Tíminn - 12.06.1974, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.06.1974, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Miövikudagur. 12. júni 1974 AAiðvikudagur 12. júní 1974 Vatnsberinn: (20. jan.-18. febr.) Þú skalt leiöa hugann að áhugamálunum þlnum I dag, þvl að það er aldrei að vita, nema á þvi sviði kunnir þú að geta fundið leið til þess að auka tekjur þinar eða styrkja aðstöðu þina. Fiskarnir: (19. febr-20. marz) Þú verður að reyna að hafa frumkvæðið, efþú átt að hafa einhverja von um, að málin lagist. Annars skaltu fara varlega,og ekki ofreyna þig, ef heilsan er ekki þvi betri, og þú ert ekki vel fyrir kallaður. Hrúturinn. (21. marz-19. april) Þu skalt búa þig undir það, að einhver hafi sam- band við þig I dag, að likindum gamall kunningi eða vinur, og það verður þér til ánægju. Að öðru ieyti verður þetta rólegheitadagur hinn mesti. Nautið: (20. april-20. mai) Þú skalt gera eitthvað óvenjulegt I dag, breyta út af vananum. Þetta er svolitið skrýtinn dagur, og hætt við, að skapið sé eitthvað einkennilegt, þú ert haldinn deyfð, sem þú skalt losa þig við. Tviburamerkið: (21. mai-20. júni) ♦ Þessi dagur er heppilegur til hvers konar sam- starfs. Ahugamálin gætu órðið skemmtilegri, ef þú skoðaðir þau I nýju ljósi, jafnvel með tilliti til þess að breyta eitthvað stórkostlega til. Krabbinn: (21. júni-22. júli) Hin gömlu kynni gleymast ei, það færðu að sannprófa I dag, og það verður þér sannarlega til mikillar ánægju. Það eru þeir, sem búa i fjar- lægð, sem þar eiga hlut að máli, og þú varst kannski búinn að gleyma. Ljónið: (23. júli-23. ágúst) Það er vinnan, sem máli skiptir, og þú skalt hafa það hugfast, að það er fyrst og fremst tilætlunar- semi þin, sem kemur I veg fyrir, að þú komir málum þinum fram. Þú skalt varast þrætur I dag. Jómfrúin: (23. ágúst-22. septj Peningamálin eru ekki I sem beztu-lagi i dag, og þú skalt gera þér það ljóst, að þú verður a halda vetur á spilunum en þú hefur gert til þess að endarnir nái saman, og þú getir haft nóg fyrir þig. Vogin: (23. sept-22. oktj Þú skalt ekki gera þér neinar sérstakar vonir um þennan dag, hann er ekkert sérstakur á nokkurn hátt, og það er hætt við þvi, að timi og peningar fari til litils, ef þú ferö að brambolta eitthvað. Sproðdrekinn: (23. okt.-21. nóv.) Þér munu að líkindum berast skilaboð I dag — að líkindum um langan veg, og það er óvist, nema þau valdi þér hugarangri. Hitt er annað mál, að það er óþarfi af þér að vera að taka þetta nærri þér. Bogmaðurinn: (22. nóv-21. des.) Þetta er ekki rétti dagurinn til að vera meö hamagang og læti. Það er sérstaklega mikil- yæet. að bú farir ekki að eyða kvöldinu i ein- hvern óróa og vitleysu. Taktu lifinu með ró og slappaðu af. Steingeitin: (22. des.-19. jan). tmyndunaraflið hleypur I gönur með þig I dag, nema þú gætir þin alveg sérstaklega. Varastu að taka mikilvæga ákvörðun, og reyndu ekki að finna lausn erfiöleikanna, fyrr en þú þekkir or- • sakir þeirra. t 14444 « mum 25555 BÍLALEIG CAR RENTAL Sænski leikarinn Erland Josephson í stuttri heimsókn hér á landi gb-Rvik. — Flestir islenzkir sjón varpsáhorfendur kannast við Er- land Josephson, en hann var mót- leikari Liv Ullman i þáttum Ing- mars Bergman um hjónabandið, sem sýndir voru i islenzka sjón- varpinu og hafa verið