Tíminn - 12.06.1974, Blaðsíða 8

Tíminn - 12.06.1974, Blaðsíða 8
8 TÍMINN MiOvikudagur. 12. júni 1974 LEIKFELAG AKUREYRAR í SJÓNVARPI HP.-Reykjavik. Þessa dagana vinnur sjónvarpiO aO upplöku á leikriti Moliéres l.e Festin de Pierre, eöa Don Juan eins og þaö er vcnjulega ncfnt. Leikrit þetta mun vera frá árinu 1665 og er taliö i hópi beztu gleðiieikja Moliéres. Leikfélag Akureyrar sýndi þetta verk fyrst verka á siðasta vetri, og þaö er cinmitt sú uppsetning undir leikstjórn Magnúsar Jónssonar, sem sjónvarpið myndar nú. Aðspurður kvaðst Magnús hafa sérlega gaman af að Akur- eyringar fengju að sýna hvað i þeim byggi á sjónvarpsvettvangi. Timinn til upptöku væri auðvitað skammtaður, og það naumlega en tæknimenn sjónvarps og leik- myndadeild næðu oft á undra- verðan hátt að skapa það um- hverfi, er leikurinn ætti að gerast i. Margt af tækjum þarna væru komin til ára sinna og úr sér gengin og aðstaða erfið. Egill Eðvarðsson, stjórnandi upptökunnar tók undir orð Magnúsar um skemmtilegt sam- starf og taldi ánægjulega tilbreytingu i að vinna með Leikfe'Iagi Akureyrar. 15 leikarar taka þátt i sýning- unni, tvö aðalhlutverkin eru leikin af Arnari Jónssyni, sem leikur Don Juan, og bráni Karls- syni, sem hefur hlutverk Saganar elle með höndum. Alls mun sýningartimi verksins verða um ein og hálf klukkustund. Hringið, og ruslið verður fjarlægt Fegrunarvikan stendur 9. til 16. júni og er þess fastlega vænzt, að allir leggist nú á eitt um að hreinsa og fegra borgina fyrir þjóðhátiðardaginn. Þeir, sem þurfa að losna við rusl umíram það, sem kemst i venjuleg sorp- ilát verða aðstoðaðir þessa viku við að fjarlægja það og er fólki bent á að hringja i sima 18000. A sama stað verður tekið við öllum ábendingum, sem fólk vill koma á framfæri um fegrun borg- arinnar. Rétt er að benda iðn- fyrirtækjum og verzlunum á, aö Reykjavikurborg mun veita þeim tæknilega og faglega aðstoð við hreinkun og lagfæringar á-lóðum, gegn greiðslu. Málarameistarafélag Reykja- vikur (simi 81165) mun veita hús- eigendum leiðbeiningar um lita- val og annað er varðar málun utanhúss. F.h. Fegrunarnefndar Reykjavikur TONLISTAR- LÆKNINGAR — fyrirlestur og námskeið Hér á landi er stödd frú Helen Bonny, bandariskur tónlistarlæknir, sem vinnur viö rannsóknir og viö sállækn- ingar hjá rannsóknastofnun Marylandrikis, Baltimore i geðsjúkdómum. Frú Bonny mun halda fyrirlestur með tóndæmum um tónlistar- lækningar föstudagskvöldið 14. júni kl. 20.15 I sal Tónlistar- skólans, Skiphoiti 33. Laugardaginn 15. júni held- ur Helen Bonny svo heils dags námskeið i tónlistarlækning- um ásamt Geir Vilhjálmssyni, sálfræðingi. Hefst námskeiðið kl. 09.00 að morgni og stendur fram til kl. 20.00 um kvöldið i húsnæði Jógastöðvarinnar Hátúni 6. A námskeiði þessu verða sýnd undirstöðuatriði þeirrar tegundar tónlistar- lækninga, sem Helen Bonny stundar, en hún byggir þær á djúpri slökun og innleiðslu i móttækilegt sálarástand áður en hin sérstaklega valda tón- list er látin hljóma af segul- bandi. Tónlistin er samvaldir kaflar úr klassiskum tónverk- um. Lengd hvers prógramms er yfirleitt á bilinu fra 30 og upp I 120 minútur. Verður far- iði 3mismunandi prógrömm á námskeiðinu og að loknu hverju prógrammi