Tíminn - 12.06.1974, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.06.1974, Blaðsíða 3
Miðvikudagur. 12, júnl 1974 TÍMINN 3 Þetta er teikning Þorbergs ólafssonar aö víkingaskipinu, sem áður var nótabátur. Víkingaskipið á Vatnsfjarðarvatni Þorbergur í Bdtalóni hefur einnig hug d að smíða knörr HRAFNA-FLÓKI, Þórólfur smjör og þeir félagar höfðu vestursetu i Vatnsfirði við Breiðafjörð áður en land var numið, svo sem segir i fornum bókum. Á þjóðhátið Vestfirðinga, sem haldin verður i Vatnsfirði 13. og 14. júli á eyrunum innan við Vatnsfjarðarvatn, mun vikinga- skip verða á siglingu um vatnið. Þetta vikingaskip var úpphaf- lega nótabátur, smiðaður i Báta- stöð Breiðfirðinga i Hafnarfirði, er nú heitir Bátalón h.f., og gerði Þorbergur Ólafsson skipasmiða- meistari, forstjóri Bátalóns, upp- haflega teikninguna að nóta- bátunum og siðan að vikinga- skipinu, en Gunnar Guðmundsson á Fossi á Barðaströnd hefur annazt breytingarnar eða við- bótarsmiðina. Fullvist er talið, að notuð hafi verið i fornöld segl, er ofin voru úr ull, og er álitið, að dúkarnir hafi oft verið mislitir með hvitum og dökkum langröndum. Þetta virðast rúnaristur, sem fundizt hafa frá vikingaöld, fyllilega staðfesta Vikingaskipið á Vatns- fjarðarvatni, verður búið, seglum i likingu við hin fornu, en gert er ráð fyrir, að notuð verði hjálpar- vél til þess að auðvelda siglingu skipsins um vatnið, ef veður verður óhagstætt, Knerrir voru einkum notaðir til úthafssiglinga og ferða landa á milli, svo sem til íslandsferða, og eru ekki taldar miklar likur til þess, að þorri þeirra skipa, sem sigldu til Islands á landnámsöld, hafi verið með drekahöfuð og sporð. Slikur búnaður mun hafa verið algengari á langskipum, er voru herskip þeirrar tiðar. Þó eru fornar sagnir, sem herma, að bannað hafi verið að sigla að landi með gapandi höfuð og ginandi trjónu, og skyldu dreka- höfuð tekin niður, er kom að landi, svo að landvættir styggðust ekki. Fyrirætlun Vestfirðinga um siglingu vikingaskipsins um Vatnsfjarðarvatn þjóðhátiðar- dagana er frumleg, og átti blaðið þess vegna tal við Þorberg Ólafs- son, forstjóra Bátalóns, er svo mikinn hlut hefur átt að þessu, en hann er sjálfur Breiðfirðingur, ættaður frá Hallsteinsnesi i Gufudalssveit, þar sem Hall- steinn, sonur Þórólfs Mostrar- skeggs, nam forðum land. — Þjóðhátiðarnefnd Vest- firðinga átti hugmyndina að þessu, og hún sneri sér siðan til min, sagði Þorbergur. Aður en kraftblökkin kom til sögunnar hafði ég teiknað hringnótabáta, sem mikið var smiðað af i Báta- lóni og útrýmdu að mestu út- lendum nótabátum. Nótabátur af þessari gerð var- i eigu einhvers fyrir vestan, um 38 fet á lengd, og á hann teiknaði ég svo dreka- höfuð og sporð, svo að hann fengið svipmót vikingaskips. Svo fórust Þorbergi orð. En það er annars af honum að segja, að hann hefur lengi haft hug á að smiða knörr af þeirri gerð, er notuð var i fornöld. — Ég teknaði hugmynd að knerri, áður en skipin fimm fundust i Hróarskeldufirði, sagði Frh. á bls. 15 Draumsýn frá Odda: Nýtt Heklu- gos í aðsigi ,,Eg hef sagt fáeinum bændum þetta, og einn bölvaði mér bara í sand og ösku", sagði Guðmundur Geir og Gylfi og 200 mílurnar Sjálfstæðismenn finna, að þeim er illa treyst i land- helgismálinu vegna fortiðar þeirra, þess vegna reyna þeir nú að látast vera miklir áhugamenn um útfærslu fisk- veiðilögsögunnar i 200 miiur. Það var þó ekki fyrr en i ágústlok á