Tíminn - 12.06.1974, Blaðsíða 9

Tíminn - 12.06.1974, Blaðsíða 9
Miðvikudagur. 12. júni 1974 TÍMINN 9 Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karisson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisiason. Rit- stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — af- _ greiðsiusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Blaðaprent h.f. V. ___ Hverju reiddust kommúnistar? Þjóðviljinn birtir i gær tvær miklar skamma- greinar um Einar Ágústsson utanrikisráðherra. Tilefni þessarar miklu reiði blaðsins er stutt grein eftir Einar Ágústsson, sem birtist hér i blaðinu sl. sunnudag, en þar segir m.a.: ,,Það hefur aldrei verið meining okkar Fram- sóknarmanna, að rjúfa samstarfið við vestrænar þjóðir. Það er beinlinis tekið fram i málefna- samningnum, að samstarfinu við Atlantshafsrikin skuli haldið áfram. Við Framsóknarmenn höfum alltaf lagt á það höfuðáherzlu, að eiga samvinnu og samstarf við Atlantshafsrikin og að ísland verði áfram aðili að NATO. Það hefur aldrei komið til greina að rjúfa þessa samstöðu. Eins er þessu farið að þvi er varðar herstöðvar- málin. Enda þótt við stefnum að þvi, að hér verði ekki her á friðartimum, þá hefur það verið og er ásetningur okkar að vinna að þessu stefnumáli okkar i fullri samvinnu við Bandarikin og fram- kvæma það i fullri vinsemd við þauÞannig hefur verið haldið á málinu og þannig verður haldið á þvi meðan við Framsóknarmenn förum með það. Við leggjum höfuðáherzlu á, að eiga góð samskipti og samvinnu við Bandarikin og Atlantshafsrikin, og munum þvi vinna að stefnumálum okkar um her- laust land á friðartimum i fullri vinsemd við Bandarikin og finna lausn á þvi máli i samræmi við það. Þetta á ekki að vera erfitt i framkvæmd, enda hafa Bandarikjamenn sýnt skilning á sjónar- miðum okkar. Markmið okkar er að tryggja sjálf- stæði og öryggi íslands og islenzku þjóðarinnar fyrst og fremst með aðild að Atlantshafsbandalag- inu og með þvi, að tryggja bandamönnum okkar aðstöðu til þess að halda áfram eftirliti sinu i Norðurhöfum, jafnframt þvi sem aðstaða sé fyrir hendi til varna með skjótum hætti, ef ófriðarblika skyldi koma upp, en á friðartimum verði hér ekki erlendur her. Þessi stefna er hvorki stefna Sjálfstæðisflokks- ins um varanlega hersetu og óbreytt ástand, né heldur stefna kommúnista um varnarlaust land, sem býður hættunni heim. Þetta er hin ábyrga, farsæla og sjálfstæða stefna fyrir islenzka þjóð, sem vill halda sjálfstæði sinu og frelsi, þótt smá sé, tryggja stöðu sina i hópi vestrænna þjóða, gæta öryggis sins með veru i varnarsamtökum Atlants- hafsins, láta Bandarikjunum i té aðstöðu til öryggiseftirlits fyrir Atlantshafsbandalagið á Norðurhöfum og viðhalda hér varnaraðstöðu af öryggisástæðum, sem gripa má til, ef ófriðarblika kæmi á loft, og það er sannfæring min, að þetta sé eina leiðin til að binda á hæfilegum tima enda á dvöl varnarliðsins hér”. Ástæðan til reiði Þjóðviljans er augljós, þegar lesin eru framangreind ummæli Einars Ágústs- sonar. Reiðin er sprottin af þvi, að Einar Ágústs- son leggur áherzlu á, að stefnt verði að þvi i góðu samstarfi við vestrænar þjóðir, að ísland verði herlaust land á friðartimum. Kommúnistar, sem ráða enn miklu i Alþýðubandalaginu, hafa viljað og vilja nota varnarmálin til þess að koma á deil- um við Bandarikin og önnur vestræn riki. Hér kemur hið sama i ljós og þegar umrædd klika hugðist hindra samkomulagið milli Ólafs Jó- hannessonar og Heaths i þeim tilgangi, að þorska- striðið héldist áfram og skapaði aukna sundrung milli fslendinga og bandamanna þeirra i NATO. Árás Þjóðviljans á Einar Ágústsson er ný sönn- un þess, að Alþýðubandalaginu er ekki treystandi i utanrikismálum, sökum áhrifa kommúnista innan þess. Þ.