sýndir á öll- um Norðurlöndunum við geysi- legar vinsældir. Hingað til iands kom Josephson með leikflokki frá Konunglega Leikhúsinu Dramaten i Stokk- hólmi, en þau sýndu hér leikritið Vanja frænda við stórfenglegar undirtektir áhorfenda. Var leik- ritið sýnt þrisvar sinnum i Þjóð- leikhúsinu, en þvi leikstýrir Guiinel Lindblom, annað þekkt andlit úr þáttum Ingmars Berg- man. Leikritið var frumsýnt i Stokk- hólmi i april siðastliðnum, og hef- ur verið sýnt þar þrjátiu sinnum við góðar undirtektir og verður aftur tekið fyrir á næsta leiktima- bili. Leikritið er i nýju formi frá þvi sem áður hefur þekkzt, en það er eftir Tjekov. Erland Josephson i anddyri Hótel Esju Erland Josephson tók við leik- hússtjórastöðu af Ingmar Berg- man við Konunglega leikhúsið Dramaten fyrir rúmum átta ár- um, en lætur af þvi starfi i haust. Aðspurður um hvað hann ætlaði þá að taka sér fyrir hendur, svar- aði Josephson, að ekkert væri ákveðið, og þætti honum það indæl tilfinning að geta nú gert það sem sig langaði til, skrifa svolitið, leika og jafnvel annast sviðsetningar, þvi leikhússtjóra- starfið væri annasamt og litill timi gæfist til skrifta eða annars. Þetta er i fyrsta sinn, sem Josephson kemur tii Islands, og lét hann i ljós mikla hrifningu á þvi, sem hann hafði séð af land- inu, leiðinni frá Keflavik til Reykjavikur og ferðalagi til Þingvalla á sunnudaginn. Hann gat ekki, sökum anna, dvalið hér lengur en fram á mánudags- morgun, en sænski leikflokkurinn heldur heimleiðis á þriðjudags- morguninn. Jónas Gíslason: FÆREYSKA SJO- MANNAHEIMILIÐ A IIORNI Skúlagötu og Frakka- stigs stendur lágreist grámálað timburhús, sem litið lætur yfir sér við þessa miklu umferðargötu. Stundum hefur mátt sjá erlendan fána blakta við hún yfir þessu húsi, éinn af norrænu krossfánun- um sex, færeyska fánann. Eflaust hefur fáninn oft vakið forvitni vegfarenda, sem spurt hafa sjálfa sig eða aðra: Hvaða hús er þetta? Hvaða starfsemi fer þarna fram? Ekki er vist, að allir hafi fengið þeirri spurningu svarað, þvi að litið hefur verið gjört til þess að vekja athygli alþjóðar á þvi. Þó hafa margir lagt leið sina i þetta hús, þvi að þarna hefur fær- eyska sjómannaheimilið verið undanfarin sextán ár. í þeim hópi hafa ekki aðeins verið færeyskir sjómenn eða landar þeirra bú- settir hér i borg, heldur hafa margir Islendingar einnig átt er- indi þangað, bæði sjómenn og aðrir, þvi að þar er ekki spurt um þjóðerni, heldur eru allir boðnir velkomnir, sem þangað hafa leit- að, og þeim hefur verið liðsinnt eftir föngum. Saga kristilega færeyska sjó- mannatrúboðsins hér á íslandi er þegar orðin nokkurra áratuga gömul. Frá árinu 1958 hefur það haft aðsetur i þessu lágreista húsi, sem upphaflega var byggt til bráðabirgða á lóð i eigu borgarinnar. öllum hefur verið ljóst, að nauðsynlegt væri að finna þessu starfi varanlegan samastað hér i borg, en þess má geta, að þetta heimili er eina heimili færeyska sjómannatrú- boðsins utan danska rikisins, en eitt hús er á Grænlandi og þrjú i Færeyjum sjálfum og þar er þeg- ar hafinn undirbúningur að þvi að reisa hið fjórða. Þetta starf hefur reynzt fær- eyskum sjómönnum og öðrum, sem þess hafa notið, ómetanlegt. Það getum við íslendingar auð- veldlega skilið. Hins vegar er þetta ekki fjársterkt starf, að