Tíminn - 21.06.1974, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.06.1974, Blaðsíða 5
Föstudagur 21. júnl 1974 TÍMINN 5 Skapa verkföll rétt til orlofstíma? í Þjóðviljanum, 19. þ.m. er grein eftir Sigurdór fréttaritara blaðsins með eftirgreindri fyrir- sögn: „Hefndaraðgerðir gegn prent- urum. Prentsmiðjueigendur ætla að skerða orlofsdagafjölda prentara vegna verkfallsins i vor”. 1 grein þessari segir, að prent- smiðjurekendur telji, að orlofs- réttur prentara á þessu og næsta ári hafi rýrnað um þrjá daga vegna verkfalls prentara i byrjun þessa árs, og mun þetta rétt. Þetta telur fréttaritarinn, sem er prentari að mennt, hefndarráð- stöfun, og segir siðan: „Að sjálfsögðu skerðist orlofs- réttur prentara, þar sem orlofsfé er ákveðin prósenta af launum, og auðvitað lækka árslaun prent- ara við 6 vikna verkfall. En á hvaða forsendum prentsmiðju- eigendur ætla að skerða orlofs- dagafjöldann er ekki vitað, enda er orlofsdagafjöldinn ákveðinn i lögum 24 virkir dagar”. „Ég er einn af þeim prent- smiðjurekendum, sem framan- greindu er beint til. Ég vil ekki viðurkenna neinar hefndar- ákvarðanir i garð prentara af minni hálfu, þótt þeir sjálfir stytti sinn orlofstima með verk- falli, að mati prentsmiðju- rekenda. Vil ég þvi taka fram það sem hér fer á eftir : Það er rangt, að orlofsdaga- fjöldinn sé ákveðinn 24 virkir dagar á ári i gildandi orlofslög- um. Hann getur verið það og einnig önnur tala, samkvæmt lögunum, ef miðað er við almanaksár án tillits til Verktakaþjónusta Gefum föst verðtilboð í efni og vinnu EINANGRUN frystí-og kæliklefa ÞAKPAPPALOGN í heittasfalt ARMÚLI II VIRKNIf Vestmannaeyjum • Sími 290 • Reykjavík • Sími 8-54-66 Auglýsing fró Lánasjóði íslenzkra ndmsmanna um fimm ára styrki Hér með eru auglýstir til umsóknar 10 styrkir, sem veittir eru þeim, sem i vor ljúka stúdentsprófi eða prófi frá raun- greinadeild Tækniskóla íslands og hyggj- ast hefja nám i háskóla eða tækniskóla á komandi hausti. Sá, sem hlýtur slikan styrk, heldur honum i allt að 5 ár enda leggi hann árlega fram greinargerð um námsárangur, sem lána- sjóðurinn tekur gilda. Þeir einir koma til greina, sem hlutu ágætiseinkunn eða háa fyrstu einkunn. Styrkir verða veittir til náms bæði i raun- visindum og hugvisindum. Umsóknir, ásamt afriti af prófskirteini, eiga að hafa borizt skrifstofu lánasjóðs is- lenzkra námsmanna, Hverfisgötu21, fyrir 3. júli n.k. Skrifstofan afhendir umsóknareyðublöð og veitir allar nánari upplýsingar. Reykjavik 19. júni 1974. Lánasjóður isl. námsmanna Ný þjónusta í Skálholti Opið allan daginn — Heitur matur og fjölbreyttar veitingar vinnudagafjölda. Lágmarks or- lofsréttur er ákveðinn í 3. gr. or- lofslaganna, og hljóðar þannig: „Orlof skal vera 2 dagar fyrir hvern unnin mánuð á siðasta or- lofsári, og reiknast hálfur mánuður eða meira sem heill mánuður, en skemmri timi telst ekki með”. í orlofslögunum eru hvergi nefndir 24 orlofsdagar, heldur felst lágmarksákvæði laganna i þvi, að lágmarksorlof sé 2 dagar á hvern unnin mánuð, en ekki verkfallstima né aðra tima, sem ekki er unnið. Undan- tekning er þó gerð i lögunum I sambandi við veikindaforföll, en alls ekki i sambandi við verkföll né aðra tima, sem ekki eru unnir. 