Tíminn - 12.06.1974, Blaðsíða 10

Tíminn - 12.06.1974, Blaðsíða 10
V TÍMINN Miövikudagur. 12. júni 1974 Mi&vikudagur. 12. júni 1974 TÍMINN GONGUM VEL UM LANDIÐ, SUMAR Stutt spjall við Hauk Hafstað, framkvæmdastjóra Landverndar NÚ ER KOMIÐ VOR, og meira að segja eitthvert hið hiýjasta og gróðursæiasta sem elztu menn muna. Þá er eðlilegt að hugir okkar ieiti til þeirra manna, sem stunda landgræðslu og landvernd, — þeir hljóta að vera manna glaðastir og hamingjusamastir á þessu blessaða vori. Dreifing fræs og áburðar Það var þvi ekki að ástæðu- lausu að Timinn snéri sér til Hauks Hafstað, framkvæmda- stj. Landverndar á dögunum og bað hann að svara nokkrum spurningum. Og liggur þá fyrst fyrir að spyrja: — Hvað er að gerast hjá ykkur landverndarmönnum, Haukur, nú á þessu indæla vori? — Eins og getið var um hér að framan, þá hefur vorið verið óvenju gott, hins vegar hafa vor- annir hjá okkur i Landvernd verið með likum hætti og undanfarin ár. Eins og áður hefur komið fram i blaðaviðtali við mig, þá er einn þátturinn i starfi okkar að dreifa áburði og fræi um landið til þeirra aðila, sem vilja græða upp umhverfi sitt, þar sem þess er þörf. útsending áburðar og fræs má heita lokið hjá okkur nú, þessa dagana, og viða er farið að sá i og bera á þau landsvæði, sem tekin hafa verið fyrir. I ár mun verða dreift rúmlega tvö hundruð tonnum af áburði og sjö til átta tonnum af fræi. Meginhluta þessa magns hefur verið úthlutað til bæja og sveitarfélga, eins og ver- ið hefur að færast i aukana á undanförnum árum, og i mörgum héruðum hafa gróðurverndar- nefndir valið landið og annast siðan eftirlit með verkinu. Við höfum þannig fulla ástæðu til þess að ætla að þetta fari allt vel úr hendi og komi að tilætluðum not- um. Eins og áður fer mikill hluti áburðarins i næsta nágrenni við kauptún, kaupstaði og önnur þétt- býlissvæði, enda er land þar viðast hvar illa farið vegna ágangs manna og dýra árum og áratugum saman. Það hefur lika sýnt sig, að þar sem áhuga- mannafélög fara að vinna að uppgræðslu lands og viðkomandi sveitarfélög styrkja það verkefni, þar fer einnig önnur umgengni að batna. Fólk unir þvi ekki, að það land, sem verið er að friða og græða upp, sé út atað i rusli, eða að það sé skemmt með ökutækj- um eða á annan hátt. Uppgræðsla og vernd Þórsmerkur — Eruð þið með einhver alveg ný verkefni á þessu sviði núna, þessa stundina? — Já, það má vel kveða svo að orði. Nú i vetur hefur Landvernd haft forgöngu um að koma á fót nefnd, sem hafa skal forystu um uppgræðslu Þórsmerkur. 1 þess- ari nefnd starfa nú fulltrúar frá þeim aðilum, sem hagsmuna eiga að gæta i Þórsmörk og á nærliggjandi afréttarlöndum. Má þar nefnda þau hreppsfélög, sem nýta landið og þær stofnanir i Reykjavik, opinberar og hálf- opinberar, svo sem landgræðslan, skógræktin, Ferðafélag Islands, Náttúruverndarráð og Land- vernd. Þetta er mjög stórt verkefni og á margan hátt afar vandasamt Hér er ekki eingöngu um það að ræða, hvernighægt er að koma á raunhæfri friðun Þórsmerkur og hefja uppgræðslu foksára þar, heldur einnig á hvern hátt komið verður við hæfilegri nýtingu næstu afréttarlanda, eins og til dæmis Almenninga, sem allt bendir til, að séu nú þegar tals- vert mikið ofnýtt. Landvernd mun nú i vor skipu- leggja sjálfboðastarf til uppgræðslu i Þórsmörk og verður þá fyrst og fremst leitazt við að stöðva jarðvegseyðingu á þessu fagra