Tíminn - 12.06.1974, Blaðsíða 16

Tíminn - 12.06.1974, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Miðvikudagur. 12. júni 1974 ..Þýzku" Svíarnir hqfa verið á skot skónum í vetur... — vsrða þeir markhæstir í HAA? Þeir gjörþekkja veliina, sem Svíþjóð leikur á Svíar binda miklar vonir við ,/útlendingaher- sveit" sína á HM. Þarer auðvitað átt við þá Svia, sem leika knattspyrnu fyrir félagslið í Evrópu. Tveir þessara manna eru þeir Conny Thor- stensonog Roland Sand- berg, sem s.l. vetur léku með þýzkum liðum í „Bundesligunni". Þar hafa þeir verið iðnir við að skora mörk í vetur. Thorstensson hefur skorað um 10 mörk fyrir Bayern, mest i Evrópu- keppninni, en Sandberg hefur skorað 20 mörk fyrir Kaiserslautern, allt í „Bundesligunni". Hann var fjórði mark- hæsti maður þar, næst á eftir þeim Múller, Heynckes og Fischer. Ekki hefur það liklega hvarflað að Conny Thorstens- son, aðhann ættieftirað verða Evrópubikarmeistari, þegar Atvidaberg keppti i fyrstu um- ferö f Evrópukeppni meistara- liða á móti Bayern Múnchen. Hann gerði sitt ýtrasta til að slá Bayern út, skoraöi tvö mörk I seinni leiknum, sem Atvidaberg vann 3-1, en Bay- ern hafði unniö fyrri ieikinn með sömu markatölu. Bayern komst svo áfram i vftaspyrnu- keppni, 4-3, en til hamingju fyrir Thorstensson misnotuðu Sviartvær spyrnur. Hann hef- Koma frá Sviss Astraiska HM-liðið kemur tii Vestur-Þýzkalands I dag frá Sviss, en þar hefur liðiö veriö I æfingabúðum undanfarið. A laugardaginn lék liðið sinn þriðja ogsiðasta æfingaleik i Sviss fyrir HM-átökin. Astralfumenn sigruðu þá 1. deildar liðið Neuchtei 1:0 — markið skoraði Reymond Richards. Astraliumenn mæta A- Þjóöverjum á föstudaginn I HM- keppninni. ur áreiðanlega verið vonsvik- inn þá, en seinna prisað sig sælan yfir þvi, að úrslitin urðu þessi. Vegna frammistöðu hans i leikjunum keypti nefni- lega Bayern hann fyrir 500.000 mörk. Og svo fór Thorstensson aö skora mörk fyrir þaö lið, sem hann hafði barizt eins og hetja á móti. Mörk hans fyrir Bayern í Evrópukeppninni fleyttu þeim áfram, þangað til i úrslitaleiknum, en þá sáu þeir Gerd Miiller og Uli Hoeness um að skora. Thorstensson er 25 ára og hefur ieikið 13 landsleiki, nú siðast á móti Dönum i Kaup- mannahöfn, en þar skoruðu þeirsitt markið hvor, hann og Sandberg. Sandberg var, eins og Thor- stensson, i Atvidaberg áður en Kaiserslautern keypti hann. Þar hafa forráðamenn Kaiserslautern gert góð kaup, þvi að hann hefur siður en svo brugðizt vonum þeirra. Tuttugu mörk f þrjátfu leikj- um er hreint ekki svo slæmur árangur. Þetta gæti orðið til þess, að Kaiserslautern kæm- ist i EUFA-keppnina næsta haust, en það er komið undir úrslitunum i úrslitaleik bikar- keppninnar, sem fer ekki fram fyrr en 17. ágúst. Þar keppa Eintrakt Frankfurt og Ham- borg. Ef Frankfurt vinnur, kemst Kaiserslautern i EUFA-keppnina, en ef Ham- borg vinnur, fer Frankfurt I EUFA keppnina. Sandberg er 28 ára og hefur leikið 19 landsleiki. Fyrir utan það að vera mikiil markaskor- ari hefur hann það hlutverk að gefa háar sendingar inn f vita- teiginn, þar sem hinn hávaxni Edström sér um að koma knettinum inn. Þaö má segja, að i Þýzka- landi leiki þeir Thorstensson og Sandberg á heimavelli. Þeir gjörþekkja veliina, sem Sviþjóö keppir á. Sviþjóö er I riðli með Búlgariu, HoIIandi og Uruguay og keppa á völlun- um I