Fréttablaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 32
Kirkjur Sjálfboðaliðastarf í kirkjum er mjög öflugt og á höfuðborgar- svæðinu má gróflega áætla að um 50 - 100 manns komi að sóknarstarfinu á einn eða annan hátt með sjálfboðaliðastarfi. Misjafnt er í hverju starfið er fólgið en sem dæmi má nefna kóra, þjónustuhópa, lesara, sóknarnefnd, bænahópa, alfa- hópa, kvenfélög og svo mætti lengi telja. Sóknir landsins eru 280 talsins auk þess sem fjórar eru starf- ræktar erlendis. Þess ber að geta að sóknirn- ar eru misstórar en óhætt er að segja að sjálf- boðaliðarnir hlaupi á nokkrum þúsundum. Margir sem taka þátt í sóknarstarfi kirkjunnar leggja einnig sitt af mörkunum til Hjálparstarfs kirkjunnar. Innan hjálpar- starfsins starfa einnig nokkrir sjálfboðaliðar sem sinna ýms- um verkum, svo sem að setja í umslög, ganga í hús með söfnunarbauka, hjálpa til í matarbúri fyrir jól svo fátt eitt sé nefnt. 6 25SUNNUDAGUR 25. apríl 2004 NÝTT Á LEIGUMARKAÐI! Heimkynni ehf, bjóða nýjar og glæsilegar íbúðir við Þórðarsveig, til útleigu á almennum leigumarkaði. Þórðarsveigur 32-36 er nýtt 33ja íbúða fjölbýlishús, vel staðsett í fögru umhverfi Reynisvatns. Um er að ræða 3ja og 4ra herbergja íbúðir. Íbúðirnar eru fullbúnar innréttingum og tækj- um. Sér inngangur er í allar íbúðir. Suðurgarður hússins nýtur skjóls af stórum gamalgrónum trjálundi, sem umlykur garðinn og gerir hann að afar fjölskylduvænu útivistarsvæði. ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR ERU Á VEFNUM OKKAR W W W . H E I M K Y N N I . I S . HJÁLPARSTARF Sjálfboðaliðar á vegum Rauða krossins í Serbíu dreifa matvælum til bágstaddra í Kosovo. Um þúsund Serbar flúðu heimili sín í kjölfar of- beldisöldu sem risið hefur upp þar síðustu daga. Í slíkum kringum- stæðum er oft þörf á fólki sem vill hjálpa til og láta gott af sér leiða. a gott af sér leiða Foreldraráð Í flestum leik- og grunnskólum eru starfandi foreldraráð og/eða félög. Í foreldraráðum grunnskólanna eru þrír aðalmenn og þrír varamenn og má gróflega áætla að um 600 sjálfboðaliðar taki þátt í starfi foreldraráð- anna. Sums staðar er þó farið að greiða fyrir fundarsetu þar sem um lögbundin ráð er að ræða. Foreldrafélög eru einnig starfrækt í flestum grunnskólum, sem eru hátt í 200 talsins, og leikskólum, sem eru um 250, og má því ætla að rúmlega þúsund manns taki þátt í því starfi. Þá eru ótalin bekkjaráð sem starfrækt eru í mörgum grunnskólum. Einnig er algengt að foreldraráð eða hollvinafélög séu starfrækt í sjálf- boðavinnu í framhaldsskólum. Íþróttafélög Um 400 íþróttafélög eru starfandi á landinu. Í hverju félagi er minnst þriggja manna stjórn sem vinnur í sjálfboðaliðastarfi. Þar að auki kemur fjöldinn allur af sjálfboðaliðum við sögu, til dæmis í gegnum foreldra- starfið, dómarar, þjálfarar og svo framvegis. Áætla má að fjöldi sjálf- boðaliða í kringum íþróttadeildirnar hlaupi því á tugþúsundum. Til að taka þátt í starfi íþróttafélaganna nægir yfirleitt að bjóða sig fram hjá viðkomandi félögum. Félagið Ísland - Palestína Félagið var stofnað árið 1987 og meðal markmiða þess er að stuðla að jákvæðum viðhorfum Íslendinga til ísraelsku og palestínsku þjóð- anna, vinna gegn aðskilnaðarstefnu og hvers kyns mismunun á grund- velli uppruna, ætternis eða trúar- bragða. Félagsmenn í Íslandi - Palestínu eru um 400 talsins og eru félagsgjöld aðaltekjulind þess. Með því að ganga í félagið, taka þátt í fundum þess og aðgerðum og greiða félags- gjaldið leggur fólk sitt af mörkum. Landsbjörg Slysavarnafélagið Landsbjörg eru landssamtök björgunar- sveita og slysavarnadeilda á Íslandi. Slysavarnafélagið Landsbjörg var stofnað 2.október 1999 en þá sameinuðust Slysavarnafélag Íslands, sem var stofnað 1928 og Lands- björg, landssamband björgunarsveita sem var stofnað 1991. Við stofnun Slysavarnafélagsins Landsbjargar urðu til ein stærstu samstök sjálfboðaliða á Íslandi með um 18 þúsund félögum sem starfa í björgunarsveitum, slysavarna- og unglingadeildum, alls 242 félagseiningar sem staðsettar eru víðs vegar um landið. FLEIRI HUGMYNDIR: - Skátarnir - Stjórnmálaflokkar - Lionsklúbbar - Vímulaus æska - Barnaspítalinn Hringurinn - Skógræktarfélög - Mæðrastyrksnefnd Svo er einnig mögulegt að stofna sín eigin góðgerðar- samtök, kenna þau jafnvel við sjálfan sig, og byrja að gera góðverk. Slíkt er þó flóknara. 4 5 7 8

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.