Fréttablaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 34
SUNNUDAGUR 25. apríl 2004 Umræða í Bretlandi: Sundskýla Vilhjálms prins Flestir fataframleiðendureiga sér þann draum heitast- an að einhver fræg persóna birt- ist einn daginn frammi fyrir heimsbyggðinni í fötum frá þeim. Þannig mætti ætla að s u n d s k ý l u f r a m l e i ð a n d i n n Speedo hefði verið himinlifandi yfir þeirri staðreynd að þegar myndir birtust af einu eftirsótt- asta mannsefni samtímans, Vil- hjálmi prins, í sundpólókeppni á dögunum þá var prinsinn bros- andi út að eyrum í sundskýlu frá Speedo. Breska blaðið Guardian greindi hins vegar frá því í lið- inni viku að breskar tískulöggur séu almennt sammála um það að sundskýlan hans Vilhjálms hafi verið það hallærisleg að ekki séu líkur á að fjölmiðlaviðburð- urinn hafi verið Speedo til fram- dráttar. Vilhjálmur var nefni- lega í gamaldags Speedo, þröng- um og stuttum, með röndum á hliðunum, en svoleiðis tegundir af Speedo sundskýlum hafa einkum verið notaðar af gaman- leikurum eins og Ben Stiller og fleirum undanfarið, í myndum eins og Meet the Parents en þar klæddist Stiller slíkri skýlu í frægu sundatriði. „Ég held að þessar myndir af Vilhjálmi muni einungis auka fordóma margra karlmanna gagnvart Speedo,“ sagði Dylan Jones, ritstjóri GQ í samtali við Guardian. „Margir eru haldnir grunsemdum um að Speedo sé ekki málið í dag. Svona buxur eins og Vilhjálmur var í eru mjög gamaldags og þær lykta mjög af 1970 – stundum bókstaf- lega.“ Að mati Jones geta ítalsk- ir og brasílískir karlmenn eink- um komist upp með að klæðast þessari tegund af Speedo sund- skýlum en ekki aðrir. ■ VILHJÁLMUR Í SKÝLUNNI Tískulöggur eru ekki sammála um hvort gamaldags Speedo-skýlur séu málið í dag.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.