Fréttablaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 35
28 25. apríl 2004 SUNNUDAGUR RISAR BERJAST Shaquille O’Neal, leikmaður LA Lakers treður hér yfir Kínverjann risavaxna, Yao Ming hjá Houston Rockets, í þriðja leik lið- anna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Þessi karfa hjá Shaq dugði ekki til því Rockets fór með sigur af hólmi í leiknum. Körfubolti KR steinlá í Færeyjum Íslandsmeistarar KR fóru sneypuför til Færeyja þar sem þeir steinlágu gegn færeysku meistur- unum HB í leik um Atlantic-bikarinn. Þetta er í fyrsta sinn sem bikarinn endar í Færeyjum. KNATTSPYRNA Það var engin frægð- arför hjá Íslandsmeisturum KR til Færeyja er þeir reyndu að verja Atlantic-bikarinn sem þeir unnu í fyrra er þeir lögðu HB á KR-vellinum. Færeysku meistar- arnir í HB náðu fram hefndum á heimavelli í gær og unnu stórsig- ur, 3-1. Fyrsta markið gerði Martin Christiansen á 13. mínútu. Þá var komið að Hendrik Rubeksen en hann kom HB í 2-0 með marki úr vítaspyrnu tíu mínútum eftir mark Christiansens. Rubeksen var aftur á ferðinni fimm mínút- um fyrir leikslok og færeysku meistararnir því í verulega góð- um málum í hálfleik. Eins og gefur að skilja var KR- liðið afleitt í fyrri hálfleiknum. Þeir voru skömminni skárri í þeim seinni og sérstaklega var seinni hluti síðari hálfleiks ágæt- ur hjá þeim. Það skilaði marki rétt fyrir leikslok og það var Henning Jónasson sem skoraði markið. 3-1 lokatölur og bikarinn því kominn til Færeyja í fyrsta skipti. „Þetta var alls ekki nógu gott og fyrri hálfleikur var verulega slakur af okkar hálfu,“ sagði Will- um Þór Þórsson, þjálfari KR, í samtali við Fréttablaðið eftir leik- inn. „Við vorum klaufar í fyrri hálfleiknum og færðum þeim mörk á silfurfati en slíkt kann aldrei góðri lukku að stýra.“ Willum segir að það hafi allt annað verið upp á teningnum í síðari hálfleik. „Við fórum að spila fínan fótbolta í seinni hálf- leik. Sköpuðum okkur fullt af færum og hefðum alveg getað jafnað leikinn þess vegna en það datt ekki fyrir okkur því miður. Það má í raun segja að seinni hálfleikur hafi verið eins góður og fyrri hálfleikur var lélegur,“ sagði Willum en hann fór út með frekar þunnskipaðan hóp. Svo þunnskipaðan að hann varð að setja sjálfan sig á leikskýrslu. „Þrátt fyrir allt var ánægju- legt að geta gefið ungum leik- mönnum tækifæri í svona stór- um leik. Þeir stóðu sig mjög vel og strákarnir úr öðrum flokki sem komu inn af bekknum í síð- ari hálfleik minntu hressilega á sig.“ Byrjunarlið KR var skipað eftirfarandi leikmönnum: Krist- ján Finnbogason var í markinu en Hjörvar Hafliðason lék síð- asta hálftímann. Bakverðir voru Sverrir Bergsteinsson og Henn- ing Jónasson. Miðverðir voru Kristján Sigurðsson og Gunnar Einarsson. Gunnar Kristjánsson og Jökull Elísabetarson voru á köntunum. Ágúst Gylfason og Kristinn Hafliðason á miðjunni og Arnar Jón Sigurgeirsson og Bjarki Gunnlaugsson voru í fremstu víglínu. ■ Senegalinn El-HadjiDiouf hefur fengið tíu gul spjöld og eitt rautt spjald á þessari leiktíð. Það gera 13 refsistig og fyrir vikið er hann efstur á lista yfir grófustu leikmennina í ensku úrvalsdeildinni. Þessi strákur var keyptur á 10 milljónir punda frá Lens eftir að hann sló í gegn á HM 2002 í Asíu. Hann hefur engan veginn staðið undir væntingum á Anfield og verð- ur án nokkurs vafa seldur frá félag- inu í sumar en vart fyrir nema helminginn af því sem Liverpool greiddi fyrir hann á sínum tíma. Diouf hefur leikið 33 leiki fyrir Liverpool á þessari leiktíð en hef- ur ekki enn tekist að skora. Alls hefur hann leikið 80 leiki fyrir fé- lagið en í þessum 80 leikjum hef- ur hann aðeins skorað 6 mörk. ■ ■ Tala dagsins 13 Michael Owen: Orðaður við Barcelona KNATTSPYRNA Spænsku risarnir Barcelona og Real Madrid eru þeg- ar farnir að huga að leikmannamál- um fyrir næsta tímabil. Í gær var Michael Owen, framherji Liverpool, orðaður við félagið en hann er tal- inn vilja söðla um takist Liverpool ekki að tryggja sér sæti í meistara- deild Evrópu á næstu leiktíð. „Okkur vantar hraðan fram- herja sem er einnig teknískur og veit hvernig á að skora. Er ég að tala um Owen? Hvað haldið þið?