Tíminn - 21.06.1974, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.06.1974, Blaðsíða 3
Föstudagur 21. júni 1974 TÍMINN 3 Vl-menn höfða meiðyrðamál: Umfangsmesta meiðyrða mál, sem um getur hér — krefjast margra milljóna í miskabætur HHJ-Rvik — Nú er I uppsiglingu eitthvert umfangsmesta meið- yrðamúl, sem nokkru sinni hefur komið til kasta islenzkra dóm- stóla. Tólf þeirra manna, sem beittu sér fyrir undirskriftasöfn- un þeirri, sem kennd hefur verið við kjörorðið „Varið land” hafa stefnt niu mönnum, sem skrifað hafa um undirskriftasöfnunina og þá, sem að henni stóðu, og krefj- ast margra milljóna króna I skaðabætur. A undanförnum vikum og mánuðum hefur margt verið rætt og ritað um undirskriftasöfnun þá, sem kennd er við „Varið land”, og hefur sitt sýnzt hverj- um. I blööum hefur birzt fjöldi greina, þar sem harölega hefur verið deilt á undirskriftasöfnun þessa, þær aðferöir, sem notaöar hafa verið og þá menn, sem geng- ust fyrir þvl, aö henni var hrundið af staö. Þá hefur tölvuskrá þeirra Vl-manna verið gagnrýnd mjög, en á henni eru saman komin nöfn og heimilisföng allra þeirra, sem rituöu undir Vl-skjaliö. Hefur þvi m.a. veriö haldið fram, að Sjálf- stæöisflokkurinn hafi fengiö ein- tak af tölvuskránni til afnota I kosningum. Þessi skrif hafa oröiö tólf VI- mannanna tilefni þess aö höföa eitthvert mesta meiðyröamál, O Fjármagn — Hvaö er þá framundan i lán- amálunum? — Það er e.t.v. ekki alls kostar viö hæfi aö ræöa um þaö á þessu stigi málsins, þar sem fundur verður i Húsnæöismálastjórn 21. júni, en þar veröur tekin ákvörð- un um næstu lánveitingar, en þó má geta þess, — ekki sizt vegna hinna annarlegu skrifa Mbl. — aö þá veröa lagöar fram tillögur um lánsúthlutun til þeirra manna, sem fengu fyrrihlutalán I septem- ber og er áætlað aö sú lánveiting komi til greiöslu eftir 10. júli. Ennfremur veröur tekin ákvörö- un um lán til þeirra, sem fyrri- hlutalán fengu I nóvember s.l. og er áætlaö aö þær greiöslur veröi af hendi inntar eftir 1. ágúst. Llklegt er, aö næstu ákvaröanir um lánveitingar varöi lán til þeirra, sem geröu hús sln fokheld á tlmabilinu 15. nóvember til 15. febrúar og þeirra, sem fyrri- hlutalán fengu I desember s.l. Þarna er ekki um aö ræöa óeðli- lega afgreiöslu, miðað við þaö, sem tiðkazt hefur, nema hvaö þeir, sem fyrrihlutalán fengu I september, eru mánuöi seinna er venja hefur veriö. sem upp hefur komiö hérlendis. Krefjast þeir þess, að ummæli, sem um þá eru höfð I blööum, séu dæmd dauö og ómerk, þeir, sem þau hafa ritaö dæmdir til refsing- ar og skaðabótagreiðslna, þeim gert aö greiöa málskostnað og kosta birtingu á dómunum. Einhverra ástæöna vegna hafa tveir Vl-mannanna, lögmennirnir Höröur Einarsson og Óttar Ingvarsson, skorizt úr leik, og taka ekki þátt i meiöyrðamálinu. Milljónabætur Meöal þeirra, sem stefnt var I gær eru fjórir blaðamanna Þjóö- viljans, og er þeim stefnt fyrir ummæli, sem birtust I Þjóöviljan- um á tlmabilinu frá 16. janúar til 22. marz. Þessir blaðamenn eru Hjalti Kristgeirsson, Dagur Þor- leifsson, Úlfar Þormóösson og Svavar Gestsson, ritstjóri blaðs- ins. Auk þess, sem Svavari er stefnt beint, er honum einnig stefnt til vara vegna skrifa hinna þriggja. Alls krefjast þeir Vl-menn þess, að Þjóöviljamenn greiði þeim 5,7 milljónir króna. Þá er stefnt þeim Árna Björns- syni þjóöháttafræöingi, Einari Braga rithöfundi og Guösteini Þengilssyni lækni vegna greina, sem þeir rituöu I Þjóöviljann. — En hvaö viltu segja um þann drátt, sem oröið hefur á svörum til sveitarfélaganna vegna smlöa á