Fréttablaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 15
25. apríl 2004 SUNNUDAGUR ■ Viðskipti Hlutabréfamarkaðir íBandaríkjunum hafa hagað sér að undanförnu eins og mað- ur sem borðar bara nammi. Blóðskykurinn rýkur upp og orkan leysist úr læðingi en fell- ur svo jafn hratt. Skýringin er að skipst hafa á góðar og slæm- ar fréttir fyrir hlutabréfamark- aðinn. Góðu fréttirnar eru að afkomutölur fyrirtækja hafa verið mjög góðar. Slæmu frétt- irnar eru að fleiri merki undir- liggjandi þrýstings í hagkerf- inu líta dagsins ljós. Markaður- inn mænir því á seðlabanka- stjóra Bandaríkjanna, töfra- manninn Alan Greenspan. Greenspan var óhræddur við að lækka vexti eftir að bjartsýni og kraftur efnahagslífsins þvarr, þegar netbólan sprakk og trú manna á nýtt hagkerfi beið hnekki. Stýrivextir hafa verið í sögulegu lágmarki og hafa ekki verið lægri í 46 ár. Vaxtalækkanir Greenspan virð- ast hafa náð því marki að halda glóð í efnahagslífinu. Glóð sem gæti breyst í eldsvoða ef slökkvitæki vaxtahækkana er beitt of seint. Vika er langur tími Fyrir rúmri viku voru flestir á því að vextir yrðu ekki hækkaðir í Bandaríkjunum fyrr en í byrjun næsta árs. Lækkandi atvinnuleysi og hærri verðbólga en menn áttu von á hafa breytt þeirri trú manna og búast margir við því að Green- span láti til skarar skríða og hefji vaxtahækkunarferli síðsumars. Vaxandi fjöldi hagfræðinga telur líkur á að vextir verði jafnvel hækkaðir í vor. Töframaðurinn Greenspan mundar sprotann og er albúinn að létta verbólguálög- um af hagkerfi Bandaríkjanna ef þurfa þykir. Björn Rúnar Guð- mundsson, hagfræðingur grein- ingardeildar Landsbankans, segir að það eigi ekki að koma neinum á óvart ef gripið verði til vaxta- hækkana. „Mér sýnist að markað- urinn sé farinn að gera ráð fyrir vaxtahækkunum, þannig að hækkun vaxta myndi ekki hafa mikil áhrif þar.“ Björn segir að Greenspan hafi tekist býsna vel línudans peningastjórnarinnar. Hann hafi að vísu verið gagnrýnd- ur töluvert fyrir að leyfa eigna- bólunni 1999 og 2000 að fara jafn langt og hún fór. „Menn hafa ver- ið að benda á það að ef hann hækki ekki vexti á næstunni, þá gæti hann verið að búa til nýja eignabólu.“ Þversögn kosninganna Bandarískt hagkerfi er að mörgu leyti sterkt, en undirliggj- andi er langvarandi halli á við- skiptum við útlönd. Þar við bætist að Bandaríkjamenn eru í stríði í Írak með tilheyrandi stjarnfræði- legum kostnaði, svo og forseta- kosningar í haust. Minnkandi at- vinnuleysi eru góðar fréttir fyrir Bush. Demókratar hafa gagnrýnt stjórn Rebublikana fyrir að hafa ekki unnið á atvinnuleysinu. Al- þjóðastjórnmál hafa sjaldnast skipt sköpum í forsetakosningum í Bandaríkjunum, þótt ekkert sé Glápt á línudansarann Greenspan Markaðir lesa í hverja hrukku í svip Alan Greenspan þegar hann tjáir sig um stöðu efnahagsmála. Líkur á að vextir verði hækkaðir í Banda- ríkjunum aukast dag frá degi. Greenspan er dulur sem fyrr, en menn þykjast greina að hann sé farinn að senda skilaboð til þess að búa mark- aðinn undir hækkun stýrivaxta. Margir telja því klókt af Greenspan að búa markaðinn undir vaxtahækkanir tímanlega áður en hann grípur til þeirra. ,,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.