“ sagði Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, við blaðamenn í gær. Rikjaard fær 50 milljónir punda til að eyða í leikmenn í sumar og hann er að sögn talinn viljugur til að eyða helmingnum í Owen. ■ DFDFDF safdasdfsadf NÚMER EITT Jenson Button fagnaði árangrinum vel í gær. Formúla 1: Button á ráspól FORMÚLA 1 Hinn ungi og bráðefni- legi ökumaður, Jenson Button, mun verða á ráspól í fyrsta skipti á ferlinum í dag er keppt verður í San Marínó. Með árangri sínum í tímatökunni í gær varð hann fyrsti ökumaðurinn á tímabilinu sem slær Michael Schumacher við en hann mun ræsa í öðru sæti. „Bíllinn hefur verið mjög öfl- ugur alla helgina og ég tel að við séum að gera góða hluti,“ sagði Button eftir tímatökuna en hann keyrir fyrir BAR-liðið. „Það er vægast sagt ótrúleg tilfinning að hafa náð þessum árangri á heima- velli Ferrari. Nú verð ég að fylgja þessu eftir.“ Kólumbíumaðurinn Juan Pablo Montoya náði þriðja besta tíman- um. Barrichello er fjórði og Ralf Schumacher fimmti. Ekkert gekk sem fyrr hjá Skotanum David Coulthard en hann náði aðeins ell- efta besta tímanum í gær. ■ BEÐIÐ FYRIR GOÐINU Aðdáendur Maradona hafa slegið upp tjaldbúðum fyrir utan spítalann þar sem hann dvelur. Þar er beðið fyrir goðinu all- an sólarhringinn. Diego Maradona: Kominn úr öndunarvél KNATTSPYRNA Argentínska goðið Diego Armando Maradona var í gær tekinn úr öndunarvélum og er því augljóslega allur að braggast. „Þetta er allt að koma hjá honum. Hann getur farið að anda sjálfur og blóðþrýstingur og annað er allur annar,“ sagði meðal annars í yfirlýs- ingu frá spítalanum þar sem Mara- dona liggur. Maradona fær þó ekki að yfir- gefa spítalann á næstu dögum enda var ástand hans mjög alvarlegt. Talið er að hann muni þurfa nýtt hjarta. Aðdáendur Maradona hafa ekki látið deigan síga frá því að hann var lagður inn á spítalann heldur hafa þeir tjaldað fyrir utan spítalann þar sem þeir kalla stuðningsorð til goðs- ins og fara saman með bænir. ■ HANDBOLTI Kvennalið ÍBV í hand- knattleik er úr leik í Áskorenda- keppni Evrópu eftir ellefu marka tap, 25-36, fyrir þýska liðinu Nurnberg í Vestmannaeyjum í gær. Þær töpuðu fyrri leiknum með sextán marka mun og því rimmunni samtals með 27 marka mun. Það verður bara að segjast alveg eins og er að úrslitin eru sanngjörn og hið gríðarsterka lið ÍBV mætti loks ofjarli sínum. Stelpurnar mættu vel stemmdar til leiksins í gær og náðu fljótlega smá forystu. Þá stigu leikmenn Nurnberg á bensínið og náðu fimm marka forystu á aðeins nokkrum mínútum. Þá var endan- lega ljóst að draumur Eyjastúlkna var á enda. Þýsku stúlkurnar héldu áfram að bæta við forskotið og unnu eins og áður segir með ellefu marka mun. Þær eru því komnar í úrslit þar sem þær verða að teljast lík- legar til afreka. Hjá Nurnberg átti Kathrin Blancha stórleik en hún gerði ellefu mörk í leiknum. Árangur ÍBV er þrátt fyrir þessa útreið stórkostlegur því það er afrek út af fyrir sig að komast í undanúrslit í Evrópukeppni. Ekkert íslenskt kvennalið hefur áður náð álíka árangri og mun ef- laust seint gera. Það er ekki nema ÍBV haldi sínum mannskap og bæti aðeins við sig. Þær stöllur Alla Gorkorian og Anna Yakova voru ágætar í leikn- um í gær og skoruðu sex mörk en aðrir leikmenn liðsins áttu veru- lega undir högg að sækja allan leikinn. ■ BARÁTTA Það var hart barist í Færeyjum í gær. Kjartan Henry Finnbogason sést hér í baráttu við einn leikmanna HB í leik lið- anna á KR-vellinum í fyrra. MARKAHÆSTAR Þær Alla Gorkorian og Anna Yakova voru markahæstar hjá ÍBV í gær. Áskorendakeppni Evrópu: Búið spil hjá ÍBV

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.