Dusseldorf og Dortmund. Fullvist má telja, að Sviþjóð komist ekki áfram i HM, nema þeir Thorstensson og Sand- berg veröi á skotskónum i for- keppninni. ó.O. Zaire fyrsta hindrun Skota „Brasi líu menn og Júgóslavar verða ekki aðalkeppinautar okkar í riðlinum, eins og svo margir halda", segir Billy Bremner, fyrirliði Skotlands. Heldur verður það Zaire, vegna þess að Zaire-menn eru fyrsta hindrunin á vegi Skota í HM-keppninni. Skotar leika gegn Zaire á föstudaginn. Skotar gera sér fyllilega grein fyrir þvi, að leikurinn við Zaire getur ráðið úrslitum um það, hvort þeir komast I 8- liða úrslitin. Þeir verða að vinna leikinn á föstudaginn, og það örugglega, þvf aö marka- talan ræður úrslitum I riðlin- um, ef tvö eða fleiri liö verða jöfn. -SOS. Skotlandi gengur illa á móti Brasilíu... Nú, þegar heimsmeistara- keppnin er að hef jast, gæti verið gaman að velta fyir sér hvernig farið hafa fyrri leikir liðanna, sem leika í sama riðli eða rétt- ara sagt hvernig leikirnir samtals hafa farið, ef þeir eru fleiri en einn. Fyrsta talan táknar leikjafjölda, síðan koma unnir leikir, þá jafntefli, þvf næst tapaðir leikir. Síðast er svo marka- talan. 1. riðill 1 fyrsta riðli keppa V-Þýzka- land, A-Þýzkaland, Chile og Astralfa. Leikir V-Þjóðverja hafa farið þannig: viö A-Þýzkaland 1 0 0 1 2:3 viðChile 4 2 0 2 6:6 við Ástraliu enginn leikur. Leikir Chile: við A-Þýzkaland 3 1 0 2 3:6 Astralia hefur ekki keppt við löndin i sinum riðli fyrr. 2. riðill 1 öðrum riðli keppa Júgóslavfa, Brazilia, Zaire og Skotland. Leikir Brasiliu hafa farið þannig: við Skotland 3 2 1 0 3:2 við Júgóslaviu 10 5 3 2 25:19 við Zaire enginn leikur. Leikir Júgóslavfu: viðSkotland 4 0 3 1 5:7 Zaire hefurekki keppt viö löndin i sinum riðli fyrr. 3. riðill t þriðja riðli leika Uruguay, Hoiland, Sviþjóð og Búigaria. Leikir Uruguay hafa farið þann- ig: við Holland 2 2 0 0 4:1 viðSviþjóð • 2 1 0 1 3:3 við Búlgariu engihn leikur. Lcikir Holiands: við Sviþjóð 15 7 2 6 28:36 viðBúlgariu 4 112 7:8 Leikir Sviþjóöar: viðBúlgariu 2 0 0 2 0:5 4. riðill t fjóröa riöli keppa, ttaiia, Argentfna, Haiti og Pólland. Leikir ttaliu hafa farið þannig: viðArgentinu 4 3 0 1 9:2 viðPólland 2 110 6:1 við Haiti enginn leikur Leikir Argentfnu: viðPólland 2 1 1 0 2:1 Haiti hefur ekki leikið á móti þessum löndum i sinum riðli fyrr. Þess má þó geta, að Haiti hefur spilað leik á móti áhugamannaliði Argentinu og tapað 0:1. Eins hefur Zaire keppt á móti áhuga- mannaliði Brasiliu og vann Zaire þann leik 2:0. Það kemur margt athyglisvert fram i þessum úrslitum. t fjórum leikjum er V-Þýzkaland með jafna útkomu á móti Chile, Skot- landi gengur illa á móti Brasiliu, en aftur á móti vel á móti Júgóslaviu. Uruguay hefur unnið Holland i báðum leikjunum, sem löndin hafa spilað, Holland og Sviþjóð eru svo að segja jöfn, i þeirra innbyrðis átökum, en bæði Holland og Sviþjóð hefur gengið illa á móti Bulgariu. Italia hefur betri útkomu á móti bæði Argentinu og Póllandi. Hvort þetta gefur einhverja visbendingu um úrslit i HM er ekki gott að segja, en eitt er öruggt, að liðin munu leggja hart að sér i undankeppninni, þvi að til mikils er að vinna, eitthvert þessara 16 landa verður i lok keppninnar krýnt sem heims- meistari i knattspyrnu, og þeim titli heldurþaði a.m.k. fjögur ár. Ó.O.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.