Tíminn - 12.06.1974, Blaðsíða 14

Tíminn - 12.06.1974, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Miövikudagur. 12. júni 1974 Útlaginn Fulmar átti hundrað raddir. Á sama hátt og ísjakinn virtisteyjan miklu heillegri en hún var í raun og veru, og enginn hafði til nokkurrar hlítar rannsakað þann urmul af hellum, sem var við rætur eyjunnar. Hver breyting á sjávarföllunum hafði i för með sér vissa tóna, og hver breyting vindsins færði með sér vissa hljóma. Stundum titraði loftið af Ijóðrænum tónum, og í stormum kváðu við þung högg eins og voldugur trumbusláttur inni i klettaeynni. í hellinum, þar sem Eiríkur lá og hvíldist, heyrði hann drunurnar og þytinn frá nærliggjandi hellum. Fulmar andaði og andvarpaði eins og risi. Það var eins og þessi tröllstóri drangur væri haldinn innri óró og kvöl, og löðr- ið um útsker hans og boða svaraði stununum frá hellun- um. Brimlöðrið við strönd Noto hafði minnt Eirík á draum bernskuáranna um hvíta sæhesta, og það var ef til vill þyturinn frá freyðandi löðrinu, sem aftur rifjaði upp draumana. Það munaði minnstu, að íshófarnir trömpuðu hanntil ólífs, og ógnandi voru snæhvítir hausarnir, sem skókust fram og aftur, þangað til þeir leystust upp í froðu, þangað til hann leið framhjá eyju, þar sem ung stúlka stóð og teygði f ram hendurnar til hans — og þessi unga stúlka var Svala. Þá vaknaði hann. Enda þótt honum virtist, að hann hefði aðeins sofið andartak eða svo, hlaut hann að hafa sof ið í nokkra tíma. Sólin var komin hátt yf ir sjóndeildarhringinn, og hann sá í f jarska segl Skarðsstöðvarbátanna, sem voru að halda á veiðar. Hann hélt út á stíginn. sem lá upp á flötina, en sneri svo við aftur til hellisins eins og hann hefði gleymt ein- hverju. Það var aðeins frá hæsta tindinum á Fulmar, sem hann grillti í Skarðsstöð í f jarska. Þegar hann var aftur kominn inn í hellinn, tók hann vélrænt að útbúa morgunverðinn. Hann kveikti undir olíuvélinni og sauð vatn í kaffið. Jafnsannur vinur og Jónas var, hafði hann ekki gleymt neinu. Þegar Eiríkur var að taka matvælin upp, fann hann litið kramarhús með salti. Hann stóð góða stund með kramarhúsið í höndunum og tárin komu fram í augu hans. Hann minntist þess, þegar hann hitti Jónas, þrem ár- um áður. Það var í Kaupmannahöfn, um borð í Fjóni, litlum guf udalli í eigu símaf yrirtækisins. Þeir voru báðir nýráðnir, og Jónas var að enda við að troða farangri sín- um inn í koju, sem Eiríkur hafði tileinkað sér. Hann kastaði því drasli Jónasar í burtu, og hefði ekki verk- stjórinn gengið á milli, hefði allt logað í slagsmálum. Vikum saman yrtu þeir ekki hvor á annan, en svo jaf nað- ist þetta einhvern veginn, og milli þeirra varð einhvers konar vinátta. Jónas var með afbrigðum erfiður í um- gengni, og þetta hafði sín áhrif á Eirík. Þegar aðrir og smámunasamari menn voru að rífast við Jónas, tók Eiríkur aldrei neinn þátt í því, en var alltaf vingjarnleg- ur — að vísu á sinn hreina, hranalega hátt, en vingjarn- legur samt. í raun og veru var ekki til í eðli Eiríks minnsti vottur þess smásálarskapar, sem orsakar gremju. Til þess var hann alltof heilbrigður. Góða skapið hans var af því taginu, sem orsakast af fullkominni meltingu og ótakmarkaðri lífsorku, og þegar fram liðu stundir, fór hann að hafa gaman af þessum sérkennum vinar síns, ótalmörgum og sumum smávægilegum. Án þess að gera sér það Ijóst, höfðu þessir tveir mikil áhrif hvor á annan, og alltaf til góðs. Jafnvel veiku hliðar þeirra og gallar höfðu átt sinn sterka þátt í því að efla þessi kostulegu bönd, vináttuna. Þetta leyndardóms- fulla, að fólki skuli þykja vænt hvort um annað, þessi tilfinning, sem rúmar skilning og umburðarlyndi, og megnar ef til vill einhvern tíma að binda þjóðirnar bræðraböndum, höfðu haft sín áhrif á þá Eirík og Jónas, haldið hjörtum þeirra heitum og lifandi og laðað fram góðmennskuna í þeim, allt til þess að þessi seinasta, skelfilega reynsla sannaði það. ( augum Eiríks, sem stóð með litla kramarhúsið í höndunum, skipaði Jónas þann sess, sem jaf nvel stærsta sjálfsaf