1 4. gr. orlofslaganna segir einnig: „Ef orlof er skemmra en 21 dagur, skal það veitt i einu lagi.” Hér gera lögin ráð fyrir, að orlof geti verið skemmra en 2 dagar fyrir hvern almanaks- mánuð ársins, enda orlofið miðað við vinnumánuði en ekki iðju- leysismánuði á orlofsárinu, eða þá mánuði sem hraustir menn vilja vinna og fá að vinna, en ekki verkfallsmánuði sé atvinnu- leysismánuði. I samningum milli Hins isl. prentarafélags og prentsmiðju- rekenda segir svo um orlofsrétt siðasta orlofsárs: „Starfsfólk skal frá 24 virka daga i sumarleyfi með fullu kaupi, enda hafi það unniði sömu prentsmiðju i eitt ár samfleytt.” Einnig segir i sömu samnings- grein: „Starfsfólk, sem unnið hefir skemur en eitt ár i prent- smiðju, skal fá sumarleyfi með fullu kaupi að tiltölu við þann tima, sem það hefir unnið.” Hvað felst nú i framangreindu samningsákvæði? Er ekki þar hið sama að finna og i orlofs- lögunum, að orlofstimi og orlofs- greiðsla eigi að fylgjast að, og verði ekki aðskilin, enda vaknar sú spurning, ef svo væri ekki, hver á að skaffa kauplausan or- lofstima til þeirra, sem ekkert vinna? Mér er ekki ljóst, að verkfalls- timi skapi i neinu formi rétt til or- lofs, hvorki orloftima né orlofs- greiðslu. Samkvæmt nefndri grein Sigurdórs er þvi hins vegar haldið fram, að þótt vinnutimi or- lofsársins skerðist vegna verk- falls, þá skerðist ekki orlofs- timinn, heldur aðeins orlofs- kaupið. Þetta finnst mér furðuleg túlkun á lögum og samningum og hæpihn grundvöllur til að bera mönnum á brýn hefndarhug. Er þvi ástæða til að benda á 16. gr. orlofslaganna, en i henni er skýrt tekið fram, að öll mál 6t af réttindum og skyldum samkv. or- lofslögunum heyri undir félags- dóm. Með tilvísan til framangreinds, legg ég til að umræddum ágreiningi sé að báðum aðilum, og með góðu samkomulagi, visað til fél.dóms til úrskurðar. Efa ég ekki, að báðir aðilar hlýta dómi i þessu efni. Hitt er mér og ljóst, að ef hvorki fæst samkomulag aðila um þetta mál né löglegur úr- skurður, þá koma upp fjölmörg einstaklingsbundin vandamál i prentiðnaðinum um leið og orlofs- timum prentara lýkur á yfir- standandi ári. Má i þvi sambandi nefna eftirgreind atriði: Hugsum okkur, að prentarar taki sér nú i sumar tveggja daga kauplaust orlof til viðbótar hinu greidda orlofi, þá vakna spurningar eins og þessar: Er með sliku skapaður réttur til kauplausra fridaga fyrir fast- ráðna starfsmenn án leyfis eða samráðs við sina vinnuveitend- ur? Þýðir slikur fridagar'ettur, samkvæmt samningum um véla- vinnu, frádrátt á einföldu kaupi eða tvöföldu kaupi? Þýðir slik kauplaus fjarvera fastráðins manns uppsögn i starfi? Þýðir öll fjarvera manna vegna verkfalls orlofsrétt þeim til handa, þótt margfaldur sé á móti uppsagnar- timi, eða við hvazða takmörk miðast slikt? Um fleira mætti spyrja i þessu efni, en verður ekki gert að sinni. Að siðustu þetta: Ég sætti mig ekki við, að liggja undir neinni aðdróttun um hefnd gegn sak- lausum mönnum. Það er þvi krafa min i þessu all stóra ágreiningsmáli, að þvi verði þegar i stað, með samþykki beggja aðila, visað til úrskurðar Félagsdóms. Reykjavik, 19. júni 1974, Stefán Jónsson. Ótrúlega Idgt veri Einstök goeði OLL MET BARUM BREGST EKKI simnisB. EINKAUMBOD: TEKKNESKA BIFREIDAUMBODID A ISLANDI SoLUSTADI R: Hjólbarðaverkstæftift Nýbarði. Garðahreppi, simi 50606. Skodabúðin, Kópavogi, simi 42606. Skodaverkstæðið á Akureyri h.f. simi 12520. Varahlutaverzlun Gunnars Gunnarssonar, Egilsstöðum, GALLABUXUR Drengjasettin komin í Ijósbláu denimefni OPIÐ TIL 7 í KVÖLD Lokað á laugardögum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.