrósið 38 25. apríl 2004 SUNNUDAGUR ... fær Dorrit Moussaieff forseta- frú fyrir að vilja rækta íslenska flóru í túnfætinum við Bessa- staði. Fréttiraf fólki ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Ólafur Oddur Sigurðsson Magnús Geir Þórðarson Tabo Mbeki -lang heitastir Háteigsvegi 7 105 Reykjavík Sími: 511 1100 Fax: 511 1110 www.ofn.is ofnasmidjan@ofn.is Heitir fallegir og Ofnar Ofnlokar Handklæðaofnar Sérpantanir Dulkóðun Islandia Vertu öruggur á internetinu www.dulkodun.is Viðburðurinn Handmade inIceland, kvikmynd og stór- tónleikar, sem átti að vera á dag- skrá Listahá- tíðar 14. maí, á opnunarkvöldi hátíðarinnar hefur verið tekin af dag- skrá þar sem ekki mun takast að ganga frá laus- um endum í tæka tíð. Þar átti að frumsýna kvikmyndina Gargandi snilld í leikstjórn Ara Alexanders en myndin er framleidd af Sigur- jóni Sighvatssyni. Myndin fjallar um poppsögu Íslands og sagan segir að grunnhugmyndin að henni sé komin frá ekki minni manni en sjálfum Quentin Tar- antino sem á að hafa gaukað því að Sigurjóni að það væri ráð að gera slíka mynd. Aðstandendur Listahátíðar hafa farið varlega í alla kynningu á viðburðinum þar sem blikur voru á lofti um að ekki myndi allt ganga upp. Það spilar meðal annars inn í að ekki hefur verið gengið frá sýningar- réttinum á öllu því sem kemur fram í myndinni til að mynda upptökum frá tónleikum Bjarkar og Sigur Rósar á Coney Island síðasta sumar. Þá getur heldur ekkert orðið af fyrirhuguðum tónleikum Mínus, Bang Gang og Apparat, sem halda átti samhliða frumsýningunni, þar sem allar sveitirnar verða ekki á landinu 14. maí. Þeir sem fylgjast náið með tón-leikahaldi á Íslandi telja nán- ast gulltryggt að írsku stórstjörn- urnar í U2 muni heiðra landann með nærveru sinni á næsta ári. Tveir tón- leikahaldarar eru sagðir bítast á um að flytja Bono og fé- laga til Ís- lands, annars vegar hefur Kári Sturlu- son, sem meðal annars býður Íslend- ingum upp á Korn í sumar, augastað á U2 en hins vegar mun Ingvar Sverris- son, bróðir Sveppa í 70 mínútum og fyrrum kosningastjóri Sam- fylkingarinnar, ætla að freista þess að fá sveitina til landsins. Þeir sem þekkja til U2 telja eng- ar líkur á því að hún komi á þessu ári enda væri verið að bera í löngu bakkafullan lækinn með því að bæta einni risasveitinni enn við Stóra tónleikasumarið 2004. Fulltrúar sveitarinnar munu þó vera búnir að skoða Egilshöll með tilliti til tónleika- halds og talið er víst að draga muni til tíðinda á næsta ári. Gefur öndunum brauð Ragnheiður Eiríksdóttir eðaHeiða eins og við þekkjum hana best, er ein þeirra sem hefur ekki mikinn frítíma að spila úr. Hún reynir því allt til þess að lífga upp á andann þegar dagur- inn hennar kemur... tja, eða er kannski betra að segja endurnar? „Ég á bara frí á sunnudögum,“ segir Heiða. „Þá sef ég til hádegis, sem er eini dagurinn sem ég fæ að gera það. Ég fer svo næstum því alltaf út á tjörn til þess að gefa öndunum brauð við mikinn fögn- uð allra í fjölskyldunni. Ef við för- um ekki þá er það bara vegna þess að það er eitthvað annað í gangi. Svo reynum við að fara á listasýn- ingar ef við náðum því ekki á laugardeginum. Mér finnst það mjög skemmtilegt. Svo er það á topp 5 á frídögum að fara í sund. Þá förum við í Vesturbæjarlaug- ina.