Tíminn - 12.06.1974, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.06.1974, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Miðvikudagur. 12. júni 1974 Ég verð að fd að elska þann, sem ég vel mér sjdlf Tengdamó&ir min er stórkostleg kona, en hún skiptir sér af allt of miklu. Ég verð að hafa rétt á að lifa minu eigin lifi — ég vil, að hún láti mig um það, hvaða mann ég vel mér að elska. Ethel Kennedy hefur nú verið ekkja i fimm ár, eða frá þvi maður hennar Robert Kennedy var myrtur, og nú hefur hún i fyrsta skipti mótmælt tengdamóður sinni, og yfirráðastefnu hennar. Rose Kennedy hefur helgað allt sitt lif börnunum sinum og fjölskyldunni og vill hennar veg sem mestan. í tvö ár hefur Ethel Kennedy farið i felur með ást sina á Andy Williams. ,,Þessum þarna söngvara,” segir tengdamóðir hennar með fyrirlitningartón. — Hugsaðu um fjölskylduna. — En ég er hamingjusöm, þegar ég er með Andy, segir Ethel. — Ég vil giftast honum. Við ætlum að flytjast til Kaliforniu með börnin, og þá losnar ættin við okkur o Picasso veldur vandræðum Þegar Picasso lézt, ánafnaði hann Louvre-safninu um 200 myndir og málverk eftir heims- fræga listamenn. Þessi dánar- gjöf er nú farin að valda stjórn- endum safnsins nokkrum áhyggjum. Astæðan er sú, að listamaðurinn setti það skilyrði fyrir gjöfinni, að öll yrðu lista- verkin höfð i einum og sama salnum, eða i samfelldum hluta safnsins, svo þau mynduðu eins konar safn i safninu. Þetta veld- ur nokkrum erfiðleikum, meðal annars vegna þess, að fram til þessa hefur sá háttur verið hafður á i Louvre, að lista- verkunum er raðað saman eftir höfundum, þannig að verk sama manns eru höfð saman. Einnig er timabilið, sem myndirnar eru frá, og landið, látið ráða nokkru um uppsetningu safns- ins. Það hefur komið fyrir, að ekki hefur verið tekið við dánar- gjöfum, vegna þess að þær voru gefnar með einhverjum þeim ★ skilyrðum, sem safnstjórnin gat ekki sætt sig við. Þá er enn eitt vandamál samfara Picasso- gjöfinni. Myndirnar i safni hins látna listamanns eru mjög mis- jafnlega verðmætar. Sumar myndirnar eru mjög verðmæt- ar, aðrar ekki jafndýrar, og til er, að þær séu ekki einu sinni eftir þá menn, sem Picasso taldi hafa gert þær. Sem dæmi um þetta má nefna, að sennilega eru myndir þær, sem Picasso taldi sig eiga eftir Gauguin, alls ekki eftir hann og sömu sögu er að segja um myndir eftir Courbet. Mikill vafi leikur á um uppruna mynda eftir Corots og Claude Lorrain, og segja safn- menn, að þær séu áreiðanlega ekki eftir þessa tvo listamenn. Að lokum má svo nefna tvær myndir eftir Matisse. Þær eru svo lélegar, að vart þykir sómi að þvi fyrir safnið að sýna þær. Talið er koma til greina, að safnið leggi mál þetta fyrir dóm, og kanni, hvort ekki megi upphefja fyrirmæli Picassos um það, hvernig geyma eigi mynd- irnar i framtiðinni, að minnsta kosti að einhverju leyti. ★ Frost reynir á nýjan leik Getur það verið, að svo illa fari fyrirDavid Frost, að hann verði svikinn i þriðja skiptið? — við vonum ekki. Fólki er eiginlega farið að þykja leiðinlegt, hversu illa honum gengur að ná sér i konu. Tvisvar sinnum hefur hann verið rétt að þvi kominn að gifta sig, en i bæði skiptin hefur sú, sem hann hefur valið sér, gert sér litið fyrir og gifzt öðrum beint fyrir framan nefið á honum. Það gekk meira að segja ekki, þegar hann ætlaði að krækja sér i Karen tizku- sýningardömu, þrátt fyrir það að hin 71 árs gamla mamma Frosts sagði opinberlega, að nú væri hún áreiðanlega að eignast tengdadóttur. En David náði sér fljótt, og nú horfir hann sem oftast og fastast i augun á Alexöndru Bastedo. Vonast menn til að þar hafi hann fundið sinn rétta lifsförunaut. Hér eru þau brosmild á svip að ræðast eitthvað við. — Þetta er svaka trommusóló. sem nágranni okkar er að lemja i veggina.... DENNI DÆMALAUSI Við erum stutta orðið, Jói.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.