Þ. Charles W. Yost, fyrrum sendiherra: Geta öfgamenn bráðum rænt kjarnorkuvopnum? Hugleiðing vegna kjarnorkusprengingar Indverja HEIMURINN er á stöðugri hreyfingu. Stundum miðar áfram, stundum afturábak og öðru hvoru þvert af leið. Við erum sjaldnast á hreinu um, hvert miðar eða miðaði fyrri en að mörgum árum liðnum. Um miðjan maísigu margir ærið merkilegir atburðir mið- ur um mjóddina á stundaglasi mannkynsins. Sumt virðist miður traustvekjandi, annað aukaatriði, en eitt var að minnsta kosti uggvekjandi. Þjóðverjar og Frakkar skip- uðu af aðdáanlegu snarræði i tvær leiðtogastöður, sem losnað höfðu skyndilega. Fyrir valinu urðu tveir hæfir og heiðarlegir menn, sem eru reyndir bæði i stjórnmálum og efnahagsmálum. Þetta var vissulega af hinu góða. PORTÚGALIR steyptu af stóli 40 ára einræðisstjórn og hófu umsvifalaust viðræður við að minnsta kosti sumar þeirra „frelsishreyfinga”, sem uppi eru i nýlendum þeirra i Afriku. Þetta sýndist horfa rétt, en i þessu sam- bandi sækja þó á tvær spurn- ingar, sem ekki er unnt að svara að svo stöddu. í fyrsta lagi er sú spurning, hvort Portúgalir, sem næsta litla lýðræðisreynslu hafa og lengst af hafa einangrað sig frá stjórnmála- og menningarstraumun nútim- ans, geti allt i einu stigið inn i hann fráðsamlega og áfalla- laust, eða er ef til vill senni- legt, að langbæld framsækni valdi svo áköfúm árekstrum, að einræðinu verði komið á að nýju? 1 öðru lagi er enn á huldu, hvort sjálfsákvörðunarréttur hins svarta meirihluta i ný- lendum Portúgala verði endanlega tryggður, en hvað sem þvi liður er brennandi spurning, hvort sviptivindar breytinganna þar verði svo striðir, að til alvarlegra kyn- þáttaátaka komi um alla sunnanverða Afriku. FYRIR botni Miðjarðar- hafsinssýnisthorfa vel. Þegar þetta er skrifað virðist dr. Kissinger vera i þann veginn að vinna nýjan stórsigur með þvi að koma á samkomulagi um frið og aðskilnað önd- verðra herja Israelsmanna og Sýrlendinga. Fjarri fer þó, að alvarlegir árekstrar séu úr sögunni á þessum slóðum, eins og greinilega kom fram i hinum hryggilegu blóðsúthellingum i Maalot og Libanon fyrir skömmu. Aðskilnaður herj- anna er aðeins byrjun. Ný styrjöld hlýtur áfram að vofa yfir fyrir botni Miðjarðarhafs- ins þar til búið er að sætta og jafna meginkröfur um lands- yfirráð á þessum slóðum og verða við þjóðernis- og trúar- legum kröfum. ENN er bætt sambúð Bandarikjamanna við Sovét- menn og Kinverja i alvarlegri og varanlegri hættu. Stjórn- málaveikleiki i Bandarikjun- um veldur þar meiru um en skortur á góðum vilja. Stjórn Bandarikjanna er allt of aðþrengd og umsetin til þess að hún geti hindrunar- laust haldið áfram efnahags- samvinnu við Sovétmenn eða samningum um minnkaðan vigbúnað. Hún getur heldur ekki fullnægt þeim augljósa tilgangi Shanghai-samkomu- lagsins við Kinverja, að draga smám saman en eigi að siður Indira Gandhi jafnt og þétt úr afskiptum á Taiwan. Geti Bandarikjamenn ekki haldið þessum samningum áfram eða fylgt þeim fram hlýtur það að veikja aðstöðu þeirra leiðtoga Sovétmanna og Kinverja, sem að þeim standa, og bera