Tíminn - 21.06.1974, Blaðsíða 16

Tíminn - 21.06.1974, Blaðsíða 16
16_______________________ TíMINN Föstudagur 21. júnl 1974' m LARA SVEINSDÓTTIR...hin É fjölhæfa frjálsiþróttakona Ar- f/. manns. Lára endurheimti íslandsmetið í 100 m grindahlaupi hún hljóp vegalengdina á 14,9 sek. á frjálsíþróttamóti í Osló Lára Sveinsdóttir, frjálsiþróttakonan fjölhæfa úr Ármanni, endurheimti islands- metiö í 100 m grinda- hlaupinu í vikunni á frjálsíþróttamóti í Osló. Lára hljóp vegalengdina á 14,9 sek., og bætti þar með íslandsmet Ingunnar Einarsdóttur, IR um brot úr sek. Fjórar stúlkur úr Ár- manni eru nú staddar i Noregi, þar sem þær eru i æfingabúðum í Oslo. Þetta eru hinar kunnu frjálsíþróttakonur Lára og Sigrún Sveinsdætur, Ása Halldórsdóttir og Erna Guðmundsdóttir. A mótinu i Osló hljóp Sigrún 400 m á 60,4 sek. sem er ágæt- ur árangur og Erna hljóp 100 rn. á 12,8 sek. Þá kastaði Asa kúlunni 10.31 m, sem er frábær árangurhjá 14ára stúlku. Þær Lára, Sigrún og Erna hafa verið valdar i islenzka kvennalandsliðið i frjálsum iþróttum, sem tekur þátt i Bikarkeppni Norðurlanda,sem fer fram i Osló næstkomandi þriðjudag. Þá munu 5 stúlkur hitta Ármannsstúlkurnar i Osló, en það eru þær Ingunn Einarsdóttir, ÍR, Lilja Guðmundsdóttir, IR, Guðrún Ingólfsdóttir, OSO, Anna Haraldsdóttir, FH og Ragn- hildur Pálsdóttir, Stjörnunni. Þessar 8 stúlkur keppa fyrir hönd Islands i Bikar- keppninni. -SOS. 24 nemendur útskrifaðir frá íþrótta- kennaraskóla íslands Iþróttakennaraskóla is- lands var slitið 15. júní s.l., að viðstöddu fjölmenni. i skólaslitaræðu minntist skólastjóri Herdisar Jakobsdóttur frá Narfa- stöðum í Reykjadal, systur Björns heitins Jakobssonar fyrrverandi skólastjóra, en hún lézt nú í vor. Þá ræddi skólastjóri 11 alda byggð í landinu og óskaði Heims- liðið — valið eftir I. umferðina í HM-keppninni Þrjátiu v-þýzkir knattspyrnu- fréttaritarar völdu heimsliðið I knattspyrnu, eftir fyrstu um- ferðina i HM, eða 8 fyrstu leik- ina I keppninni. Heimsliðið er hálfgert úrvalslið Evrópu, þvl aðeins einnmaðurer I liðinu, sem leikur ekki með Evrópu- liöi — þaö er hinn snjalli markvörður Haiti, Francillon, sem átti stórkostlegan leik gegn ttaliu. Við skulum ekki hafa þennan formála lengri, heldur snúa okkur aö heims- liðinu, sem litur þannig út: Francillon, Haiti Breitner, V-Þýzkalandi Rijsbergen, Hollandi Beckenbauer, V-Þýzkalandi Vogts, V-Þýzkalandi Deyna, Póllandi Rivera, Italiu Oblac, Póllandi Rep, Hollandi Cruyff, Hollandi Lato, Póllandi þess að landsmenn héldu áfram „að byggja og treysta á landið". Síðan vék skólastjóri í ræðu sinni að nokkrum málum, sem áhrif kunna að hafa á íþróttamennt landsmanna, svo sem þjálfaramálin, þar sem hann taldi að leysa bæri þau vandamál með samvinnu I.S.I. og I.K.i. Nokkrir gestir hafa heimsótt skólann og sumir þeirra haldið námskeið. Reynir Karlsson, framkvæmdastjóri Æskulýðs- ráös rikisins, stjórnaði félags- málanámskeiði við skólann. Þá var efnt til námskeiðs I badmin- ton og borðtennis og keyptur búnaður til kennslu þessara iþrótta. NÝtJTSKRIFAÐIR IÞRóTTAKENNARAR...fremri röðfrá vinstri. Oddgerður Oddgeirsdóttir, Sigriður Skúladóttir, Sigrún