siðastl. sumri, sem Sjálfstæðismenn lýstu fylgi sinu við 200 milna útfærsluna. Þá hafði rikisstjórnin látið flytja fyrir mörgum mánuðum tillögu i hafsbotnsnefnd Sam- einuðu þjóðanna um 200 milna efnahagslögsögu, og fulltrúar íslands i nefndinni unnið að þvi á annað ár undir forustu Hans G. Andersen sendiherra, að skipuleggja samstarf þeirra þjóða, sem ætla að flytja 200 milna efnahagslög- sögu á hafréttarráðstefnunni. Til að látast sýna áhuga sinn i verki, fluttu Sjálfstæðismenn tillögu á siðasta þingi um út- færslu fiskveiðilögsögunnar i 200 milur fyrir lok þessa árs. Tillögunni var visað til utan- rikismálanefndar og var for- maður nefndarinnar tilbúinn til að afgreiða tillöguna frá nefndinni fljótlega eftir ára- mótin. Gylfi Þ. Gislason bað hins vegar hvað eftir annað um frest, þvi að Alþýðuflokk- urinn væri ekki búinn að taka afstöðu til tillögunnar. Geir Hallgrimsson taldi rétt að verða við þessari beiðni Gylfa, og var tillagan þvi aldrei af- greidd frá nefndinni, en hins vegar stóð ekki á stjórnar- flokkunum að afgreiða hana. Menn geta svo dæmt af þessu hvort Sjálfstæðismenn hafa haft á þvi mikinn áhuga, aðfá tillöguna afgreidda. Hún var ekki flutt til annars en málamyndar til að breiða yfir forsögu Sjálfstæðisflokksins i landhelgismálinu. Þorvarðarson — Ntr ER Heklugos I aðsigi, og ég get búizt við því á þessu sumri áður en sláttur er úti. Hraunið rennur vestur af eins og i gosinu 1947! Þannig komst Guðmundur Þor- varðarson bifreiðarstjóri að orði, er hann snaraðist inn á ritstjórn- arskrifstofur Timans i gær, en hann er kunnur fyrir sýnir ýmsar, sem fyrir hann ber. — Þetta bar fyrir mig aðfara- nótt 5. mai, og ég var vakinn klukkan fimm um morguninn, er mér hafði verið sýnt þetta. Mér fannst ég hefði verið staddur i Odda, en þaðan hefur mér einmitt verið sýnt ýmislegt, bæði fyrr og siðar. Ég sá, hvernig askan lagð- ist yfir Rangárvallasýslu, og það var aðeins auð rönd niðri við sjó- inn, sem fór smáminnkandi, og i gegnum öskukófið glórði i hraun- straumana og eldstrókana upp úr fjallinu. Af birtunni ræð ég, að þetta verði áður en sumarið er liðið, en þó getur verið, að þessir atburðir verði ekki fyrr en næsta sumar. Ég hef sagt þetta fáeinum bænd- um fyrir austan. Og hvernig tóku þeir þvi? spyrð þú. Einn bölvaði mér nú bara I sand og ösku. Stefnulaus í öllum stórmálum Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur lýst þvl yfir, að varnarmálin, efnahagsmálin og landhelgismálið verði helztu baráttumál flokks- ins I þingkosningunum 30. júni. Það broslega er, að Sjálfstæðis- flokkurinn hefur verið stefnulaus i öllum þcssum stórmálum. 1 varnarmálunum vill hann ekkert gera. t efnahagsmálunum haföi hann engin úrræði, þegar fjallað var um þau, skömmu fyrir þingrof- ið. Og I landhelgismálinu hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið flokka óheilastur. t 12 löng viðreisnarár var nákvæmlega ekkert gert I landhelgismálinu. Þegar svo núverandi stjórnarflokkar settu út- færslu landhelginnar I 50 milur á oddinn, fóru forystumenn Sjálf- stæðisflokksins i fýlu, en dröttuöust að lokum með, þegar sýnt var, að þjóðin var óskipt i þessu lifshagsmunamáli sinu. Brandari ársins Það er þess vegna, sem þjóðin brosir nú, er Sjálfstæðisflokkurinn þykist vilja hafa forystu um frekari útfærslu landhelginnar. Þaö hljómar eins og brandari ársins, að Geir Hallgrimsson og Gunnar Thoroddsen skuli nú tala um 200 mflur, sömu mennirnir og treystu sér ekki fyrir þremur árum til aö standa að úrfærslu landhelginnar i 50 milur. Trúir þvi nokkur, að þessum mönnum sé alvara, þegar rætt er um frekari út- færslu landhelginnar? Treystir nokkur þessum mönnum til að tryggja frekari útfærslu land- helginnar? Kjósendur munu aö sjálf- sögðu svara þvi 30. júni, en rétt er að minna á, að útfærsla land- helginnar I 12 milur 1958 og I 50 milur 1972 var ibáðum tilvikum gerð án þátttöku Sjálfstæðis- manna. 