Fréttablaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 13
5,7%* – Peningabréf Landsbankans www.li.is Góð og örugg ávöxtun á lausafé fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög og aðra fjárfesta. Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum Landsbankans. * Nafnávöxtun 01.03.2004–31.03.2004 á ársgrundvelli. Peningabréf eru fjárfestingarsjóður í skilningi laga nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Athygli fjárfesta er vakin á því að fjárfestingarsjóðir hafa rýmri fjárfestingarheimildir skv. lögunum heldur en verðbréfasjóðir. Um frekari upplýsingar um sjóðinn, m.a. hvað varðar muninn á verðbréfasjóðum og fjárfestingarsjóðum og fjárfestingarheimildir sjóðsins, vísast til útboðslýsingar og útdráttar úr útboðslýsingu sem nálgast má í afgreiðslum Landsbanka Íslands hf. auk upplýsinga á heimasíðu bankans www.landsbanki.is Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum í útibúum Landsbankans eða í síma 560 6000. Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 42 39 4 /2 00 4 Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 42 39 4 /2 00 4 Banki allra landsmanna á su nn ud eg i V ið sk ip ta fr ét ti r Íniðurstöðum skýrslu nefndarmenntamálaráðherra um eign- arhald á fjölmiðlum eru hug- myndir og tillögur kynntar. Þar kemur fram að þróunin á fjölda miðla undanfarin misseri hafi verið á margan hátt jákvæð. Bent er á að haldið sé úti þremur dag- blöðum á landsvísu sem hafi markverða útbreiðslu, Fréttablað- inu, Morgunblaðinu og DV. „Þá verður að telja að skipting markaðar fyrir sjónvarp á þá þrjá aðila sem allir hafa marktæka stöðu á markaði, sé ásættanleg þegar höfð er í huga smæð mark- aðarins,“ segir í skýrslunni. „Þegar litið er til eignarhalds og eignatengsla sérstaklega er aftur á móti ljóst að heildarmark- aður fyrir dagblöð, sjónvarp og hljóðvarp hefur ýmis þau ein- kenni sem talin eru óheppileg út frá þeim alþjóðlegu viðmiðunum sem hér er stuðst við og eru tald- ar eiga við í öðrum löndum,“ segir jafnframt í niðurstöðunum. Eignatengsl Skoðuð eru sérstaklega atriði er varða fyrirtæki eða félög sem hafa sterk ítök á mikilvægum sviðum íslensks atvinnulífs og eru einnig ráðandi á fjölmiðla- markaði. „Hér er einkum vísað til sterkrar stöðu Baugur Group hf. á matvörumarkaði, auk þess sem félagið hefur ítök á öðrum sviðum viðskiptalífs í landinu. Þá er ennfremur vísað til eigna- tengsla milli Baugur Group hf. og Norðurljósa hf., en síðar- nefnda félagið er umfangsmikið á fjölmiðlamarkaði í gegnum 100% eignarhlut sinn í Frétt ehf. og Íslenska útvarpsfélaginu ehf,“ segir í skýrslunni. Bent er á að Kári Stefánsson eigi einnig hlut í Norðurljósum hf. en hann sé jafnframt forstjóri Ís- lenskrar erfðagreiningar hf., sem sé stórfyrirtæki á íslenskan mæli- kvarða í rekstri alls óskyldum fjölmiðlarekstri. Nefndin kemst að þeirri niður- stöðu að staðan á íslenskum fjöl- miðlamarkaði hafi ýmis einkenni samþjöppunar sem talin eru óæskileg út frá markmiðinu um fjölbreytni í fjölmiðlun. „Er þá gengið út frá því að fjölmiðlar gegni lykilhlutverki í lýðræðis- legu þjóðfélagi sem vettvangur fyrir ólík viðhorf til stjórnmála og menningar í víðum skilningi, og sem vettvangur fyrir öflun upp- lýsinga og miðlun þeirra,“ segir í skýrslunni. Mannréttindasáttmáli Evrópu Í skýrslunni er bent á það að samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu beri að tryggja fjöl- breytni í fjölmiðlun. Nefndin tel- ur þó ástæðu til að draga í efa að fjölbreytni í fjölmiðlum sé nægi- lega tryggð hér á landi til lengri tíma litið. Ástæðan sé eignarhald fjölmiðlafyrirtækja og