Tíminn - 12.06.1974, Blaðsíða 17

Tíminn - 12.06.1974, Blaðsíða 17
Miðvikudagur. 12. júni 1974 TÍMINN 17 WORLD CUP IAIM7S4 Punktar vinnum HM" — segir þjálfari Uruguay „Við vinnum heimsmeist- aratitilinn i þriðja skiptið, hér i Vestur-Þýzkalandi” ... sagði þjálfari Uruguay Roberto Porta, en lið hans hefur tapað landsleikjum fyrir Indónesiu og Astraliu á þessu ári. Það er greinilegt að Porta er bjart- sýnn, þvi að Uruguay leikur i sterkasta riðlinum i HM, með Búlgariu, Hollandi og Sviþjóð. Þar að auki leika ekki með tveir af sterkustu knatt- spyrnumönnum Uruguay i HM — það eru Gustavo Fern- andez og miðvallarspilarinn Walter Olivera. Þessir snjöllu leikmenn meiddu sig alvar- lega i æfingarleikjum og voru sendir heim. Cesar til Frakklands Brasiliski knattspyrnusnill- ingurinn Paulo Cesar mun leika með franska liðinu i Marseilles eftir HM-keppnina. Framkvæmdastjóri brasil- iska liðsins Flamengo, Helio Mauricio, tilkynnti i gær, að Flamengo hefði selt Cesar til Marseilles á 252 þús. pund. Netzer ekki með Guenter Netzer, knatt- spyrnukappinn snjalli, sem var maðurinn á bak við sigur V-Þýzkalands i Evrópukeppni landsliðs 1972, mun ekki leika með v-þýzka liðinu gegn Chile á föstudaginn. Helmut Schön tilkynnti þetta i gær, hann hef- ur látið Wolfgang Overath, 1. FC Köln taka við stöðu Netzer. „Það er greinilegt, að Netzer hefur ekki átt upp á pallborðið hjá Schön eftir að hann fór að leika með Real Madrid. Sáu snjó i fyrsta skiptið á æfinni. Leikmenn HM-liðs Haiti sáu snjó I fyrsta skiptið á æfinni á mánudaginn, þegar þeir voru i kynningarferð um Bayernsku- alpana. Leikmönnum liðsins varð svo mikið um þessa sjón, að þeir gátu ekki leikið æf- ingaleik gegn Múnchenar-lið- inu — 1860 Múnchen — á þriðjudagskvöldið. ,,Eru búnir að ná samspilinu” „Nú erum við tilbúnir fyrir HM-átökin” . . . sagði þjálfari Argentinumanna Valdislao Caps, við blaðamenn á mánu- dagskvöldið, eftir að lið hans hafði náð sigri gegn v-þýzka á- hugamannaliðinu VfL Sindel- finger 2:0. Það var gr.einilegt á leik Ástraliumanna, að þeir notuðu leikinn til að æfa leik- skipulag. „Við notuðum leik- inn til að ná samspili og það höfum við nú gert”. . . sagði Caps. — sos. Ásqeiri gefst kostur á að leika með Cesar — þessi knattspyrnusnillingur frá Brasilíu hefur verið keyptur til franska liðsins Marseilles, sem hefur boðið Ásgeiri að koma til sín Knattspyrnukapp- inn Ásgeir Sigurvins- son frá Vestmanna- eyjum, sem leikur með belgiska liðinu Standard Liege, hefur fengið boð frá tveimur 1. deildar liðum i Frakklandi — Mar- seilles og Nice um að koma og gerast leik- maður hjá liðunum. Ásgeir hefur ekkert hugsað um þessi boð, enn sem komið er — hann segir að það sé nægur timi til stefnu, þar sem keppnistima- bilið hefjist ekki strax i Frakklandi, og auk þess sé hann ánægður hjá Standard Liege. Ef Ásgeir tekur boði Mar- seilles, þá mun hann æfa og leika með brasiliska knatt- spyrnusnillingnum Paulo Ces- ar, sem i gær var seidur frá brasiliska liðinu Flamengo til Marseilles fyrir 252 þúsund pund. _ sos_ Jafntefli í Firðinum Haukarnir komu heidur betur á forustuna með þrumumarki frá óvart i 2. deildar keppninni á miðherjanum snjalla, Loga Ól- mánudagskvöldið, þegar þeir afssyni, en Helgi Ragnarsson gerðu jafntefli við „stóra bróður” jafnaði fyrir FH. i Firðinum, FH, 1:1. Haukar tóku BRÆÐURNIR Jóhannes og Atli Edvaldssynir léku stórt hlutverk hjá Valsliðinu gegn KR. (Tlmamynd Jim). „Fyrst var ég „VÍÖ góða leika eigum mögu' í HM" — lykillinn að 8-liða úrslitunum verður leikurinn gegn Búlgörum, segir „Aby" Ericsson, sænski einvaldurinn „Við eigum mjög góða möguleika á að verða i öðru sæti í riðlinum, á eftir Hollandi", sagði sænski einvaldurinn George „Áby" Ericsson við blaðamenn, þegar sænska liðið kom til Vestur-Þýzkalands á mánudaginn. Svíarnir komu frá Malmö, þar sem þeir léku sinn siðasta leik fyrir HM- átökin. Mótherjar þeirra voru Svisslendingar, og lauk leiknum með jafn- tefli 