Tíminn - 21.06.1974, Blaðsíða 7

Tíminn - 21.06.1974, Blaðsíða 7
Föstudagur 21. júni 1974 TÍMINN 7 FLUGFÉLAGIÐ VÆNGIR: Byrjar reglubundið áætlunarflug til AAývatnssveitar Gsal-Reykjavik — Flugfélagið Vængir hefur opnað nýja fiugleið, Reykjavík—Mývatnssveit, og vcrður fyrsta áætlunarflugið á föstudaginn kemur. Að sögn Hafþörs Helgasonar framkvæmdastjóra Vængja verða fastar áætlanaferðir tvis- var i viku allan ársins hring með skrúfuþotum félagsins, sem taka nitján manns i sæti. Yfir háanna- timann verður flogið oftar og ræður eftirspurn þar mestu um. Yfir sumarhelgarnar verður hægt að fljúga tvisvar á dag. Samtvinnað þessu áætlanaflugi verður komið á fót sérstökum ferðum fyrir ferðamenn sem vilja dveljast daglangt i Mývatnssveit. Þessar ferðir verða i helztu atrið- um á þá leið, að flogið verður fyrri hluta dags frá Reykjavik norðurá Reynihliðarflugvöll. Há- degismatur verður snæddur á hótel Reynihlið og siðan sjá Mý- vetningar um útsýnisferðir á helztu staði i sveitinni. Vængir geta á þennan hátt tekið á móti hópum og einstaklingum, sem hafa hug á dagsdvöl i hinni fallegu sveit, með litlum fyrir- Sverrir Tryggvason umboðsmaður Vængja I Mývatnssveit bendir hér ferðamönnum á Kröflu i noröri og segir um leið, að vegur þangað sé ekki langt undan, þvi Orkustofnun byrjar vegaframkvæmdir innan tiðar. vara. Sagði framkvæmdastjóri Vængja, að flugfélagið gæti tekið á móti allt að fimmtiu manna hóp i þessar ferðir. Verðinu verður stillt mjög i hóf og kostar ein svona dagferð, milli fimm og sex þúsund krónur, og þá er bæði matur og útsýnisferðir taldar með. t tilefni af þessari nýju þjón- ustu, sem Vængir hafa nú á boð- stólum, buðu þeir s.l. laugardag blaðamanni og ljósmyndara Tim- ans i flugferð til Mývatnssveitar. Lagt var af stað frá Reykja- vikurflugvelli klukkan tiu um Hér er vélin á fiugvellinum norðvestur af Reynihlfð. A myndinni eru vatnssveit, flugstjóri I feröinni og framkvæmdastjóri Vængja, Hafþór hreppsnefndarmenn Skútustaðahrepps, umboðsmaður Vængja i Mý- Ilelgason er lengst til vinstri á myndinni. Timamyndir: G.E. morguninn með einni af skrúfu- þotu félagsins. Flugferðin tók einn og hálfan tima og á Reyni- hliðarfiugvelli tóku á móti okkur hreppsnefndarmenn Skútustaða- hrepps ásamt umboðsmanni Vængja i Mývatnssveit. Á hótel Reynihlið var okkur boðinn silungur, „þjóðarréttur” Mývetninga. Ekki var þó þessi silungur veiddur i Mývatni, held- ur Sandvatni, en það vatn er vest- ur af bænum Gautlönd og hefur veiði verið mjög góð i þvi vatni á siðustu árum. Veiði i Mývatni hefur aftur á móti verið heldur dræm, það sem af er sumri. Silungurinn bragðaðist mjög vel, eins og við var að búast. að lokn- um hádegisverði var okkur boðið I „rútuferð” með hreppsnefndar- mönnum og Sverri Tryggvasyni, umboðsmanni Vængja i Mývatns- sveit. Haldið var i austurátt og litið yfir Kisilgúr-þorpið, en stanzað i Námaskarði 'og náttúruundrin skoðuð. Þá var ekið að hinni frægu Grjótagjá, og allir fóru þar niður og skoluðu af sér ferðarykið i heitu vatninu. Haldið var aftur i loftið siðari hluta dags og flogið lágt yfir Hverfjalli, Dimmuborgum, Höfða og fleiri fallegum stöðum i sveit- inni. VEGGFÓÐRIÐ OG MÁLNINGUNA 6-700 veggfóður-munstur 10.000 litamöguleikar í mólningu eldhús böð og herbergi VIRKM 9 Veggfóöur- og máIningadeild Ármúla 24 — Reykjavík Simar 8-54-66 og 8-54-71 Opid til kL 101KVÖLD

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.