landi. Einnig mun Land- græðsla rikisins leggja okkur nokkurt lið með dreifingu úr flug- vél. Hér er tvimælalaust um mjög þýðingarmikið verkefni að ræða, þar sem félög og einstaklingar mættu gjarna leggja hönd á plóg. Bætum okkar — Þegar minnzt er á Þórsmörk, er óhjákvæmilegt að manni detti ferðafólkið i hug, svo mjög sem það hefur komið við sögu þessa staðar. Hafið þið gert nokkrar ráðstafanir til þess að hafa hönd i bagga með umgengni i Þórsmörk á þessu nýbyrjaða sumri? — Við höfum mjög litla aðstöðu til að hafa hönd i bagga með ferðamannastraumnum, og þvi, hvernig hann gengur um landið. Hins vegar getum við gefið áminningar. Við getum minnt fólk á, hvað það má gera, og þó einkum hitt, hvað þvi ber að varast. Nú, þegar sumarleyfin fara i hönd og þúsundir manna taka að ferðast um landið, bæði i byggð og óbyggð, þá er full astæða til þess að minna þetta góða fólk á að sýna landinu fulla nærgætni i allri umgengni. Al- menn umgengni, bæði i byggð og óbyggð, er ef til vill bezti mæli kvarði sem hægt er að fá um það menningarástand, sem rikjandi er i landinu á hverjum tima. Ef þessi mælikvarði er notaður um okkur, íslendinga, þá eigum við sannarlega mikið ólært enn. Allir þekkja þau ósköp, sem blasa við, þegar nýbúið er að halda skemmtanir eða fjölmenn mót úti i riki náttúrunnar. Þeirri um- turnan má einna helzt likja við náttúruhamfarir. Þvi má bæta við, að þar sem tjaldstæði hafa verið leyfð á grónu landi, þá stór- spillist það venjulega af umferð ökutækja. Þá þekkja og allir það fyrirbæri, þegar rusl er skilið eftir I áningarstöðum eða þvi er kastað út um bilglugga. Spjöll af þessu tagi held ég að séu lang- oftast unnin i fullkomnu hugsunarleysi, en þó er það i rauninni harla litil afsökun. Hver einstaklingur, sem kominn er til vits og ára, verður að vera sér þess meðvitandi, að það, að valda spjöllum á náttúru landsins, er ekki aðeins honum sjálfum til Tjaldborg I Þjórsárdal. Landið okkar á heimtingu á þvl að við sýnum þvi fulla viröingu, hvort sem við feröumst um þaö gangandi, akandi eöa rlðandi — eða hvilumst I grasi þess á sumardegi. vansæmdar, heldur er þar um að ræða eyðileggingu á verðmætum, og að sú eyðilegging getur haft áhrif á afkomu þjóðarinnar á komandi árum, jafnvel um alla framtið. ,,Þannig að sómi sé að”. Þetta á að sjálfsögðu ekki að- eins við um ferðamál, heldur allar okkar athafnir. Það er til dæmis ástæða til þess að minna á það nú, þegar verktakar og aðrir eru að hef ja vinnu út um allt land, að mannvirkjagerð veldur alltaf og óhjákvæmilega nokkru jarð - raski. Það verður þvi seint um of brýnt fyrir mönnum að fara gæti- lega og gera ekki meira rask en nauðsynlegt er. Það er þvi miður hægtað benda á mörg dæmi þess, að framkvæmdir hafi spillt náttúruverðmætum að þarflausu. Það ber vissulega að viður- kenna, að við eigum enn margt ógert til þess að geta veitt ferða- fólki þá þjónustu, sem vera þyrfti. Á fjölmennustu ferða- mannastöðum, til dæmis á há- lendinu,hefur öll aðstaða verið á þann veg, að þar hefur vart verið hægt að taka á móti öllu þvi fólki, sem þangað hefur leitað. Nú i ár mun verða reynt að bæta að nokkru úr þessu, en auðvitað verður ekki allt gert á einu sumri. Þó ber að geta þess, að I sumar mun verða unnið að þvi á vegum Náttúruverndarráðs að bæta alla móttöku á þessum stöðum. Það mun verða komið upp merkjum viðs vegar til þess að leiðbeina fólki, hvernig það