Tíminn - 21.06.1974, Blaðsíða 8

Tíminn - 21.06.1974, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Föstudagur 21. jdni 1974 Í0^^J\ \ Guðmundur P. Valgeirsson: Reikningsdæmi klofningsmanna Þeir flokkar og flokksbrot, sem litla tiltrú hafa meðal kjósenda, klifa nú á þvi, að kjósendur verði að athuga og reikna út, hvernig atkvæði þeirra „nýtist” I þeim kosn- ingum, sem framundan eru. Kjósendum er ætlað að standa I útreikningum um það, hvar atkvæði þeirra „nýtist” bezt þessum litlu, vafasömu hóp- um til pólitisks framdráttar. Þessum áróðri er einkum beint að Framsóknarmönnum af Alþýðubandalaginu og Samtökunum (!) • Sagt er, að þeir (Framsóknarmenn) geti þetta sér að skaðlausu, þvi ekki fái þeir uppbótarþing- menn. Þetta er mjög óheppi- leg röksemdafærsla og nánast rökleysa, gerð í þeim tilgangi einum að rugla heilbrigða skoðun manna. Framsóknar- menn um land allt þurfa að gjalda varhugar við þessum áróðri. Ef kjósendur ætluðu að fara inn á þá braut að greiða ekki atkvæði eftir skoðun sinni á gildi flokka og frambjóð- enda, heldur eftir einhverjum útreikningum á „nýtingu” at- kvæða I óljósum tilgangi, þyrfti að stýra þeirri atkvæða- greiðslu með vafasömum tölvuútreikningi, gerðum á flokksskrifstofum i Reykja- vik. Jafnframt þessum áróðri leggja þessir sömu menn rika áherzlu á, hverja þýðingu hvert einasta greitt atkvæði hafi fyrir starf og framgang sins flokks. Það er rökrétt hugsað. Þessi rök eru ekki sið- ur i fullu gildi hvað Fram- sóknarflokkinn varðar. Tvistringur á atkvæðum hans er aðeins vatn á myllu ihalds- ins. Menn ættu að geta gert sér það ljóst, hvort Framsóknar- flokknum og Ólafi Jóhannes- syni hefði ekki verið meiri styrkur að þvi i stjórnarstarfi sinu, að Framsóknarmenn heföu haldið fylgi sinu við flokkinn i siðustu kosningum, og aukið það, heldur en þvi tætingsliði, sem flaut inn á þingið á þessúm forsendum að nokkru leyti. Afleiðingar þess glundroða hafa verið að skýr- ast æ betur siðustu vikurnar og kom bezt i ljós siðustu daga þingsins, hver endemisrök- leysa það var. A þessum hugsanagangi flaut Hannibal og félagar hans inn á þing i siðustu kosning- um. En enginn gat þó gert sér fulla grein fyrir þvi, hvort þau atkvæði, sem þeir fengu þá, yrðu til að styðja ihaldið til áframhaldandi setu i stjórn eða vinstri stjórn, eins og varð ofan á. — Svo heill sem sá stuöningur var. Þaö hefur nú komið á dag- inn, svo ekki verður um villzt, að hugur Hannibals stóð þá, fyrst og fremst, til þess að ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæöisflokkinn ásamt Alþýðuflokknum, þótt hann fengi þvi ekki framgengt, m.a. vegna kjðsenda sinna á Vest- fjörðum, sem talið var að hefðu hótað honum hörðu, ef hann léti af þvi verða. Siöustu dagar s.l. þings tóku af þessu allan vafa, og bert var hvert hugur hans stefndi og meiri- hluta þeirra manna, sem drógust inn á þing i fylgd með honum. Það víti mætti verða til varnaðar nú. Þennan sama leik ætla nú hinir nýju klofningsmenn úr Framsóknarflokknum og Alþýðuflokknum að leika, og treysta á það eitt, að kjósend- ur gleypi þá sömu flugu og notuð var i s.l. kosningum, þvi málefnalega greinir þá ekki á við sina gömlu samherja. Tæplega hafa þessir menn náð þeirri leikni I klofningsstarf- semi, sem Hannibal hafði öðl- azt með langri æfingu i þessu fagi, og munu þvi ekki hafa erindi sem erfiði. Munu fáir harma það. Kjósendur Framsóknar- flokksins munu hafa þann þroska, sem þarf til að sjá við endurtekningu sllkra bragða, og lofa þessum mönnum að sitja utan þings i ró. Þar eru þeir bezt