leiguibúöum? — Eins og fram kom I viötali viö okkur Hannes Pálsson, full- trúa Framsóknarflokksins I Húsnæöismálastjórn, fyrir skömmu, höfum viö veriö mjög óánægðir meö þá afgreiöslu, sem sveitarfélögin hafa fengið frá hendi stofnunarinnar. Skoöun okkar er sú, aö tafarlaust heföi átt aö tilkynna sveitarfélögunum, hversu margar íbúöir þeim væri heimilt að hefja smíöi á I ár sam- kvæmt þeim lögum og reglugerö- um, sem gilda um þessar Ibúöir, en þess I staö hefur meirihluti Húsnæðismálastjórnar fariö þá leiö, aö krefjast þess aö sveitar- félögin leggi fram teikningar, kostnaðar- og fjármögnunar- áætlanir og tafiö þannig af- greiðslu málsins, svo að sveitar- félögunum er ekki enn kunnugt um, hversu margar Ibúöir þeim veröi heimilaö aö byggja. Að lokum vil ég láta þess getiö, sagöi Þráinn aö ég er þess fullviss aö þegar kosningaskjálftinn rennur af Morgunblaöinu og aö- standendum þess, muni þessi mál öll falla I réttan og eðlilegan far- veg. Enn eru þó ekki öll kurl komin til grafar, því að ennfremur er tveimur stúdentum stefnt, þeim Gesti Guömundssyni núverandi ritstjóra og ábyrgöarmanns Stú- dentablaösins og Rúnari Armanni Arthúrssyni fyrrverandi ritstjóra þess og ábyrgðarmanni. Krefjast Vl-menn þess, að annar náms- maöurinn, Rúnar Armann greiði þeim alls 850 þúsund krónur, en Gestur er staddur erlendis og tókst þvi ekki að afla upplýsinga um hverjar kröfur eru gerðar á hendur honum. Loks er stefnt Garðari Viborg, ábyrgðarmanni Nýs lands, sem veriö hefur málgagn Bjarna Guönasonar og Frjálslynda flokksins. Kröfur á hendur honum munu vera þær, að hann greiði hverjum hinna tólf manna, sem málið höföa, 50 þúsund. Hér er þvl um miklar fjárkröf- ur aö ræða, sem von er, þegar æra manna er annars vegar. Lögfræöingur Vl-manna er Gunnar M. Guömundsson, en all- margir hinna stefndu munu hafa fengiö Inga R. Helgason til aö flytja máliö fyrir sina hönd. Gangur málsins verður sá, aö I næstu viku verður málið þingfest, þ.e. aö þá skulu hinir stefndu koma fyrir dóm. Þá munu þeir fá frest til þess, að þeir fái vörnum viö komið I málinu. Siöan biður máliö líklega til hausts, því aö nú er langt liöið á vorþing og réttar- hlé veröur gert hinn 1. júlí. í haust verður einhverjum dómara Borgardómaraembættis- ins faliö málið, og kallar hann þá hina stefndu á sinn fund og þar meö hefst hin raunverulega réttarmeðferð málsins. Mjög er fátltt, aö menn mæti ekki fyrir dóm I meiðyrðamálum, en fari svo óliklega i þessu tilviki, verður dæmt samkvæmt þeim skjölum, sem stefnendur leggja fram. Framboðs- fundur í Stapa Sameiginlegur framboösfundur frambjóöenda i Reykjaneskjör- dæmi veröur I Stapa I Njarðvik- um i kvöld kl. 8.30. Áöur hafa fundir veriö haldnir i Mosfelissveit og I Kópavogi, en fjóröi og siöasti fundurinn veröur næstkomandi mánudag kl. 8.30 i Hafnarfirði. Veiöihorniö hefur nú aftur göngu slna og er ætlunin að birta fréttir úr laxveiöi- heiminum eins og undanfarin sumur. Veiöi er nú hafin I flestum laxveiöiám landsins, en I dag byrjar t.d. veiði I Gljúfurá, Kaldá, Fossá, Laxá I Jökuls- árhllö og á Lagarfljótssvæð- inu, en veiöi I Leirvogsá hefst ekki fyrr en 1. júll. Laxá á Ásum Veiði byrjaöi I Laxá á Asum 1. júnl. Haukur Pálsson, bóndi á Rööli, tjáöi blaöinu, að fyrsta daginn heföu tlu vænir laxar komiö á land, en þá veiddu Páll S. Pálsson, og son- ur hans Stefán. Tvær stengur eru leyföar I ánni og er há- marksveiði á stöng, tuttugu laxar. Eigendur eru Veiöi- félag Laxár á Asum, en það eru tólf bændur, sem eiga land aö ánni. Veiöidögum skipta þeir á milli sln I