gefst þátt- takendum tækifæri, til þess að ræða um reynslu sina og vinna úr henni. Aðgangur að fyrirlestrinum er öllum heimill, en þar eð fjöldi þátttakenda I námskeið- inu er takmarkaður er nauð- synlegt að tilkynna þátttöku I þvi fyrirfram til Rannsókna- stofnunar vitundarinnar. Helen Bonny er tónlistar- læknir og vinnur við rannsóknir og við sállækning- ar við rannsóknastofnunMary- landsrikis, Baltimore, USA, við geðsjúkdóma. Hún hefur haldið mörg námskeið og fyr- irlestra innan Bandarikjanna og utan og hún er forstöðu- maður Insitute for Conscious- ness and Music i Baltimore. Bók hennar, Music And Your Mind, kom út hjá Harp- er&Row 1973. Hún er einn af ráðgjöfum Rannsóknar- stofnunar vitundarinnar og stjórn Association for Trans- personal Psychology. Geir V. Vilhjálmsson er sál- fræðingur og stjórnandi Rannsóknarstofnunar vitund- arinnar. Hann stundar sál- fræðilega ráðgjöf, kennir sálarfræði, og vinnur að rannsóknum. Hann hefur haldið mörg námskeið og fyr- irlestra á íslandi og erlendis. Hann stjórnaði fyrstu alþjóð- legu ráðstefnunni um transpersónulega sálarfræði að Bifröst 1972. Við upptöku á Don Juau Moliéres: Magnús Jónsson leikstjóri, Egill Eðvarðsson stjórnandi upptöku og Snorri Þórisson myndatökumaður. Arnar Jónsson og Þráinn Karlsson I hlutverkum Don Juans og Sganarelles Akureyringar að skylmast. Sjóstangamót í Keflavík: Veiddu út af Stafnesi BH-Reykjavik. — A laugar- daginn efndi sjóstanga- vejðifélagið Sjóstöng i Keflavik til sjóstangaveiðimöts i yndislegu veðri við sérstaklega góðar aðstæður. Þátttakendur voru alls 47, og var róiö á 6 bátum frá Keflavik kl. 6 um morguninn, en komið aftur heim um tvöleytið um daginn. Var aflinn þó veginn og skráður. Veiðisvæðið var aðallega út af Stafnesi og Sandgerði, en- par er. oft góð veiði, enda brást hún ekki i þetta sinn, og voru þátttakendur mjög ánægðir með gott mót. Um kvöldið var haldið hóf á Hótel Sögu. Þar fór fram verðlaunaafhending, og margir forkunnarfagrir bikarar veittir. Skipstjorabikarinn fékk Bene- dikt Guðmundsson á mb Fram fyrir 485 kg veiði. Sveitabikarinn fékk 1. sveit Vestmannaeyinga fyrir 274,5 kg. veiði, en fast á hæla hennar fylgdi 1. sveit Kefl- vikinga, svo að aðeins munaði 1 kg. á afla sveitanna. Mestan afla kvenna dró Margrét Helgadóttir frá Kefla- vik, 89,9 kg., en mestan afla yfir heildina dró Jón ögmundsson frá Vestmannaeyjum, en afli hans var 128,1 kg. Var hann lika verð- launaður fyrir að hafa dregið flesta fiskana. Þá voru og verðlaunaðir þeir, sem drógu stærstu fiskana af hverri tegund, og skuli þeir nú taldir upp: Jóhann Lindal dro þorsk, 8,6 kg., Jóhann Einvarðs- son dró ufsa, 6,4 kg. Magnús Gunnarsson dró lúðu, 4.4 kg. D.E. Hixon dró keilu 2,8 kg. Kristinn Þorhallsson dró ufsa 4,3 kg, Margeii Margeirsson dró löngu 1,1 kg, Agnar Guðjónsson dró háf 1,7 kg., Marinó Pétursson og Friðgeir Kristvinsson drógu jafn- stóra steinbita 4,5 kg. og Sævar Sæmundsson dró stærsta karfann, 1,2 kg. Það er enginn vafi á þvi, að að- staða til sjóstangaveiði er mjög góð þarna i Keflavik og miðin sér- lega heppileg. Félagið Sjóstöng hefur starfað i Keflavik um 10 ára skeið. Formaður þess er Margeir Margeirsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.