Fréttablaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 33
28 25. apríl 2004 SUNNUDAGUR 1 2 3 4 5 Verðlaunakrossgátan Vinningshafi í verðlaunakrossgátunnií síðustu viku var Sigurður Ragnarsson Kópavogsbúi og hlaut hann að launum glæsilegan ferðageislaspilara frá Heimilistækjum. Fréttablaðið óskar Sigurði til hamingju. Lausnarorðið var Alfreð. kross@frettabladid.is Fyrirkomulagið Skrifaðu lausnarorðið á krossgátunni í SMS- skilaboðin „GAMAN KROSS LAUSNARORГ og sendu í þjónustunúmerið 1900. Dæmi: ef lausnarorðið er Hallgrímur sendir þú skeytið GAMAN KROSS HALLGRIMUR í þjónustunúmerið 1900. Dregið verður úr réttum lausnum fimmtudag- inn 29. apríl. Frestur til að senda lausnir renn- ur út á hádegi þann dag. Hvert skeyti kostar 99 krónur. ■ Lausnarorð gátunnar... Ferðageisla- spilari í verðlaun Ferðageislaspilari frá Philips með MP3-afspilun og 5 leikjum Philips Expanium MP3 ferða- geislaspilari með hristivörn og 5 leikjum. Heyrnartól, hleðsluraf- hlöður og spennubreytir fylgja. Toppurinn frá Philips. Maðurinn er... Maðurinn sem spurt var um áblaðsíðu 18 er Þórólfur Árna- son borgarstjóri. Þórólfur hefur gegnt starfinu í rúmt ár en áður var hann forstjóri Tals. Þegar Tal var sameinað Íslandssíma fór Þórólfur ekki dult með óánægju sína með að hljóta ekki forstjóra- stólinn í sameinuðu fyrirtæki en skömmu síðar bauðst honum að verða borgarstjóri. Ráðningartími hans nær út kjörtímabilið sem enn eru eftir tvö ár af, en óvíst er um framhaldið . Jafnvel er þó búist við að hann verði leiðtogaefni Reykjavíkur- listans í næstu kosn- ingum. ■ Þórólfur Árnason Togarar við bryggju Myndverk vikunnar Myndverk vikunnar er olíumál-verkið Togarar við bryggju eftir Baldvin Björnsson frá árinu 1939. Listasafn Íslands keypti verkið á 180 þúsund krónur árið 1975. Baldvin Björnsson gullsmiður var við framhaldsnám í iðn sinni í Kaupmannahöfn á árunum 1898- 1902 og kynntist hann þá meðal annars frumkvöðlunum Ásgrími Jónssyni og Einari Jónssyni mynd- höggvara. Síðan lá leið Baldvins til Berlínar þar sem hann vann við gullsmíðar. Jafnframt gullsmíðum lagði Baldvin stund á myndlist og eru elstu varðveittu verk hans frá árinu 1902. Í Þýskalandi kynntist Baldvin nýjum straumum og stefn- um í myndlist og var hann óhrædd- ur að prófa nýjar leiðir eins og óhlutbundnar myndir hans frá ár- unum 1912-14 sýna, en þá voru að- eins örfá ár síðan Kandinsky sýndi fyrstur slík verk. Þessar elstu myndir Baldvins komu ekki fyrir almenningssjónir fyrr en 1975 þeg- ar afkomendur Baldvins héldu sýn- ingu á verkum hans. Sjálfur tók Baldvin aðeins þátt í einni sýningu haustið 1941, en þá var hann orðinn félagi í Bandalagi íslenskra mynd- listarmanna. Árið 1915 flutti Baldvin með fjölskyldu sína til Íslands og setti á stofn gullsmíðaverkstæði ásamt föður sínum og bróður. Jafnframt gullsmíðum hélt Baldvin áfram að mála en hvarf nú algerlega frá hinum óhlutbundna stíl og sótti myndefni í um- hverfi sitt í Reykjavík. Á árunum 1923 til 1935 bjó Baldvin í Vestmannaeyjum þar sem hann vann við gullsmíðar en málaði ein- nig allmikið, einkum hafn- ar- og umhverfismyndir úr Eyjum. Einnig málaði Baldvin á þeim fjölmörgu ferðalögum sem hann tókst á hendur, bæði innanlands og utan. Þessar myndir einkennast af sterkri myndbyggingu og notkun þykkra blandaðra litaflata og gætir þar áhrifa þýska expressjónismans. ■ TOGARAR VIÐ BRYGGJU Olímálverk Baldvins Björnssonar frá 1939. Listasafn Ís- lands keypti verkið árið 1975. EXP521 Toppurinn í ferðageisla- spilurum frá Philips Kr. 15.995 ELUR UPP LAPPAR TÍMA SKAMM- STÖFUN SÍFELLT ÓHLJÓÐ SEFA NAGDÝR VIT TIGNAR- FÓLK LÆRÐI KVEN- KLÆÐI EKKI ÁTT ÞRÍREINS TVEIR EINS ÞRÆTUR SÓUNIN DUFT RADDAR VENJA KAUP- STAÐUR ÁTT LAND GIN BLUND- AÐI LOFORÐ GJALL LEIÐ- TOGI Í RÖÐ GOÐ RÓMAR 54 KYRRIST ÍS- LENSKUR STAFUR KVEN FUGL LAND GIFTA FLJÓT Á BEISLI ÞRÁÐUR EKKI VEIÐAR- FÆRI NIT ELDA BÆTA HITA GLUGGA ..... GRÓFUR VARA HINA NÚLL AFLSTÖÐ HÖKT NÓGA AFL KLUKKA VOT EFTIR T BJÓR HITA ÁTT SKOÐA ANGAN KULDA LAND ÚTI- GALLI NÁR LÉLEG FÖT GOTT EÐLI RAUF SEX VAFI BÍLA- LEIK TÍMA BIL RYK KORN LEYFIST GAUF SK. ST. RUGL KEYRA STRÍÐS- HRJÁÐ LAND SKEMMTI KRAFTUR SJ OG BRAGI 11 SAM- HLJÓÐAR EFNI VERÖLD- INA UNDAN S DÝ RA HL JÓ Ð UL L GENGUR FRÁTEKIÐ KROPPAR EK KI MÁLMUR HÆRRA SETT FORFÖÐUR BURT- REKINN HROSS- HÚÐ DJARFUR IÐN UNDAN N FYRIR STUTTU 2 EINS HLJÓMI SAMTÖK HAMAST KONA TIGNAR- HEITI ÓBREYTT- UR HVAÐ? FLJÓT Á BALKAN- SKAGA 1 2 3 4 5

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.