Tíminn - 21.06.1974, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.06.1974, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Föstudagur 21. júni 197Í Hugrakka konan hans Willys 4 „Vinsælustu hjón i stjórnmála- heiminum um þessar mundir eru áreiðanlega Willy Brandt og Ruth kona hans. Hjá þeim er ekki um nein pólitísk leiðindi að ræða.” Þetta var skrifað i blað fyrir nokkrum árum, nánar til tekið árið 1959. Þá var Brandt borgarstjóri Vestur-Berlinar og var i heimsókn i Sviþjóð I tilefni af 70 ára afmæli sænska sósial- demókrataflokksins. Ruth Brandt var með honum og vakti mikla athygli. Hún var falleg, brosmild en þó dálitið hlédræg, þar sem hún kom fram með manni sinum Henni féll ekki að koma fram opinberlega, en varðþóað gera það af skyldu- rækrii. Hún átti, þegar fram liðu stundir eítir að gera margt af skyldurækni einni saman. Lifið við hlið Willy Brandts var ekki neinn dans á rósum. Þau Willy Brandt voru bæði flóttamenn, þegar þau hittust i Stokkhólmi á striðsárunum. Hún hafði orðið að vinna fyrir fjölskyidu sinni að hluta til strax og hún var orð- in fjórtán ára, en hún var frá bænum Hamar i Noregi. Hún var félagi i samtökum ungra sósialdemókrata, ogþessvegna varð hún að flýja frá Noregi til Sviþjóðar. Eftir að styrjöldinni lauk, fór hún fyrst með Brandt til Oslóar, þar sem þau unnu bæði sem blaðamenn, en siðan fóru þau til Berlinar, og giftu sig þar 1947. Þar sem hún var útlendingur, og maður hennar hafði snúið aftur til Þýzkalands eftir að hafa flúið þaðan, varð hún fyrir miklu aðkasti. Henni sjálfri og börnum hennar tveim- ur var hótað lifláti. Hún varð oft að koma fram við opinber tæki- færi, og stundum var hún meira að segja ásökuð um að skyggja með nærveru sinni á gesti manns sins. Svo fór að syrta i álinn, og erfiðleikarnir náðu há- marki nú fyrir skömmu, þegar Willy Brandt lét af störfum kanslara vegna þess að náinn vinur hans hafði reynzt vera njósnari fyrir Austur-Þjóð- verja. Ruth hefur ekki látið neitt af þessu á sig fá, að minnsta kosti ekki á yfirborð- inu, og enn stendur hún við hlið manns sins glöð og ánægð. Sahara og vatnlð Hver skyldi trúa þvi, að hægt sé að breyta þessari sandeyðimörk i gróið land? Það er þó talið mögulegt, ekki sizt nú, þegar fullvist er, að mikið er af vatni undir Saharaeyðimörkinni. Árið 1966 komust bandariskir jarð- fræöingar að þeirri niðurstöðu, að um 15 þúsund rúmkflómetrar af vatni væru undir eyðimörk- inni, en sérfræðingar frá Unesco hafa nú komizt að raun um það með borunum og visindalegum útreikningum, að ekki minna en 60 þúsund kilómetrar séu þar að 4 minnsta kosti. Þetta bendir til þess,að með viðeigandi aðgerð um ætti að vera hægt að breyta eyðimörkinni i ræktanlegt land. Eitt er þó óleyst ennþá, og það er vandamálið með það, hvort vatnið undir eyðimörkinni inni- heldur efni, sem aðeins myndu mynda skán á yfirborði jarðar- innar og koma i veg fyrir að gróður gæti fest þar rætur. Ef efnainnihald vatnsins er slikt, er ekki til neins að veita þvi upp á yfirborðið. Þetta verður rann- sakað nánar á næstu árum. — Þeir segja að þetta nýja vopn hafi 100 sinnum meiri slag- kraft en það gamla. —- Lofaðu honum að þefa... hann heldur að þú sért af sama kyni og hann... — H5, er ég yfir i ávisunarheít- inu...? Segðu mér hvað það er mikið, þá skal ég skrifa ávisun fyrir þvi. DENNI DÆMALAUSI Og svo fórum við i boltakýlu. Hún meinar kýlubolta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.