Tíminn - 12.06.1974, Blaðsíða 15

Tíminn - 12.06.1974, Blaðsíða 15
.... *. -• •- ... ..u . ,,,, t/r A*:’.•: t’V Miðvikudagur. 12. júni 1974 TÍMINN Stjörnubió hefur nú hafið sýningar að nýju eftir brunann. Þessa Timamynd tók James Pope á frumsýn- ingunni. Fyrsta myndin, sem kvikmyndahúsiö sýnir er „Frjáls sem fiðrildi” meö hina kunnu leikkonu Goldie Hawn i öðru aðalhiutverkanna. Stjörnubió hefur tekið stakkaskiptum eins og sjá má af myndinni og er m.a. skreyttlistaverkum á veggjum. (Timamynd James Pope). o Víkingaskip Þorbergur og þegar byggður hafði verið yfir þau skáli i Hróar- skeldu, þar sem þau eru varð- veitt, gerði ég mér ferð þangað til þess að skoða þau. Þar á meðal er knörr, sem myndi teljast sem næst þrjátiu rúmlestir, sam- kvæmt mælingareglum Siglinga- stofnunar rikisins. Aldurs- greining sýnir, að hann hefur verið smiðaður um 1010, og getur þá skakkað hundrað árum til eða frá. Fornleifafræðingar segja aftur á móti, að gerð knarra hafi litið sem ekkert breytzt á ára- bilinu 800-1000, svo að þarna ætti einmitt að vera knörr þeirrar, tegundar, sem i notkun var á landnámsöld og fram eftir sögu- öld. í Hafnarfirði hefur verið stofn- að félag áhugamanna, sem mikinn hug hefur á þvi að koma upn sióminiasafni. og þetta félag hefur hálfvegis ætlað mér það hlutverk að smiða knörr handa safninu. Slikt kostar auðvitað talsvert fé, og þvi hefur ekki enn verið safnað, en ég hef tryggt okkur fyrirgreiðslu hjá safninu i Hróarskeldu, þegar við höfum bolmagn til þess að ráðast i smiðina. Páll Ágústsson i Flókalundi, sagði Timanum i gær, að vlkingaskipið stæði á hlaðinu i Flókalundi og væri komið vel á veg að ganga frá þvi. — Gunnar á Fossi er völundur á járn og tré, og honum hefur farizt þetta prýðilega úr hendi, sagði Páll. Páll sagði okkur, að vikinga- skipið yrði mannað niu forn- mönnum, og þar á meðal yrðu Hrafna-Flóki, örlygur, Snæbjörn galti og Atli, þræll Geirmundar, og ekki verða konurnar afskiptar, þvi að þarna verða Grelöð á Hrafnseyri og Þuriður sunda- fyllir. O Flýrðu á stjórnarinnar”. Það þarf ekki lengi að leita, og til viðmiðunar er rétt að taka eitt af siðustu árun- um, sem hún hékk við völd. 31. mai 1969 voru atvinnuleys- ingjar á öllu landinu 1.234 talsins. Mánuði siðar hafði talan hækkað upp i 1.459. Þó voru hundruð manna erlendis i atvinnuleit: sumir i Sviþjóð, sumir komnir alla leið til Astraliu. Enga ástæðu sá „viðreisnarstjórnin” til að gera nokkuð I málinu. Enn var nógur timi til kosninga. 31. janúar þetta sama ár, árið 1969, — hafði tala atvinnu- iausra komizt upp I 5.475, mán- uði siðar fór hún niður i 3.605. Þetta var afiaár, og nánast til- viljun, að unnt skyidi að lækka töiuna um tvö þúsund. Það var sannarlega ekki fyrir „við- reisnaraðgerðir”! o Jarðhiti við köllum svo, sem gengur frá Melrakkasléttu. Ég sé enga ástæðu til þess að vænta neinna tiðinda af þessum slóðum i sambandi við eldsumbrot, sagði Guð- mundur ennfremur, sizt ef öruggar heimildir sanna, að þarna hafi eitthvað verið á seyði a.m.k. hálfan annan áratug. Um hver mánaðamót, allan næsta vetur, var fjöldi atvinnu- lausra jafnaðarlega hátt á þriðja þúsund, en lækkaði svo snarlega i aprilbyrjun, án sýnilegs tilefnis. En þá voru lika kosningar fyrir dyrum og aðrar að ári, og þrátt fyrir allt vildu „viðreisnarherr- arnir” endilega fá að „fórna” starfskröftum sinum fyrir þjóð- ina lengur og bjarga henni frá glötun, — og vissulega kunna þeir til verka, þegar þyrla þarf upp blekkingamoldviðri áróðursins. Það hefur sýnt sig. Nú reynir á þjóðina i þessum kosningum, hvort hún lætur blekkjast af fagurgala loddar- anna, — eða eru menn búnir að gleyma? Eru menn búnir að gleyma „viðreisnarloddurunum”, sem á þrettán ára valdaferli sinum hreyfðu hvorki hönd né fót til út- færslu landhelginnar? Eru menn búnir að gleyma atvinnuleysi „viðreisnaráranna”? Eru menn búnir að gleyma landflótta þús- undanna? Eru menn búnir að gleyma svivirðilegu misrétti þegnanna á þrettán ára valdaferli „viðreisnarherranna”? Er það þetta, sem menn vilja kalla yfir sig aftur i stað þeirr- ar stjórnarstefnu uppbygging- ar og jafnréttis, sem ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar hefur fyigt? Eru menn tilbúnir að taka sig upp og flýja á náðir Kockum i Svi- þjóð — eða forða sér til Ástraliu? o Listahátíð lega, en hefði mikið heyrt um þeirra ágæti. Við gátum aðeins náð tali af Miu Previn og spurðum hana um kvikmyndina The Great Gatsby, sem nú fer sigurför um allan heim. Mia leikur þar eitt aðal- hlutverkið ásamt fólki á borð við Robert Redford o.fl. Hún kvað kvikmyndina vera einna likasta draumi, en sanna og rétta upp- færslu þessa verks F.S. Fitzger- ald. Gott hefði verið að vinna með leikurunum, og vonaðisthún til að við Islendingar fengjum tækifæri til að sjá þessa mynd áður en langt um liði. Þau hjónin búa á Hótel Sögu og héldu þangað i snatri, enda æfing framundan hjá húsbóndanum. 