mestu leyti borið uppi af einstak- lingum i sjálfboðaliðsstarfi. Þó hefur færeyska lögþingið veitt nokkurn stuðning til reksturs þessa heimilis hér i Reykjavik. En mest munar um starf þrjátiu til fjörutiu hópa kvenna viðs veg- ar um Færeyjar, sem styrkja starfið, auk færeyskra kvenna ut- an Færeyja, m.a. einnig hér i borg. Nokkuð er um liðið, siðan for- ráðamenn færeyska sjómanna- starfsins hér i Reykjavik fóru á stúfana til þess að reyna að finna nýja lóð á hentugum stað i borg- inni, þar sem reisa megi nýtt sjó- mannaheimili, sem staðið geti til frambúðar. Fyrir sérstakan vel- vilja borgaryfirvalda hefur nú fengizt lóð á ágætum stað við Skipholt, rétt norður af Sjó- mannaskólanum. Þegar er hafinn undirbúningur að teikningu hins nýja heimilis og vonir standa til, að það megi risa af grunni innan alltof langs tima. En slik bygging hlýtur að kosta mikið fe, og hópurinn, sem að starfinu stendur, er ekki stór. Auðvitað mun mest af þvi fé, sem til þarf, koma frá Færeyjum, en jafnframt hefur verið ákveðið að leita til okkar íslendinga um stuðning við þetta mál. t þeim til- gangi hefur byggingarnefnd hins nýja heimilis hleypt af stokkun- um happdrætti, þar sem aðal- vinningurinn er fólksbill af gerð- inni Ford Cortina. Verð hvers miða er kr. 150.- og dregið verður hinn 7. ágúst n.k. Tilgangur þessara lina er sá að vekja athygli á þessu starfi frænda okkar, Færeyinga, og hvetja sem allra flesta til stuðn- ings við það. Vissulega eru þeir margir, sem leita til almennings með beiðni um stuðning við margvisleg þjóðþrifamál, en ég þori að ábyrgjast, að hér er um að ræða starf, sem á skilið stuðning allra þeirra, sem láta sig skipta kirkju og kristindóm og vilja sýna i verki stuðning sinn við þá nor- rænu bræðraþjóð, sem stendur okkur næst allra. Þeim krónum, sem varið er til þess að kaupa miða i happdrætti færeyska kristilega sjómannaheimilisins i Reykjavik, er áreiðanlega vel varið. Jónas Gislason. ÞYZKUR„AGENT" KEAAUR Á ÞRYMS KVIÐU Dramatenleikararnir vilja fá íslenzka leiksýningu til Stokkhólms SJ-Reykjavik. Þann 16. þ.m. kemur Robert Schulz, þýzkur umboðsmaður listamanna og um flutning leikrita og tónlistar, hingað til lands til að heyra og sjá Þrymskviðu, nýju óperuna hans Jóns Asgeirssonar tónskálds. Ró- bert þessi mun m.a. vera um- boðsmaður nafna sins Arnfinns- sonar I Þýzkalandi. Schulz er mikill áhrifamaður I tónlist og er forvitnilegt, hvernig honum likar verkið og hvort um flutning er- lendis verður að ræða. Að sögn Sveins Einarssonar þjóðleikhússtjóra kemur einnig til greina að stjórnandi norsku ó- perunnar komi hingað i sama til- gangi. Nokkuð af blaðamönnum og gagnrýnendum erlendum mun vera I Reykjavik og fylgjast með listahátið, m.a. er kunnur tónlist- argagnrýnandi brezka stórblaðs- ins Manchester Guardian, Christ- oþher Ford, hér nú. Hópurinn frá Dramatenleik- húsinu fór héðan á þriðiudags- morgun. Listafólkið sá Litlu flug- una, kabarettinn eftir verkum Sigfúsar Halldórs, ennfremur hálfa sýningu á Ertu nú ánægð kerling og hálfa sýningu á Selur- inn hefur mannsaugu, meðan það stóð við hér. Var það ánægt með þessi kynni af islenzkri leiklist og taldi fulla ástæðu til að islenzkir leikarar kæmu til Stokkhólms og hefðu sýningu þar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.