eigna- tengsl. Nefndin lýsir þeirri skoðun sinni að af framangreindum við- horfum Evrópuráðsins og al- mennum viðhorfum um vernd pólitískrar og menningarlegrar fjölbreytni hljóti það að teljast „afar æskilegt að löggjafinn bregðist við þessu með lagasetn- ingu, einkum þannig að settar verði reglur sem miði að því að hamla gegn óæskilegum áhrif- um samþjöppunar sem þegar er til staðar á fjölmiðlamarkaði og einnig til að hamla frekari sam- þjöppun á þessum markaði í framtíðinni. Einkum á þetta við samþjöppun á markaði fyrir einkarekna fjölmiðla, enda hvíla á Ríkisútvarpinu víðtækar skyldur um fjölbreytni í fram- boði dagskrárefnis og framsetn- ingu þess sem ekki eiga við um einkarekna fjölmiðla,“ segir í skýrslunni. Forðast beri ótilhlýðilegar skorður Nefndin segir í skýrslu sinni að óhjákvæmilegt sé að líta til smæðar íslenska markaðarins við mat á þeim úrræðum sem til greina komi að mæla fyrir um til að hamla gegn óæskilegum áhrifum samþjöppunar á fjöl- miðlamarkaði. „Nefndin telur að forðast beri að reglur séu með þeim hætti að þær setji fyrir- tækjum í fjölmiðlun ótilhlýði- legar skorður og raski rekstrar- grundvelli þeirra. Gæta verði þess að reglur verði ekki svo hamlandi að þær vinni í reynd gegn þeim hagsmunum sem þeim er ætlað að vernda með því að fyrirtækin verði svo lítil að þau fái ekki þrifist. Slíkar reglur eru til þess fallnar að vinna gegn því markmiði að al- menningur eigi aðgang að fjöl- breyttum fjölmiðlum, sem vett- vangi fyrir ólík viðhorf til póli- tískra og menningarlegra mál- efna,“ segir orðrétt. Ennfremur kemur fram að tryggja verði íslenskum fyrir- tækjum aðstæður þar sem þau fá þrifist og eflst. Frá viðskiptalegu sjónarmiði verði því heldur ekki neitað að því stærri og öflugri sem innlend fyrirtæki séu, því minni hætta sé til að mynda á yfirtöku eða uppkaupum erlendra aðila. Stærðin sé einnig forsenda þess að þau hafi burði til þess að standa undir innlendri dagskrár- gerð. Leiðir sem til greina koma Nefndin leggur til hugmyndir að þeim leiðum sem hægt sé að fara varðandi lagasetningu á fjölmiðlamarkaði. Miðað sé við að á þessu stigi geti þær orðið grundvöllur að pólitískri ákvörðun. Í fyrsta lagi leggur nefndin til að hugað verði að stöðu Ríkis- útvarpsins með því markmiði að tryggja því trausta stöðu til frambúðar á markaði fyrir út- varp og sjónvarp. Bent er á að trygg staða og umtalsverð hlut- deild Ríkisútvarpsins á ljósvaka- markaði hafi beinar takmarkanir á eignarhald þar sem vaxtar- möguleikum einkafyrirtækja séu settar skorður. Nefndin tekur það jafnframt Frá hugmynd að fullunnu verki Vélaviðgerðir H ön nu n: G ís li B . Úttekt SIGRÍÐUR D. AUÐUNSDÓTTIR ■ skrifar um fjölmiðlaskýrsluna ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR, MENNTAMÁLARÁÐHERRA. Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að markmiðum beinna reglna um takmarkað eignarhald eða útbreiðslu yrði ekki náð að öllu leyti nema þær yrðu afturvirkar. „Slíkt fæli augljóslega í sér inngrip hins opinbera í ríkjandi markaðsaðstæður, sem gæti orðið fyrirtækjum þungbært og kostnaðarsamt, auk þess sem álitamál gætu risið um þær skorður sem ákvæði stjórnarskrár um vernd eignarréttar og at- vinnufrelsi kynnu að setja í þessu efni.“ Niðurstöður skýrslu um eignarhald á fjölmiðlum Samkeppni og fjölbreytni stuðla að gæðum og áreiðanleika efnis í fjölmiðlum. Forðast ber að reglur séu með þeim hætti að þær setji fyrirtækjum í fjölmiðlun ótilhlýðilegar skorður og raski rekstrargrundvelli þeirra. Best að stýra þróun á eignarhaldi fjölmiðla með úthlutun útvarpsleyfa.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.