komnir. Það gæri oröið þeim þörf og holl lexia og kennt þeim, að annað og meira þarf til aö skapa sér álit og tiltrú en að ástunda skit- kast aö heiðarlegum mönnum, að sið pörupilta. Framsóknarmenn um allt land geta ekki sýnt ráðherrum sinum i núverandi rikisstjórn þakkir sinar fyrir gifturika forustu þeirra I málefnum þjóöarinnar með öðru en þvi að standa óhvikulir að baki þeirra i þeim kosningum, sem i hönd fara. Hvert atkvæði, sem flokknum er greitt i þess- um kosningum, styrkir að- stöðu þeirra i áframhaldandi vinstri stjórn. Þeirra þakka eru þeir fyllilega verðir. Færi vel á þvi, að Framsóknar- menn og aðrir vinstrisinnaðir menn stuðluðu að þvi með at- kvæði sinu að ólafur Jó- hannesson og Einar Agústsson þyrftu ekki að sllta kröftum slnum til að sameina jafn sundurtætt lið til þjóðhollra áhrifa og starfa og þeir þurftu að gera á undangengnum samst jórnarárum. Undir gengi Framsóknar- flokksins á þjóðin meira nú en oft áöur. Kjósendur dreifbýlis- ins hafa ekkert annað tækifæri betra til aö sýna hug sinn til þeirra stefnuhvarfa, sem orð- iö hafa i málefnum þeirra og uppbyggingu úti á lands- byggðinni undir forustu Framsóknar, en að efla Framsóknarflokkinn og tryggja þannig áframhald þeirrar stefnu. Guðmundur P. Valgeirsson Kjósendur eiga að greiða atkvæði eftir skoðun sinni á gildi flokka og frambjóðenda, en ekki eftir einhverjum útreikningum ó „nýtingu" atkvæðanna í óljósum tilgangi Veiðileyfi LAXVEIÐI — SILUNGSVEIÐI Skjálfandafljót Vatnsholtsvötn Snæfellsnesi Rimhúsaáll undir Eyjafjöllum Sporwíl ^HEEMMTORGi Sími 14390 Tvö ný fiskiskip frá Slippstöðinni á Akureyri ÞriOjudaginn 18. júnl var tveimur fiskiskipum hleypt af stokkunum hjá SlippstöOinni h.f. á Akureyri. Skipin eru 142 rúmlestir aO stærO og bera um 150 tonna þunga og eru 31.15 metrar aö lengd. ViO sjósetningu hlutu skipin nöfnin Kópanes, meO einkennisstafina EA 99, og Seley, sem hlaut einkennisstafina SU 10. Bæði skipin eru útbúin til linu-, neta- og togveiða, en auk þess getur Seley stundað nótaveiðar. hamarh.f. á Bildudal,, en eigandi Lokað á laugardögum Samkvæmt siðustu kjarasamningum undirritaðra aðila verða verzlanir lokaðar á laugardögum frá og með 22. júni n.k. Verzlunar- Kaupmannasamtök islands mannafélag Vinnuveitendasamband íslands Reykjavikur Vinnumálasamband Samvinnufélaganna Kaupfélag Reykjavikur og nágrennis. m.b. Seleyjar er Seley h.f. á Éski- firði. Aðalvélar og ljósavélar skipanna eru af gerðinni Cater- pillar. 1 skipunum eru fiskleitar- tæki af gerðinni Simrad, i Kópa- nesi eru tvær ratsjár af gerðinni Sperry og Redifon talstöð, en i Seley eru tvær Decca ratsjár og talstöð af gerðinni Sailor. Auk þess má nefna, að i báðum skipunum er örbylgjustöð, miðunarstöð, Loran, og sjálf- stýring. í þeim báðum eru 12 manna ibúðir, bæði fram i og aft- ur i. Skipin eru 10. og 11. i rööinni, sem Slippstöðin h.f. á Akureyri hefur framleitt á undanförnum árum, en auk þess er nú þegar farið að reisa tvö næstu skip, sem smiöuð eru fyrir aðila i ólafsvik og i Stykkishólmi. Mikið annriki hefur verið I viðgerðadeild fyrirtækisins undanfarið. Kemur þar m.a. til viöhald og viðgerðir á hinum nýju skuttogurum, og kemur stóra dráttarbrautin sifellt i betri þarfir. Nú starfa yfir 200 manns hjá Slippstöðinni h.f. á Akureyri. (Fréttatilkynni g) Sveitarstjóri Hólmavikurhreppur óskar að ráða sveitarstjóra. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist oddvita Hólmavikurhrepps, Hólmavik, fyrir 30. júni n.k. Hreppsnefnd.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.