1 dag eru væntanleg til landsins þau Cleo Laine og John Dank- worth, en þau töfðust i London vegna minningarhátiðar um Duke Ellington, sem þar á að halda fyrir hádegið. Með þeim kemur þá fiðluleikar- inn Pinchas Zuckerman. Við náðum tali af Arna Egils- syni, er hann var á göngu um miðborgina i gær. Hann sagði, að þeir André Previn hefðu haft samband hvor við annan i vetur, en siðan hefði ekkert verið ákveð- ið um nánari efnisskrá fyrir þeirra tónleika. Ekki kvaðst hann þó hafa þungar áhyggjur af þvi að fólki myndi leiðast, og þó að Previn hefðu ekki leikið jass i nokkur ár, ætti hann bágt með að trúa að hann yrði sér til skamm- ar. Árni starfar nú sem stúdió- maður og hljómsveitarstjóri i Los Angeles, og sagðist hann þrifast þar með afbrigðum vel. Starfið væri f jölbreytt og veitti honum þá möguleika, er hann hefði sótzt eftir. í gærkvöld lék Vladimir Ashkenazy einleik með Sinfóniu- hljómsveit Lundúna undir stjórn André Previn, og i kvöld verða tónleikar i Laugardalshöll, þar sem Pinchas Zuckerman leikur einleik með hljómsveitinni. A efn- isskránni eru verk eftir Brahms, Mendelssohn og Prokofieff. Aðalfundur Húseigendafélags Reykjavíkur verður haldinn fimmtudaginn 20. júni 1974, kl. 17 i húsakynnum félagsins að Bergstaðastræti 11 A, Reykjavik. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Húsbyggjendur — Einangrunarplast Getum afgreitt einangrunnarplast á Stór-Reykjavikursvæðið með mjög stuttum fyrirvara. Afhending á byggingarstað. Hagkvæm verð. Greiðsluskilmálar. BORGARPLAST HF Borgarnesi — Simi 93-7370. 15 Staða fulltrúa i fjármála- og rekstrardeild er laus til umsóknar. Umsækjandi, sem getur starfað sjálfstætt, hefur verzlunar- skólapróf og reynslu I skrifstofustörfum gengur fyrir. Laun samkvæmt kjarasamningi við starfsmannafélag Reykjavikurborgar. Umsóknir með upplýsingum um aldur, ménntun, og fyrri störf þurfa að berast fyrir 3. júli n.k. V. _______________________________________________) fjflj Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar | B jp Vonarstræti 4 sími 25500 - 9 Stöður 2ja fulltrúa i fjölskyldudeild stofnunarinnar eru lausar til umsóknar. Umsækjendur með próf I félagsráðgjöf ganga fyrir. Laun samkvæmt kjarasamningi við starfsmannafélag Reykjavikurborgar. Umsóknir með upplýsingum um aldur,menntun og fyrri störf þurfa að berast fyrir 3. júli n.k. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Vonarstræti 4 sími 25500 Jarðýta til sölu til sölu jarðýta B.T.D. 20.,árgerð ’64, ef viðunandi verð fæst. Ýtan er i góðu standi, á lítið notuðum beltakeðjum árs gömlum, nýju húsi, og i vor voru settar slifar i mótorinn, allt vel umgengið og í góðu standi. Þeir, sem áhuga hefðu á kaupum, snúi sér vinsamlegast til Þórðar Jónssonar Látrum, simi 1111 um Patreksfjörð. Jarðýt. Mjölnir Sf. Starf bæjarstjóra á Siglufirði kjörtimabilið 1974-1978 er hér með auglýst laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 20. júni nk. Umsóknir, er greini menntun, starfs- reynslu og kaupkröfur sendist fráfarandi bæjarstjóra, sem jafnframt veitir allar nánari upplýsingar. Siglufirði, 22. mai 1974. Bæjarstjórinn i Siglufirði. Alþýðuflokksfélag Reykjavikur Sumarferð fjölskyld- unnar í Þórsmörk n.k. sunnudag 16. júni ( Ferðaáætlun: Lagt af stað kl. 8 f.h. frá Alþýöuhúsinu við Ingólfsstræti. Viðkomustaðir, Kambabrún, Hvolsvöllur, Þórsmörk, þar verður matarveizla og stoppað I 3-4 tima undir leiðsögn fróðra og skemmtilegra manna Frá Þórsmörk verður farið um Fijótshlið aö Hvolsvelii þar sem framreiddur verður heitur matur með ræðum og skemmtiatriðum. Verð er aðeins kr. 1.050. oo fyrir fullorðna og 650,00 fyrir börn að 14 ára aldri. Vegna takmarkaðs sætafjölda er nauðsynlegt að tilkynna þátttöku strax i sima 16724 og 19695. Alþýðuflokksfélag Reykjavikur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.