“ Heiða segist bæði synda og fara í pottana. Hún sleppir því svo ekki að kíkja aðeins inn í útiguf- una. „Annar fastur liður á sunnu- dögum er að horfa á Popppunkt á kvöldin. Ég horfi alltaf á hann í endursýningu vegna þess að ég er uppi í útvarpi á laugardagskvöld- um. Það er ótrúlega mikilvægt að sjá hann.“ Þá passar hún upp á að vera ekki búin að frétta hvernig leikar fóru. Heiða segir þáttinn vera þann eina sem hún leggi sig fram við að sjá um restina er henni skítsama. „Ef ég ætti einhverja peninga myndi ég reyna að komast til út- landa. Ég á vini í nokkrum löndum og síðast fór ég til Berlínar í fyrsta skipti. Ég er rosalega heill- uð af þeirri borg núna og það er á stefnuskrá að fara þangað í nám í haust. Ég var að fá íbúð og mig langar svo að fara til þess að skoða íbúðina sem ég verð í næsta árið. Ef einhver gefur mér verk- efni sem borgar vel þá ætla ég að skreppa þangað í sumar. Ég aug- lýsti eftir vel borguðum verkefn- um og ég er mjög fjölhæf,“ segir Heiða að lokum og hlær. ■ Ekkert hræddur við tunglskinið Rússneski píanóleikarinn IgorKamenz vakti snemma at- hygli fyrir hæfileika sína. Strax sex ára gamall fór hann að læra hljómsveitarstjórn, og hann var ekki nema tíu ára þegar hann stjórnaði flutningi á verkum eftir Shostakovitsj fyrir helstu ráða- menn Sovétríkjanna í Kreml. „Hann er yndislegur,“ segir Jónas Ingimundarson píanóleik- ari, sem hefur vitað af Kamenz um nokkurt skeið. Jónas hefur bæði heyrt geisladiska með leik hans og heyrt magnaðar fréttir af frammistöðu hans á tónleikum. „Hann hefur aldrei spilað á Norð- urlöndunum áður, og það er gam- an að því að hann skuli fyrst koma hingað.“ Á tónleikum í Salnum í kvöld ætlar Igor Kamenz að leika tvær af sónötum Beethovens, annars vegar hina frægu Tunglskins- sónötu, sem er númer 14 í cís- moll, og hins vegar sónötu númer 7 í D-dúr. Einnig flytur hann 2 Poèmes op. 32 eftir Scriabin og Sónötu í h-moll eftir Liszt. Upp- haflega ætlaði hann reyndar ekki að flytja Tunglskinssónötuna, enda er hún svo fræg að píanó- leikarar virðast forðast að flytja hana á tónleikum. En Kamenz er hvergi hræddur. ■ Tónleikar IGOR KAMENZ ■ Rússneski píanóleikarinn hefur aldrei áður spilað á Norðurlöndum og ríður á vaðið á Íslandi alls ósmeykur við Tungl- skinssónötuna. Frídagurinn HEIÐA ■ Á bara frí á sunnudögum og reynir að gefa öndunum við hvert tækifæri. IGOR KAMENZ Flytur meðal annars Tunglskinssónötu Beethovens í Salnum í kvöld. HEIÐA Fer líklegast út að Tjörn í dag til þess að gefa öndunum brauð. Rocky eftir Frode Øverli Þá hringi ég í þig á morgun! Hvað hef ég gert?! Ég get ekkert boðið henni út! Ég hef ekki einu sinni efni á litlum skammti af frönskum! Þú hlýtur fjandakornið að geta skrapað saman í einn dinner! Það getur vel verið, en hvað svo? Ég verð að minnsta kosti að splæsa mat og drykkjum tvisvar áður en ég fæ neitt út úr því! Af hverju er svona ungur og hraustur gaur eins og ég ekki með fullt af seðlum? Vinsamlegast fylltu málið alla leið upp að rönd!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.