Siggeirsdóttir, Edda Guðgeirsdóttir, Sigriður Þorsteinsdóttir, Ingunn Haraldsdótt- ir, Guðrún Eiriksdóttir, Katrin Andresdóttir, Hulda Sváfnisdóttir, Ágústina Halldórsdóttir, Þorbjörg Aðalsteinsdóttir, Björg Jónsdóttir og Hrefna Geirsdóttir. Aftari röð: Árni Guömundsson, skólastjóri, Guðmundur Stefánsson, Daniel Pétursson, Gunnar Árnason, Guðmundur ólafsson, Snorri Rútsson, Þórður Gunnarsson, Pétur Pétursson, ómar Guðmundsson, Guðmundur Helgason, Þórður Magnússon, Ásgeir Eliasson, Þór Aibertsson, Vaidimar Jónsson, Guðmundur Pálsson og Pálmi Pálmason. Geröar hata verið frumteikningar að nýju iþrótta- húsi og Ibúðum kennara, og lagð- ar fyrir menntamálaráðherra, sem hefur samþykkt að mæla með þvi við fjárveitinganefnd Alþingis, að mannvirki þessi verði reist við skólann. Skólinn hefur nú starfað I tvö ár eftir nýjum lögum, sem mennta- málaráðherra, Magnús Torfi Ólafsson, beitti sér fyrir að fá samþykkt á Alþingi. Skólastjóri ræddi nokkuð hina nýju löggjöf og starf skólans og taldi hann, að hér hefði fengizt mikil réttarbót. Haldið yröi áfram að móta þetta tveggja ára nám svo námstiminn nýttist sem bezt og yrði sem árangursrikast- ur. Nú voru i fyrsta skiptið svonefndar valgreinar i iþróttum við skólann. Nemendur völdu sér eina Iþróttagrein, sem þeir lögðu sig fram við að nema, af meiri nákvæmni en aðrar greinar og skrifuðu ritgerö um valgreinina, eða einhverja ákveðna þætti inn- an hennar. Kennarar I viðkom- andi greinum voru nemendum til aðstoðar. Nemendur stjórnuðu æfingum i valgrein, þar sem nemendur menntaskólans. Frá skólaslitum iþróttakennaraskólans. Fremst á myndinni er Þorbjörg Aöalsteinsdóttir, sem hlaut hæstu einkunn. héraðsskólans og húsmæðraskól- ans voru þátttakendur. Valgrein- ar nemenda voru að þessu sinni sem hér segir: fimleikar, knatt- spyrna, sund, handknattleikur, frjálsar iþróttir, blak og körfu- knattleikur. Fimleikasamband íslands og Knattspyrnusamband Islands veittu þeim nemendum viðurkenningu, sem beztum árangri náðu i valgreinum i fimleikum og knattspyrnu, en það voru, i fimleikum Sigriður Þor- steinsdóttir, Hveragerði og Þórð- ur R. Magnússon, Hafnarfirði, og i knattspyrnu Asgeir Eliasson, Reykjavik. Vonazt er til, að með þessu valgreinanámi sé stigiö rétt spor i þá átt að bæta úr skorti á þjáifurum iþróttafélaganna. Við skólaslitin voru saman- komnir iþróttakennarar, sem brautskráðust fyrir 20 árum, 25 árum og 30 árum og færðu þeir skólanum gjafir og árnaðar- óskir. 24 nemendur luku prófi og fengu réttindi sem iþróttakennar- ar. Hæstu einkunn á burtfarar- prófi hlutu: Þorbjörg Aðalsteins- dóttir, 8,87, Björg Jónsdóttir 8,45 og Sigriður Skúladóttir 8,37. Sérstaka viðurkenningu skólans hlutu Þorbjörg Aðalsteinsdóttir fyrir hæstu aðaleinkunn og Sigriður Þorsteinsdóttir fyrir fjölhæfni I iþróttum, ósérhlifni og dugnað i námi. Aðsókn að íþróttakennara- háskóla Islands er mjög mikil og langtum meiri en hægt er að sinna. Ekki er unnt að taka nemendur i skólann nema annað hvert ár vegna skorts á kennslurými og kennarabústöð- um, en stefnt er að þvi að innrita nemendur árlega.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.