0:0. „Ég er ánægðastur með að enginn meiddist i leiknum gegn Sviss”, sagði „Aby”. Allir leikmenn sænska liðsins eru vel upplagðir fyrir leikinn gegn Búlgariu á föstudaginn, og eru miklar likur, á því, að Ove Kindvall, sem á við litils- háttar meiðsli að striða, verði þá með. Hvað ætlar þú að gera til að stöðva Johan Gruyff i keppn- inni? var „Aby” spurður. Hann svaraði: „Cruyff hefur minni þýðingu fyrir hollenzka liðið en Ralf Edström fyrir okkur”. Þá sagði hann, að lykilleikurinn að 8-liða úr- slitunum yrði á föstudaginn gegn Búlgörum þvi aö siðast þegar þjóðirnar mættust unnu Búlgarar bæði heima og i Sviþjóð. „En það er gömul saga”, sagði „Aby” að lokum. -SOS hissa". — sagði hinn 17 ára gamli nýliði Valsliðsins, Atli Edvaldsson, sem skoraði jöfnunarmark Vals gegn KR „Fyrst var ég hissa, þeg- ar ég sá knöttinn liggja í netinu, en svo áttaði ég mig á hlutunum — það var ofsalega gaman að skora þetta mark", sagði hinn 17 ára gamli nýliði Vals, Atli Edvaldsson, sem skoraði jöfnunarmark Vals gegn KR á mánudagskvöldið. Þessi ungi og efnilegi bak- vörður var aðeins búinn að leika í 7 mín. með meist- araflokki, þegar hann skoraði sitt 1. deildar mark. Hann kom inn á sem varamaður fyrir Sigurð Jónsson. Leikur Vals og KR á mánu- dagskvöldið var mjög skemmti- legur og fjörugur — bezti 1. deild- ar leikurinn i ár til þessa. Liðin sóttu til skiptis, og þau urðu sér úti um fjölmörg marktækifæri i leiknum, en þeim tókst aðeins að skora fjórum, og lauk leiknum þvi 2:2, en það voru sanngjörn úrslit eftir gangi leiksins. Valsmenn urðu fyrri til að skora — það var Birgir Einarsson, sem skoraði á 30. min. fyrri hálfleiksins. Hann stóð einn og óvaldaður inni i markteig KR, þegar hann fékk knöttinn frá Alexander Jóhannes- syni, sem tók hornspyrnu frá hægri. KR-ingar mættu ákveðnir til leiks i siðari hálfleik, og þeir sóttu ákaft — Valsmenn björguðu þrisvar sinnum marki á siðustu stundu á stuttum tima i byrjun siðari hálfleiksins. En á 25. min. tókst KR-ingum loks að skora, og var það hinn harðskeytti Jóhann Torfason, sem skoraði þá með þvi að senda knöttinn i mannlaust Valsmarkið. Hann fékk knöttinn frá markverði Vals, Sigurði Har- aldssyni, sem sló knöttinn til hans, eftir að hann hafði kallað hátt og skýrt: „Ég hef ’ann”. Um leið stökk hann upp með Atla Þ. Héðinssyni og Jóhannesi Ed- valdssyni, fyrirliða Vals. Aðeins þremur min. siðar varð Sigurður markvörður að bita i það súra epli, að þurfa að sækja knöttinn aftur i netið — Jóhann Torfason var þá aftur á ferðinni, komst einn inn fyrir Valsvörnina og sendi knöttinn i hliðarnetið. Lokaorð leikskins átti . svo ný- liðinn Atli Edvaldsson (bróðir Jó- hannesar) á 30. min., þegar hann þrumaði knettinum af 20 m færi — knötturinn sigldi i gegnum KR- vörnina og skall á netamöskvum KR-marksins. Snaggaralega af- greitt hjá þessum unga nýliða, sem á framtiðina fyrir sér. Bezti maður Valsliðsins var Jó- hannes Edvaldsson, og var hann bezti maður vallarins, ásamt hin- um snaggaralega Jóhanni Tor- efasyni i KR. Jóhannes lék vel og stjórnaði liöi sinu oft vel i upp- byggingu sóknarleiks. Valsliðiö var betra liðið á vellinum, leik- mennirnir léku oft mjög góða knattspyrnu, og ef liðið væri með baráttuskap KR-inga, þá þyrfti ekki að efast um að það yrði i efsta sæti 1. deildarinnar. KR-liöið vex meö hverjum leik, og oft er gaman að sjá hinn ó- drepandi baráttuvilja, sem býr i liðinu — hinn annálaði KR-andi er greinilega að festa rætur i ungu leikmönnunum. Beztu menn KR- liðsins voru þeir Atli Þ. Héðins- son, Jóhann Torfason, sem er orðinn okkar hættulegasti fram- linumaður, og miðvallarleikmað- urinn Björn Pétursson, sem er nú á leiðinni upp úr þeim öldudal, sem hann var i sl. keppnistimabil. — SOS. GORDON BANKS Markmannshanskar Markmannspeysur Markmannshúfur Maksmannsbuxur Póstsendum Sportvöruverzlun Ingólfs Óskarmonar KlappanUg 44 — Slmi II78J — Rtykjavlk

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.