1 bæði skiptin maldaði Mbl. ekki aðeins i móinn, heldur beinlinis stóð með Bretum og var með harðan áróður gegn rikisstjórn Hermanns Jónassonar 1958, og síðan rikisstjórn ólafs Jóhannessonar, eins og mönnum er enn I fersku minni. Og svo koma þessir herrar nú og þykjast vilja hafa forystu i landhelgismálinu!! Sérfræðingur Sjálfstæðisflokksins Helzti sérfræðingur Sjálfstæðisflokksins I landhelgismálinu er Magnús Sigurjónsson, starfsmaður Félagsmálastofnunar Reykja- vikurborgar. Þessi maður hefur látið ljós sitt skina I Mbl. öðru hverju, en hins vegar hefur mönnum innan Sjálfstæðisflokksins, sem kynnt hafa sér landhelgismálið rækilega, verið meinað að skrifa I blaðið, og jafnvel neitað um auglýsingapláss undir skrif sin. Það er ekki amalegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að eiga sérfræðinga á borð við Magnús Sigurjónsson til að fjalla um landhelgismál. Ann- ars er það harla merkilegt, að Magnús er ekki eini landhelgissér- fræðingur Sjálfstæðisflokksins, sem kemur frá Félagsmálastofnun- inni. Samstarfsmaður Magnúsar hjá stofnuninni, Hreggviður Jóns- son er lika framarlega I flokki landhelgissérfræðinga Sjálfstæðis- flokksins. Það skyldi þó aldrei vera, að einhverjir fleiri snillingar leyndust á bak við lokaðar dyr Félagsmálastofnunarinnar, sem Sjálfstæðis- flokkurinn gæti notað sem sérfræðinga? Tæplega eru þaö þó sér- fræðingar I efnahagsmálum. Fyrir og eftir kosningar Það er einkar fróðlegt fyrir Reykvikinga aö bera saman skrif Dagblaðsins Visis fyrir og eftir borgarstjórnarkosningar. Fyrir kosningar var þvi haldiö fram, að stjórn borgarinnar væri i góðum höndum. Lofi var ausið yfir borgarstjórann. AHt var I stakasta lagi undir öruggri stjórn Sjálfstæðisflokksins, ekki sizt I nýju Breið- holtshverfunum, þar sem nánast höfðu veriö unnin kraftaverk, að sögn blaðsins. Jæja, kosningarnar eru afstaðnar, og nú blasir raunveruleikinn við. Nú skýrir Visir frá þvi, að ibúar Hólahverfis I Breiðholti óttist mjög um börn sin vegna slysahættu I hverfinu. Ekkert hefur nefnilega verið hugsað fyrir þvi að koma upp gæzluvöllum I hverfinu. Og nú skora ibúarnir á borgaryfirvöld að gera eitt- hvað i málinu. Birgir Isleifur og félagar hans^ hafa fjögur ár til aö koma þvi I verk. Skyldi þaö vera nógu langur timi? a.þ. Ibúar Hólahvems vilja gœzluvöll ..Slysahætta hér i hvérfinu er mikil, þar sero allar íbúðarbtokk- irnar eru i byggingu og mikið er hér af ungum börnum, sem erfitt er að fylgjast með, svo að ve! sé.” Þetta segir í áskorun til borgar- 'ráðs.sem næratiir fullorðnir ibú- ar f Hólahverfi I efra Breiðholti hafa undirritað. barnafólk, börnin yfirleitt korn- ung, á „hættulegasta aidrí” 4-6 ára Foreldrar eru yftrJeiU ungir.og margar mæðuroar vinna úti. Gert er ráð fyrir gæzluveíli fyrir haustið, en ibúarair álita það of seint að telja mikla mildi, að ekki skuii haf oröið sfórslys á

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.