Tíminn - 12.06.1974, Blaðsíða 13

Tíminn - 12.06.1974, Blaðsíða 13
Miðvikudagur. 12. júni 1974 TÍMINN 13 Sinfónluhljómsveit Lundúna gengur út úr leiguflugvélinni, sem hér mun verða þar til hljómsveitin hefur lokið leik sfnum á tslandi. Previn-hjónin ösla pollana með yngsta barnið á milli sin. Frúin er auð- sjáanlega vel búin. LISTAHÁTÍÐ HP.-Heykjavik. Um tvöleytið i gær kom til landsins mikill fjöldi listamanna, sem láta munu til sina heyra á listahátiðinni. Sin- fóníuhljómsveit Lundúna komu með stórri leiguvél frá London, og með þotu Fiugfélagslns komu hjónin Mia og André Previn, á- samt tveimur barna sinna. Mikill undirbúningur liggur að baki slikum heimsóknum, jafnt fyrir innlenda aðila sem erlenda. Meðan við biðum komu hljóm- Arni Egilsson kvaðst hlakka til jass-leiks með André Previn, Cieo Laine, John Dankwoeth og fleiri á fimmtudagskvöldið. sveitarinnar, tókum við taii ung- an og snaggaralegan Breta, Jasp- er Parrot. Hann kvaðst aðallega vera umboðsmaður Vladimirs Ashkenazy, en væri hér til þess að sjá um framkvæmd hugmynda hans i sambandi við hátiðina. Sem kunnugt er verður hlutur Ashkenazy ekki mældur i undir- búningi hennar, — margir af þeim heimsþekktu listamönnum, sem hér koma fram, eru persónu- legir vinir hans og koma hingað fyrir hans orð. Parrot sagði, að Ashkenazy fengi hugmyndir að hinu og þessu, þessir og þessir ættu að spila saman o.s.frv., og . það væri hlutverk sitt að koma þvi i kring. Lýsti hann jafnframt undrun sinni á þvi, að litil þjóð sem við stæðum undir slikum samkomum, og um leið ánægju sinni með hina góðu og almennu þátttöku, sem hér væri. 1 sömu svifum bar Guðrún Pétursdóttir, sem nefnir sig aukaaðstoðar- mann nr. 10, manninum brauð- sneið, og báðum við hann vel njóta. Stuttu siðar renndi þota frá brezku flugfélagi upp að flug- stöðvarbyggingunni, og út sté Sinfóniuhljómsveit Lundúna með allt sitt hafurtask. 1 hljómsveit- inni eru fremur ungir menn og glaðlegir, og gerðu þeir að brezk- um hætti grin að islenzku veður- fari. Nokkrir höfðu greinilega heyrt af ágæti islenzkrar áfengis- framleiðslu látið og lögðu sig i Hljómsveitin Procul Harum kom meö flugvél til landsins I gær og hélt tónleika I gærkvöldi fyrir fullu húsi. Seinni tónleikar hennar verða f kvöld, en héðan heldur hljómsveitin til Oslóar. — Tlmamynd: Gunnar lima við að verða sér úti um sýn- ishorn af flöskum, sem þeir tróðu i farangur sinn. Einn af meðlimum hljómsveit- arinnar skar sig úr hópnum hvað klæðaburð snerti, þvi hann var klæddur hnausþykkri, islenzkri lopapeysu. Keith Glossop bað okkur að taka sérstaklega fram, að hann væri aðeins aukamaður, en hann léki annars á celló i skozku óperunni. Þar væri komin skýringin á lopapeysunni, — hana hefði hann keypt i ferð sinni hing- að til lands með skozku óperunni, er hún flutti hér verk eftir Benja- min Britten árið 1972. Hefði hann með sér langan lista vina og vandamanna, sem allir óskuðu sér eins, — islenzkrar lopapeysu. Er farangur hljómsveitarinnar fór að berast inn, rákum við aug- un I golf-sett af finustu gerð. Þar eð slikir hlutir teljast ekki venjulegir fylgifiskar sinfóniu- hljómsveitar, reyndum við að hafa uppi á eigandanum, sem að okkar dómi hlaut að vera haldinn fullkominni golfdellu, þvi að hljómsveitin verður hér ekki nema í nokkra daga og á að nota mestan sinn tima til hljómleikja- halds. Ekki fundum við hann, en Geoff Greese taldi, og sagðist eig- inlega vera viss um, að golf-settið væri i eigu trumbuslagarans. Hann hefði hvort eð væri svo langar auðar stundir á hljómleik- um, að hann ætti auðvelt með að bregða sér frá og slá nokkur högg. Greese fræddi okkur einnig nánar um hljómsveitina. 1 þess- um hópi væru um 110 manns, þvi nokkrir hefðu tekið með sér maka sina. Fyrir höndum væri tón- leikahald á listahátið á Spáni, nánar tiltekið Granada, og i sept- emberhæfist þriggja vikna ferða- lag um vesturströnd Bandarikj- Jesper Parrott úti að borða með Guðrúnu Pétursdóttur. anna, m.a. yrði hljómsveitin fyrsta brezka hljómsveitin, sem fram kemur i Hollywood Bowl- hljómleikahöllinni. Þeir hefðu að undanförnu ferðazt mikið og ættu ýmislegt ógert heima fyrir, s.s. fjölmarga tónleika og hljóm- plötuupptökur. Þeim hjónum, Miu (Farrow) og André Previn, heilsaði dálitil demba af Suðurnesjaregni, en þau létu það ekki á sig fá, heldur óðu pollana eins og aðrir við- staddir. Litill sonur þeirra, Mattthew, tók á móti blómvendi frá Guðrúnu Pétursdóttur, en vildi siðan fara sinar eigin leiðir, — hafði greini- lega ekki skoðað farkostinn til hlftar á leiðinni hingað. Frú Prev- in bar yngsta barn þeirra hjóna i körfu og hafði búið sig undir is- lenzka veðráttu með góðri prjónahúfu og þykkri kápu. Er inn i flugstöðvarbygginguna kom gafst okkur færi á að spjalla við þau dálitla stund, áður en þau stigu inn i gamla sjevrólettinn, sem flutti þau til Reykjavikur. André Previn var hress i bragði eftir ánægjulega ferð, að eigin sögn, og kvað það ekki neitt vandamál að ferðast með börnin með sér, enda væru þau öll f jögur yfirleitt viðstödd flesta tónleika, sem hann tæki þátt i. Matthew væri að visu hrifnastur af Shosta- kovich, en yrði að láta sér nægja Rachmanioff i þetta sinn. Um jass-leikinn á fimmtudags- kvöldið sagði hann, að það væri eingöngu hugmynd ^shkenazys, og gaman yrði að sjá, hvað út úr þvi kæmi. Sjálfur hefði hann ekki leikið jass I ein 12 ár, en svona góðu tækifæri myndi hann ekki sleppa. Arni Egilsson væri einn af gömlum samstarfsmönnum sin- um úr sinfóniuhljómsveit Houst- on-borgar, og yrði ánægjulegt að hitta hann á ný. Cleo Laine og mann hennar John Dankworth kvaðst hann ekki þekkja persónu- Frh. á bls. 15 Keith Glossop cellóleikari var vel búinn, enda hafði hann komið hingaö áður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.