prósentuvls viö eigendahlutföll. Sjá eig- endur sjálfir um aö leigja ána út, og mun verö breytilegt. Haukur Pálsson gat ekki gefiö upp tölu þeirra laxa, sem komnir eru á land, en veiöin hefur verið sæmileg. Þetta hafa veriö vænir laxar, þetta frá átta upp i nitján pund. Veiðivöröur er Arngrímur Isberg, Blönduósi, en hann er einnig veiöivörður fyrir aörar ár I sýslunni. Laxá i Leirársveit. Siguröur Sigurðsson, Stóra- Lambhaga, tjáði okkur aö veiöi i Laxá heföi verið með ágætum siöan hún byrjaði, 15. júní s.l. Fimm stengur eru leyföar I ánni, og eru allir veiöidagar löngu uppseldir. A fimmtudag voru komnir tæp- lega eitt hundrað laxar á land, og er þyngd þeirra tiu til nltján pund. Flestir eru þó laxarnir um tólf til þrettán pund. Fyrsta daginn sem veitt var, komu tuttugu og fjórir vænir laxar á land og lofar sú veiöi góöu fyrir sumarið. Laxá i Aðaldal. Ráöskonan i veiöiheimilinu á Laxamýri, Helga Halldórs- dóttir, sagöi aö veiöi i Laxá væri mjög góö, en hún byrjaði 15. júni og var þá aðeins veitt á þrjár stengur, en I gær var byrjaö meö tólf stöngum. Hús- vfkingar byrjuöu veiöina eins og þeir gera venjulega, og lönduöu tuttugu og tveim löx- um fyrsta daginn. A fimmtu- dag haföi eitt hundraö og tuttugu löxum verið landað, en sá þyngsti var tuttugu og tvö pund. Stjórn Laxárfélagsins, sem hefur ána á leigu, hefur nú veriö viö veiöar I fimm daga og veitt mjög vel. 11 11 iii m iIi.MiSfflfi. He34J aa.U„, í fótspor Gylfa? Margar athyglisvérðar yfirlýsingar voru gefnar i sjónvarpsþættinum I fyrrakvöld. Ekki vakti þaö slzt athygli, að Magnús Kjartansson lýsti þvi yfir, aö hann vildi ekki útiloka neinn möguieika til stjórnarsamstarfs eftir kosning- ar, m.ö.o., að Alþýöubandalagið gæti vel hugs- aö sér að vinna með Sjálfstæöisflokknum.Þessi yfirlýsing er I beinu framh. fyrri yfiriýsinga surnra alþýöubandalagsmanna, aö Alþýöu- bandalagiö sé jafnaöarmannaflokkur. Sam- kvæmt þessu getur svo farið, aö Magnús Kjartansson taki viö hlutverki Gylfa Þ. Gisla- sonar og veröi ihaldshækja I nýrri „viöreisnarstjórn”. Greinilegt er á öllu, aö Magnús metur ráðherrastólinn meira en hugsjónirnar. En skyldi alþýöubandalagsfólk vera yfir sig hrifið af væntanlcgu hlut- skipti Alþýðubandalagsins? Einhvern tima var sagt, aö vitin væru til aö varast þau, en Magnús ætiar ekkert aö læra af hörmungasögu Gylfa, aö þvi er virðist. Fyrirætlun Sjálfstæðisflokksins Annar fulltrúi Sjálfstæðisflokksins I sjón- varpsumræðunum, Matthias Mathiesen, neit- aöi þvi ekki, aö Sjálfstæöisflokkurinn væri sammála þeirri hugmynd ungra sjálfstæðis- manna að ieggja Tryggingastofnun rikisins niður. Þessar upplýsingar eru einkar fróðlegar fyrir ellillfyrisþega og aðra þá, sem njóta al- mannatrygginga, en sem kunnugt er, hafa þær aukizt stóriega i tiö rikisstjórnar Óiafs Jó- hannessonar. Sjáifstæðisflokkurinn virðist þvi ætla aö stefna að þvi, að skera niður framlög til tryggingamála eftir kosningar komist hann til valda. Þaö er mjög áriöandi, að þaö fólk, sem notiö hefur aukinna almannatrygginga átti sig á fyrirætlunum Sjálfstæöisflokksins. thaldið er samt við sig. Þess vegna er nauðsyniegt að koma I veg fyrir fyrirætianir þess. Bezta ráðiö til þess er aö tryggja Framsóknarflokknum, undir forystu Ólafs Jóhannessonar, stuðning I kosningunum 30. júnl n.k. Með íhaldi fram í rauðan dauðan Alþýðuflokkurinn á bágt um þessar mundir. Svo er nú komiö, að þessi gamli verkalýös- fiokkur er rúinn trausti kjósenda vegna Ihalds- þjónkunar Gylfa Þ. Gislasonar. Eru nú uppi háværar raddir um þaö I Alþýðuflokknum, að