Tíminn - 21.06.1974, Blaðsíða 13

Tíminn - 21.06.1974, Blaðsíða 13
Föstudagur 21. júni 1974 TÍMINN 13 Guðrún Flosadóttir húsfreyja: HVATNINGARORÐ TIL FRAMSÓKNARMANNA í ÖLLUM KJÖRDÆMUM LANDSINS ______ |L-Í W' PÓSTUROG SÍMI óskar að ráða viðskiptafræðing til starfa við póstgiróstofuna sem fyrst. Laun samkvæmt núgildandi kjara- samningi. Nánari upplýsingar verða veittar hjá forstöðumanni póstgiróstofunnar og hjá starfsmannadeild. Nú stendur yfir hörö kosninga- barátta, e.t.v. sú harðasta og ör- lagarikasta siðan við stofnuðum lýðveldi fyrir 30 árum. Undir for- ustu 3ja forsætisráðherra Fram- sóknarflokksins, þ.e. Steingrims Steinþórssonar, Hermanns Jónassonar og nú siðast ólafs Jóhannessonar, hefur landhelgin verið færð út. Framsóknarflokk- urinn á glæsilegan feril I raforku- málum og landsbyggðarmálum, svo eitthvað sé nefnt, en lengi mætti telja og nefna þau málefni, sem Framsóknarflokkurinn hefur tekið þátt I eða haft forustu um. Heillavænleg áhrif framsóknar- manna I islenzkum stjórnmálum blasa allsstaðar við. Framsóknarfólk um land allt, og aðrir kjósendur, mega ekki láta blekkjast af þeim áróðri and- stæöinganna, að Framsóknar- Guðrún Flosadóttir flokkurinn geti ekki bætt við sig þingmönnum I væntanlegum kosningum. Það er fullkomlega raunhæft, og mikill möguleiki á þvl, að flokkurinn geti bætt við sig 2-3 þingsætum, en til þess að svo geti orðið, má enginn liggja á liði slnu. Ég skora á hvern einasta framsóknarmann, og þá sem eiga samleið með okkur, en hafa e.t.v. kosið aðra flokka, að berjast nú af alefli fram að kosningum. Það getur ráöiö úrslitum um myndun næstu rikisstjórnar, hvaö Fram- sóknarflokkurinn kemur sterkur út úr þeim. Þaö er óhrekjandi staðreynd, að Framsóknarflokkurinn á nú hæfasta, reyndasta, kjarkmesta og heiðarlegasta stjórnmálafor- ingja landsins. ólafur Jóhannes- son hefur sýnt það, að hann er maður, sem þorir að taka ákvaröanir, hvort sem þær þykja vinsælar eða óvinsælar, ef þjóðarnauðsyn býður. Hann á óskorað traust okkar allra. Tregur afli TF-Flateyri. — Afli hefur veriö rýr aö undanförnu á Vestfjörðum einnig hjá skuttogurunum flest- um. Tveir línubátar, um þrjátlu lesta, stunda veiðar héöan frá Flateyri, 150 lesta skip er á neta- veiðum og fjórir bátar á færa- fiski. Hjá öllum þessum bátum hefur afli verið daufur. Skozk mennta- skólastúlka sem nemur norrænu, óskar eftir atvinnu, sem byði upp á fæði og húsnæði, t.d. í sveit. Vinsamlegast hringið í 8-55-70 á kvöldin. Framsóknarflokkurinn er ein- asta aflið, sem getur haft heimil á ihaldsöflunum á íslandi, sem sjá ekkert annað en gróða og auð- hringi. Framsóknarflokkurinn er þaö afl, sem getur kæft áhrif kommúnista, sem vilja ekkert annað en alræði rikisvaldsins og varnarlaust land. Það hefur sýnt sig, að kommúnistar eru illa sam- starfshæfir. Það hefur sýnt sig i öllum rikisstjórnum, sem þeir hafa tekið þátt i, að þeir eru óábyrgir, enda ekki þjóðlegur stjórnmálaflokkur. Innan Al- þýðubandalagsins er áhrifamikið málalið Moskvuvaldsins. Ég vana einnig við þeim, sem hafa yfirgefið Framsóknarflokk- inn og kalla sig „Möðruvellinga”. Þeir bjóða sig nú viða fram undir merki F-listans. óskiljanlegt er, hvers vegna þeir skriðu ekki beint undir pilsfald Alþýðubandalags- ins. Þeirra saga verður öll eftir næstu kosningar. Kommúnistar eru a.m.k. þriklofnir, i Marx- Leninista og Fylkinguna. Það er vitað, að þúsundir þeirra, sem kusu Alþýðubandalagið I siðustu alþingiskosningum, eiga enga samleiö með kommúnistum, sem þar ráða mestu um stefnuna. Framsóknarflokkurinn er hvorki hægri né vinstri flokkur. Hann er miöflokkur i islenzkum stjórnmálum, flokkur frjálsra manna. Hann er rammislenzkur flokkur, sem aðhyllist enga er- lenda „isma”. Framsóknar- flokkurinn er sprottinn úr Islenzk- um jarövegi, einn allra flokka, sem nú bjóða fram. Menn úr öll- um þjóðfélagsstéttum geta að- hyllzt stefnu hans, og munu sýna það i væntanlegum þingkosning- um. Framsóknarmenn um land allt: Nú er blásið I herlúðra og fylkt fram til orrustu. Gerum sig- ur Framsóknarflokksins glæsi- legan i kosningunum. Sýnum Framsóknarflokknum og hæfasta manni til forystu landsstjórnar nú, Ólafi Jóhannessyni forsætis- ráðherra verðskuldað traust 30. júni næstkomandi. CROWN -bílaviðtœkin eru langdrœg og örugg Car-200 kr. 5.700.00 Cor-300 kr. 7.350.00 Skipholti 19. Sími 23800 Klapparstíg 26. Sími 19800 Sólheimum 35. Sími 21999 Akureyri. Sími 21630 Strígaskór fyrir sumaiið iíSRSSK® TfTtníWiin KAUPFEL0GIN DOMUS (© a » M m AUSTURSTR/ETI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.