neitun hefði ekki getað af lað honum. Stórbrotnar aðgerðir, sem framkvæmdar eru fyrir augum okkar, hafa stundum ekki minnstu áhrif á okkur, stundum gremst okkur meira að seg ja að verða öðrum háð, ef það hvarf lar að okkur að efast um raunverulegt göf uglyndi þeirra í efasemdum okkar. Ef tilviljanakennd uppgötvun lítillar vingjarnlegrar hugsunar getur hins vegar snert okkur í hjartastað. Þannig fór Eiríki, þegar hann fór að rifja fortíðina upp og hreinsaði sorann frá gullinu. ( fyrsta skipti sá hann Jónas, eins og hann var í raun og veru. Hann gerði sér Ijóst, að Jónas myndi fórna öllu fyrir hann og standa við hlið hans allt til dauða, enda þótt það kynni að kosta hann sjálfan sömu dapurlegu örlögin. Það mátti ekki gerast, og það myndi heldur ekki gerast, á meðan hann væri gæddur því þreki, sem forlögin geta ekki rænt neinn mann. Hann tók til við máltíðina, og þegar hann hafði borðað og lagt borðföngin til hliðar, gekk hann niður á ströndina. Enn langaði hann til að ganga upp á efsta tindinn, en hann barði þá löngun sína niður, af því að hann gerði sér Ijóst, að það var Skarðsstöðin, sem lokkaði hann. Kallaði Hann er yfir hellisinn ganginum. Hann reynir aödrepa okkUr.yg-g-^;ndi a-z .uppfljúgandí ' .njósnaauga” til að fylgjast með honum. Það er harkan. Hættið Skepnurnarf Þú gætir þaðeinni ykkar! jdúkkulisa... og Þeir gætu\Jfaðir þinn. Fariö .dáið. hugleiða það! mmmi ilí Miðvikudagur 12. júni 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.30 Með sinu lagi Svavar Gests kynnir lög af hljóm- plötum. 14.30 Síðdegissagan: ,,Vor á bilastæðinu” eftir Christiane Rocheford. Jóhanna Sveinsdóttir þýðir og les (11). 15.00 Miðdegistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veðurfregnir. 16.25 Popphornið. 17.10 Undir tólf. Berglind Bjarnadóttir stjórnar óska- lagaþætti fyrir börn undir tólf ára aldri. 17.40 Það er leikur að læra Anna Brynjúlfsdóttir stjórnar þætti fyrir yngstu hlustendurna. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 1945 Landslag og leiðir. Dr. 19.35 Haraldur Matthiasson talar um óbyggðaferðir. 20.00 Einleikur á gitar. Johan Williams leikur lög eftir Heitor Villa-Lobos, Fernando Sor, Manuel de Falla, Alonso Mudarra og Joaquin Turina. 20.20 Sumarvaka.a. Kreppuár i Borgarfirði eystra. Ár- mann Halldórsson kennari á Eiðum flyturfrásöguþátt. b. Þrjár rimur kveðnar Sveinbjörn Beinteinsson kveður rimu um Jón i Möðrudal eftir Erlu og rimu til Þuru i Garði og Reykja- vikurrimu eftir Valdimar Benónýsson. c Runólfs þáttur. Sigurður Ó. Pálsson skólastjóri flytur frásögu eftir Guðmund Eyjólfsson. d. Kórsöngur. Tónlistar- félagskórinn syngur lög eftir Ólaf Þorgrimsson. Páll Isólfsson stjórnar. 21.30 Ctvarpssagan: „Gatsby hinn mikil” eftir Francis Scott Fitzgerald. Atli Magnússon les þýðingu sina (3). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Frá lista- hátið. Tónleikar Sinfóniu- hljómsveitar Lundúna i Laugardalshöll fyrr um kvöldið, — siðari tónleikar hljómsveitarinnar. Hljóm- sveitarstjóri André Previn. Einleikari: Pinchas Zuker- man frá tsrael. a. Háskóla- forleikur op. 80 eftir Johannes Brahms. b. Fiðlukonsert i e-moll op 64 eftir Felic Mendelssohn. c. Sinfónia nr. 5 op. 100 eftir Sergej Prókofjeff. 23.45 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 12. júni 1974 20.00 Fréttir 20.25 Veður og augiýsingar 20.30 Fleksnes. Nýr, norskur gamanleikjaflokkur, byggð- ur á nokkuð breyttum og staðfærður leikritum eftir bresku gamanleikjahöfund- ana Galton og Simpson.. Af- sakið — tæknileg bilun.Þýð- andi Dóra Hafsteinsdóttir. 21.00 Flokkakynning. Fyrri hluti. Fulltrúar stjórnmála- flokkanna, sem bjfiða fram til Alþingis i kosningunum 30. júni, kynna stefnumál sin i sjónvarpssal. 1 þessum áfanga kynningarinnar koma fram fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins, Kommún- istasamtakanna, Marxist- anna-Leninistanna, Alþýðu- bandalagsins, Samtaka frjálslyndra og vinstri- manna og Lýðræðisflokks- ins i Reykjavik. 23.00 Dagskráriok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.