á að ganga um, benda þvi á hreinlætisstaði og annað þess háttar. Við verðum svo aðeins að vona að fólk kunni að meta það sem gert verður til þess að stuðla að góðri umgengni, og að það gangi þannig um landið, að sómi sé að. — VS. HVALVEIÐAR SOVÉTMANNA DRAGAST SAMAN SOVÉTRIKIN hafa framfylgt ákvörðunum og tilmælum vlsindanefnda alþjóðahvalveiði- nefndarinnar og minnkað hval- veiði sina stórlega. í viðtali við APN sagði Vladimir Tverja- novits, yfirmaður hvalveiði- og sjávardýraiðnaðardeildarinnar við sjávarútvegsmálaráðuneyti Sovétrikjanna að hvalveiði Sovét- manna hefði minnkað um 60% ár- ið 1973 miðað við árið 1965. Samkvæmt ákvörðun alþjóða- hvalveiðinefndarinnar veiða Sovétrikin nokkrar hvalategundir samkvæmt kvóta. Fyrir 30 árum rikti sú skoðun, að auðlindir náttúrunnar væru ótæmandi. Mörg lönd stunduðu hvalveiðar, en samt sem áður var ekkert eftirlit með þeim. Það hafði i för með sér mikinn skaða fyrir hvalastofninn, þar sem eðli- leg viðkoma hans fór úr skorðum. Fyrir heimsstyrjöldina siðari stunduðu 37 fljótandi hvalstöðvar veiðar, þar af ein sovézk, 35 strandveiðistöðvar og áttu Sovétrikin enga þeirra og 358 hvalveiðiskip og voru þar af 3 sovézk. Alþjóðlegur sáttmáli um eftirlit með hvalveiðiiðnaðinum, sem samþykktur var árið 1946, var fyrsti alþjóðasamningurinn, sem takmarkaði hvalveiðar. Siðar var stofnuð alþjóðleg hvalveiðinefnd samkvæmt einu ákvæði samningsins og áttu fulltrúar 14 landa sæti i henni, þ.á.m. Sovétrlkin. Nú fjallar þessi alþjóðanefnd um öll vandamál varðandi eftirlit með hvalveiðum i heiminum. Sovétrikin hafa veitthvali siðan árið 1933 I norðurhluta Kyrrahafs og frá árinu 1947 við suðurheims- skautið. Eins og sjávarútvegs- málaráðherra Sovétrikjanna, Alexander Ishkov, hefur marg- sinnis lagt áherzlu á I ræðum sin- um er afstaða Sovétrikjanna varðandi málefni hvalveiði- iðnaðarins sú að framfylgja öll- um ákvæðum alþjóðasamnings- ins og fara eftir ákvörðunum alþjóðahvalveiðinefndarinnar. Sovézkir sérfræðingar og visindamenn taka virkan þátt i starfi nefnda alþjóðahvalveiði- nefndarinnar. I visindanefndum eru vandamál eftirlits með hval- veiðiiðnaðinum i heimshöfunum vandlega athuguð. Einnig fer fram mikið rannsóknastarf. Sam- kvæmt niðurstöðum visinda- rannsóknanna er unnið að ákvörðunum og sett veiðitakmörk með tilliti til einstakra tegunda. öll aðildarlönd nefndarinnar eru skyldug til að framfylgja þeim takmörkunum. I tækninefnd eru könnuð vanda- mál, sem eru tengd broti á iðnaðarreglunum, sem sett voru fram i viðbæti við samninginn ár- ið 1946. Nú eiga ekki að vera færri en tveir eftirlitsmenn frá rikinu á hverri hvalveiðistöð og einn alþjóðlegur eftirlitsmaður. Arið 1966 tók sjávarútvegs- málaráðuneyti Sovétrikjanna þá ákvörðun að banna alla veiði á höfrúngum i Svartahafi og Asovs- hafi.i næstu tiu ár. Sovétrikin beindu þeim tilmælum til allra landa, sem stunda höfrungaveið- ar i Svartahafi að sameinast um þessa ákvörðun. Búlgaria, Rúmenia og Júgóslavia, studdu tillöguna, svo og Tyrkland. Við slikar aðstæður er undar- legt að fylgjast með hinni miklu veiði og fjöldadauða ýmissa höfrungategunda, sem lenda i túnfiskanetum ýmissa vestrænna landa. Sú veiði nemur árlega nokkrumi hundruð þúsunda fisk- um. Það er nauðsynlegt að vinna að eftirliti hvalveiðiiðnaðarins i sameiningu, ella næst enginn árangur. — APN.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.