ábyrgð á þeim. Bætt sambúð gæti orðið fyrir alvarlegu áfalli af þess- um sökum. SPRENGING kjarnorku- sprengju i Indlandi er þó sá at- burður, sem hæst ber þegar þetta er skrifað. í hinum lok- aða kjarnorkuklúbbi voru upphaflega fjögur stórveldi, urðu fimm þegar Kina kom til sögu, en nú eru þau orðin sex. Sennilega eiga Indverjar engin kjarnorkuvopn enn. Efalaust liður nokkur timi áð- ur en þeir geta komið kjarn- orkusprengjum áleiðis, eða með öðrum orðum eignazt eld- flaugar, sem eru sambærileg- ar við eldflaugar Kinverja. En þeir gætu án efa útbúið einfalda sprengju, sem varpa mætti úr flugvél. Þessi framvinda vekur að minnsta kosti fjórar uggvæn- legar spurningar. I FYRSTA LAGI: Hver verða áhrifin á friðinn á Ind- landsskaga? Verið er að reka smiðshöggið á að koma sam- búð rikja á skaganum i nokk- urn veginn eðlilegt horf. Nú hljóta Pakistanar að lita svo á, að þeim sé ógnað að nýju. Bhutto forsætisráðherra hefur þegar lýst yfir, að Pakistanar muni aldrei lúta „kjarnorku- kúgun”. í ÖÐRU LAGI: Almenningur i Indlandi er að sjálfsögðu stórhrifinn af þessu visindalega afreki, sem færir Indland drjúgan spöl i átt til stórveldisaðstöðu. Þjóðin á eigi að siður við mjög alvar- lega erfiðleika að etja bæði i efnahagsmálum og stjórnmál- um, og verulegur skortur á eldsneyti, matvælum og áburði þjakaði hana tilfinnan- lega fyrir skemmstu. Hversu má það vera, að slik þjóð hafi efni á framkvæmd umfangs- mikillar kjarnorkuáætlunar? Að þessu var vikið um dag- inn i blaðinu Hindustan Times: „Ósamræmi þessa (hins visindalega afreks) og fums, fálms, og öngþveitis á öllum öðrum sviðum er átakanlega augljóst”. Rikis- stjórnum virðist yfirleitt veit- ast ákaflega erfitt að meta það mest, sem brýnast er, en ind- verska stjórnin þyrfti þess þó framar flestum öðrum stjórn- um. I ÞRIÐJA LAGI: Uggvæn- legasta spurningin er þó, hversu langt kjarnorkupúkinn sé sloppinn frá leggnum, sem hann átti að vera geymdur i. Samningurinn um bann við útbréiðslu kjarnorkuvopna var gerður fyrir sex árum og átti að takmarka aðild að kjarnorkuklúbbnum við fimm veldi. Rikin, sem ekki réðu yf- ir kjarnorku, lýstu eigi að sið- ur yfir við þetta tækifæri, að þau sættu sig við þessa sjálfs- afneitun á þeim forsendum einum, að kjarnorkuveldin hæfu að draga úr kjarnorku- vopnabirgðum sinum. Úr þessu hefir auðvitað ekki orðið. Bandarikjamenn og Sovétmenn hafa þvert á móti aukið kjarnorkuvigbúnað sinn algerlega skefjalaust. Þeir geta þvi sjálfum sér um kennt og engum öðrum, ef Indverjar og efalaust fleiri þjóðir brjóta sér braut inn i klúbbinn. Þegar kjarnorkuveldin eru orðin tiu i stað fimm hlýtur dómsdags- klukkan óðfluga að nálgast tólf. 1 FJÓRÐA OG SIÐASTA LAGI: Afrek Indverja varpar skæru ljósi á sumar uggvæn- legri hliðar hinna friðsamlegu nota kjarnorkunnar. Walter Sullivan visindaritstjóri New York Times skrifaði fyrir skömmu um þetta efni: „Verði að þvi horfið hér (i Bandarikjunum) og i öðrum iðnaðarrikjum að treysta fyrst og fremst á kjarnakljúfa hlýt- ur að þvi að liða að plutonium- birgðirnar verði reiknaðar i hundruðum ef ekki þúsundum smálesta”. Verður unnt að verja þúsund- irsmálesta af þessu lifshættu- lega efni fyrir ásælni ofstækis- manna og öfgasinna i stjórnmálum eins og Irska lýðveldishersins, ofstækis- hreyfingu mótmælenda á Norður-Irlandi eða fremjend- um fjöldamorðanna i Maalot?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.