þaö eina, sem geti bjargað flokknum sé að Gylfi segi af sér formcnnsku. Þvi er ekki að leyna, aö Benedikt Gröndal, varaformaður flokksins, hefur mikiu meiri hijómgrunn. Benedikt kemur vel fyrir og er máiefnalegur i gagnrýni sinni sem stjórnar- andstæðingur. Sá ljóður er á ráði Benedikts, að hann veit ekki I hvora löppina hann á að stiga. Hann gerir sér grein fyrir, að samvinna við íhaldiö eftir kosningar, ef Alþýðuflokk- urinn fær þá nokkurn mann kjörinn á þing, er tvieggjuö, svo aö ekki sé sterkara að orði kveöið. En enn eimir eftir af áhrifum Gylfa, einkum innan embættismannakerfisins, og Benedikt á erfitt með að höggva á þann hnút. Það var þess vegna, sem hann lýsti þvi yfir I sjónvarpsumræðunum, að hann vildi hafa frjálsar hendur, þar til eftir kosningar. Þaö þýðir I rauninni það, að Alþýöuflokkurinn er tilbúinn til áframhaldandi samstarfs við ihaldið. Kominn á réttan bás — í bili Framapot ólafs Ragnars Grimssonar og féiaga hans hefur mælzt illa fyrir. Ekki bætti Ólafur stöðu slna i sjónvarpsumræðunum. Það kom nefnilega upp úr kafinu, að hann gat ekki nefnt eitt einasta dæmi um málefnalegan ágreining viö stefnu Framsóknarflokksins. Brotthiaup hans úr Framsóknarflokknum og handahlaup Karvels Pálmasonar úr vinstra samstarfinu eru léleg meömæli um pólitiskan þroska þessara spretthlaupara islenzkra stjórnmála. Og þaö er harla athyglisvert, að helzta keppikefli þeirra nú er að taka upp sam- vinnu við Framsóknarflokkinn! ólafur Ragnar flaggar þvi mjög, að hann hafi alla tið veriö „Sosiaidemokrat” og þegar hann var spurður að þvi, hvað hann hafi verið að gera i Framsóknarflokknum allan timann, varð honum svarafátt. Það er hins vegar gleðilegt, að hann skuli nú vera kominn á réttan bás. En hversu lengi sá bás endist honum fer að sjáifsögðu eftir framamöguleikunum. Eykon og einingin Mbi. þreytist aðldrei á þvl, aö tala um eininguna, sem á að rikja innan Sjálfstæðisflokksins. Helztu höfundar þeirrar kenningar eru ritstjórarnir, aöallega þó Eyjólfur Konráð, sem af samstarfsmönn- um sinum gengur undir nafninu Eykon. Eykon ritstjóri hefur komizt inn undir hjá klfku, allvoldugri á Siglufirði og annarri á Sauðárkróki. Það er ekkert launungarmál, að skagfirzkir sjálfstæöismenn hafa um nokkurt skeið beðiðeftir tækifæri til að koma I framboð Haiidóri Þ. Jónssyni, skagfirzkum að ætt og uppruna, en hann hefur þótt standa sig vel I stöðu fulltrúa sýslumanns á Sauðárkróki. Þeg- ar Gunnar Gislason lét af þingmennsku þótti tilhlýðilegt, að Skagfirðingur fengi eitt af þremur efstu sætunum á lista sjálfstæðis- manna, heizt næst á eftir llúnvetningi, en I versta falli á eftir ritstjóranum úr Reykjavik. En sæti ritstjórans reyndist ekki laust, og er Eykon hafði tryggt sér það, hófst hann handa um að klekkja á þeim, sem höföu veriö svo óheppnir aö vera nefndir á nafn I sambandi við 2. sætið. Að hans undiriagi var eigin- konu héraðsiæknisins, sem var i 2. sæti á listanum á Sauöárkróki við bæjarstjórnarkosningarnar á eftir Halldóri, teflt fram I skjóli þess, að nauösynlegt væri aö hafa konu framariega á iistanum. Brá Ilalldóri mjög i brún, er á hólminn kom, og þóttist hann illa svikinn. Mun hann vafaiaust þótzt kenna, hvers kyns var, og minnugur þess, aö sá vægir, sem vitiö hefur meira, gaf hann sætiö eftir aö sinni. En hitt vita kunnugir, að Eykon muni þarna hafa eignazt andstæðing, sem ekki verði honum léttur i skauti siðar. Og svo heldur Eykon áfram að skrifa um eindrægnina I Sjáif- stæðisflokknum! __ a þ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.