Fréttablaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 46
39SUNNUDAGUR 25. apríl 2004 & Á ferð um landið Vinsælasta sýning síðustu 2ja ára þakkar frábærar viðtökur og lýkur sýningum með leikferð um landið. Viðskiptavinir Flugfélags Íslands fá 2 fyrir 1 á Sellófon gegn framvísun brottfararspjalds dagsettí maí. LANDSBYGGÐIN 6. maí Miðgarður Varmahlíð 8. maí Hótel Húsavík 13. maí Hótel Valaskjálf 20. maí Hótel Framtíð Djúpavogi 22. maí Mikligarður - Vopnafirði 27. maí Félagsheimilið Vík 29. maí Hótel HöfnEkki missa af Sellófon! „Salurinn lá í hlátri enda textinn stórsnjall og drepfyndinn“ Kolbrún Bergþórsdóttir blaðakona“ Borgarstjóri hirðir rusl Álaugardaginn tók Þórólfur Árna-son, borgarstjóri í Reykjavík, til hendinni ásamt starfsmönnum Gatnamálastjóra, við upphaf árlegr- ar vorhreinsunar í Reykjavík þegar þeir hófu að hreinsa til á Högunum í Vesturbænum. Þar sem vorhugur er í borgarbú- um með vaxandi sól og hækkandi hitastigi telja starfsmenn borgarinn- ar líklegt að margir muni nota helg- ina til að vinna í garðinum og dytta að nánasta umhverfi. Með þessu framtaki borgarstjórans vildi hann leggja áherslu á mikilvægi þess að allir íbúar taki þátt í að halda borg- inni hreinni og snyrtilegri. Vorhreinsunin mun standa til 3. maí og á þeim tíma munu starfs- menn borgarinnar fara um hverfi borgarinnar og safna saman garða- úrgangi sem íbúar hafa sett út fyrir lóðamörk. Eftir 3. maí verður fólk að flytja sjálft garðaúrgang í endur- vinnslustöðvar Sorpu þar sem tekið verður við honum endurgjaldslaust sé hann ekki meira en tveir rúmmetrar í hverri ferð. ■ Bandaríski leikarinn JasonBiggs, sem þekktastur er fyrir leik sinn í greddugrínmyndunum sem kenndar eru við American Pie, er væntanlegur til Íslands. Hann mun aðallega spóka sig um á Snæ- fellsnesinu þar sem til stendur að taka upp kvikmyndina Guy X sem er samvinnuverkefni breskra, kanadískra og íslenskra aðila. Frið- rik Þór Friðriksson kemur að verk- efninu með fyrirtæki sínu Ex hf. sem hann á með Önnu Maríu Karls- dóttur. Þá mun Hilmir Snær Guðna- son, einn Íslendinga, leika í mynd- inni sem byggir á skáldsögunni No One Thinks of Greenland eftir John Griesemer. Þeir sem vilja bera leik- arana tvo saman efast varla um að Hilmir býr yfir meiri dýpt og reynslu en þó Biggs sé væntanlega vanari feitari launatékkum þá er helsta afrek hans á leiksviðinu að eiga mök við eplaböku í American Pie á meðan Hilmir hefur gert ekki minni mönnum en Hamlet og Rík- arði III eftirminnileg skil. ■ JASON BIGGS Er þekktastur fyrir að leika unga, graða og mislukkaða unglinga og mun væntanlega þurfa að taka á honum stóra sínum í skugga Hilmis Snæs. Unglinga- myndastjarna á Snæfellsnesi ÞÓRÓLFUR ÁRNASON Það fór lítið fyrir jakkafötunum þegar Þórólfur Árnason hóf hina árlegu vorhreinsun í Reykjavík.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.